Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.05.1987, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 félk í fréttum Félagarnir voru einhuga um hvaða afmælisgjöf passaöi best. Hvítar ungmeyjarblúndubuxur í fallegum ramma skyldi það vera og tók afmælisbarnið, Ólafur Ásberg Árnason, fagnandi við gjöfinni. Reuter Reagan grínari Reagan og Bob Hope. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti sinnir ýmsu fleiru en beinum stjómunarstörfum. Síðastliðinn sunnudag kom hann t.a.m. til liðs við háðfuglinn Bob Hope, þar sem Hope skemmti hermönnum á Pope-herflugvelin- um í Norður Karólínufylki. Tilefn- ið var gerð sjónvarpsþáttar, þar sem þess er minnst að hinn 25. þessa mánaðar verða 40 ár liðin frá stofnun flughers Banda- ríkjanna. Fram að því höfðu flugsveitir verið undir landherinn settar — utan þær, sem staðsettar voru á flugmóðurskipum. Það sem þeir vinir og félagar göntuðust mest með var eigin ald- ur og framganga í stríðinu. Að venju bar Hope sig mannalega og sagði tröllasögur af sér og stríðsafrekum sínum, en ekki leið á löngu áður en upp komst um strákinn Tuma. Kom þá fram að Hope hafði í raun aldrei náð lengra en að vera kartöfluskræl- ari í birgðastöð hersins í Kansas. í raun og sann unnu báðir í þágu áróðursdeildar hersins, svo ekki verður efast um framlag þeirra. Einnig er hermt að Reagan hafi reytt af sér brandara um sjálfan sig, Nancy og störf sín í Hvíta húsinu. Þá gat hann ekki á sér setið og gerði ennfremur góðlát- legt grín að pólítískum keppinaut- um sínum. Sem sjá má á myndinni eru kumpánamir að ávarpa hvor ann- an og hermir sagan að báðir hafi sagt í einu: „Ég vona að ég líti jafnvel út og þú þegar ég kemst á þinn aldur!“ ísafjörður: Afmælisveisla á bryggjunni Norðaustan kaldi og élja- hreytingur, hiti um frost- mark. „Og hvað með það,“ sagði Ólafur Ásberg Ámason, sjómaður á rækjutogaranum Hafþóri. „Ef maður ætlar að halda bryggju- veizlu, þá heldur maður það hvemig sem viðrar." Ólafur Ásberg sagðist hafa lát- ið sig dreyma um það í mörg ár að halda afmælisveislu í tjaldi, en fyrir nokkrum dögum datt honum í hug að halda upp á 20 ára af- mæli sitt á fostudaginn með matarveislu á bryggjunni. „Við pöntuðum mat og þjón- ustu frá Sjómannastofunni, Rækjuverksmiðja O.N. Olsen lán- aði okkur borð og stóla og af því að norðannepja var komin þegar að veislunni kom höfðum við sam- band við strákana hjá Eimskip. Þeir komu strax og lánuðu okkur stóran gám. Hann notuðum við sem skjól fyrir norðanáttinni. Við erum með leyfí upp á vasann frá Lárusi sýslufulltrúa og allt á hreinu," sagði þessi hressi ísfírski sjómaður sem hefur stundað sjó- inn um margra ára skeið þó ungur sé. — Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Veislugestimir skála fyrir af- mælisbarninu. Úthafsjómannin- um þótti venjuleg kampavínsglös of borðlág. Vatnsglös dugðu bet- ur undir freyðandi kampavínið. Veislan var haldin á föstudags- kvöldið á Oliumúlanum við gömlu bátahöfnina á ísafirði. í baksýn er rækjutogarinn Hafþór þar sem afmælisbamið (með pípuhatt) er skipveiji. Reuter Mynd sem tekin var af Hirasawa í réttarsal árið 1955 um leið og dómsorðið var upp kveðið. Beið aftöku í 32 ár: Dó úr kvefi Maður nokkur, sem beið þess að vera tekinn af lífí lést síðastliðinn sunnudaga af völdum lungnabólgu. 32 ár eru liðin síðan að hann var dæmdur til dauða, en aftöku hans var frestað vegna þess að ekki þóttu öll kurl til grafar komin í máli hans. Maðurinn, Sada- michi Hirasawa, átti sér fjölda stuðningsmanna, sem eru fullvissir um sakleysi hans. Fremstur þar í flokki er 28 ára gamall fóstursonur hans, Takehiko að nafni. „Ég mun eyða ævinni til þess að færa sönnur á sakleysi Hirasawa", sagði Take- hiko. Lögfræðingur Hirasawa sagði að málið yrði ekki látið niður falla. Það eina sem forsætisráðherra Jap- ans, YasuHira Nakasone, hafði um dauða hins 95 ára gamla sakbom- ings að segja var að hann vottaði aðstandendum hans samúð sína og að hann bæði þess að Hirasawa fengi að hvfla í friði. Hirasawa, sem var listamaður að atvinnu, var dæmdur fyrir að drepa 12 bankastarfsmenn á eitri í bankaráni árið 1948 og var dæmd- ur til dauða á líkum og með tilstilli meintrar játningar, sem Hirasawa sagði hafa verið knúða fram með vafasömum aðferðum. Mál Hira- sawa var síðasta málið sem dæmt var í samkvæmt hinni gömlu keis- aralegu refsilöggjöf, en í henni var lítil áhersla lögð á beinar sannanir. Síðan Hirasawa var dæmdur hafa allir dómsmálaráðherrar Japans neitað að undirrita tilskipunina um fullnægingu dauðadómsins, sem styður kenningar um að framið hafí verið dómsmorð á listamannin- um. Þrátt fyrir að Hirasawa hafi ótt- ast það mjög að hann kynni einn góðan veðurdag að leggjast undir sverðið, lagði hann mikla stund á myndlist sína og teiknaði og málaði meira en 1.300 myndir í fangelsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.