Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 É Gylfi Gíslason LÍNUR Myndlistarmaðurinn Gylfi Gíslason er fyrst og fremst þekkt- ur fyrir línuteikningar sínar og er einn af þeim fáu hérlendu, sem einungis fæst við línuna. Lánan er merkilegt fyrirbæri, sem ein sér getur túlkað marg- víslegar kenndir, verið þanin og stælt eða brotin og niðurlút, sem mædd af mótlæti og eiginlega er það fátt sem línan getur ekki túlk- að. Hún er og undirstaða ritaðs máls, austurlenzkrar kalligrafíu svo og hvers konar ritaðra tákna og rúna. Lína í pensli eða fjöður- penna er svo flókið og merkilegt fyrirbæri, að það eitt að teljast meistari í kalligrafíu meðal aust- rænna þjóða útheimtir gífurlega verklega vinnu og andlega þjálf- un, sem tekur á annan tug ára. Gylfi Gíslason vakti fyrst á sér athygli með stórum teikningum af álverinu í Straumsvík svo og húsaþyrpingum úr Reykjavík, þar sem öllum fjarvíddarlögmálum var gefíð langt nef. Húsin lögðust jafnvel á hliðina til að sérkenni þeirra nytu sín betur, og var hér um skemmtilegan og áhugaverð- an leik með möguleika línunnar að ræða. Gylfi, sem er smiður að mennt og hagleikur mikill, hefur fengist við margt á síðustu árum en virð- ist um leið hafa vanrækt þann stranga húsbónda sem línan er. í öllu falli bætir hann engu við fyrri orðstír með teikningum þeim sem til sýnis eru í Gallerí Borg fram til 19. maí. Ég tel að hér sé um æfínga- leysi að ræða því að án samfelldr- ar vinnu og ögunar gengur dæmið ekki upp og maður gerir meiri kröfur til hins ágæta teiknara, Gylfa Gíslasonar, en þessar mynd- ir hans rísa undir. Víst eru vel frambærilegar myndir innan um, svo sem nr. 4. „í dómsalnum II“, „Gallerí Borg 1“ (8) og hin einfalda og mark- vissa teikning af stúlkuandliti nr. 12. En það er einungis ekki nóg... FLÆÐAEMÁL Myndlist Bragi Ásgeirsson Félag íslenskra myndlistar- manna hefur eignast nýjan sýningarsal í Garðastræti 6, og er þetta þriðja sýningaraðstaðan, sem félagið stendur eitt að. Fyrir utan byggingu Lista- mannaskálans gamla við Kirkju- stræti, sem var stórhuga framkvæmd, er húsnæðissaga fé- lagsins fremur nöturleg saga, sem best er að tala sem minnst um hér. Aðalatriðið er að horfa fram veginn og hugsa stórt. Salurinn er lítill og snotur og ágæt viðbót við aðra sýningarsali borgarinnar, einkum vegna þess að reksturinn er hugsaður með nokkru öðru sniði en hjá þeim er fyrir eru. Svo ég sé hér nokkuð raunsær, þá er alveg víst, að salurinn stend- ur og fellur með rekstrarformi sínu og hér þarf mikla útsjónar- semi til að dæmið gangi upp, jafnvel þótt salurinn sé öllu betur staðsettur en sá á Laugamesveg- inum. Samkeppnin er nú miklu harðari en var, er sá fyrri var rekinn, og menn jafnvel lokuðu dyrum á miðju sýningartímabilinu vegna lítillar aðsóknar. Róðurinn verður því erfíður en þó skal óskað fararheilla og góðs gengis... í tilefni opnunar salarins, sem ber upp á sextugsafmæli félagsins hefur þeim mæta málara, Kristj- áni Davíðssyni, verið boðið að sýna þar fyrstum manna og stend- ur sýningin til 18. maí. Uppistaða sýningarinnar eru hinar svokölluðu flæðarmáls- myndir, sem Kristján er þekktur fyrir, en myndefni sín hefur hann á sinn sérstaka hátt ósjaldan sótt til boðaslóða. Kristján hefur hin síðari ári einbeitt sér að því að dýpka list- form sitt, sem er hárrétt afstaða, enda hafa litimir á málverkum hans aldrei verið jafnferskir og mettaðir. Þetta er það sem menn nefna háþróaða „informel"- abstraktlist með ljóðrænu nátt- úruívafi. Ekki er um beina skírskotun til náttúrunnar að ræða heldur áhrif frá henni í ftjálslegri, ósjálfr- áðri túlkun. Langflestar myndim- ar á sýningunni eru málaðar á síðustu þrem árum en svo er ein mynd frá 1957 og önnur frá 1972, sem er andlit hins þekkta íslenzka myndlistarmanns úti í Hollandi, Sigurðar Guðmundssonar. Þessar tvær eldri myndir ásamt túsk- teikningunni eru ágæt viðbót og stækka sýninguna, gera hana óformlegri og lífrænni. Að sjálfsögðu er það meirihátt- ar listviðburður þegar getur að líta jafn margar myndir eftir Kristján Davíðsson á einum stað. Það em heil níu ár síðan tæki- færi gafst til þess, en það var þegar FÍM heiðraði hann með því að gera hann að fulltrúa sínum á listhátíð (1978) og þá einmitt í salnum á Laugamesveginum. Langt er nú síðan gustaði að Kristjáni með stómm og sterkum sýningum á tveggja ára fresti í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sá salur hentaði listamanninum af- bragðs vel enda kunni hann að gjömýta húsakynnin án ofhlæðis. Nú er það Reykvíkinga að nota tækifærið og skoða sýningu hins gróna listamanns er fyrrum var nefndur „enfant terribile“ íslenzkrar framúrstefnulistar, og forvitnast um leið um hin nýju húsakynni FÍM. Og verði mönnum að góðu ... Kristján Davíðsson ARFUR GERMANA Békmenntlr Jóhann Hjálmarsson SKÍRNIR. TÍMARIT HINS ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAGS. 160. ÁR. RITSTJÓRAR KRIST- JÁN KARLSSON OG SIGURÐ- UR LÍNDAL. REYKJAVÍK 1986. Skímir er einkum fræðilegt rit þar sem áhersla er lögð á fom- menntir, en samtíðin ekki skilin alveg útundan. Árgangur 1986 er á margan hátt fjölbreyttur. í honum er að fínna eftirmæli um Jón Helga- son, umfjöllun um Aristóteles og Snorra, grein um ráðningarskilmála í lok 19. aldar, vöm fyrir þá frjáls- hyggjupostula Hayek og Nozick og ritdóma um jafn ólík rit og Cry- mogæa eftir Amgrím Jónsson og Einars sögu Guðfínnssonar eftir Ásgeir Jakobsson. Annar ritstjór- anna birtir svo eftir sig ljóð þegar við á, en hingað til hefur verið fátt um ljóðasýnishom í Skími. Skímir er fremur þunglamalegt rit. Ritið er enn fastheldið í efnis- vali, einkum við hæfí þeirra sem hafa gaman af sagnfræði. Tilraunir til að lífga Skími við, færa hann nær nútímanum eru ekki markviss- ar, enda ólíklegt að það sé í raun og veru ætlunarverk ritstjóranna. Eg býst líka við að þörf sé fyrir Skími eins og hann er. Sigurður Nordal hefur góðu heilli verið á dagskrá að undanfömu, vegna hundrað ára afmælis í fyrra. í Skími birtist af þessu tilefni fyrir- lestur eftir Sigurð sem nefnist Auður og Ekla í fommenntum ís- lendinga. Fyrirlesturinn flutti Sigurður í hátíðarsal Háskóla ís- lands 1946 og er prentun hans í Skími hin fyrsta. Kristján Karlsson skrifar í inngangi að „óvíða í verk- um hans mun að fínna jafn ástríðu- fulla framsetning og hér á þeim hugmyndum hans um uppmna og gildi íslenzkrar ritmenningar, sem kalla má annan meginþráð verka hans, hinn er heimspekileg íhug- un“, Mestan ritgerðahöfund í íslenskum bókmenntum, kallar Kristján Sigurð. Ekki hrekur fyrr- nefnd ritgerð þessa kenningu því að gerð hennar er með miklum glæsibrag, vekur í senn aðdáun og umhugsun. Slík er hrifning Sigurðai- Nordals á fombókmenntum okkar, ekki síst Njálu, að orð eins og upphafning kemur í hugann. En ritgerðin er ekki síður merkileg fyrir það að í henni er freistað að lýsa hugarheimi germanskra þjóða og skýra tilurð þeirra. Sigurður vitnar til Gilberts Murray sem jafnaði íslenskum bók- menntum að frumleik og snilli við grískar og hebreskar bókmenntir. Og hann getur líka þess sem Am- old Toynbee lét hafa eftir sér að íslendingar hafí á 10. öld lyft skandínavískri menningu á hæsta stig hennar. Það eru að sjálfsögðu orð sem ber að hafa í huga sem Sigurður Nordal gæðir þunga í ritgerð sinni: „Við höfum engin kynni af af germ- anskri menningu nema auðgaðri af suðrænni með einhverju móti. Allar hugmyndir, sem menn reyna að gera sér um „hreina" germanska menningu, hljóta alltaf að verða loftkastalar." Aftur á móti má spyija sig þeirrar spumingar hvort orðalagið hjá Sigurði dragi ekki dám af tíðarandanum með það í huga hvenær fyrirlesturinn er flutt- ur, þ.e.a.s. skömmu eftir strið. Sú germanska menning sem Sigurði verður tíðrætt um er vitanlega í mikilli fjarlægð frá hugmyndaheimi nasista. Það með hvaða hætti ís- lendingar leituðu til annarra landa rökstyður hann með ísleifí Gissur- arsyni sem að líkindum var fyrsti Norðurlandabúi sem gekk á skóla Sigurður Nordal erlendis og Sæmundi fróða sem var með vissu fyrsti norræni maðurinn sem leitaði sér menntunar í Frakk- landi. Skilgreining Sigurðar Nordal á höfundi Njálu er svo djarfleg og um leið markviss að ég get ekki stillt mig um að birta hana: „Höf- undur Njálu er hámenntuð óhemja, eitt af mestu og andstæðuríkustu skáldum, sem uppi hafa verið. Hann beitir í persónulýsingum sínum ofsalegri hlutdrægni ástar eða óvildar, en samt aldrei svo, að hann leggi ekki lesandanum upp í hendur einhver gagnrök á móti. Og hann lýsir tvíræðum og tvíhverfum mönnum svo að slíkt hafði varla fyrr verið reynt í skáldskap og hef- ur trauðla verið farið fram úr því síðan." Málflutning Sigurðar Nordals geta svo lesendur Skímis borið sam- an við umfjöllun ýmissa manna um fombókmenntir í sama hefti, en ástæðulaust er að gera til þess kröf- ur að allir ritgerðahöfundar fari í Nordalsbuxur. Slíkt er ósanngjamt. Meðal athyglisverðra hluta í Skími að þessu sinni em ritgerðir eftir Kristján Ámason og Pál S. Árdal, Qalla báðar um heimspeki. Kristján skrifar um Hegel, Páll um þjáninguna 'og hina illu nauðsyn sem ekki verður komist hjá. Eg sætti mig ákaflega vel við heim- spekilega umræðu í Skími, en verð að viðurkenna að sum umræða er í mínum augum léttvæg og umfram allt leiðinleg, samanber það sem stundum kemur fram hjá velviljuð- um mönnum eins og Þorsteini Gylfasyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, en þeir verða fram úr hófí þrasgjamir þegar þeir eig- ast við svona eins og þeim sé umhugað um að vega hvor annan í góðsemi. Það er auðvitað gott og blessað í þeirra hópi, en kemur öðr- um sáralítið við. Sé það í raun og veru sannfæring Hannesar Hólmsteins að kapítal- ismi og húmanismi geti fylgst að þarf hann að beita sér fyrir því að þeir sem peninga eiga veiji þeim í æ ríkara mæli til menningarmála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.