Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 17

Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. TiíAÍ 1987 17 Bræður sýna Myndlist Bragi Ásgeirsson Kjallarasali Norræna hússins gistir um þessar mundir allóvenju- leg sýning bræðranna Hannesar og Ólafs Lárussona, sem teljast báðir i framvarðasveit íslenzkra nýlistamanna. Þetta eru tvær sjálfstæðar sýn- ingar enda kynna bræðumir á sér ýmsar hliðar í miklum fjölda mynd- verka. Þannig er 81 númer á myndum Ólafs í fremri sal en yfir 200 í gangi og innri sal sem Hall- dór er höfundur að. Er mér mjög til efs að í annan tíma hafi jafn mörg myndverk gist hina ágætu kjallarasali enda er þar óneitanlega þröngt á þingi. Og þar sem lítil sem engin tengsl eru á milli sýninganna kallar fram- kvæmdin á tvær aðgreindar umsagnir. Ólafur Lárusson Ekki er ýkja langt síðan Ólafur Lárusson sýndi mikinn flölda mynda í Kjarvalssal að Kjarvals- stöðum og vakti sú sýning tölu- verða athygli. Það var einkum upphengingin sem þótti nýstárleg, að ekki sé meira sagt, en myndim- ar héngu i óskipulegum röðum um alla veggi. Þó þótti þeim sem hér ritar kenna nokkurrar reglu í rugl- inginum og þjóna „installation"- þörf gerandans. Hafa þannig nokkum tilgang enda hafði ég áður séð slíkar upphengingar á sýning- um ytra. Það var mikili kraftur í þeirri sýningu Ólafs og hann heldur áfram að virlga þennan kraft í stór- um hluta mynda sinna í Norræna húsinu. En þetta er nokkuð lausbeislaður kraftur og ómarkviss og er líkast sem gerandinn fari hamförum frá einni mynd til annarrar og úr einu myndeftii í annað. Grisjun mynda á sýningunni og markviss upphenging hefði án vafa komið boðskap Olafs Lárussonar öllu markvissar til skila en öll þessi uppsöfnun mynda. Stóri salurinn býður ekki upp á sömu vfddir og Kjarvalssalur og hér er skoðandinn eiginlega alveg ráðþrota I öllum þessum sæg mynda. Gesturinn getur valið á milli þess að skoða sýninguna vel og gaumgæfilega eða fara hratt yfir og staðnæmast við eina og eina mynd og tók ég eftir því i tveim heimsóknum að flestir völdu seinni kostinn og stóðu merkilega stutt við. Ekki efast ég um að það sé málari í Ólafi og að ýmis verka hans á sýningunni myndu njóta sín vel innan um önnur verk í réttu samhengi. Og einhvem veginn kunni ég betur við ýmsar aðrar tii- raunir Olafs hér á árum áður en þessar lausbeisluðu rannsóknir hans á möguleikum tvívíða flatar- ins. Trúlega hefði verið farsælla fyr- ir Ólaf, að halda sínu striki í stað þess að vera með þennan lfnudans á milli nýviðhorfa. Myndir hans að þessu sinni virkuðu á mig sem furðuleg blanda af skapandi kennd- um frumbemskunnar, óstýrileika gelgjuskeiðsins og firringu nútíma- mannsins ... Hannes Lárusson Það er hið hugmyndafræðilega, sem einkennir myndveröld Hann- esar Lárussonar. Á sýningu hans er mikill sægur af hvers konar vinnu með formlínu, lit og tenging þessara atriða við hinar margvís- legustu hugdettur augnabliksins. Þennan leik lærði Hannes vafa- lítið í Nýlistadeild MHÍ og hefur ræktað hann meir og gaumgæfileg- ar en ég þekki önnur dæmi til. Leikurinn getur verið í hæsta lagi áhugaverður og skemmtilegur og þá einkum fyrir gerandann sjáifan. Þekki ég þetta í mörgum útgáfum frá bókum, tímaritum svo og sýn- ingum hér heima og erlendis. Hér er um tungumál tákna að ræða, sumra ljósra en önnur bjóða upp á óvæntar lausnir. En þar sem mikill meirihluti skoðenda myndlistarsýninga svífur hér í lausu lofti um skilning og til- gang slíkrar athafnasemi hefði verið sjálfsögð tillitssemi að fræða gest og gangandi með skilríkri samantekt f rituðu máli. En í stað þess eru hlutimir gerð- ir flóknari með nafngiftum á ensku þótt af og til bregði gamla útkjálka- málinu fyrir en líkast meira fyrir slys en nauðsyn. Þannig virðist þessi háleita list vera meira gerð fyrir æðri tvífætlinga en þá sem velkjast um á útskerinu og telja það óskaland fslenzkt. Það er fróðlegt að renna augum yfir allan þennan sæg mynda en hér er mjög vægt til orða tekið þegar sagt er, að skammturinn sé full stór. Hann er einfaldlega yfir- þyrmandi. Hannes býr einnig til texta, sem hann innrammar, svo sem þann er væntanlega fylgir þessu skrifi, sem er vísast tákn- rænt fyrir sýninguna og þrár gerandans. Víst er heilmikið til f þessu öllu saman og oft um háalvarlega speki að ræða, sem ég tek fullt tillit til en boðskapurinn kemst einfaldlega ekki nægjanlega vel til skila. Hins vegar fylgdu mér út f unaðslega ferskt maíloft fslenzks veruleika og ilms frá vaknandi frjósprotum gróðurmoldar nafngiftir svo sem Brux Mabbli, Glakk Neilnugg og Meis-Baðkur Bibi... KANNSKI HINUMEGIN VIÐ FJÖLLIN EKKI VERÐUM VIÐ ALLTAF HÉR Texti eftir Hannes Lárusson. Hljómsveitin Grafík. Graf ík með tónleika á Borg'inni HLJÓMSVEITIN Graffk heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld, 14. mai, þar sem hljómsveitin mun kynna lög þau sem hún hef- ur nýlokið við að hljóðrita. Gestir kvöldsins verða meðlimir hljómsveitarinnar Mamma var Rússi, sem er ný hljómsveit og er skipuð nokkrum af meðlimum Fræbblanna auk þriggja söng- kvenna. ALLT I GARÐINN k ’^HANDFÆRAVINDUR færeyskar HANDFÆRAVINDUR ■ 7 norskar m/stöng SJÓSTENGUR HANDFÆRAGIRNI 4 T BEITUÖNGLAR BULL PLÖTUÖNGLAR 1 PIKLAR, SIGURNAGLAR BLÝSÖKKUR1.5-2.5 kg. PLÖTUBLÝ BÁTASAUMAR BÁTARÆR SKIPSSPÍKARAR BAKJÁRN galv. BOLTAJÁRN galv. STÁLBLIK svart, hvitt SKIPAHAMPUR SKIPALÖKK • BOTNMÁLNING BLÝMENJA ZINKROMAT VÉLALÖKK BLAKKARFERNIS KOLTJARA ÚTI MÁLNING STEINVARI 2000 FÚAVARNAREFNI PINOTEX WOODEX C-TOX KARBOLIN GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR KANTSKERARAR GARÐHRÍFUR ORF, BRÝNI HEYHRÍFUR GARÐSLÁTTURVÉLAR GIRÐINGASTEKKJARAR VÍRHALDARAR GIRÐINGARVÍR, GALV GARÐKÖNNUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JARÐHAKAR SLEGGJUR HJÓLBÖRUR ÚÐUNARKÚTAR GARÐSLÖNGUR 20 og 30 MTR.BT. GÚMMÍSLÖNGUR Allar stærðir PLASTSLÖNGUR glærar með eða án innleggs LOFTSLÖNGUR SKIFTILYKLAR RÖRTENGUR BOLTAKLIPPUR BLIKKKLIPPUR SKÆRI ALLSKONAR SKRÚFJÁRN SPORJÁRN SKRÚFÞVINGUR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR JÁRNSAGIR TRÉSAGIR KLAUFHAMRAR HALLAMÁL JÁRN- OG TRÉBORAR BORSVEIFAR SKARAXIR MÚRAXIR ÍSAXIR SMERGELHJÓL VERKFÆRABRÝNI MÚRARAVERKFÆRI MÚRSKEIÐAR MÚRBRETTI MÚRHAMRAR MÚRFÍLT STÁLSTEINAR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL IÍÍ05 VÍR- OG BOLTAKLIPPUR MÁLNINGARPENSLAR LAKKPENSLAR MÁLNINGARRÚLLUR LAKKRÚLLUR TJÖRUKÚSTAR MÁLNINGARBAKKAR MÁLNINGARFÖTUR SLÖNGUKLEMMUR Nota hinir vandlátu Stærðir frá V2“-12“. Einnig úr ryðfríu stáll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.