Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 46

Morgunblaðið - 14.05.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Plötuútgáfa ætlar að verða með blómlegasta móti í sumar og það þrátt fyrir að .margir hafi brennt sig á lítilli plötusölu yfir sumarmánuðina. Það sýnir best þá miklu grósku sem er í tónlist- arlífi landans. Bubbi Mort- hens ætlar sér stóra hluti á árinu. Væntanlegur er á markað innan Síðan skein sól skamms leysi- æska, fáum við diskur með Frelsi anum. til sölu og fjórum lögum til viðbótar, þar af einu sem ekki hefur áður komist á plötu. Einnig lofaði Bubbi íbeinni útsend- ingu Bylgjunnar frá Músíktilraun- um Tónabæjar að senda frá sór tólftommu í sumar með MXinu. Sú plata sem einna mesta eftir- væntingu vekur er LP-plata Sykurmolanna sem tafist hefur úr hófi. Síðustu fregnir herma að hún komi út í næsta mánuði, en ekki er búið að fastsetja útgáfudag. Gildran, sem er ný hljómsveit, sendir frá sér stóra plötu nú á næstunni. Tólftomma með öðru efni verður gefin út á Englandi í sumar. Stuðmenn eru í hljóðveri að taka upp nýtt efni en ekki er vitað um útgáfu. Hilmar Örn gefur út plötu í Belgíu og örnamental tólftomman kemur út í júní á Eng- landi. Grafík er tilbúin með plötu en útgáfa er óviss og Rauðir fletir eru komni á fremsta hlunn með plötu með nýju efni. Þrettán laga plata kemur frá Sverri Stormsker innan skamms og Xplendid sendir frá sér tólftommu. Greifarnir eru í Ljósmynd/Ámi Matthtasson á gott lag á safnplötunni Vímulaus meira? Helgi og Jakob í Hlaðvarp- hljóðveri um þessar mundir en ekki hefur verið ákveðinn útgáfu- dagur. Bjarni Tryggvason sendir sennilega frá sér plötu í sumar. Gipsy og Centaur eiga efni á plötu og Sniglarnir og Ex hafa einnig tekið upp efni. Félagar í Síðan skein sól létu einnig líklega í við- tali og víst er að þeir eiga fullt erindi á plast. Guðjón Guðmunds- son er að vinna að plötu sem kemur til með að koma á óvart að öllum líkindum. Sjálfsagt á væntanleg safnkass- etta með neðanjarðartónlist eftir að vekja nokkra athygli, en ekki hefur fengist staðfest hvenær hún kemur út. Síðan er væntanleg plata með sigurvegurum Músíktilrauna, Stuðkompaníinu, og vonandi koma einnig plötur frá þeim sem skipuðu annað, þriðja og fjórða sæti, Met- an, Kvass og lllskársta kostinum. Góðu heillí þurfa menn ekki lengur að leita logandi Ijósi að lifandl tónlist. Kannski er að sannast það sem Ólafur Jónsson sagði, vlð miklnn fögnuð viðstaddra á loka- kvöldi Músfktilrauna um daginn, að diskóið væri dautt. Fáum harmdauði. í kvöld verð- ur lifandi tónlist á tveimur stöðum a.m.k., í Casablanca og á Borginni. f Casablanca troða upp Blús- rokkararnir Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Þorleifur Guðjónsson og Gunnar Erlings- son. Sérstakir gestir kvöldsins verða Sogblettir. Á Borginni spilar Grafík en á undan kemur fram hljómsveitin Mamma var Rússi sem er Fræbbblarnir endurreistir. Að sögn Valgarðs söngvara er tón- listin eitthvað léttari en áður var og þremur stúlkum var bætt við til að radda. I.jósmynd/Ámi Matthíasson Rikshaw í gang Hljómsveitin Rikshaw er komin af stað á ný eftir nokkuð hlé og hélt tvenna tónleika í skemmtistaðnum Evrópu fyrir skemmstu. Það fer ekki á milli mála að hljómsveitin er ein sú best spilandi sem starfandi er í dag og með einkar örugga sviðsframkomu. Það mátti glöggt heyra og sjá í Evrópu. Þeir mættu þó velja sér ekki efnivið við hæfi. Lögin sem þeir eru að spila eru afbragðs vel spiluð en þau eru einfald- lega ekki nógu góð. Betri útsetningar gætu kannski bjargað einhverju. Ekki get ég svo að því gert að alltaf er meira gaman að heyra íslenska texta, þótt lélegir séu. Til mikilla bóta er að montrokkið er á hröðu und- anhaldi og reyndar voru bestu lögin þau þegar hljóm- sveitin rokkaði hvað mest. Vímulaus Flestir kannast við samtökin Vímulaus æska sem látið hafa á sér bera að undanförnu og líkleg eru til góðra verka. Starfshópurinn Tónlistarmenn fyrir vímulausa æsku gefa út safnplötu á morgun, 15. maí, til styrktar starfi samtakanna. Þeir eru margir sem koma við sögu á plötunni en fremstir meðal jafningja eru þeir Jón Gústafsson óg Herbert Guð- mundsson sem höfðu umsjón með útgáfunni. Á plötunni eru tólf lög með jafnmörgum flytjendum. Ahliðin hefst á lagi Herberts Guð- mundssonar Treystu á sjálfan þig. Gott að Herbert skuli senda frá sér lag á íslensku. Ragn- hildur Gísladóttir á næsta lag, lagið Ekki ég. Síðan er það hljómsveit sem margir töldu af, Cosa Nostra, með lagið SOS. Cosa Nostra er reyndar orðin dúó, þau Máni Svavarsson og Ólöf Sigurðardóttir eru orðin ein eftir. Onnur hljómsveit sem flestir töldu framliðna er Sonus Futrae með lagið Gefðu mér gaum. Fregnir herma að senni- lega sé þetta einmitt lokaand- varpið. Akureyrarsveitin Art á næsta lag, eina lagið með ensk- um texta, lagið Take My Hand. Lokaorðið á ahliðinni eiga síðan austfirðingarnir Ef til vill, lagið Tilveran er þín. Bhliðin hefst með lagi eftir Axel Einarsson sem Eiríkur Hauksson syngur, lagið Ég ann þér enn. Síðan skein sól á næsta lag, lagið Skemmtileg nótt. Skemmtilegt lag með skemmti- legri sveit. Pálmi Gunnarsson syngur lag sitt Milli þátta á eftir SSS. Á hæla Pálma kemur síðan Ríó tríó með lagið Tár í tómið. Eina lagið sem ekki er frumsam- ið á plötunni, en það er eftir Tom Paxton. Magnús Þór kemur á hæla Ríósins með lagið Gamall vinur. Lokaorðið á síðan Bjarni Tryggva með lagiö Ljárinn. Allur hagnaður af sölu plöt- unnar rennur til starfsemi samtakanna Vímulaus æska og því er ástæða til að hvetja fólk til að kaupa gripinn. Ekki skemmir svo að platan er mjög áhugaverð tónlistarinnar vegna. Vinsæli Fellahellir Rás 2 Bylgjan j 1. (2) Everything I Own 2. (3) Skyttan 3. (9) Sometimes 4. (1) With orWithout You 5. (-) The Great Pretender 6. (10) JimmyLee 7. (7) Respectable 8. (4) Manhattan Skyline 9. (5) Stand By Me 10. (-) AWeekinthePresence Boy George Bubbi Morthens Erasure U2 Freddy Mercury Aretha Franklin Mel&Kim A-ha Ben E. King of Beauty A. Moyet 1. (-) HoldMeNow 2. (2) Hægtoghljótt Halla 3. (5) Let it Be 4. (9) Let's Wait Awhile 5. (3) 18 rauðar rósir 6. (1) Þyrnirós 7. (12) Don’t Need a Gun 8. (-) Shir habatlanim 9. (7) Running in The Family 10. (6) With og Without You Johnny Logan Margrét Árnadóttir FerryAid Janet Jackson Vormenn íslands Greifarnir Billyldol Datner og Kushnir Level 42 U2 8. 9. 10. (1) Hægt og hljótt Halla Margrét Árnadóttir (2) Þyrnirós Greifarnir (3) Átján rauðar rósir Vormenn íslands (5) LetltBe FerryAid (4) Skyttan Bubbi Morthens & MX21 6. (10) Don't Need a Gun 7. (7) CityofDreams (6) Lífiðerlag (8) With Or Without You (9) Lífsdansinn Billy Idol Talking Heads Model U2 Erna og Björgvin rokksíðan Plötuútgáfa: Sumarvertíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.