Morgunblaðið - 13.05.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 13.05.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 Framkvæmdastj óri Vinnuveitendasambandsins: Allsherjaratkvæðagreiðsla verði um ASÍ-samninga Verkfallsrétturinn tryggir nú fyrst o g fremst stöðu hinna sterku. Morgunblaðið/Bjami Frá pallborðsumræðum á aðalfundi VSÍ í gær: F.v. Kristján Ragnarsson, Víglundur Þorsteinsson, Har- aldur Haraldsson, Ragnar Önundarson og stjómandinn Friðrik Pálsson . ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveiten- dasambandsins, sagði í ræðu á aðalfundi sambandsins í gær, að verkfallsrétturinn væri ekki lengur neyðarréttur fátæks fólks, heldur tryggði hann nú fyrst og fremst stöðu hinna sterku. Hann lagði til, að heildar- samtök launþega gerðu fram- vegis rammasamninga um launaþróun, samninga sem born- ir væru undir atkvæði allra félagsmanna þeirra i einu, en útfærsla samninganna yrði síðan í höndum einstakra félaga eða sérsambanda. Hann varpaði jafn- framt fram þeirri hugmynd, að gerðardómur kæmi til skjalanna ef ekki gengi saman um útfærslu samninga í einstökum greinum. Áður en Þórarinn tók til máls flutti Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda, erindi um ástand og horfur í efnahagsmálum. Þar lýsti hann þeirri skoðun, að búast mætti við því að ytri skilyrði þjóðarbúsins, afli og viðskiptakjör, myndu á næstu árum ekki skila þjóðinni þeim hagvexti, sem orðið hefði að und- anfömu. Þörf væri á því, að ganga út frá þessu við mótun efnahags- stefnu næstu ríkissijómar. Hann hvatti til þess að bmgðist yrði við fjáriagahallanum með stórauknu aðhaldi og aga í ríkisbúskapnum. Þá taldi hann þörf á, að stíga stór skref í átt til aukins fijálsræðis í viðskipta- og atvinnulífi á næst- unni, og taldi til baga að hér væri enn verið að deila um grundvallar- atriði í þessum efnum, sem löngu Árið 1986 markar um margt tímamót. Verðbólga varð minni en verið hefur um 15 ára skeið, kaup- máttur launatekna fór ört vaxandi, mikil gróska var í atvinnulífi og vinnufriður var tryggari en verið hefur mörg undangengin ár. Þessi hagfellda þróun átti sér tvíþætta skýringu. Annars vegar vom ytri skilyrði þjóðarbúsins betri en verið hefur um langt skeið. Hins vegar tókst víðtæk samstaða á vinnumarkaði um sókn til bættra kjara samfara lækkandi verðbólgu. Árangur þessa varð meiri en bjart- sýnustu menn höfðu þorað að vona. í desember tókust samningar milli VSÍ og ASÍ, sem gilda út þetta ár og einkennast af sömu markmið- um. Þar er höfuðáhersla lögð á sérstaka hækkun lægstu launa og áframhaldandi jafnvægi í efnahags- málum. Þessari stefnumörkun er nú ógnað. Harðdrægir sérhags- munahópar hafa á liðnum mánuð- um neytt allra tiltækra ráða til að knýja fram sérstakar hækkanir á launum sínum, langt umfram það, sem almennt hefur samist um og í fullkominni andstöðu við það mark- mið að láta láglaunafólk sitja fyrir launahækkunum að þessu sinni. Þessar aðstæður gefa tilefni til end- urmats á gildandi reglum um samskipti aðila vinnumarkaðaríns. Enn vantar mikið á að viðunandi jafnvægi sé náð í efnahagsmálum landsmanna. Vaxandi þensla gerir vart við sig og veldur því m.a. halli á rekstri ríkissjóðs, samfara mikilli aukningu kaupmáttar og einka- neyslu. Viðskiptahalli fer vaxandi. hefðu öðlast viðurkenningu erlend- is. Að erindunum tveimur loknum voru pallborðsumræður um efni þeirra undir stjóm Friðriks Pálsson- ar, forstjóra. Þátttakendur voru Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri, Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri, Ragnar Önundarson, bankastjóri, og Víglundur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri. Þörf á breyttum leik- reg’lum Þórarinn V. Þórarinsson fjallaði um það í erindi sínu, hvort þörf væri á breyttum leikreglum á vinnu- markaðnum. Hann varpaði fram þeirri spumingu, hvort hin 50 ára gamla vinnulöggjöf þjónaði enn þörf fólksins í landinu og tryggði rétt þess veikari í samkeppni á launamarkaði. „Eða er nú svo kom- Takist ekki að draga úr þeirri þenslu, sem nú einkennir efnahags- starfemina, og marka samræmda efnahags- og launastefnu til langs tíma, stefnir verðbólga upp á við á ný og gæti á næsta ári auðveldlega náð 50% stiginu. Þessi þróun veldur því, að fastgengisstefnan er nú í hættu. Trúin á gömlu verðbólgu- krónumar virðist fara vaxandi á ný og það, þótt sú launastefna, sem byggði á stöðugu gengi og vaxandi kaupmætti hafi. ótvírætt sannað gildi sitt. Við þjóðinni blasa tveir kostir. Annars vegar leið óðaverð- bólgu og upplausnar. Hins vegar leið stöðugleika og stígandi kaup- máttar í anda þeirrar launastefnu, sem gildandi samningar ASÍ og VSI byggja á. Milli þessara tveggja kosta verður að velja. Með markvissum aðgerðum em hins vegar enn öll færi á því að tryggja hjaðnandi verðbólgu og meiri stöðugleika en verið hefur hér á landi um áratugi. Til þess þarf samstöðu allra þjóðarinnar um það markmið að draga úr þenslu m.a. með markvissum sparnaði einstakl- inga, fyrirtækja og opinberra aðila. Aðeins þannig er von til þess, að kaupmáttaraukinn verði varanleg- ur. Aðalfundur Vinnuveitendasam- bands íslands ítrekar vilja sinn til áframhaldandi samstarfs við verka- lýðshreyfíngu og stjómvöld um það meginmarkmið að tryggja stöðug- leika, traustari kaupmátta, auka verðmætasköpun og að forða þjóð- inni frá því að lenda á ný í Hrunadansi óðaverðbólgu. ið, að vinnulöggjöfin tryggir fyrst og fremst hagsmuni þeirra, sem sterkasta stöðu hafa í krafti mennt- unar, sérhæfingar eða lögverndaðra starfsréttinda?" spurði hann. Þórarinn sagði, að frá síðustu áramótum hefðum við orðið vitni að harðvítugri kjarabaráttu en dæmi væm um á síðustu ámm - jafnvel áratugum. 78 stéttarfélög hefðu boðað verkföll á árinu og það sem helst einkenndi þau væri full- komið skeytingarleysi um hags- muni heildarinnar. Hann sagði, að við þessar aðstæður væri því miður líklegt að sundurlyndi og sérhyggja verkalýðsfélaganna mundi gera að engu tilraunir til að koma verðbólgu hér á landi á svipað stig og í ná- grannalöndunum. Eina leiðin út úr ógöngunum væri breytt stefna inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Þórarinn bar saman skipulag íslenskrar verkalýðshreyfingar og hreyfingarinnar í öðram norrænum löndum og benti á, að þar væri það víðast ófrávíkjanleg regla að kjara- samningar fari undir heildarat- kvæðagreiðslu allra þeirra, sem eftir þeim eiga að starfa. Geri al- þýðusamband samning greiði allir félagar þess atkvæði um samning: inn í einu lagi. Hér á landi hafí ASÍ hins vegar engan rétt til að bera samninga, sem það gerir, beint undir 62.000 félagsmenn sína. Þór- arinn lagði til, að sú breyting yrði á vinnubrögðum verkalýðshreyfing- arinnar að heildarsamtök launþega GUNNAR J. Friðriksson var endurkjörinn formaður Vinnu- veitendasambands íslands og Ólafur B. Ólafsson var endur- kjörinn varaformaður á aðal- fundi VSÍ í gær. Aðrir í stjóm sambandsins vom kosnir: Amar Sigurmundsson, gerðu rammasamninga um launa- þróun, samninga sem fæm síðan undir atkvæði allra félagsmanna þeirra í einu, en útfærsla samning- anna yrði í höndum einstakra félaga eða sérsambanda. Hann kvaðst síðan geta hugsað sér að gerðar- dómar kæmu til sögunnar ef ekki næðist samkomulag um útfærslu samninga í einstökum greinum. Markmið breytinga af þessu tagi væri að leggja grandvöll að auknu jafnvægi og traustari efnahags- þróun og síðast en ekki síst, bættri afkomu lágtekjufólks. Meirihluti samþykki verkfall Þá vék framkvæmdastjóri VSÍ að verkfallsréttinum og beitingu hans á síðustu áram. Hann benti á, að samkvæmt lögum gætu örfáir menn tekið ákvarðanir um verkfall og þá í reynd hvort tiltekin fyrir- tæki skyldu starfa eða ekki. Hann kvaðst telja að lágmarkskrafan ætti að vera sú, að meirihluti félaga viðkomandi samtaka samþykki að- gerð eins og verkfall áður en til þess er gripið. Þá vakti hann at- hygli á því, að engar reglur gilda um lágmarkshlutfall þess fjölda manna í fyrirtæki eða atvinnugrein sem þarf til að stöðva rekstur með lögmætu verkfalli. Einn maður gæti þannig stöðvað rekstur stór- fyrirtækis, ef hann gegndi lykil- starfi. í því sambandi rifyaði hann upp að á s.l. vetri hefði boðað verk- Ami Brynjólfsson, Einar Sveins- son, Guðjón Oddsson, Guðjón Tómasson, Gunnar Birgisson, Hörður Sigurgestsson, Jón Pálí Halldórsson, Jón Sigurðsson, Jón- as Haraldsson, Konráð Guð- mundsson, Kristinn Björnsson, Páll Bragason, Pétur Óli Helga- son, Sigurður Helgason, Víglund- fall 13 vélstjóra ógnað atvinnuör- yggi 1.000 starfsmanna í fisk- vinnslu á Suðumesjum. Ályktun Þórarins var sú, að verkfallsréttur- inn væri ekki lengur neyðarréttur fátæks fólks, ekki skjól lágtekju- fólks, heldur hefði hann snúist upp í andhverfu sínu. Hann tryggði nú fyrst og fremst stöðu hinna sterku, hinna fáu, sem gætu starfs síns vegna valdið miklu tjóni og hétu oftar en ekki stjóri eða fræðingur. Verkfallsrétturinn tryggði hærra launuðu hópunum stöðu til að knýja fram launahækkanir sér til handa umfram það sem aðrir fengju. Síaukinn hlutur fjöl- miðla í pallborðsumræðunum að erind- unum loknum sagði . Kristján Ragnarsson, að nauðsynlegt væri að menn áttuðu sig á síauknum hlut fjölmiðla í kjaradeilum. Þar fengi fólk allar sínar upplýsingar um gang mála og sækti því síður félagsfundi. Þá réðist það í fjölmiðl- um, hvar samúð almennings lægi í vinnudeilum. Víglundur Þorsteins- son sagði, að brýnt væri að atvinnu- rekendur opinberaðu samninga sína og kæmu staðreyndum um heildar- launagreiðslur á framfæri við fjölmiðla. í því sambandi rifjaði hann upp, að í kosningabaráttunni hefði mikið verið talað um verka- fólk með 27 þúsund króna lág- markslaun, en ekki minnst á bónuskerfíð og þá staðreynd að oft væra raunlaun þessa fólks 40 til 50 þúsund krónur fyrir 8 stunda vinnudag. Víglundur sagði, að vinnuveitendur hefðu haft tilhneig- ingu til að leysa viðkvæm kjaramál með sporslum eða felugreiðslum. Þetta ætti að heyra sögunni til og stefna að því að láta föst laun end- urspegla greiðslur fyrir 40 stunda vinnuviku. Haraldur Haraldsson sagði að stundvísi og vinnutími launþega hér á landi væri með allt öðram hætti en erlendis. 40 stunda vinnuvika táknaði þar raunveraleg- an unnin tíma, en því væri ekki að heilsa hér. Það væri biýnt verkefni að breyta þessu. Ragnar Önundar- son sagði að því miður hefðu efnahagsmál sáralítið þokast í rétta átt, því enn væra menn að glíma við viðberðbólgudrauginn, sem væri að vísu misjafnlega magnaðar, en alltaf til staðar. Ragnar kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með að einkavæðingin svonefnda hefði ekki náð lengra en raun bæri vitni. Nú- verandi ríkisstjóm hefðu komið á frjálsræði á ýmsum sviðum banka- mála, verðlagsmála og viðskipta- mála, sem væri fagnaðarefni, en ekki sinnt sölu ríkisfyrirtækja. Það væri mál sem hefja yrði til vegs á ný. ur Þorsteinsson og Öm Jóhannsson. f samningaráð VSÍ vora kosnir: Gunnar J. Friðriksson, Ólafur B. Ólafsson, Gunnar Birgisson, Pétur Óli Pétursson, Víglundur Þor- steinsson og Þórarinn V. Þórar- insson. Alyktun aðalfund- ar Vinnuveitenda- sambands Islands Frá aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Morgunbia«ið/Bjarni Gunnar J.Friðriksson endurkjörinn formaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.