Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Svisslendingurínn Leonard P. Closuit: Tók ástfóstri við ísland og vill kynna það sem víðast - vín í kaffibolla dæmi um lipurð landans MYNDIR frá íslandi prýða nú gluggr1 bankans Schweizerischer Bankverein í Fribourg í Sviss. Svisslendingurinn Leonard P. Closuit, sem starfar í kynningardeild bankans, tók myndirnar á síðastliðnu sumri og hefur komið þeim fyrir. Hann ferðaðist um landið í sex vikur og tók ástfóstri við það. „Amarflug og BSÍ útveguðu mér farseðla og íslendingar réttu mér hjálparhönd hvar sem ég fór. Eg hef hvergi kynnst eins vinsamlegu fólki og á íslandi. Nú hef ég hug á að endurgjalda greiðann með þvi að nota myndimar mínar og kynna landið sem viðast i Sviss.“ Leonard P. Closuit á íslandssýningunni i Náttúrugripasafni Genfar. Náttúrugripasafn Genfarborg- ar fékk lánaðar myndir hjá Closuit í vetur til að piýða sýningu á íslenskum náttúrugripum í eigu safnsins. Sýningunni lauk í lok apríl. Safnið á þó nokkra íslenska steina og uppstoppaða fugla en landslagsmyndimar voru uppi- staðan á sýningunni. Þorsteinn Ingólfsson, sendiherra hjá fasta- nefnd íslands í Genf, gaf safninu uppstoppaðan íslenskan hrafn, sem hann átti sjálfur, í tilefni sýningarinnar. Closuit hefur hug á að lána fleiri svissneskum söfnum myndir sínar svo að þau geti sett upp litl- ar sýningar í anda Genfarsýning- arinnar. En myndimar notar hann fyrst og fremst til að prýða glugga Schweizerischer Bankverein sem er einn af þremur staerstu bönkun- um í Sviss. Hann flokkar myndim- ar niður eftir efni og raðar átta myndum saman í ramma fyrir framan málverk af sama þema. Atta slíkum römmum með mynd- um af íslenskum bóndabæjum, jöklum, eldfjöllum og fleim er stillt út í Fribourg og við hlið þeirra er spjald í fánalitunum með upplýsingum um land og þjóð. íslandsmyndimar verða síðar fluttar og sýndar í gluggum bank- ans í öðmm borgum. Fólk dokar við og lítur á myndimar og marg- ir skoða þær vel, til dæmis á meðan þeir bíða eftir strætis- vagni. Mikill fjöldi fólks fræðist þannig um landið fyrir tilstilli Closuits. Hann hefur ferðast víða á norð- urslóðum og hefur tekið mikið af myndum á Grænlandi og Lapp- landi. „En mér þykir vænst um ísland," sagði hann. „Mér gafst því miður ekki tækifæri til að ferð- ast um Suðurland í sumar og myndasafn mitt af landinu er því ekki fullkomið en ég vonast til að komast þangað sem fyrst og fylla í skörðin í safninu. Ég hef eignast góða vini á Islandi en Sig- urbjörg Edvardsdóttir, leiðsögu- maður okkar hjónanna, hefur verið mér einkar hjálpleg. Hún kom hingað út í vetur og hjálpaði mér að kynna ísland í útvarpi og sjónvarpi í franska hlutanum í Sviss og talaði á íslandskynningu sem ég hélt í Martigny, heimabæ mínum. ísland er stórkostlegt land. Það er lifandi dæmi um að það er hægt að byggja svo harðbýlt land ef vilji er fyrir hendi fyrir um- heiminn allan. Mér finnst að ferðamenn ættu að ferðast sem víðast og stansa sem skemmst í Reykjavík. Það er auðveldast að ferðast með hópferðum og maður verður að vera viðbúinn hvaða veðri sem er. En það er líka ánægjulegt að skoða söfnin í Reykjavík og njóta þess sem borg- in hefur upp á að bjóða. Það kom mér mjög á óvart hversu matsölustaðimir þar eru góðir, og ekki svo dýrir ef maður borðar venjulegan íslenskan mat. Á einum slíkum stað kom vel í ljós hversu íslendingar eru vin- gjamlegir og almennilegir. Ég var heldur seinn til að borða hádegis- verðinn einn daginn og það var hætt að veita áfengi þegar ég pantaði hann. Ég bað stúlkuna um undanþágu frá reglunni og benti henni á að ég væri sviss- neskur og gæti ekki notið matar- ins án þess að fá vínglas með honum. Hún brosti við mér, fór fram í eldhús og kom aftur með vín í kaffibolla handa mér. Það fannst mér fallega gert af henni.“ Vegfarandi dokar við og lítur á íslandsmyndir i glugga eins af stærstu svissnesku bönkunum. Myndir og texti: ANNA BJARNADÓTTIR Closuit talar við íslandsfara sem skoðuðu sýninguna í Genf. Ingerhillur oqrekkar Bffl Eigum á lagerog útvegum með stuttum fyrirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. [T_ BÍLDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 j/^uglýsinga- síminn er22480 Nýjung í málningarþjónustu á íslandi Sýnikennsla á sjónvarpsskjá frá Nordsjö sem auðveldar fólki að mála sjálft, hvort sem er inn- an dyra eða utan. Fjörutíu og fimm mismunandi verklýsingar. Einfaldara getur það ekki verið. Málarameistarinn Síðumúla 8, Reykjavík, símar 84950 og 689045.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.