Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
Svisslendingurínn Leonard P. Closuit:
Tók ástfóstri við ísland og
vill kynna það sem víðast
- vín í kaffibolla dæmi um lipurð landans
MYNDIR frá íslandi prýða nú gluggr1 bankans Schweizerischer
Bankverein í Fribourg í Sviss. Svisslendingurinn Leonard P.
Closuit, sem starfar í kynningardeild bankans, tók myndirnar á
síðastliðnu sumri og hefur komið þeim fyrir. Hann ferðaðist um
landið í sex vikur og tók ástfóstri við það. „Amarflug og BSÍ
útveguðu mér farseðla og íslendingar réttu mér hjálparhönd
hvar sem ég fór. Eg hef hvergi kynnst eins vinsamlegu fólki og
á íslandi. Nú hef ég hug á að endurgjalda greiðann með þvi að
nota myndimar mínar og kynna landið sem viðast i Sviss.“
Leonard P. Closuit á íslandssýningunni i Náttúrugripasafni Genfar.
Náttúrugripasafn Genfarborg-
ar fékk lánaðar myndir hjá Closuit
í vetur til að piýða sýningu á
íslenskum náttúrugripum í eigu
safnsins. Sýningunni lauk í lok
apríl. Safnið á þó nokkra íslenska
steina og uppstoppaða fugla en
landslagsmyndimar voru uppi-
staðan á sýningunni. Þorsteinn
Ingólfsson, sendiherra hjá fasta-
nefnd íslands í Genf, gaf safninu
uppstoppaðan íslenskan hrafn,
sem hann átti sjálfur, í tilefni
sýningarinnar.
Closuit hefur hug á að lána
fleiri svissneskum söfnum myndir
sínar svo að þau geti sett upp litl-
ar sýningar í anda Genfarsýning-
arinnar. En myndimar notar hann
fyrst og fremst til að prýða glugga
Schweizerischer Bankverein sem
er einn af þremur staerstu bönkun-
um í Sviss. Hann flokkar myndim-
ar niður eftir efni og raðar átta
myndum saman í ramma fyrir
framan málverk af sama þema.
Atta slíkum römmum með mynd-
um af íslenskum bóndabæjum,
jöklum, eldfjöllum og fleim er
stillt út í Fribourg og við hlið
þeirra er spjald í fánalitunum með
upplýsingum um land og þjóð.
íslandsmyndimar verða síðar
fluttar og sýndar í gluggum bank-
ans í öðmm borgum. Fólk dokar
við og lítur á myndimar og marg-
ir skoða þær vel, til dæmis á
meðan þeir bíða eftir strætis-
vagni. Mikill fjöldi fólks fræðist
þannig um landið fyrir tilstilli
Closuits.
Hann hefur ferðast víða á norð-
urslóðum og hefur tekið mikið af
myndum á Grænlandi og Lapp-
landi. „En mér þykir vænst um
ísland," sagði hann. „Mér gafst
því miður ekki tækifæri til að ferð-
ast um Suðurland í sumar og
myndasafn mitt af landinu er því
ekki fullkomið en ég vonast til
að komast þangað sem fyrst og
fylla í skörðin í safninu. Ég hef
eignast góða vini á Islandi en Sig-
urbjörg Edvardsdóttir, leiðsögu-
maður okkar hjónanna, hefur
verið mér einkar hjálpleg. Hún
kom hingað út í vetur og hjálpaði
mér að kynna ísland í útvarpi og
sjónvarpi í franska hlutanum í
Sviss og talaði á íslandskynningu
sem ég hélt í Martigny, heimabæ
mínum.
ísland er stórkostlegt land. Það
er lifandi dæmi um að það er
hægt að byggja svo harðbýlt land
ef vilji er fyrir hendi fyrir um-
heiminn allan. Mér finnst að
ferðamenn ættu að ferðast sem
víðast og stansa sem skemmst í
Reykjavík. Það er auðveldast að
ferðast með hópferðum og maður
verður að vera viðbúinn hvaða
veðri sem er. En það er líka
ánægjulegt að skoða söfnin í
Reykjavík og njóta þess sem borg-
in hefur upp á að bjóða.
Það kom mér mjög á óvart
hversu matsölustaðimir þar eru
góðir, og ekki svo dýrir ef maður
borðar venjulegan íslenskan mat.
Á einum slíkum stað kom vel í
ljós hversu íslendingar eru vin-
gjamlegir og almennilegir. Ég var
heldur seinn til að borða hádegis-
verðinn einn daginn og það var
hætt að veita áfengi þegar ég
pantaði hann. Ég bað stúlkuna
um undanþágu frá reglunni og
benti henni á að ég væri sviss-
neskur og gæti ekki notið matar-
ins án þess að fá vínglas með
honum. Hún brosti við mér, fór
fram í eldhús og kom aftur með
vín í kaffibolla handa mér. Það
fannst mér fallega gert af henni.“
Vegfarandi dokar við og lítur á íslandsmyndir i glugga eins af
stærstu svissnesku bönkunum.
Myndir og texti: ANNA BJARNADÓTTIR
Closuit talar við íslandsfara sem skoðuðu sýninguna í Genf.
Ingerhillur
oqrekkar
Bffl
Eigum á lagerog útvegum með
stuttum fyrirvara allar gerðir af
vörurekkum og lagerkerfum.
Veitum fúslega allar nánari
upplýsingar. [T_
BÍLDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44
j/^uglýsinga-
síminn er22480
Nýjung í málningarþjónustu á íslandi
Sýnikennsla á sjónvarpsskjá frá Nordsjö sem auðveldar fólki að mála sjálft, hvort sem er inn-
an dyra eða utan. Fjörutíu og fimm mismunandi verklýsingar. Einfaldara getur það ekki verið.
Málarameistarinn
Síðumúla 8, Reykjavík,
símar 84950 og 689045.