Morgunblaðið - 13.05.1987, Side 40

Morgunblaðið - 13.05.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 ■s Jón Þ. Árnason:__________________________________ Lífríki og lífshættir CXVin Spurningin er: Getur hugsazt að unnt muni verða að vekja til umhugsunar um alræði lög- máls orsaka og afleiðinga? Á því leikur naumast minnsti vafi lengur, að burðarstoðir svo- nefndra velferðarríkja síðari hluta 20. aldar hafa reynzt langtum feysknari en almennt hafði verið búizt við. Sömu sögu, ekki geð- ugri, er að segja af hugmynda- hrönglinu í kringum endanlegar heimslausnir. Að því viðbættu, að þar hefir skort allar rökskiljanleg- ar forsendur. Engri umtalsverðri furðu þarf því að gegna, að ef eitthvað gæti talizt skærara tákn tíðarandans en hugsunarleysi og hugmyndaör- birgð, kæmi ekkert annað til álita en óbeizluð bjartsýni og draumór- ar um fyrirhafnarlaust bruðllífi, reist á sjálfvirkum, endalausum hagvexti. Afleiðingar sanna, að kínverski heimspekingurinn Lao- tzu, er uppi var á 6. öld f. Kr., hafði rétt fyrir sér, þegar hann mælti: „Sönn orð eru ekki fjöl- skrúðug. Fjölskrúðug orð eru ekki sönn. “ Hin mildu gildi Það er einkum þrennt, sem hin rótslitna manneskja á valdi véla- trúar og peningahyggju á mjög erfitt með að skilja, nefnilega: 1) Vanhæfni sína til að geta bro- tizt undan agavaldi náttúrulög- málanna, 2) nauðsyn þess að læra af reynslu og sögu og 3) dugleysi sitt við að takast á við verkefni og vandamál framtíð- arinnar. Ríkjandi heimsöngþveiti sýnir þetta og sannar betur en nokkru sinni fyrr. Örvæntingarfullir raunsýnismenn hafa þegar Jýst örlög jarðar ráðin og síðustu ár mannkyns í nánd. Löng þróun bendir hvarvetna til þess, að manneskjan geri sér hvorki rellu út af frumforsendum tilveru sinnar né hafi skilning á þeim. Hirðuleysi í þessum efnum hefir farið vaxandi síðustu ár og áratugi í kjölfar sóknar og sigra hugsmíða um að allir jarðarbúar geti fullnægt öllum veraldlegum óskum sínum. í nokkum veginn sama mæli og manneskjan hefir ánetjazt órum hinna „mildu gilda“ hefir hún mokað ofan í upptök lífshamingju sinnar og svæft reynsluþekkingu. Hún lifir jafnvel við þá trú, að hvort tveggja sé orðið „úrelt" og hafí því enga þýðingu framar. Aftur á móti höfðu forverar okkar sæmilega glöggar hugmyndir um lífsskilyrði sín, og enn er á lífi allstór hópur fólks, sem hefir varðveitt svipaða lífssýn. Það kalla velferðarborgar- ar gjaman „afturhaldsöflin". Margt styður því þann leiða gron, að velferðarborgari þekki hvorki veröld sína né sjálfan sig. Af því leiðir, að hann veit ekki sérlega vel hvað hann í raun ger- ir. Sér í lagi hvað hann gerir sjálfum sér. Þar eð einstaklingur- inn veit varla lengur hvað hann eiginlega vill — annað en fleiri peninga — hafa hagvaxtarspek- ingar, sem flestir vilja líka fleiri peninga, allar töskur fullar af úrræðum handa „stjómmáia- mönnum", er hafa boðizt til að uppfylla allar óskir atkvæða sinna. Hagvaxtarfræðingar hafa allt til þessa staðhæft, að þeir búi yfir fúllnægjandi vizku til að eyða öllum vandkvæðum á að allir geti „haft það gott“, þar sem auðævi jarðar séu ótakmörkuð. „Stjóm- málamenn" fullyrða, að þeir séu gæddir yfrið nægum krafti og kunnáttu til að hrinda fyrirheitum sínum í framkvæmd, þar sem dómgreind og skilningi almenn- ings séu ekki heldur nein takmörk sett. Eftir limum dansa höfuð Helzti munur þessara tveggja úrvalsliða er að hagvaxtarmenn sýsla í góðri trú; „stjómmála- rnenn" velta slíku aldrei fyrir sér. Tekjur þeirra eru undir því komn- ar að segja ávallt það, sem flestir vilja heyra. Hvorogt liðið gerir sér ljóst, að ágimd fjöldans er tak- markalaus. Alveg eins og trúgimi hans. Naumast verður því neitað að óánægja, ótti og óvissa hafa heij- að með hvað mestum hávaða í þeim þjóðfélögum, þar sem mest er gortað af framförom og vel- ferð. Fæstir bijóta heilann um orsakir. Breytingar á lifnaðar- háttum og endaskipti á siðalög- málum og sambúðarreglum hafa orðið með of hröðum sviptingum til að á færi nema fárra hafi ver- ið að átta sig til neinnar hlítar á hugtakabrengli og orðaflaumi hins valddreifða heims. Þannigfer jafnan, þegar menn hylla fávita- skap, sem blómstrar i þeirri trú, að dýrðarríkið hljóti að verða veroleiki, ef atkvæðunum auðnast að btjóta niður lögmál sáningar og uppskero, orsaka og afleið- inga, með sem skjótustum hætti. Líklega verður hið ömurlega skvaldur flokksmálamanna sterk- asta vitnið um andlega niðurlæg- ingu og sálræna eymd andspænis kröfum tímans um nauðsynleg andsvör við aðkallandi verkefn- um. Það er yfirleitt þess eðlis, að hugsandi fólki ætti að ofbjóða — og víst gengur fram af sumum. Þrátt fyrir „ræðumar" hefir fjöld- inn, allt að 90% atkvæða, sem lætur þær ganga yfir sig og fagn- ar eins og dýrom perlum, greini- lega ekki hót þroskaðri smekk eða heilbrigðari sómatilfinningu. Að öðrom kosti myndi hann ekki kok- renna ósköpunum. Skýringin gæti verið sú, að á unga aldri hafi allur skarinn, lýð- ur og leiðtogar, orðið fómarlömb sams konar uppeldis og mátt þola svipaða skólameðferð, sem að meginmáli hefir verið heilahrist- ingur um kaupgjald og vöroverð og því vonlaust að búast við, að hann þoli álag byltingarkenndra og róttækra lífsháttabreytinga. I kappakstri sínum á hrað- gróðaveginum gafst bílaborgar- anum ekkert tóm til að sinna öðro en að verða ríkur fljótt. Ekki þó af drengskap og skyldurækni. Athyglisverð ágizkun Ásamt náttúrohamförom, oft- ast staðbundnum, hafa drepsóttir valdið mannkyninu mestum ótta og skelfingum, sem skráð saga greinir frá. Með heljarafli geisuðu þær í hvirfilbyljum með lengri eða skemmri hléum, víðast um byggð ból, og eyddu borgir og lönd án manngreinarálits. í máttlausu vamarskyni flýðu húsbændur og hjú, kóngar og kotungar, á náðir trúarsæringa og töfrakúnsta, því að heitttrúaðir töldu að á ferð væro svipur Guðs, sendar til að refsa syndugu mannkyni. Af blindum ofstopa gripu þær iðulega inn í örlög þjóða og ríkja. Allir viðnámstilburðir voro miskunnar- laust brotnir á bak aftur, stór- fenglegar fyrirætlanir að engu gerðar, djarflegar tilraunir til yfir- drottnunar ronnu út í sandinn. Herstjómarsnilli og karlmennska réðu ekki alltaf úrslitum í orr- ustum og stríðum, heldur nóg- samlega oft óútreiknanleg árásarstefna drepsóttanna. Á einskis manns valdi mun vera að gizka með neinum líkind- um á, hvort meira hefir ráðið um rás atburðanna, sigrar drepsót- tanna eða þijózkur viljastyrkur læknavísindanna. Hugur manns- ins skrifaði mannkynssögu með reyrstilk og fjöðurstaf, drepsótt- irnar strikuðu í með eitroðum griffli. í samanburði við þær sýn- ist stríðsguðinn, hið útvalda uppáhald sagnaritara, í allri tign sinni og veldi aðeins vera óþekkur krakki. Saga, sem sneiðir hjá mætti drepsótta og stríðinu gegn þeim, hlýtur að verða að teljast harla ófullkomin. Sigrar, og nánast óskiljanleg afrek læknavísindanna, verða vissulega seint ofmetin. Þau hafa linað þjáningar og bjargað lífi. En þau hafa einnig framlengt dauðann og ellibölið. Á þeirra reikning skrifast því að hluta milljónahundroð úrkynjaðra og volaðra. Vísir fræðimenn hafa gizkað á, að nú þegar íþyngi allt að 2.000.000.000 of margir jafn- ir“ framfærsluþoli jarðar. Allt um það stendur að heims- sýn lífvemdarfólks óhaggað: Það er rétt, fagurt og gott að efla jákvætt og heilbrigt líf; rangt, ljótt og vont að rækta skrimt — ban- vænt, drepandi líf. Flestar skæðustu drepsóttir veraldarsögunnar hafa verið send- ingar frá Asíu og Afríku. Hlut- skipti Evrópu hefir orðið að ráða niðurlögum þeirra — og gefa heiminum læknavísindin. Það ger- ir hún og enn án afláts, vitandi vits um þær ógnir, sem henni standa af þeim sökum. Slík gjaf- mildi kann að reynast hennar eigin glötun. ' Svo má heita, að almennur ótti við drepsóttir og skæða faraldurs- sjúkdóma væri úr sögunni fyrir áratugum. Fáum datt annað í hug en að vísindi og tækni myndu tryggja líf og heilsu, ef eitthvað óvænt bæri að. En allt í einu, öllum að óvörom, kom AIDS, sem fjöldi færostu sérfræðinga óttast að muni verða hnattfeðm drepsótt. Landlæg drepsótt er sýkin þegar orðin í ýmsum nýfrelsislöndum, t.d. Kenýa, Uganda, Ruanda, Bur- uridi, Sambíu og Zaire; og breiðist hratt út um önnur Afríkulönd, s.s. Mosambík og Simbabwe. Frá Afríku, um Ameríku, til Evrópu Nú hefir hins vegar ástundun kærleiksríkra kynna borið þann ávöxt, að á Vesturlöndum veldur útbreiðsla AIDS sívaxandi áhyggjum, m.a.s. svo mjög, að þeir, sem enn hafa ekki smitazt, ganga með AIDS á heiianum eða samvizkunni, og ekki að ástæðu- lausu. Nýjustu tölur Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO) frá í nóvemberlok sl. taka af allan efa um það: • ÁIDS hefir greinzt í 110 lönd- um jarðar. • Minnst 100.000 manns þjást af sýkinni á lokastigi. • Röskar 10.000.000 manna ero smitaðar af AIDS-virusi HIV. • Eftir 5 ár munu að líkindum allt að 100.000.000 AIDS-smitað- ir ráfa um jörðina. Fyrir næstum 60 árom hófu vinstrisinnar opinskáar og blygð- unarlausar árásir á siðalögmál og sambúðarhætti vestrænna menn- ingarþjóða. Formúlan var sótt til kínverska hemaðarheimspekings- ins Sun-tzu er fyrir nálega 2.500 árom hafði kennt lærisveinum sínum: „Spillið öllu, sem heUbrigt er í löndum óvina ykkar. Æsið æskuna til uppreisnar gegn hinum eldri. Slævið vi(jastyrk þeirra með lostafrekum ljóðum og söngvum. Dragið arfleifð þeirra og siðvenjur niður í svað- ið.“ Allar götur frá Sun-tzu liggur vinstrilínan hnökralaus til mið- stjómar Kommúnistaflokks Ítalíu, sem í leynilegum fyrirmælum til erindreka sinna árið 1970 lagði þeim að hjarta (sbr. heimildasaf- nið „Sex als politische Waffe“, Bensheim 1971): „Hvers vegna ættum við, í nafni siðgæðis flokks okkar, að spyrna fótum við áframhald- andi hnignun borgarastéttar- innar? Verkefni okkar felst i því, að styðja þessa ábyrgðar- lausu, klámfengnu kaupmang- araiðju með vel grunduðum ráðum í verki og hefja hana til vegs sem æðsta markmið hins fortakslausasta listræna frels- is. Þannig flýtum við með áhrifaríkum hætti fyrir rotnun borgarastéttarinnar." Reyndar gerist þess ekki þörf að leita vitna utan landsteina um fúllífisáhuga vinstrafólks. Hreyf- ing þess hafði ekki fyrr bundizt skipulögðum samtökum en hafizt var handa og allt síðan iðjað af kappi. Ég minni aðeins á, að eitt fyrst ritverk, sem samtökin komu á prent var „Fijálsar ástir" (Reykjavík 1931) eftir Katrínu lækni Thoroddsen (1896-1970), er um áratugi var prímadonna allra vinstrisafnaða. Einnig hér er línan órofin. Fyr- ir fáum árom hélt 5. persónan á framboðslista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík við Alþingiskosn- ingamar 25. f. m., ásamt fiölmennri ritstjóm unglinga, mánuðum saman úti greinaflokki í viðhafnarbúningi í „ÞV“. Yfir- lýst markmið var að leiða böm og unglinga á sósíalskar brautir til „fijálsra ásta“. Og hvergi er hopað. Á sjálfan kjörklefadaginn, hinn 25. f.m., birti „ÞV“ innrammaða grein til að vekja athygli á „lista- og menn- ingarviku" (!) kynvillinga, eina hálfsíðu klámmynd og ástríðu- þrongna ritgerð eftir einhvem kennara (þó það nú væri!), þar sem m.a. er borin fram krafa um „frelsi manneskjunnar undan hefðbundnum kynhlutverkum". Allir árgangar „ÞV“ og forvera hafa verið til vitnis um eindregna samhyggju vinstrimanna með ólifnaðarfólki af öllu tagi. Sérs- taklega þó með kynvillingum. Svo langt hefir verið gengið, að á stundum hefir legið við, að ástæða væri til að grona, að blekdvergum þætti naumast nógu langt gengið með að þjóðfélagið liði og leyfði kynvillu, heldur kynnu að gera kröfu til að hún yrði lögskipuð. ÚR VOPNABÚRI VINSTRIMENNSKU: „Þannig flýtum við með áhrifaríkum hætti fyrir rotnun borgarastéttarinnar." Reikningiir frá vinstri Hagvöxtur Vel plægð- Djúpar rætur, í hugsunarleysi ur akur löng lína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.