Morgunblaðið - 13.05.1987, Page 19

Morgunblaðið - 13.05.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 19 Þöglu tvíburamir Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Majorie Wallace: The Silent Twins Útg. Penguin 1987 FAA grunaði þegar tvíburarnir June og Jennifer Gibbons litu fyrst dagsins ljós þann ll.apríl 1963, hvílík ævi biði þeirra. Foreldrar þeirra voru ættaðir frá Barbados. Þau áttu tvö böm fyrir, þegar tvíburamir fæddust. Heimilisfaðir- inn vann við störf á herstöðvum og fjölskyldan flutti oft á milli staða. Tvíburarnir virtust undur heilbrigð- ar og eðlilegar telpur. June var fáeinum mínútum eldri, þær voru eineggja og mikil þörf þeirra fyrir návist hvor annarrar á bemskuár- unum þótti sjálfsögð og eðlileg. En það fór fljótlega að bera á ýmsu, sem mönnum þótti athuga- vert. Tvíburamir virtust seinir til máls, en það var vitanlega skýrt með því, að svo er oft um tvíbura og þarf ekki að vera agnar ögn bogið við það. Tvíburamir virtust gefa hvor öðrum merki, sérstaklega virðist Jennifer snemma hafa komið sér upp einhvers konar augnmáli. Móðir tvíburanna Gloria afsakaði tvíburana lengi, og þótt henni fynd- ist sjálfri sérkennilegt, að tvíbur- amir skyldu aldrei tala við foreldra sína, löngu eftir að þær voru greini- lega búnir að ná tökum á tali, varði hún tvíburana í lengstu lög. Því að vissulega vom tvíburamir orðnir talandi. Og orðaforði þeirra var í ágætu lagi. Þeim var lagið að tjá sig í skrifuðu máli, það kom í ljós þegar dagbækur tvíburanna og önnur skrif komu fram í dagsbljó- sið. En tvíburamir þögðu. Þeir gengu í skóla og leystu verkefni sín bara sæmilega. En höfðu engin samskipti við nemendur né kenn- ara. Svo lölluðu stúlkurnar tvær sér heim úr skólanum, yrtu ekki á for- eldra né eldri systkini, fóm upp í herbergi og læstu að sér. Þær fen- gust við skriftir bak við lokaðar dyr og alls kyns vangaveltur leituðu á hug þeirra. Móðir þeirra færði þeim matinn upp og skildi hann eftir við dyrnar. Ef tvíburarnir vildu horfa á sjónvarpið, settu þeir miða þess efnis á eldhúsborðið. Enginn annar mátti vera niðri samtímis. Allt atferli tvíburanna benti til sjúkleika. Þótt enginn hafi treyst sér til að kveða upp úr með það hvorki þá né raunar síðar, hvað nákvæmlega hijáði þær. Augljós- lega vom þær um sumt bráðvel gefnar og innan í þögninni gerðu þær sér afar vel grein fyrir um- hverfinu og líðan annarra, þótt þær treystu sér ekki til að gera neitt það, sem gæti breytt þessu. Skóla- sálfræðingar og fleiri sérfróðir menn glímdu við gátuna um „þöglu tvíburana" en allt kom fyrir ekki. Tvíburarnir fóm sínu fram og virt- ust færast í aukana. En samtímis því sem vald þeirra yfir nánasta umhverfi gat um sumt vaxið, fór að bera á ótrúlegri og hræðilegri samkeppni þeirra í millum. Sú hat- ursást, sem þær hafa hvor á annarri og leiðir til voðalegra atvika, verður ekki minnstur þáttur í stríði þeirra. Þær lögðu fæð hvor á aðra og reyndu nokkmm sinnum að fyrir- koma hinni. Ef þær vom síðan skildar að, til að vita hvort amk annar tvíburinn kynni með því að C terkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! bjargast af, urðu báðir tvíburamir báðir líkamlega veikir; hvorki June né Jennifer gat lifað án hinnar. Og enn síður saman. Brezka blaðakonan Majorie Wallace, sem er höfundur bókarinn- ar, heyrði fyrst um tvíburana, þegar þeir vom átján nítján ára og sátu í varðhaldi fyrir ótal íkveikjur, skemmdarverk og fleira. Hún fékk áhuga á máli þeirra og að beiðni fangelsislæknisins kom hún til þeirra og reyndi að ná sambandi við þær June og Jennifer. Og það virðist hafa tekizt. Þær fengu á henni traust og trú og eftir æði langan tíma var svo komið að hún vissi öll þeirra leyndarmál, viðbrögð við hveiju atviki. Og þær biðu spenntar eftir að hún lyki við bók- ina um þær. Samt virðist í bókarlok, að þær hafí ekki náð valdi á sjúk- leika sínum. Þeim virðast allar bjargir bannaðar og vist þeirra á fangelsissjúkrahúsi það sem bíður þeirra. Þetta er óvenjuleg bók, ótrúleg en sönn. Hún gefur enga lausn. Það er ekki sjálfgert að skilja tvíburana og hörmulegt lífshlaup þeirra. En hvað sem því líður, framúrskarandi verk. Penguinútgáfan er alveg ný- komin út og varla hér í bókabúðum enn, þótt ugglaust megi panta hana. Tvíburarnir June og Jennifer Gibbons TÖLVUSÝNING Tölvuvædd 13.og14.mai1987 hönnun Sýningin er opin 11.00-19.00 (Víkingasal Hótel Loftleiða eru helstu söluaðilar tölvubúnaðar á (slandi með sýningu á grafískum vélbúnaði. Hér gefst einstakt tækifæri til að sjá og bera saman bæði verð og gæði búnaðar til nota við tölvuvædda hönnun. Aðgangur ókeypis. Einar J. Skúlason hf. ERICSSON g i t a VlCTé R IRoland ROLAND DG CORPORATION Wtiot HEWLETT 1"KM PACKARD IKRISTJAN O. SKAGFJÖRÐ HF. GÍSLI J. JOHNSEN SF. n 1 ' KAUPSTEFNAN REYKJAVlK HF e búnaður AUTODESK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.