Morgunblaðið - 13.05.1987, Page 32
Akureyrarkirkja:
Tilboð opnuð í safnaðarheimilið
TILBOÐ í byggingu safnaðar-
heimilis við Akureyrarkirkju
voru opnuð i gær. Híbýli og
Norðurverk buðu í verkið og á
það síðarnefnda lægra tilboðið
sem er 1G% undir kostnaðará-
ætlun. Safnaðarheimilið verður
um 700 fm að stærð og að stór-
um hluta grafið inn í kambinn
suðaustan við kirkjuna. „Þetta
var orðið brýnt. Kirkja án safn-
aðarheimilis er ekki nema
svipur hjá sjón miðað við þær
kröfur sem til hennar eru gerð-
ar i dag. Við vonum að þetta
verði mikil og góð breyting,“
sagði Arni Johannson formað-
ur byggingarnefndar kirkjunn-
ar.
Inngangur í safnaðarheimilið
verður í grasbalanum suðaustan
við kórinn. Þá verður stór glugga-
veggur grafinn á kambinum sem
mun bera í Sigurhæðir. í safnað-
arheimilinu verða skrifstofur fyrir
starfsfólk og presta safnaðarins,
sem hafa til þessa haft skrifstofur
á heimilum sínum, æfingaaðstaða
fyrir kirkjukórinn og fundaher-
bergi.
Haukur Haraldsson arkitekt
hefur teiknað safnaðarheimilið.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á
19,8 milljónir. Tilboð Norðurverks
nam 17,9 milljónum krona, en til-
boð Híbýla 22,4 milljónum króna
sem er 12% yfír kostnaðaráætlun.
Byggingin er boðin út í einum
áfanga. Henni verður skilað fok-
heldri og einangraðri með frá-
genginni lóð.
Nú er einnig verið að endur-
skipuleggja umhverfí kirkjunnar.
Ami sagði að stígurinn suðvestan
við kirkjuna, sem líkbílar hafa
ekið, verði mjókkaður og breytt í
göngustíg. Þá verður grasblettun-
um umhverfís breytt og gróður
færður í betra horf.
Útlitsteikning af nýja safnaðarheimilinu.
Útgerðarfélag Akureyrar:
Starfsmömiuin greidd
sérstök orlofsuppbót
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyrar
sýndi rúmlega 89 milljóna króna
hagnað á síðasta ári. Aðalfundur
ÚA sem haldinn var á mánudags-
kvöld samþykkti að greiða
starfsmönnum fyrirtækisins á
árinu 1986 sérstaka orlofsupp-
bót, samtals 10 milljónir króna.
Að jafnaði unnu 450 menn hjá
fyrirtækinu. Aflaverðmæti skipa
félagsins jókst um 35% á milli
STRENGJADEILD Tónlistar-
skólans á Akureyri efnir til
tónleika í Akureyrarkirlyu ann-
að kvöld. Vortónleikar eldri
nema skólans verða á laugardag
í Borgarbíói.
Á tónleikunum á morgun leika
60 nemendur samleiks- og hljóm-
sveitartónlist af ýmsu tagi.
Strengjasveitin kemur fram og
einnig hljómsveit blásara og
strengja. Yngsti nemandinn sem
ára, en söluverðmæti framleiðsl-
unnar um 27%.
Aðalfundarmenn samþykktu að
gefa út jöfnunarhlutabréf og tvö-
falda þannig hlutafé félagsins sem
er nú 110 milljónir króna. Af hluta-
bréfum verður greiddur 5% arður.
Tekjur Útgerðarfélagsins voru
tæpar 805 milljónir á síðasta ári,
en kostnaður nam um 661 milljón
króna. Á árinu 1985 voru tekjumar
leikur á tónleikunum er aðeins
þriggja ára. Tónleikamir hefjast
kl. 19.00
Eldri nemendumir munu flytja
tónlist eftir Bach, Bartok, Chopin,
Debussy, Mozart, Pureell, Villa
Lobos, Schumann, Atla Heimi
Sveinsson á úrval blásturs- og
strengjahljóðfæra. Vortónleikamir
heQast kl. 15.00 á laugardaginn.
Áðgangur að báðum tónleikun-
um er ókeypis og öllum heimill.
643 milljónir og kostnaður 506
milljónir.
Vátryggingaverð togara félags-
ins sem em fimm er 642 milljónir
króna. Skipin em að miklum hluta
afskrifuð og er bókfært verð því
rúmlega 221 milljón króna.
Allir rekstarþættir útgerðarinnar
skiluðu hagnaði, að togumnum
Svalbak og Sléttbak undanskildum.
Ástæða þess er að Svalbakur var
frá í þijá mánuði á árinu vegna
klössunar. Var sá kostnaður færður
á viðhaldsreikning hans. Sléttbakur
hefur verið í Slippstöðinni frá því
um mánaðamótin október-nóvem-
ber þar sem unnið er að því að
breyta honum aftur í frystitogara.
Áætlað er að breytingunni verði
lokið í endaðan júlí.
Skreiðarverkunin skilaði um 825
þúsund króna ágóða í fyrra, en árið
1985 var tæplega 30 milljóna króna
tap af henni. Þá var megnið af
birgðum afskrifað vegna slæmra
söluhorfa. Þetta hefur nú breyst til
batnaðar, ekki síst vegna góðrar
sölu og verðs á Ítalíumarkaði.
Skráðar birgðir um áramót vom
276 lestir og verður haldið áfram
að vinna í skreið eftir föngum á
þessu ári, að sögn Jons Aspar skrif-
stofustjóra.
Yngsti hljóðfæra-
leikarínn er 3 ára
Þórey í Galleri Nytjalist.
Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson.
Húsnæði Nytjalistar selt:
„Ejgiiin í engin
hús að venda“
FÉLAGIÐ Nyljalist, sem er
áhugamannafélag um heimilis- og
listiðnað á Norðurlandi, verður
húsnæðislaust um næstu mánaða-
mót. Aðstaða sem félagið hefur
haft í gamla útvarpshúsinu við
Norðurgötu var nýlega seld Lions
klúbbnum Hængi. Að sögn Þór-
eyjar Eyþórsdóttur formanns
Nytjalistar una félagsmenn þess-
um málalokum illa. „Við höfum í
engin hús að venda. Við höfum
leitað til bæjaryfirvalda og
menntamálaráðuneytisins um
stuðning en engin svör fengið.
Það er alltaf verið að tala um að
styrkja beri menningarstarfsemi,
en þegar til á að taka virðast það
orðin tóm,“ sagði Þórey.
Nytjalist sem var stofnað fyrir
rúmum tveimur árum fékk inni í
útvarpshúsinu fyrir tilstilli þáverandi
útvarpsstjóra, Jonasar Jónassonar,
að sögn Þóreyjar. Hún sagði að leiga
af húsnæðinu hefði verið hófleg. Því
hefði hinsvegar fylgt mikil óvissa
og amstur að húsið hefur verið til
sölu allan leigutímann.
í húsinu hefur Nytjalist verslað
með muni félagsmanna í litlu gall-
eríi í anddyri þess. Þar hafa verið
haldin námskeið og opið hús einu
sinni í viku. Þórey sagði að húsið
hefði hentað starfseminni mjög vel.
„Við höfum til að mynda haft upp-
setta sjö vefstóla fyrir félaga til
afnota. Félagið vex hröðum skref-
um, en það er engin launung að
óvissa um húsnæðið hefur staðið
starfseminni fyrir þrifum," sagði
hún.
Þórey sagði að hún hefði persónu-
lega boðið 600.000 krónur fyrir
húsið þegar það var sett á sölu. Li-
onsklúbburinn hefði hinsvegar boðið
900.000 krónur fyrir aðstöðuna.
Einnig mun Ferðafélag Akureyrar
hafa gert tilboð í húsið.
„Við erum áhugamenn og þurfum
að betjast fyrir okkar tilveru. Á bak
við okkur eru engir fjársterkir aðilar
og okkar vinna er ekki arðbær. Það
er óskiljanlegt af hveiju ríkið, eig-
andi hússins, hefur ekki komið til
móts við okkur og af hveiju bæjar-
yfírvöld sjá ekki ástæðu til þess að
styðja við bakið á okkur," sagði
Þórey.
Morgunblaðið/Benedikt.
Elín og Gestur héldu daginn hátídlegan í gær með niðjum sínum
og vinum.
Sjötíu ára brúðkaups
afmæli í Selinu
HJÓNIN Elín Ásgeirsdóttir og orðnir 34 talsins.
Gestur Halldórsson héldu upp Elín og Gestur fæddust bæði
á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt á árinu 1895. Þau voru gefín
í Selinu, hjúkrunarheimili saman í hjónaband 12. maí árið
aldraðra, í gær. Fjöldi ætt- 1917. Fyrstu hjúskaparárin
ingja og vina sóttu þau heim héldu þau bú á Garðsvík. Frá
og sátu kaffisamsæti sem árinu 1944 til ársins 1957
haldið var í samkomusal heim- bjuggu þau á Svalbarðseyri,
ilisins. Elín býr nú á hjúk- síðan í tvö ár á Húsavík. Þau
runarheimilinu, en Gestur á bjuggu á Holtsgötu 12 á Akur-
elliheimilinu Hlíð. Þau hjónin eyri fram til ársins 1967 er þau
áttu fjögur börn og eru þijú fluttust bæði á dvalarheimili.
á lífi. Afkomendur þeirra eru