Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 12
£ 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
Upplýsingar í sömu
símum utan skrifstofutíma
Kleppsvegur — 2ja
Mjög falleg 2ja herb. íb. á 7. h.
í lyftuh. Suðursv. Einkasala.
Laugavegur — 4ra
4ra herb. íb. á 3. hæö í stein-
húsi. Þarfnast standsetn. Laus
strax. Verö ca 2,2 millj.
Álfheimar — sérhæð
4-5 herb. 125 fm falleg íb. á
jarðhæð. 4 svefnherb. Allt sér.
Stór húseign óskast
Höfum kaupanda að 600-800
fm íbúðarhúsnæði, einbýlishúsi
eða húsi með fleiri íbúöum.
L Agnar Gústafsson hrl.,J
' Eiríksgötu 4
* Mólflutnings-
og fasteignastofa
Eignaþjonustan
/
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
HVERFISGÖTU 98
(horni Barónsstígs).
Sími 26650, 27380
Við Hraunbæ
Snyrtil. 2ja herb. íb. á jarðhæð.
Hagst. kjör.
Við Kleppsveg
4ra herb. íb. á 3. hæð auk herb.
í risi. Verð 3,3 millj.
Borgarholtsbraut
Góð 4ra herb. íb. í kj. Sór inng.
Miklubraut
4ra herb. ósamþ. risíb. sem
þarfnast stands. Laus strax.
Hagst. kjör.
Við Engjasel
Vorum að fá í sölu góða 4ra
herb. íb. á 4. og 5. hæð. Bílskýli
fylgir. Verð 3,3 millj.
Vantar fyrir trausta kaupendur
m.a.:
• Góða hæð i Hlíðahverfi eða
nágrenni.
• 300-400 fm húsnæði f eða
við nýja miðbæinn eða nó-
lægt þjónustumiðst.
• Góðar 3ja, 4ra og 5 herb.
blokkaríb.
Lögm. Högni Jónsson, hdl.
68 88 28
Mánagata
Góð einstaklíb. í kj. Laus fljótl.
Neðra Breiðholt
2ja herb. góð íb. á 1. hæð.
Þvottaherb. innaf eldhúsi.
Herb. í kj.
Hraunbær
3ja herb. ca 100 fm falleg íb. á
1. hæð. Herb. í kj.
Dúfnahólar
3ja herb. góð íb. í lyftuhúsi.
Mikið útsýni. Laus 1. ágúst.
Vesturbær
4ra herb. 110 fm falleg íb. á 2.
hæö í fjölbhúsi. Ákv. sala.
Hagasel — raðhús
200 fm gott hús á tveimur
hæðum. Innb. bílsk. Ákv. sala.
Uii
Hlaðhamrar
145 fm raðhús seljast fokh. og
fullfrág. aö utan.
Grafarvogur
125 fm rúml. fokh. einbhús. 30
fm bílsk. Til afh. í maí nk.
Fannafold
132 fm raðhús auk 25 fm bílsk.
Selst tæpl. tilb. u. trév. Afh. í nóv.
Funafold — sérhæðir
130 fm sérhæðir í tvíbhúsum.
Selj. tilb. u. trév. m. bílsk.
INGILEIFUR EINARSSON
löggiltur fasteignasali
Suðurlandsbrauf 32
Skipholti 50 C (gegnt Tónabíói)
Sími 688*123
Krummahólar — 55 fm.
Mjög falleg 2ja herb. íb. á 3 hæö. Góö
sameign. Bílskýli. Verö 2 millj.
Hagamelur — 75 fm. 3ja
herb. mjög falleg eign á jarðhæð I nýl.
fjölbýii. Verð 3,2 millj.
Boðagrandi — 3 herb.
Glæsil. íb. á 3. hæö (lyftuh. 85 fm. Stór
og góö sameign, m.a. með gufubaöi. Fráb.
útsýni. Bílskýii. Verö 3,7 millj.
Lyngmóar Gb. — 100 fm
+ bflsk. Mjög falleg 3ja-4ra herb.
íb. á 1. hæÖ í nýl. Irtlu fjölbýli. Suðursv.
Verö 3,6 millj.
Frostafold — 103 fm.
4ra herb. ný sérhæö á jaröhæö í fjölb.
Afh. í júlí-ágúst tilb. u. tróv. Verö 3530
þús.
Vesturberg
110 fm.
4ra herb. íb. á 3. hæö. Falleg íb. m.
Vestursv. Laus fljótl. Verö 3,2 millj.
Háaleitisbraut — 117 fm.
4ra-5 herb. glæsil. íb. (kj. Lítiö niöurgr.
Verö 3,4 millj.
Flyðrugrandi — 150 fm.
Glæsil. 5-6 herb. Ib. Sérl. vandaðar innr.
Tvennar stórar svalir. Sauna i samaign.
Ekkert áhv. Laus strax. Verð 6,0 mlllj.
Lerkihlíð — 240 fm. Glæsil.
nýtt endaraöh., tvær hæðir og kj. ásamt
25 fm bílsk. Góö staös. Sórl. vandaðar
innr. Verö 8-8,5 millj.
Vantar allar gerðir
eigna á skrá
KHstján V. Krístjánsson viðskfr.
Stgurður Öm Sigurðarson viðskfr.
Öm Fr. Georgsson sölustjóri.
Mikilvægar spurningar
áður en höfuðið fýkur
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Békmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Fjodor Dostojevskí:
FÁVITINN.
Skáldsaga í fjórum hlutum.
Fyrra bindi.
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi.
Mál og menning 1986.
Með þýðingum Ingibjargar Har-
aldsdóttur úr rússnesku hefur
garður heimsbókmennta á íslensku
verið auðgaður svo að um munar.
í fyrra kom út fyrra bindi Fávitans
eftir Dostojevskí í þýðingu hennar,
en áður hafði hún þýtt Glæp og
refsingu sama höfundar og óvið-
jafnanlega skáldsögu sem hrein
unun er að lesa: Meistarann og
Margarítu eftir Mikhail Búlgakof.
Undirritaður hefur ekki tök á að
bera þessar þýðingar saman við
frumtexta, en íslensk gerð skáld-
sagnanna er í vönduðum búningi.
Ekki virðist þýðandinn hafa slakað
á við að koma Fávitanum yfir á
íslensku og tilhlökkunarefni að eiga
von á framhaldi hans.
Fávitinn er einkennileg skáld-
saga og margslungin. Fyrra bindið
er dæmigert fyrir samræðulist, birt-
ir einkum samtöl, en stundum koma
lýsingar umhverfis og atburða sem
eru dágott krydd svo að maður
saknar þess að þær skuli ekki vera
fleiri. Lítum til dæmis á upphaf
skáldsögunnan
„Um níuleytið á hlákublautum
morgni seint í nóvember nálgaðist
Varsjárlestin Pétursborg á fullri
ferð. Svo þétt var þokan og dimm
að erfítt var að sjá út um lestar-
gluggana lengra en tíu skref til
hvorrar handar. Sumir farþeganna
voru á heimleið frá útlöndum, en
mest var örtröðin í vögnum þriðja
farrýmis þar sem flestir voru al-
múgamenn í hversdagslegum
erindagjörðum, ekki ýkja langt að
fTH FASTEIGNA
LuJ HÖLLIN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐBÆR-HÁALEITISBRAUT58-60
SÍMAR: 35300 - 35522 - 35301
Einstakt tækifæri
• Funafold — parhús •
Vorum að fá í einkasölu glæsileg 2ja hæða tvílyft par-
hús ca 140 fm með innb. bílskúr. Skiptast m.a. í 4
svefnherb., stofur, sjónvarpsskála, eldhús, þvottahús
og bað. Húsin standa á frábærum útsýnisstað. Skilast
fullfrág. að utan með gleri, útihurð og bílskúrshurð en
fokheld að innan í nóvember nk. Teikningar á skrifst.
Fjodor Dostojevskí
komnir. Allir voru þreyttir, einsog
gefur að skilja, og þungir til augn-
anna eftir nóttina, allir skulfu af
kulda og öll andlit voru föl og gul-
leit í stíl við þokuna."
Ekki er síðri lýsingin á tveimur
sögupersónum Fávitans, þeim Lév
Nikolajevits Myshkin fursta og Par-
fen Rogosjín sem af tilviljun sitja
hvor andspænis öðrum á þriðja far-
lými Varsjárlestarinnar, „báðir
sérkennilegir í útliti og báðir ákafír
að hefja samræður". Myshkin fursti
er ekki fyrr kominn til Pétursborgar
en hann er leiddur til móts við
óvenjulegt fólk og óvenjuleg örlög
og leggur sitt til mála. Sakleysi
hans og hreinskilni valda því að
menn telja hann fávita, en hann er
að minnsta kosti mjög sjaldgæf teg-
und af fávita, eins konar Kristur í
spilltum heimi. Innsæi hans er
gífurlegt, en honum gengur ekki
auðveldlega að fóta sig í tilverunni.
Hann reynist auðveld bráð og leik-
soppur, en lifir allt og lætur ekkert
á sig fá. Það er eins og hann sé
borinn til að verða píslarvottur eða
syndahafur, allt eftir atvikum.
Hvenær hefur verið rúm fyrir góða
menn í veröld heimskingja og hund-
ingja?
Meðal margra eftirminnilegra
kvenpersóna í Fávitanum er Nasta-
sja Filippovna, en furstinn lætur svo
ummælt þegar hann sér mynd af
henni að andlit hennar sé undur-
samlegt og örlög hennar ekki
venjuleg. Þessi kona sem ekki reyn-
ist síðri en á myndinni við nánari
kynni furstans og hennar á eftir
að hafa áhrif á líf þeirra manna sem
fyrr voru nefndir, furstans og Ro-
gosjíns. Hún er mjög undarleg
persónugerð og fram úr hófi marg-
ræð. Tilfínningalega er hún sveiflu-
kennd, en þrátt fyrir veiklyndi sitt
alltaf stórbrotin.
Þeir kaflar Fávitans sem gerast
heima hjá hershöfðingjanum segja
okkur meira um furstann en flestir
aðrir. Hershöfðingjafrúin og dætur
hennar prófa furstann í því skyni
að komast á snoðir um hvers konar
Ingibjörg Haraidsdóttir
maður hann sé, hvort hann sé í
raun og veru fáviti eins og almanna-
rómur hermir.
Hershöfðingjafrúin og dætur
hennar fá að kynnast einfeldni
furstans, en eru í vafa um hvort
hann sé fáviti og beiningamaður
eins og hershöfðinginn lýsir honum.
Furstinn segir þeim frá langdvölum
sínum erlendis, hryggilegar sögur
um mannlega niðurlægingu sem
hann hefur orðið vitni að. Meðal
þeirra er sagan af berklaveiku fá-
tæku stúlkunni, Marie, sem lífið
leikur illa. En ekki eru síðri frásagn-
ir af aftökum, lýsing á þvi hvemig
hinum dauðadæmda líður skömmu
fyrir aftökuna og þegar hann heyr-
ir hvininn í öxinni sem fellur í því
skyni að gera hann höfðinu styttri:
„Og hugsið yður, það er enn verið
að deila um það hvort höfuðið viti
af sér þegar það fykur af bolnum
og viti kannski í sekúndu að það
er fokið, hvílík hugmynd! Eða
kannski fimm sekúndur, hvemig
væri það?“
Verk Dostojevskís eru í þeim
anda að lýsa sekúndunum áður en
höfuðið fykur, lífí þeirra sem dæmd-
ir eru til að farast, hinna dauða-
dæmdu. Sífellt er hann að spyija
mikilvægra spuminga í skáldsögum
sínum og svörin eru lesandans.
Gefi menn sér tíma til að lesa
langar skáldsögur og það ættu
menn að gera þegar Dostojevskí á
í hlut verður þeim ríkulega launað.
Það er mikið ævintýri og eftirsókn-
arvert að reika með Myshkin fursta
um stræti gamalla rússneskra
borga, fara með honum í lítríkar
veislur og kynnast manneskjunni
eins og hún er undir niðri, á bak
við pijálið og tilgerðina sem líka er
á sínum stað í Fávitanum.
Fávitanum má líkja við lýsingu
hins flogaveika fursta á því tíma-
bili rétt áður en hann fær flog,
„þegar heili hans virtist allt í einu
blossa upp, mítt í dapurleikanum,
sálarmyrkrinu og deyfðinni og allir
lífskraftar hans vom spenntir til
hins ýtrasta í nokkur andartök."
VESTURBÆR
Nýjar íbúðir
1
Til sölu eru nokkrar úrvals 3ja herbergja íbúðir í fjórbýlis-
húsum sem verið er að byggja á horni Njarðargötu og
Reykjavíkurvegar. Allt sér fyrir hverja íbúð. íbúðirnar af-
hendast tilbúnar undir tréverk og málningu í haust. Hús
að utan og lóð fullfrágengin. Hægt að kaupa bílskúra.
Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
VAGN JÓNSSON BS
FASTEIGNASALA SUÐURLANDSBRAUT18 SIMf84433
LÖGFFIÆÐINGURATLIVAGNSSON