Morgunblaðið - 13.05.1987, Side 56
'ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA
1 GuðjónÓLhf.
I 91-27233
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Líklegt að Steingrímur skili
umboðinu til forseta í dag
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra lauk viðræðum
sínum við formenn stjórnmálaflokkanna síðdegis í gær og hélt að
því loknu þingflokksfund, þar sem staðan var rædd. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins mun Steingrímur ganga á fund Vigdísar
Finnbogadóttur forseta íslands kl. 10.30 í dag og tilkynna henni að
hann skili af sér umboðinu til stjórnarmyndunar. Steingrímur mun
hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum takist ekki að mynda
þriggja flokka ríkisstjórn í þessari umferð.
Steingrímur vildi að loknum
þingflokksfundinum síðdegis í gær
ekki greina frá því hvað hann hygð-
ist leggja fyrir forsetann á fundi
sínum með honum nú ryrir hádegi.
„Ég tel að þessar viðræður við for-
ystumenn flokkanna hafi verið
gagnlegar og hreinskiptnar. Mér
fínnst liggja alveg ljóst fyrir hvaða
möguleikar eru fyrir hendi,“ sagði
Steingrímur í samtali við Morgun-
blaðið.
Forsætisráðherra ræddi tvívegis
við Þorstein Pálsson formann Sjálf-
stæðisflokksins í gær auk þess að
ræða við Svavar Gestsson formann
Alþýðubandalagsins, Albert Guð-
mundsson formann Borgaraflokks-
ins og Stefán Valgeirsson. í kjölfar
þeirra viðræðna mun hann hafa
gert upp hug sinn og komist að
þeirri niðurstöðu að honum tækist
ekki í þessari umferð að mynda
þriggja flokka ríkisstjóm, en hann
hafði áður en hann fékk umboðið
lýst því yfír að hann myndi einung-
is reyna myndun þriggja flokka
ríkisstjómar.
Steingrímur taldi að eini mögu-
leikinn til þess að mynda þriggja
flokka ríkisstjóm, eftir að Jón Bald-
vin Hannibalsson hafnaði viðræðum
við Framsóknarflokkinn í fyrradag,
væri ríkisstjóm Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks og Kvennalista.
Steingrímur ræðir lítillega við
fulltrúa Kvennalista árdegis í dag,
en gengur að því búnu á fund for-
seta. Kl. 11 fyrir hádegi heldur
hann síðan fund með fréttamönnum
og greinir þeim frá ákvörðun sinni
og fundi sínum með forsetanum.
vikunni
ÁFENGI mun hækka að
meðaltali um 10% í vikunni,
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins og þar af munu
létt vín að jafnaði hækka
meira en brennd vín vegna
gengisbreytinga á Evrópu-
gjaldmiðlum. Tóbak mun
einnig hækka í verði.
Morgunblaðið bar þetta
undir Gústaf Níelsson skrif-
stofustjóra Áfengis og tóbaks-
verslunar ríkisins og sagði
hann það venju hjá ATVR að
neita hvorki né játa svona
fregnum.
Ekki var reiknað með því
að þessi hækkun kæmi til
framkvæmda í dag en venju-
lega hefur útsölustöðum
ÁTVR verið lokað daginn sem
verðbreytingar verða. Að-
spurður sagði Gústaf að stefnt
væri að því að ekki þyrfti að
grípa til slíkra lokana þar sem
verið væri að tölvuvæða fyrir-
tækið og að því Ioknu væri
hægt að ganga frá verðbreyt-
ingum kvöldið áður en þær
koma til framkvæmda.
Gunnar J. Friðriksson, formaður
Vinnuveitendasambandsins:
Aðalsteinn Þórðarson
Starfsstúlkum Lystadúns bjargað af skyggni fyrir ofan aðaldyr i vélskóflu örskömmu eftir að eldur-
inn kom upp. Svartur reykurinn fullur af eiturgufum stígur til himins í þykkum bólstrum.
Tugmilljónatjón í eldi
Mesta mildi að starfsmenn Lystadúns sluppu ómeiddir úr eldhafinu
MIKILL eldur braust út í húsi
Lystadúns við Dugguvog í gær-
morgun. Húsið varð alelda á
skömmum tíma og er ónýtt.
Tjónið í eldsvoðanum er talið
nema tugum milljóna króna, en
húsið var að fullu vátryggt.
Eigendur fyrirtækisins hafa í
hyggju að endurreisa það sem
fyrst.
Eldurinn kom upp skömmu fyr-
ir kl. 11 þegar starfsmenn voru
að bera lím á dýnur. Neistar
hrukku í dýnumar, svo strax gaus
upp mikill eldur. Starfsmenn
reyndu að slökkva hann, en fengu
ekki að gert. Þeir forðuðu sér því
út úr húsinu, sem varð alelda á
næstu mínútum. Starfsmenn á
efri hæð hússins lokuðust inni, en
tókst að komast út um glugga.
Að sögn Onnu Sveinsdóttur, verk-
stjóra, fylltist efri hæðin mjög
fljótt af svörtum og eitruðum
reyk. Tvær konur fóru út um
glugga á hlið hússins og hún
sjálf, ásamt tveimur öðrum, út á
skyggni fyrir ofan aðaldyr. „Ég
hef unnið hér í fjórtán ár og það
var sárt að sjá þennan góða vinnu-
stað verða eldinum að bráð á
örfáum mínútum, en til allrar
hamingju slasaðist enginn,“ sagði
Anna.
Slökkviliði tókst von bráðar að
ná tökum á eldinum og koma í
veg fyrir að hann næði að læsa
sig í næstu hús. Hús norðanvert
við verksmiðjuna skemmdist þó
lítillega. Skömmu eftir hádegi var
eldurinn slökktur, en vakt var við
húsið í alla nótt. Enginn hefur enn
farið inn í húsið, þar sem mikil
hætta er á að það hrynji.
Að sögn Kristjáns Sigmunds-
sonar, framkvæmdastjóra, verður
hafist handa þegar í dag við að
flnna lausn á vanda viðskiptavina
fyrirtækisins. „Við munum síðan
heflast handa við að kaupa vélar
og fínna húsnæði, en æskilegast
væri ef við gætum byggt nýtt hús
á sama stað,“ sagði Kristján.
Sjá frásögn, viðtöl og myndir
á bls. 22 og 23.
Áfengi
og tóbak
hækkarí
Ríki og sveitarfélög
komi á fót vinnu
veitendasambandi
Fj árveitinganefnd Alþingis semji
við opinbera starfsmenn
GUNNAR J. Friðriksson, for-
maður Vinnuveitendasambands
íslands, sagði á aðalfundi þess
í gær, að tímabært væri orðið
að ríki og sveitarfélög mynd-
uðu samtök sem vinnuveitendur
með svipuðu sniði og gerist í
nágrannalöndunum og kæmu
fram sameinuð gagnvart stétt-
arfélögum opinberra starfs-
manna með sama hætti og
samtök á almennum vinnu-
markaði.
Gunnar kvað einnig þörf á end-
urskoðun á vinnulöggjöfínni, sem
væri orðin hálfrar aldar gömul og
þjónaði á engan hátt þörfum
nútímasamfélags. Það væri alltof
algengt, að kjaradeilur væru í
raun innbyrðis barátta launþega-
hópa um launahlutföll fremur en
átök um hlut ijármagns og launa.
Hann gagnrýndi samtök opin-
berra starfsmanna, og sagði
launakröfur þeirra í reynd vera
kröfur á hendur þjóðfélaginu um
hærri skatta til að greiða fyrir
dýrari opinbera þjónustu. Kröfur
annarra launþega um breytingu á
launum til samræmis við launa-
þróun opinberra starfsmanna
væru svar við þessari þróun. Svar-
ið væri skýrt og ákveðið það, að
aðrir launþegahópar sættu sig
ekki við að greiða aukinn hlut af
tekjum sínum til að standa straum
af launagreiðslum starfsmanna
ríkis og bæja.
Formaður Vinnuveitendasam-
bandsins sagði ennfremur, að
nauðsynlegt væri að íhuga breyt-
ingar á nýsamþykktum lögum um
samningsrétt opinberra starfs-
manna, sem væru í þá átt að
knýja menn til ábyrgari vinnu-
bragða í stærri hópum. Hann
kvaðst einnig telja fulla þörf á að
endurmeta forsvar ríkisins í þess-
um málum, því að varhugavert
kynni að reynast að láta einn ráð-
herra sitja með þá feikilegu
ábyrgð, sem fælist í launasamn-
ingum við starfsmenn ríkisins. í
því sambandi nefndi hann, að
hugsa mætti sér að í stað ráð-
herra hefði fjárveitinganefnd
Alþingis hið formlega forsvar.
Sjá ræðu Gunnars J. Frið-
rikssonar í heild á miðopnu
og fréttir á bls. 30.