Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAI 1987
¥
Morgunblaðið/Sverrir
Eigendur verslana við Laugaveg, frá Frakkastig að Klapparstíg,
óttast að innbrotum fjölgi þar sem engin umferð er um götuna.
Lögreglan kveður svæðið vera undir ströngu eftirliti.
Verslunareigendur við Laugaveg
óttast innbrot:
Erum með svæð-
ið undir smásjá
- segir Páll Eiríksson, aðstoðar-
yf irlögregluþj ónn
EIGENDUR verslana við Laugaveginn í Reykjavík hafa af því
nokkrar áhyggjur að innbrot i verslanir muni aukast á þeim hluta
vegarins sem nú er lokaður fyrir umferð, þar sem innbrotsþjófar
eigi auðvelt með að athafna sig
Eins og sagt var frá í Morgun-
blaðinu var brotist inn í gullsmíða-
verslun við Laugaveginn fyrir
skömmu og öllu fémætu stolið.
Þá var einnig brotinn gluggi í
úraverslun við Laugaveginn um
síðustu helgi, en lögreglan náði
þeim sem það gerði áður en hann
gat haft nokkuð á brott með sér.
Vegna þessa eru verslunareigend-
ur við Laugaveginn uggandi, þar
sem þeir telja að innbrot muni
aukast á meðan verið er að vinna
að endurskipulagningu vegarins
frá Frakkastíg að Klapparstíg.
Páll Eiríksson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, sagði að innbrot hefðu
aukist í Reykjavík að undanfömu
þar óséðir.
en sér virtist sem þessi hluti
Laugavegar væri_ ekki í meiri
hættu en aðrir. „Ég held að það
hafi ekki orðið nein aukning á
innbrotum þama, en það er þó
erfítt að dæma um það vegna
þess hve stuttur tími er liðinn frá
því að veginum var lokað fyrir
umferð," sagði Páll. „Lögreglan
gerir sér þó grein fyrir því að
þetta er viðkvæmt svæði vegna
þess að umferð er engin og því
eru gangandi lögregluþjónar
þama á ferli frá því að verslanir
loka og fram eftir nóttu. Við höf-
um þetta svæði því undir sérstakri
smásjá."
Steingrímur skilaði umboðinu í gær:
Forsætisraðherra og borgarsl^ori:
Vel tekið í hugmyndina
um vinnuveitendasamband
ríkis og sveitarfélaga
STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson,
borgarstjóri, taka vel í þá hugmynd Gunnars J. Friðrikssonar, form-
anns Vinnuveitendasambands íslands, að tímabært sé að ríki og
sveitarfélög myndi samtök sem vinnuveitendur og komi sameiginlega
fram gagnvart félögum opinberra starfsmanna með sama hætti og
gerist á almennum vinnumarkaði. Hins vegar eru talin öll tormerld
á því að fjárveitinganefnd Alþingis verði í forsvari samninga við opin-
bera starfsmanna.
„Mér finnst út af fyrir sig sam-
starf milli ríkis og sveitarfélaga mjög
æskilegt í þessum málum, hvort sem
það er í formi vinnuveitendasam-
bands eða náins samstarfs," sagði
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra. „Hins vegar tel ég að
þetta sé á misskilningi byggt hvað
varðar íjárveitinganefnd Alþingis.
Alþingi er ekki framkvæmdaaðili,
heldur fer með löggjafarvald og við
verðum að gæta þess, jafnvel betur
en við höfum stundum gert, að Al-
þingi hafi ekki afskipti af málefnum
framkvæmdavaldsins“.
Steingrímur sagði að hann hefði
lengi talið tímabært að endurskoða
vinnulöggjöfína, hún væri komin til
ára sinna, þó hún hefði verið merk,
þegar hún var samin á millistríðsár-
unum. „Það hefur svo margt breytst
í þjóðfélaginu að ég tel endurskoðun
ákaflega æskilega. Það hafa að vísu
verið gerðar margar tilraunir til end-
urskoðunar. Þær hafa oft strandað
á verkalýðshreyfíngunni, en ég held
að mjög nauðsynlegt sé að gera
þessar breytingar að höfðu samráði
við verkalýðshreyfinguna," sagði
Steingrímur. Hann sagði að hann
teldi varla komna næga reynslu á
samningsréttarlög opinberra starfs-
manna til þess að taka ákvörðun um
endurskoðun.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði að hann teldi vert að skoða
hugmyndina um vinnuveitendasam-
band ríkis og sveitarfélaga. „Við
verðum varir við það, þegar við ger-
um samninga við borgarstarfsmenn,
að það er ætlast til þess að við rugl-
um ekki allt launakerfið í landinu
með samningum okkar og þá er ef
til vill best að hafa samræmi í þessu,
að minnsta kosti hvað varðar allar
meginlínur, þó sveitarfélögin semji
síðan um ýmis sératriði," sagði
Davíð.
Hann var einnig spurður hvort
hann teldi ástæðu til þess að endur-
skoða samningsréttarlögin frá því í
vetur: „Ég held að það sé of snemmt
að dæma um samningsréttarlögin.
Maður gerði svo sem ráð fýrir í fyrs-
tunni að allir myndu þurfa að prófa
þennan nýfengna verkfallsrétt. Ég
held hins vegar að í vaxandi mæli
muni menn átta sig á því að verk-
fallsrétturinn er ekki vopn sem
BÆJARSTJÓRN Ólafsvíkur lýs-
ir yfir miklum áhyggjum með
ástand vega á leiðinni um Fróð-
árheiði til Reykjavíkur. Vegir á
þessari leið eru nú stórkemmdir
vegna of mikils öxulþunga og
sívaxandi fiskflutninga frá höfn-
dugar í nútímanum. Mér finnst ekk-
ert athugavert við það að félögin
hafi þennan rétt í öryggisskyni, en
það verður að nota hann af var-
fæmi. Ef hann verður notaður eins
og undanfarið, gerir hann ekkert
gagn, heldur þrýstir ákveðnum hóp-
um upp og eykur á verðbólguna,"
sagði Davíð.
„Mér sýnist í fljótu bragði að þetta
stríði á móti þeirri grundvallarreglu
að framkvæmdavaldið sé ekki í
höndum Alþingis, en samningar við
opinbera starfsmenn heyra unuir
framkvæmdavaldið," sagði Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson, forseti
Sameinaðs þings, er hann var spurð-
ur hvort fjárveitinganefnd gæti farið
með samninga við opinbera starfs-
menn. „Alþingi fer með löggjafar-
vald og hefur eftirlitshlutverk
gagnvart framkvæmdavaldinu,"
sagði hann ennfremur og benti á
að það hefði verið undirstrikað í
byijun þessa árs er Ríkisendurskoð-
un var færð frá fjármálaráðuneytinu
og undir vald Alþingis.
um á utanverðu Snæfellsnesi,
segir í ályktun bæjarstjórnarinn-
ar.
Ennfremur segir: „Bæjarstjóm
vill benda á að Fróðárheiði tengir
saman heilsugæslusvæði Ólafsvík-
urlæknishéraðs. Með sama ástandi
vega á þessu svæði er stórhætta á
byggðaröskun á utanverðu Snæ-
fellsnesi.
Bæjarstjórn Ólafsvíkur:
Miklar áhyggjur
vegna vegaástands
Útilokar ekki þátttöku
í fjögurra flokka stjóm
STEINGRÍMUR Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins
gekk á fund forseta íslands {
gærmorgun og skilaði af sér um-
boði þvi sem hann fékk sl.
sunnudag til stjórnarmyndunar. Á
fundi með fréttamönnum að þvi
loknu sagðist Steingrimur ekki
útiloka þátttöku Framsóknar-
flokks í fjögurra flokka stjórn,
þó að hann væri mjög hikandi i
því efni.
„Mér hefur virst liggja mjög ljóst
fyrir, að mér muni ekki takast, í
þessari tilraun a.m.k. að mynda ríkis-
stjóm og vil ekki teíja fyrir tilraunum
annarra," sagði Steingrímur.
Steingrímur sagðist hafa rætt
einslega við forystumenn stjóm-
málaflokkanna og stjómmálasam-
taka og fengið svör á þessa leið,
þegar hann spurði hvort viðkomandi
eða hans flokkur væri reiðubúinn til
þess að taka þátt í tilraun til þess
að mynda þriggja flokka ríkisstjóm
með Framsóknarflokki og Sjálfstæð-
isflokki: „Þorsteinn Pálsson kvað
Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja hafna
slíkri tilraun, þótt flokkurinn væri
einnig með hugann við aðra mögu-
leika. Fulltrúar Kvennalistans tóku
jákvætt undir þessa spumingu og
kváðu Kvennalistann reiðubúinn til
þess að gera slíka tilraun. Jón Bald-
vin Hannibalsson vísaði þessu á bug,
eins og hann hefur jafnframt gert
opinberlega, og kvað Alþýðuflokkinn
telja nauðsynlegt að tilraun yrði gerð
til myndunar svokallaðrar nýsköpun-
arstjómar. Svör Svavars Gestssonar
voru þau að hann kvað Alþýðubanda-
lagið ekki vera í stöðu til þess að
taka þátt í stjómarmyndunartilraun
á þessu stigi og ég held ég megi
segja síst með Framsóknarflokki og
Sjálfstæðisflokki. Albert Guðmunds-
son kvað Borgaraflokkinn helst hafa
I huga að vera utan stjómar til að
byija með, en hafnaði þó ekki stjóm-
arsamstarfí á síðari stigi, þótt hann
teldi flögurra flokka stjóm hentugri
en þriggja. Stefán Valgeirsson kvað
geta komið til greina að hann styddi
ríkisstjóm þessara flokka, ef semdist
um málefni," sagði Steingrímur.
Steingrímur sagði að af þessu
hefði verið ljóst að eini möguleikinn
í stöðunni hefði verið tilraun til þess
að mynda ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og
Kvennalista, en að samtölum hans
við Þorstein Pálsson í fyrradag hefði
það orðið ljóst að Sjálfstæðisflokkur-
inn var ekki tilbúinn á þessu stigi
til þess að taka þátt í slíkri t'lraun.
Þar með hefði verið Ijóst að tilraun
til þess að mynda slíka ríkisstjóm
væri til einskis.
Steingrímur sagði jafnframt: „í
raun útiloka þessi svör einnig fjög-
urra flokka ríkisstjóm, þar sem
Svavar Gestsson hefur tjáð mér að
Morgunblaðið/Þorkell
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra svaraði spurning-
um fréttamanna á fundi, að
loknum fundi hans með forseta
íslands í gærmorgun, þar sem
hann skilaði af sér umboði til
stjórnarmyndunar.
Alþýðubandalagið sé á þessu stigi
ekki reiðubúið til þess að taka þátt
í stjómarmyndunartilraun."
Steingrímur sagði að sér hefði um
margt þótt fróðlegt að ræða við full-
trúa Kvennalistans og sér áyndist
sem þær og Framsóknarflokkurinn
ættu um margt sameiginlegt.
Hann kvaðst hafa nefnt nöfn í því
sambandi hveijum bæri að fela um-
boðið til stjómarmyndunar nú, en
hann vildi ekki tjá sig frekar um það.
Steingrímur var spurður hvort við-
ræður hans við fulltrúa Kvennalista
hefði orðið þess valdandi að um
stefnubreytingu væri að ræða af
hans hálfu, hvað það varðar að hann
segist nú tilbúinn til þess að hugleiða
þátttöku Framsóknarflokksins í fjög-
urra flokka ríkisstjóm: „Ég get alls
ekki neitað því að á klukkutíma fundi
með Kvennalistanum fannst mér
koma fram að þær eru reiðubúnar
til þess að taka þátt í ríkisstjóm og
mér fannst þar koma fram margt
sem ég get hugsað mér að skoða.
Ég er eftir sem áður hikandi við fjög-
urra flokka ríkisstjóm, en maður
getur spurt sjálfan sig, ef slík stjóm
er eini kosturinn hvort slík stjóm er
ekki nauðsynleg. Því vil ég ekki á
þessari stundu hafna því alfarið að
við tökum þátt í slíkri stjóm. Ég tel
á hinn bóginn að slík ríkisstjóm
þyrfti að ganga mjög vel frá málefna-
samningi.“
Steingrímur vildi ekki útiloka að
það tækist að mynda þriggja flokka
ríkisstjóm, þó að hann hefði skilað
af sér umboðinu.
Bæjarstjórn Ólafsvíkur skorar á
samgönguráðherra og ríkisstjóm
íslands að útvega nægjanlegt fjár-
magn svo lagfæring og uppbygging
þjóðvegarins um Fróðárheiði geti
hafíst nú þegar og eðlilegt vega-
samband komist á á milli byggða á
utanverðu Snæfellsnesi og til
Reykjavíkur."
Kjarvalsstaðir:
Fimm lista-
menn opna
sýningar
á laugardag
FIMM islenskir listamenn opna
sjálfstæðar sýningar á verkum
sínum á Kjarvalsstöðum næstkom-
andi laugardag og opna þær allar
á sama tíma, klukkan 14.00. Sýn-
ingamar em af sitt hverjum meiði
myndlistarinnar, þ.e. málverk,
textilvefnaður, múrristur og
skúlptúrar.
ívar Valgarðsson og Níels Haf;
stein sýna skúlptúra i Kjarvalssal. í
Austurforsal sýnir Ingibjörg Styr-
gerður Haraldsdóttir 10 veggteppi,
sem öll eru ofín á árunum 1985 til
1987, en Ingibjörg hefur sjálf litað
ullina í teppunum. Þá verður Gunn-
steinn Gíslasson myndhöggvari með
sýningu á múrristum (sgraffíto), sem
er þekkt veggmyndatækni er notuð
hefíir verið líkt og alfresco-myndgerð
allt frá miðöldum. Í Vestursal verður
svo Einar Hákonarson með sýningu
á 77 olíumálverkum, sem máluð eru
á árunum 1985 til 1987.