Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.05.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987 Sljórnamef nd um málefni fatlaðra hefur vísað á bug gagn- rýni Svæðisstjómar um málefni fatlaðra í Reykjavík vegna út- hlutunar Sljómaraefndarinnar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Svæðisstjórain sendi frá sér frétt þar sem deilt var á vinnubrögð við úthlutunina hvað varðaði hlut Reykjavíkur. Undir fréttinni voru nöfn og stöðuheiti 3 stjóra- armanna Svæðisstjórnarinnar og 10 fulltrúa stofnana og félaga- samtaka í Reykjavík sem sóttu um framlög úr Framkvæmda- sjóðnum. A fréttamannafundi sem Stjórnarnefndin hélt um málið voru hins vegar lögð fram bréf frá þremur þessara fulltrúa sem segjast ekki hafa samþykkt þær yfirlýsingar sem komu fram í frétt Svæðisstjórnarinnar og nöfn þeirra því í heimildarleysi undir fréttinni. A fréttamannafundi Stjóraar- nefndarinnar var lögð fram eftirfarandi fréttatilkynning: Hinn 21. f.m. sendi borgarlæknir í Reykjavík ijölmiðlum fréttatil- kynningu, þar sem greint er frá fundi svæðisstjómar um málefni fatlaðra í Reykjavík með fulltrúum 14 stofnana og félagasamtaka og var tilefnið úthlutun stjómamefnd- ar um málefni fatlaðra á fé Framkvæmdasjóðs fatlaðra fyrir árið 1987. í fréttatilkynningu borgarlæknis, sem jafnframt er formaður svæðis- stjómar, er veist harkalega að stjómamefndinni og þeim þremur ráðherrum, sem fara með úthlutun úr sjóðnum, þ.e.a.s. félagsmálaráð- herra, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og menntamálaráð- herra. Eru þessir aðilar sakaðir um skilningsleysi á þörfum fatlaðra í Reykjavík, brot á lögum nr. 41/1983, um málefni fatlaðra og ótilhlýðileg afskipti af röðun verk- efna innan Reykjavíkur. Vegna rangfærslna og órök- studdra fullyrðinga, sem fram koma í tilkynningu borgarlæknis, á stjómamefnd um málefni fatlaðra ekki annars úrkosti en að koma á framfæri eftirfarandi athugasemd- um: 1. Nefndin hefur í störfum sínum leitast við að mæta þörfum fatlaðra við úthlutun þannig að fé nýtist sem allra best, óháð landfræðilegri svæðaskiptingu. Þegar Fram- kvæmdasjóðurinn tók til starfa 1980 var málum þannig háttað að lítil þjónusta var til staðar fyrir fatlaða utan höfuðborgarsvæðis og Akureyrar. Á þeim 7 árum sem lið- in eru hefur tekist að byggja upp þjónustu í mismunandi mæli, í land- inu öllu, þannig að tekist hefur að verulegu leyti að koma í veg fyrir búferlaflutninga og byggðaröskun vegna skorts á þjónustu fyrir fatl- aða. Þrátt fyrir þessa uppbyggingu úti á landi hefur nær helmingur ráðstöfunarfjár sjóðsins á árunum 1980—1987 farið til framkvæmda í Reykjavík. Er það þeim mun athyglisverðara þar sem þær stofnanir sem þjóna ' landinu í heild, t.d. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Kópavogs- hæli, Skálatún, Sólheimar, Tjalda- nes og Reykjalundur, eru allar utan Reylqavíkur. 2. í tilkynningu borgarlæknis kemur fram að aðeins 48 millj. kr. eða 31% af ráðstöfunarfé sjóðsins 1987 sé veitt til Reykjavíkur, þar sem um 40% þjóðarinnar búa. Stjómamefnd bendir á að mjög vill- andi sé að setja málin fram á þennan hátt m.a. vegna þess að af 155 millj. kr. sem em til ráðstöfun- ar, fara til sameiginlegra þarfa landsmanna allra, óháð svæðaskipt- ingu, fjármunir sem hér segir: a) Kr. 14 millj. vegna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem valinn hefur verið staður í Kópavogi. b) Kr. 8 millj. vegna endurbóta á Kópavogshæli, en meirihluti íbúa þar á lögheimili í Reykjavík. c) Kr. 4,5 millj. vegna uppbygging- ar endurhæfíngar á Reykjalundi, sem þjónar landsmönnum öllum. d) Kr. 0,5 millj. vegna sumardvalar fatlaðra á Úlfljótsvatni. e) Kr. 1,5 millj. til að bæta aðstöðu svæðisstjóma. f) Kr. 1 millj. vegna framkvæmda 19. gr. laga um málefni fatl- aðra, þ.e.a.s. styrkir til fatlaðra vegna sjálfstæðs atvinnurekstr- ar. g) Kr. 6,8 millj. vegna meðferðar- heimilis fyrir einhverf böm. Er hér um að ræða 28,3 millj. kr. Eitt vantar enn inn í dæmið, en það er ágóði Oryrkjabandalagsins af svokölluðu „lottói". Er reiknað með að ha’nn nemi um 60 millj. kr. á yfirstandandi ári og verður honum varið til íbúðakaupa fyrir fatlaða. Af þessum sökum dró Öryrkja- bandalagið til baka umsókn sSna í sjóðinn vegna framkvæmda í Reykjavík. 3. Ásakanir borgarlæknis um lagabrot em órökstuddar, þannig að ógjörningfur er að svara þeim. Verður óskað eftir rökstuðningi þar Flugklúbbur Grindavíkur stofnaður Morgunblaðið/Sverrir Stjóraaraefnd um málefni fatlaðra á fréttamannafundi. Frá vinstri eru Ingimar Sigurðsson, fulltrúi heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins í nefndinni, Magnús Magnússon, fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins, Húnbogi Þorsteinsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Theodór A. Jónsson, varaformaður stjóraaraefndarinnar, Sigurfinnur Sigurðsson, fulltrúi félagasmálaráðuneytisins og formaður nefndar- innar, og Margrét Margeirsdóttir, ritari nefndarinnar. Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra: Vísar á bug gagnrýni vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði Grindavík. FLUGKLÚBBUR Grindavíkur var formlega stofnaður 2. maí í grunnskólanum. Markmið klúbbsins er að vinna að fram- gangi flugmálá í bænum og byggja flugbraut við Grindavík. Áhugi á stofnun flugklúbbs hér í Grindavík hefur verið nokkur og hafði Einar Dagbjartsson flugmað- ur veg og vanda af því að haldinn var undirbúningsfundur til að kanna möguleika á stofnun flug- klúbbs. Á þann fund mætti Siguijón Ásbjömsson frá Vélflugfélagi ís- lands og gaf ráðleggingar um hvemig standa ætti að slíkum fé- lagsskap. Klúbburinn var síðan stofnaður 2. maí og em stofnfélagar um 20 manns en stofnskrá verður opin fyrst um sinn. Á fundinn mætti Gunnar Þorvaldsson formaður Vél- flugdeildar Flugmálafélagsins og ritari Flugklúbbs Selfoss og aðstoð- aði_ við stofnun klúbbsins. I fyrstu stjóminni em: Einar Dagbjartsson formaður, Hrafn Ás- geirsson ritari, Haraldur Karlsson gjaldkeri, Hallur Sigurðsson vara- formaður, Eiríkur Dagbjartsson meðstjómandi og Kristmundur Her- bertsson og Egon Marcher vara- menn. Aðaltilgangur klúbbsins er að vinna að framvindu flugmála í bænum og annars staðar. Fyrsta málið á dagskrá er að fá leyfi til að byggja flugbraut við Grindavík. — Kr.Ben. sem hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. 4. Varðandi ótilhlýðileg afskipti stjómamefndar af forgangsröðun svæðisstjómar Reykjavíkur hlýtur að vera átt við breytingar sem stjómamefndin sá sig tilknúna að gera og helguðust af þeim skuld- bindingum, sem gerðar höfðu verið um framkvæmdir við Öskjuhlíðar- skólann. Með skírskotun til ofanritaðs vísar stjómamefnd um málefni fatl- aðra málflutningi borgarlæknis á bug um leið og hún harmar þau vinnubrögð að mál skuli rekin í fjöl- miðlum án þess að leitað sé skýring- ar áður. Afgreiðsla borgarlæknis á málinu til fjölmiðla er ámælisverð eins og glöggt má sjá á meðfylgj- andi erindi Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, þar sem nafn fulltrúa þess er í fréttatilkynning- unni notað í fullkomnu heimildar- leysi. Vinnubrögð borgarlæknis eru síst til þess fallin að vinna málefn- inu stuðning, þvert á móti til þess fallin að ala á úlfúð og sundur- lyndi. Þess þarfnast fatlaðir allra síst. 8. maí 1987, Stjórnamefnd um málefni fatlaðra samkv. lögum nr. 41/1983. Morgunblaðið/Kr.Ben. Áhugasamir væntanlegir flugmenn á stofnfundi Flugklúbbs Grindavíkur, f.v.: HaUdór Ingvason, Stefán Tómasson og Einar Dag- bjartsson. Fyrsta stjórn Flugklúbbs Grindavíkur, fremri röð frá vinstri: Harald- ur Karlsson gjaldkeri, Einar Dagbjartsson formaður, Hrafn Ás- geirsson ritari. Aftari röð frá vinstri: Kristmundur Herbertsson varamaður, Eiríkur Dagbjartsson meðstjórnandi, Hallur Sigurðsson varaformaður og Egon Marcher varamaður. Svæðisnefnd fatlaðra í Reykjavík: Gagnrýnir úthlutun úr Framkvæmdasjóði SVÆÐISNEFND málefna fatl- aðra í Reykjavík hefur harðlega átalið Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra vegna framlaga úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Tel- ur nefndin að hlutur Reyk- víkinga hafi verið fyrir borð borin í þeim efnum. Að þessu sinni komu 155 milljón- ir til úthlutunar úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra, en á síðasta ári hafði sjóðurinn 80 milljónir til ráðstöfun- ar. Að þessu sinni nema framlög, sem veitt eru til Reykjavíkur, 48 milljónum króna, eða 31% af ráð- stöfunarfé sjóðsins og telur Svæðis- nefndin í Reykjavík það of lítið og sú niðurstaða alvarlegt áfall fyrir alla þá sem vinna að málefnum fatlaðra í Reykjavík. Svæðisnefndin hélt fund um miðjan apríl síðastliðinn og sam- þykkti þar ályktun þar sem vinnu- brögð Stjórnamefndar um málefni fatlaðra vegna framlaga úr Fram- kvæmdasjóði eru harðlega átalin. Telur Svæðisnefndin að Stjómar- nefndin hafi með þessu sýnt skiln- ingsleysi á margvíslegum þörfum fjölda fatlaðra í Reykjavík. Þá seg- ir í ályktuninni að Stjómarnefndin hafi útvíkkað hlutverk Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra og tekið upp fjárveitingar til verkefna við al- mennar stofnanir á sviði mennta og heilbrigðismála, sem öðrum beri lögum samkvæmt að standa straum af. Þá telur Svæðisnefndin að með úthlutun sinni í ár hafi Stjómar- nefndin kosið að endurraða fram- kvæmdum I Reykjavík og hafí þannig tekið allt aðra stefnu í upp- byggingu þjónustunnar við fatlaða í Reykjavík heldur en þá, sem Svæð- isstjómin hefur verið að móta á undanfömum árum. Þá segir enn- fremur: „Tillitsleysi stjórnarnefndar við fjölda fatlaðra í Reykjavík, útvíkkun á hlutverki framkvæmda- sjóðs og breyting á framkvæmda- röð, sem truflað getur uppbyggingu hinnar flóknu þjónustukeðju fatl- aðra árum saman, sýnir, að Stjórn- amefndin hefur í störfum sínum sniðgengið skýr lagaboð."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.