Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 38
38
ii if it n mmMutuim æ<í/uimuwm
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sölumennska
— bílstjóri
Rótgróið innflutningsfyrirtæki, staðsett í
Austurborginni, vill ráða í eftirtalin fram-
tíðarstörf sem fyrst:
Sölustarf
Við leitum að heiðarlegri og duglegri stúlku
til starfa í heimilistækjadeild (verslun). Við-
komandi þarf að vera reiðubúinn að tileinka
sér góða vöruþekkingu og hafa ánægju af
að veita góða þjónustu.
Laun samningsatriði.
Bílstjóri
Leitað er að traustum og öruggum aðila,
sem sér um að sækja og senda vörur, aðal-
lega heimilistæki. Áhersla lögð á reglusemi
og snyrtimennsku. Alltaf þó nokkur yfirvinna.
Laun samningsatriði.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
okkar. Umsóknir ásamt nauðsynlegum upp-
lýsingum sendist skrifstofu okkar fyrir 17.
maí nk.
CtUÐNI Tónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐNINCARÞJÓN USTA
TÚNGOTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
ÖRÍf
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Þjóðleikhúsið auglýsir eftirtalin störf til um-
sóknar frá og með 1. september 1987:
Leiklistar- og bókmenntaráðunautur
(Dramaturg). Þetta starf er nýtt við Þjóðleik-
húsið. Leiklistar- og bókmenntaráðunautur
annast m.a. könnun leikrita og annars bók-
menntaefnis sem að verkefnum leikhússins
lýtur og er þjóðleikhússtjóra til aðstoðar við
samningu starfsáætlunar.
Tónlistarráðunautur
(1/3 hluti starfs). Hér er einnig um að ræða
nýtt starf við leikhúsið. Tónlistarstjóri er leik-
hússtjóra og leikhússtjórn til ráðuneytis um
allan tónlistarflutning í leikhúsinu og annast
ýmis önnur skyld störf.
Listdansstjóri
annast m.a. þjálfun íslenska dansflokksins
og er þjóðleikhússtjóra til ráðuneytis um
verkefnaval, svo og önnur atriði er að list-
dansi lúta.
Framkvæmdastjóri íslenska dans-
fokksins
í þetta starf er ráðið til eins leikárs í senn.
Framkvæmdastjóri starfar í nánum tengslum
við stjórn íslenska dansflokksins, listdans-
stjóra og yfirstjórn Þjóðleikhússins. Nauð-
synlegt er að viðkomandi geti starfað
sjálfstætt og hafi nokkra þekkingu á list-
dansi og leiklistarstörfum.
Starfsmaður á trésmíðaverkstæði
Starfið felur í sér smíði leikmynda og leik-
muna svo og aðra trésmíðavinnu í Þjóðleik-
húsinu eftir því sem aðstæður leyfa.
Iðnaðarmenntun í húsgagnasmíði áskilin.
Um verksvið og skyldur vísast ennfremur til
laga og reglugerðar um Þóðleikhús svo og
laga um réttindi og skyldur opinberra starfs-
manna.
Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi
SFR og fjármálaráðherra.
Nánari upplýsingar eru veittar í Þjóðleik-
húsinu, Hverfisgötu 19, sími 11204.
Umsókn um starf ber að skila til Þjóðleik-
hússins á sérstökum eyöublöðum, sem þar
fást, fyrir 9. júní nk.
Þjóðleikhússtjóri.
Hafnarfjörður
— blaðberar
Blaðbera vantar á Hvaleyrarholt.
Upplýsingar í síma 51880.
Innskrift — setning
Við leitum að hressu og áhugasömu fólki til
starfa á nýtt setningartölvukerfi:
Þekking á tölvusetningu æskileg en annars
góð vélritunarkunnátta.
Byrjað verður á námskeiði og þjálfun. Góð
vinnuaðstaða í nýju og björtu húsnæði.
Upplýsingar aðeins veitar á staðnum.
Hafið samband við Magnús milli kl. 14.00-
isiii
16.00 næstu daga.
Prentsmiðjan Oddi hf.
Höfðabakka 7, 112 Reykjavík.
Sími83366.
Vélstjóri
— farþegaskip
Vélstjóri óskast á farþegaskip strax sem
verður í förum innanlands.
Tvær aðalvélar, hvor vél 1650 BHP. 1900
RPM.
Gjörið svo vel að hafa samband við:
Norðurskip hf.,
sími 91-20378.
Þerna
Þernu vantar strax á ms Herjólf. Þernan
þarf að geta leyst matsvein skipsins af í
hans fríum.
Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins í
símum 98-1792 og 98-1433.
Herjólfurhf.
Vestmannaeyjum.
Símavarsla
— hlutastarf
Stórt verslunar- og þjónustufyrirtæki í
Austurbænum vill ráða stúlku til símavörslu
og smávegis vélritunar.
Vinnutími kl. 13.00-18.00. Viðkomandi þarf
að vinna 3 morgna í viku í útréttingum og
hafa eigin bifreið. Há laun boði.
Nánari uppl. á skrifstofu.
QjðmTónsson
RÁÐGJÖF & RÁDN I NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Ölgerðin
óskar að ráða mann á lyftara til framtíðar-
starfa. Einnig fólk til sumarafleysingastarfa
í vélasal, ekki yngri en 20 ára.
Upplýsingar gefur verkstjóri (ekki í síma) frá
kl. 10.00-15.00 á Grjóthálsi 7-11.
H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRlMSSON
Matreiðslumaður
Óskum eftir að ráða matreiðslumann á veit-
ingastað okkar Fossnesti/lnghól.
Frekari uppl. í síma 99-1356 — skrifstofan.
Bifreiðastöð Selfoss hf.
Starf í mötuneyti
Vantar aðstoðarstúlku í mötuneyti okkar nú
þegar.
Upplýsingar hjá matráðskonu í síma 35021
á skrifstofutíma.
Kirkjusandur hf.
Verzlun
— hlutastarf —
Óskum að ráða strax ábyggilegan og reglu-
saman starfskraft. Vinnutími eftir hádegi.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. maí merktar:
„Verzlun - 1000“.
Skrifstofustúlka
óskast
til allra almennra skrifstofustarfa. Þarf að
geta hafið störf sem fyrst. Framtíðarstarf.
G/obusf
LÁGMÚLA 5 Sími81555.
Vegna aukins álags og til að við-
halda góðri þjónustu við okkar
viðskiptavini viljum við ráða starfs-
menn í þjónustudeild fyrirtækisins.
Bifvélavirkja
á verkstæði sem vinna 10-12 menn við al-
mennar bifvélaviðgerðir auk standsetningar
og eftirlit á nýjum bílum.
Vélvirkja
eða menn vana viðgerðum á dráttarvélum,
gröfum og dieselvélum, til starfa á vélaverk-
stæði þar sem starfa 6-7 menn við viðgerðir
og standsetningar á þeim tækjum sem Globus
hf. hefur umboð fyrir.
Við bjóðum þeim góða vinnuaðstöðu á ný-
legu og vel búnu verkstæði.
Uppl. gefur þjónustustjóri á staðnum og í
síma 681555.
G/obus't
Lágmúla 5, sími 81555.
Stýrimaður
— farþegaskip
Stýrimaður óskast á farþegaskip strax sem
verður í förum innanlands.
Gjörið svo vel að hafa samband við:
Norðurskip hf.,
sími 91-20378.