Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
Æftfyrir tónleika
STRENGJASVEIT Tónlistarskóla Akureyrar japanska meistarans Suzuki. Yngsti hljómsveit-
var á æfingu í Akureyrarkirkju í gær fyrir vor- armeðlimurinn er aðeins þriggja ára. Það gaf
tónleika sína í kvöld sem hefjast kl. 19.00. Á því að líta fiðlur og hljóðfæraleikara af öllum
tónleikunum kemur fram sveit 30 ungra nem- stærðum og gerðum þegar blaðamaður tók þess-
enda sem kennt hefur verið samkvæmt aðferð ar myndir í kirkjunni í gær.
Flugleiðin Reykjavík-Akureyri:
Aukning á farþega
og vöruflutningum
„ÉG HLAKKA mikið til þess að
heilsa 100.000. farþeganum á
flugleiðinni Akureyri-Reykjavík á
þessu ári. Það verður væntanlega
einhverntíma í nóvember eða des-
ember,“ sagði Gunnar Oddur
Sigurðsson umdæmisstjóri Flug-
leiða á Norðurlandi. í janúar flugu
30% fleiri farþegar frá Reykjavík
til Akureyrar en á sama tíma í
fyrra. Hafa vöru- og póstflutning-
ar aukist stig af stigi allt þetta
ár. í sumar verður flogið allt að
sex sinnum á dag milli Akureyrar
og höfuðborgarinnar.
Halldór
Jónsson
bóndi látinn
Dalvfk.
HALLDÓR Jónsson bóndi og fyrr-
verandi oddviti frá Jarðbrú í
Svarfaðardalshreppi lést í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn
11. maí síðastliðinn.
Halldór fæddist 24. mars árið
1931 sonur hjónanna Rannveigar
Sigurðardóttur og Jóns Jónssonar
bónda á Jarðbrú. Hann var gagn-
fræðingur frá Gagnfræðaskólanum á
Akureyri og búfræðingur frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri. Halldór hóf
búskap í tvíbýli við föður sinn árið
1953 en árið 1969 tók hann við bú-
inu og bjó á Jarðbrú þar til á síðasta
ári að hann brá búi og fluttist til
Akureyrar. Árið 1954 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu F.
Helgadóttur frá Ólafsfirði, og eign-
uðust þau 6 böm.
Halldór gegndi um langan tlma
starfi dýralæknis í sveitinni og þótti
mörgum bóndanum gott að leita til
hans. Árið 1974 var Halidór kosinn
í hreppsnefnd Svarfaðardalshrepps
og var kjörinn oddviti. Því starfí
gegndi hann fram að síðustu sveitar-
stjómarkosningum en þá hafði hann
ákveðið að hætta búskap og flytjast
úr sveitinni. Jafnframt oddvitastarf-
inu gegndi Halldór ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir sveit sína og samtök
sveitarfélaga. Þá átti hann um tíma
sæti í stjóm Sparisjóðs Svarfdæla.
Fréttaritarar
Rauðu reiðhjóli stolið
EITT blaðburðarbarna Morgun-
blaðsins á Akureyri varð fyrir því
að ieiðhjóli hennar var stolið.
Þetta mun hafa gerst síðastliðinn
föstudag.
Reiðhjólið er meðalstórt telpuhjól
af Regent-gerð, rautt að lit. Stúlkan
býr í Þingvallastræti 22. Þeir sem
upplýsingar kynnu að hafa um hvar
reiðhjólið er niðurkomið eru beðnir
um að hafa samband þar eða á skrif-
stofu blaðsins. Eigandinn heitir
fímmhundruð króna fundarlaunum.
„Ég kann I raun engar skýringar
á þessari aukningu. Samkeppni okk-
ar við landleiðina fer alltaf harðnandi
með bættum vegum og tíðari ferðum.
Engu að síður virðast flutningar á
þessari leið halda áfram að aukast.
I ár munum við því ef svo heldur
áfram sem horfír setja nýtt flutn-
ingamet á þessari flugleíð," sagði
Gunnar.
Fyrstu þijá mánuði ársins flugu
22.053 farþegar á milli Akureyrar
og Reykjavíkur, heldur fleiri fóru
norður en suður. í janúar var aukn-
ingin að meðaltali 25% miðað við
sama mánuð í fyrra, í febrúar 13%
en í marz var engin aukning. Gunnar
sagði að þar þyrfti að taka með í
reikninginn að páskamir voru í mars-
mánuði í fyrra en nú í apríl. Mesta
umferðin I flugi er einmitt um bæna-
dagana og jólin.
Mikil aukning varð einnig í vöru-
flutningum, þó sérstaklega frá
Akureyri til Reykjavíkur. Þannig var
flutt um 40% meira af vörum í jan-
úar og febrúar. í mars var hinsvegar
flutt 75% meira af vörum en í sama
mánuði í fyrra.
Frá næstu mánaðamótum verða
allt að sex ferðir daglega milli Akur-
,eyrar og Reykjavíkur og líður minnst
klukkutími milli brottfara. Flestar
eru ferðirnar á fímmtudögum, föstu-
dögum og sunnudögum. Þá er
brottför kl. 8.50,11.35,14.20,17.20,
20.20 og 8. maí bætist við kvöldvéí
kl. 23.05. Seinasta kvöldvélin er ekki
á áætlun á laugardögum og á þriðju-
dögum og á miðvikudögum er ekki
brottför kl. 11.35.
Morgunblaðið/Benedikt
Veríð er að breyta Sléttbaki í Slippstöðinni, tríllukarlar huga að bátum sínum í forgrunni.
Útgerðarfélag Akureyrar:
Vantar bara grænt
ljós á nýtt skip“
- segir Sverrir Leósson stjórnarformaður
„ÚTGERÐARFÉLAG Akureyrar
hefur litið svo á að það eigi inni
skip, eftir að Sólbakur fór í úr-
eldingu. Við höfum átt í viðræð-
um við Slippstöðina um smíði nýs
skips. Á næstunni verður lagst
hart á árar til þess að knýja á
um framgang þessa máls gagn-
vart ríkisvaldinu. Það væri með
ólíkindum ef það gengi ekki í
gegn,“ sagði Sverrir Leósson
stjórnarformaður Útgerðarfé-
lags Akureyrar í samtali við
blaðamann í gær.
Aðspurður hversvegna Utgerðar-
félagið teldi nauðsyn á því að
eignast nýtt skip, sagði Sverrir að
fyrirtækið væri vaxandi og þyrfti
að geta tekið þátt í öllum greinum
fískvinnslunnar. Það væri sín skoð-
un að innan þriggja ára þyrfti ÚA
að eignast tvo nýja togara. Annar
myndi þá afla hráefnis fyrir vinnsl-
una í landi en hinn yrði frystitogari.
Sá fyrrnefndi ætti að hafa forgang.
Einn togara Útgerðarfélagsins,
Sléttbakur, hefur verið í Slippstöð-
inni frá því í haust þar sem verið
er að breyta honum aftur í frysti-
togara. Sverrir taldi æskilegt, ef
fyrirtækið eignaðist þessi tvö nýju
skip, að Svalbak systurskipi Slétt-
baks yrði breytt á sama hátt.
„Það éina sem okkur vantar er
grænt ljós. Mer þætti óskiljanlegt
ef ríkisvaldið kæmi ekki til móts
við Útgerðarfélagið sem vegnar vel
og hefur góða eiginfjárstöðu. Eins
er um Slippstöðina, en hún getur
ekki haldið í þá þekkingu og starfs-
kraft sem til þarf ef áfram verður
haldið á þeirri braut að loka á alla
nýsmíði," sagði Sverrir.
í byijun apríl höfðu bændur á
samlagssvæðinu lagt inn 11,8 millj-
ónir lítra af mjólk, eða 43% þess
fullvirðisréttar sem hefur verið út-
hlutað á þessu framleiðsluári.
Guðmundur sagði að í fyrra hefði
töluverður hluti bænda alls ekki
notað allan sinn fullvirðisrétt og
raunar hefðu sumir verið mjög langt
frá mörkunum. Nú virðist annað
upp á teningnum. „í fyrra var full-
virðisréttinum ekki úthlutað fyrr en
nokkuð var liðið á framleiðsluárið,
en nú lá ákvörðunin fyrir áður en
það hófst. í fyrra fékkst greitt með
afföllum fyrir þá mjólk sem lögð
var inn umfram mörkin. Það er því
líklegt að margir bændur hugsi sem
svo að skárra sé að fara aðeins
yfír mörkin en að verða innan við
þau,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að reginmunur væri
á heyi nú og síðastliðinn vetur. Þá
hefði verið hart í ári. Nú væru
bændur með mjög gott fóður og
nytin hefði því aukist mikið I kún-
um. „Menn fylgjast örugglega vel
með framleiðslunni og gera sér
grein fyrir því að það eru litlar líkur
á þv! að greitt verði fyrir umfram-
mjólk.
Bændur reyna nú að halda öllum
kostnaði niðri og fóðurbætisgjöf er
örugglega 5 lágmarki á flestum
bæjum. Það er hinsvegar ekki hægt
að leggja kú eins og togara, menn
verða að láta þær mjólka. Ef nytin
er pínd niður vara þau áhrif langt
fram á næsta ár, svo það leikur sér
enginn að slíku,“ sagði Guðmundur.
Eyfirskir bændur nær
hálfnaðir með kvótann
„MÉR SÝNIST að mikill meiri- fuilvirðismörkunum. Um mán-
hluti bænda komi til með að ná aðamótin mars-apríl var magnið
þegar orðið mjög ríflegt og það
er liklegt að strax i júní og júlí
verði einhveijir þegar komnir
yfir mörkin,“ sagði Guðmundur
Steindórsson ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
aðspurður um mjólkurfram-
leiðsluna á vormánuðum. Eitt-
hvað mun vera um verslun með
fullvirðisrétt bænda sem hafa
ekki notað búmark sitt í vetur.
Líklegt er að ekki verði greitt
fyrir þá mjólk sem fer umfram
mörkin. I fyrra var greitt sem
nam 20% af fullu verði fyrir
umframmjólk.