Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
9
Við erum
2 ára
103,7% nafnávöxtun
Eigendur Einingabréfa, til hamingju
• Seld hafa veriö 8.500 Einingabréf til 3.300 aöila.
• Verömæti eigna í ávöxtunarsjóðum Einingabréfa 1,2, og 3
var I. maí 1987 rúmlega 550 milljónir.
• Nafnávöxtun s.l. 2 ár var 103,7%, sem svarar til 17,1%
ávöxtunar - umfram verðtryggingu á ári.
• Þeir sem þess óska, hafa fengið Einingabréf sín greidd út
samstundis.
• Endurskoðandi Einingabréfa 1, 2 og 3 er Endurskoöunar-
miðstöðin hf. -N. Manscher, Höfðabakka9.
Verðtryggð veðskuldabréf 2 0i«im. »áu
Lánstimi Nafnvextir [l1% áv. umfr. verdtr. 13% áv. umfr. verótr.
1 6% 95 94
2 6% 93 91
3 : 6% 92 89
4 , 6% 90 86
5 6% 88 84
6 6% 87 82
7 , 6% 85 80,
8 6% 84 78
9 6% 83 77
10 L 6% 81 75
Dœml: skuldabréf að nalnvsrðl kr. 100.000,- með 6% vöxlum og 2 gjald. á
ári. Söluverð yrði kr. 95.000,-
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar ■ sími 68 69 88
Sölustaður Lífeyrisbréfanna er hjá Kaupþing hf.
Kuennalisti í viðræður
Tvoir tulltrúar Kvwirallatana. Þ»f Krtatln Halktóradött-
ir ofl Kristln Elraradóttlr flanflu I fl»r é tund tora»tiara«>-
harra, aam athugar nu um atjórrarmyndun aamlrviamt
umboól aam hann fékk 4 aunnudag. For*»tlaraönarra
rmóó\ alnnlg vlft Þorataln Pálaaon IgwoflJón Baldvtn
Hannlbalaaon. Vlóraaóur þaaaar voru fyrat ofl tramat
tormlag kftnnun á vlfthortum llftaodda tlokhanra ofl ar
akkl bulat vlft aft þatta upphaf vlftr*ftna unt
myrtdun bari mlklnn árangur, þótt Stalnflrimur aá vlnaaal
toraaatiaráftharra, og marfllr aftllar úr ftllum f»°kkum hafl
varift aft lýaa þvl yflr á undantftmum dftflum. aft akkl aá
koatur á h»tarl mannl M^^afln^ora»tlaráftharra-
Fyrstu lotu lokið
Þá er fyrstu formlegu lotunni í stjórnarmyndunarviðræðunum
lokið. Sjálfur forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson var
ekki lengi að komast að raun um, að hvorki mundi ganga né reka
í viðræðunum, á meðan hann hafði umboðið á hendi. Menn
velja annan kostinn, á meðan þeir eygja þann fyrsta, sagði ein-
hver, þegar afstaða annarra flokksformanna til tilrauna
Steingríms var á dagskrá. Þetta er að sjálfsögðu laukrétt. Hið
eina, sem kom á óvart í fyrstu lotunni, var, að Kvennalistinn
virtist taka vel í að ræða um stjórnarsamstarf við sjálfstæðis-
menn og framsóknarmenn. Hugað verður að þessu í Stakstein-
um og umræðum um samruna Alþýðuflokks og Alþýðubanda-
lags.
Hver eru
skilyrðin?
Talsmenn Kvennalist-
ans láta eins og sótt sé
að þeim af ósanngirni,
þegar þær eru spurðar
um skilyrði þeirra fyrir
þátttöku í ríkisstjóm.
Svara þær gjaraan á
þann veg, að mönnum
væri nær að snúa sér til
annarra en þeirra og fá
það fram, hvað þeir vilja,
hvaða skilyrði þeir setja
og hvemig þeir ætla að
haga sér. Undir þessi orð
kvennalistakvenna má
taka, það er ekki síður
mikilvægt að átta sig á,
hvað aðrir en þær ætla
að gera. Kverinalistinn
var á hinn bóginn eina
stjórnmálaaflið, sem sá
ástæðu til þess eftir kosn-
ingamar að setja af stað
sérstakar umræður um
skilyrði fyrir stjómar-
setu. Þau fundahöld ýta
að sjálfsögðu undir for-
vitni manna um það, hver
hafi orðið niðurstaðan.
Á meðan frú Vigdís
Finnbogadóttir forseti
íslands hafði ekki veitt
neinum umboð til að hafa
forystu um myndun
ríkisstjómar, töldu
forvígiskonur kvenna-
listans það ekki við hæfi,
að þær upplýstu fólk um
skilyrði sín. Þá sögðu
þær, að þeim fyndist
sjálfsagt að segja forset-
anum fyrst frá þvi, sem
fyrir þeim vekti. Nú em
þær ekki lengur bundnar
þeim trúnaði. Vigdís
Finnbogadóttir ræddi við
tvo fulltrúa Kvennalist-
ans í síðustu viku eins og
forvígismenn annarra
flokka. Með hliðsjón af
fyrri ummælum hefði þvi
mátt ætla, að kvenna-
listakonur fögnuðu nú
tækifæri til að leysa frá
skjóðunni og skýra út,
hvaða mál þær setja á
oddirm. Þvi er ekki að
heilsa.
í Morgunblaðinu i
fyrradag var þetta haft
eftir Steingrími Her-
mannssyni: „Mér fannst
konumar vera jákvæðar
og það er margt i þeirra
málefnagrundvelli sem
ég get tekið undir." Með
þessum orðum gefur
Steingrímur til kynna, að
konumar séu tilbúnar í
slaginn; þær vilji setjast
niður og ræða i alvöru
um aðild að rQdsstjóm.
En hvað er það, sem
Steingrímur getur tekið
undir i málefnagrund-
velli þeirra?
Samruni
flokka?
I forystugrein Alþýðu-
blaðsins í gær er fitjað
upp á gömlu og nýju bar-
áttumáli vinstrisinna hér
á landi, að sameina AI-
þýðuflokk og Alþýðu-
bandalag. Er greinilegt,
að blaðið eygir nú meiri
likur á að þessi draumur
'rætist en oft áður. Telur
það, að meiri þörf sé á
hugarfarsbreytingu en
stefnubreytingu hjá
flokkunum til að þeir
renni saman. Er hvatt til
þess að striðsaximar séu
grafnar og menn sýni
„hugrekki, umburðar-
lyndi og viðsýni til að
takast i hendur og hefja
aftur sögulegt samstarf
sem lauk á fjórða ára-
tugnum". Og síðan segir:
„Það hefur varla farið
framhjá neinum sem
fylgist með fréttum að
Alþýðuflokkurinn hefur
sýnt hugmyndum um
samruna A-flokkanna
áhuga, þótt ekki hafi ver-
ið samþykkt nein tillaga
né viljayfirlýsing af þeim
toga. Þjóðviljinn birti i
gær frétt þess eðlis að
flokksstjóm Alþýðu-
flokksins hafi um siðustu
helgi staðið að viljayfir-
lýsingu þess efnis að
A-flokkamir tækju upp
nánara samstarf sin á
milli með það framtiðar-
markmið að sameinast i
einum flokki. Þjóðviljinn
hefur þessi orð eftir
ónefndum þingmanni Al-
þýðuflokksins. _ Þessi
frétt er röng. Á flokks-
stjómarfundi Alþýðu-
flokksins kom ekki fram
nein viljayfirlýsing i
þessa vem. Hins vegar
viðmðu einstakir fundar-
menn sínar persónulegu
skoðanir á slíku sam-
starfi. Þess jákvæða
anda sem ríkti á fundin-
um um breiða og upp-
byggilega samstöðu
vinstri manna er hins
vegar hvergi getið í Þjóð-
viljanum. Afstaða Al-
þýðubandalagsins til
hugsanlegs samstarfs við
Alþýðuflokkinn er enn
ekki opinber og mun
líklegast ráðast á mið-
stjómarfundi flokksins
um helgina sem verður
um margt sögulegur."
Eftir að Alþýðublaðið
hefur biðlað til Alþýðu-
bandalagsins með þess-
um hætti og lagt drög
að þvi, að samruni og
samstarf vinstrisinna
setji svip sinn á mið-
stjómarfund Alþýðu-
bandalagsins um helgina,
nefnir blaðið þann þing-
mann, sem það bindur
helst vonir við á mið-
stjómarfundinum:
Steingrím J. Sigfússon,
þingmann í Norðurlands-
kjördæmi eystra.
Steingrími finnst ástæða
til að „tala við góða menn
i Alþýðuflokknum" og
annars staðar, sem vQja
samruna vinstrisinna.
Finnst Alþýðublaðinu
„andinn" í orðum
Steingríms lofa góðu og
segir að Iokum: „Viðsýni
er þörf.“ Að visu kemur
flestum utan vinstri
hreyfinga annað orð en
„víðsýni" í huga, þegar
þeir íhuga málflutning
Steingríms J. Sigfússon-
ar. En það hefur afstæða
merkingu eins og annað
auk þess sem Steingrim-
ur er nú meðal for-
mannsefna í Alþýðu-
bandalaginu.
SLATTUVELA-
VIÐGERÐIR
^Míele^
Heimilistœki
annað er mála-
miðlun.
. [XIJÓHANN ÓLAFSS0N & C0 .
^ ^ 43 Sundabora - 104 Ravklavik - Simi 088588 W
Áskrifumimmn er 83033
INIámskeið
I körfugerð
hefjast næstu daga.
Kvöldtímar fyrir alla aldurshópa.
Dagnámskeið fyrir börn og unglinga.
Uppl. og innritun hjá Margréti Guðnadóttur í síma 25703.
Stúdentasamband VÍ
Aðalfundur Stúdentasambands VI
verður haldinn föstudagiim 15. mai
kl. 17.30 í Verslunarskóla íslands,
Ofanleiti 1 (kennarastofa).
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tekin verður ákvörðun um stúdenta-
fagnað VÍ, föstudaginn 29. maí.
Fulltrúar afmælisárganga eru sérstak-
lega hvattir til að mæta.
Stjómln.