Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 58

Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 58
i 58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1987 Öenjarnin. Ég viL ah þú komirá skrifetöfuna. til min- sircxx 09 þú kemur í bcinkanrv a. rnorcjun." ást er... /o 6 \ o \6vA^o ... samstillt hjón TM Rm. U.S. Pat Off.—all rights reserved «1963 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffinu Þarna sérðu samhengið í lifskeðjunni, í dýraríkinu! Hverjir fá pláss á dagvistarheimilum? Til Velvakanda Ut af uppsögnum fóstra hjá Reykjavíkurborg var auðvitað mikið fjölmiðlafár. Talað var sunnudaginn 3. maí í ríkissjónvarpinu við eina þijá foreldra sem allir lýstu stuðn- ingi við fóstrur. Þeir um það, vitanlega mega þessir foreldrar hafa sínar skoðanir. En þriðja for- eldrið sem rætt var við var ung kona, sem lýsti því yfir, að ef fóstr- ur væru ekki með bamið hennar, kærði hún sig ekkert um að hafa bamið á dagheimili og tæki þá bar- nið af heimilinu. Mér komu strax í hug þijár kon- ur, sem em giftar eins og þessi kona, og hafa aldrei fengið pláss á dagheimili Reykjavíkurborgar af því að þær hefðu „fyrirvinnu" eins og það er kallað. Tvær þeirra fengu sig ekki einu sinni skráðar á bið- lista, þó önnur þeirra sé í þann mund að missa húsnæði, sem þau hjón festu kaup á fyrir nokkmm ámm. Svarið er alltaf svarta nei, og ætli húsnæðið fari ekki að ijúka á uppboð svona um Jónsmessuleyt- ið. Hún greiðir dagmömmu um 12 þúsund á mánuði eða u.þ.b. þrisvar sinnum meira en ef hún væri inni hjá Reykjavíkurborg. Hin er í hús- næðishraki, borgar dýra leigu og Ágæti Velvakandi Ég spyr vegna þess að ég frétti af því nýlega að íbúar við götuna Skjólvang í Hafnarfirði hafi ítrekað farið fram á það við bæjaryfirvöld, eða bæjarverkfræðng, að hraða- hindranir yrðu settar upp við götuna Skjólvang í Hafnarfirði, en um þá götu fer mest öll umferð að Dvalarheimili aldraðra í Hafnar- fírði. Mikið er um lítil böm á þessu svæði, og em foreldrarnir sífellt bamið hjá vinum og kunningjum, eftir því sem aðstæður leyfa, þess á milli er reynt að hafa það á gæslu- velli. Og stundum er eldri bróðir látinn skrópa dag og dag í skólanum til að líta eftir litlu systur sinni. Þannig er nú ástandið á þessum tveim heimilum. Svo kemur þokka- leg ung stúlka fram í sjónvarpi, sem mér er sagt, að sé gift ágætum manni og hótar að gera „strike" ef barnið sitt hafi ekki fóstm. Þeg- ar maður heyrir svona svar dettur óttaslegnir vegna bama sinna. ít- rekað hefur verið rætt við bæjar- yfirvöld en þau hafa ekki ansað málaleitun íbúana þó þeir hafi boð- ist til að borga allan kosnað, þegar því var borið við að engir peningar væm til. Ég spyr, er bæjarverk- fræðingur Hafnarfjarðar að bíða eftir slysi? Ég vil minna hina háttvirtu krata í bæjarstjóm á að við gleymum engu eftir 2 ár. Kristinn Sigurðsson manni í hug: eftir hvaða reglum er farið þegar ákveðið er hvaða börn fara inn á heimili, þar sem borgin borgar niður svo milljónum skiptir? Og svo til að bíta höfuðið af skömminni fá t.d. börn Sóknar- kvenna ekki inni hjá dagheimilum ríkisspítalanna eða Borgarspítalan- um hversu knýjandi sem þörfin er, þar er ekki verið að hugsa um börn. Til fjölda ára og enn í dag starfa fleiri Sóknarstúlkur en sérlærðar fóstmr á dagheimilum borgarinnar. Margar þeirra em frábær vinnu- kraftur, sumar era mæður sem sjálfar hafa alið upp böm. All flest- ar fara í frítíma sínum á námskeið til að öðlast enn meiri hæfni, það er þakklæti og kveðjur sem þessi unga frú sendir þessu fólki. Ég á ekki orð yfir hrokann í þessari ungu konu í sjónvarpinu sem virðist ekki þurfa gæslu bams síns meir en raun ber vitni og á fyrirlitningunni, sem hún sýndi Sóknarstúlkum. Þyrfti ekki að fara að athuga betur hveijir fá inni á þessum dagvistarheimilum og hvort „reglumar" séu ekki túlkaðar þröngt fyrir suma en teygðar langt fyrir aðra. Við þessa ungu stúlku vildi ég segja þetta: hrokann vantar þig ekki og forréttindin hefur þú. 8300-2042. Er bæjarstjórn Hafn- arfjarðar sofandi? HÖGNI HREKKVÍSI HANN ELTI OKKUR HBIM, MAMMA... MBQUM VIV> EU3A HANN ? " Yíkverji skrifar að er liðin tíð að lokadagur á vetrarvertíð sé 11. maí. Nú er miðað við miðjan mánuð- inn, þann fimmtánda. Margir bátar hafa reyndar tekið upp net sín fyrir löngu. Fleira hefur breyzt í tengslum við vetrar- vertíð og ber þar sérstaklega að nefna gífurlega aukningu á út- flutningi gámafisks. Með því hefur vinna í fiskvinnslustöðvum víða dregist saman og það heyr- ir nánast sögunni til að stórir hópar flytjist landshorna á milli til að fara á vertíð. XXX Vertíðin hefur víða verið í lakari kantinum og sums staðar léleg eins og til dæmis í Grindavík. Einstaka bátur hefur þó komið með mikinn afla að landi á þessari vertíð eins og jafnan gerist. í Vestmannaeyjum keppir Sigurjón Óskarsson á Þórunni Sveinsdóttur við 1.500 tonna markið. Þegar er löngu ljóst að hann er aflakóngur í Eyjum í ár og er það í tíunda skipti, sem þessi liðlega fertuga aflakló hlýtur þessa nafnbót. Enginn skipstjóri í Eyjum hefur svo oft náð sæmdarheitinu. Sig- uijón er sonur Óskars Matthías- sonar á Leó, sem einnig var fengsæll skipstjóri og oft afla- kóngur. Metið á vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum á Hilmar Rós- mundsson, sem ásamt sínum mönnum kom að landi á vetrar- vertíð 1969 með 1.654 tonn. Sæbjörgin var snöggtum minna skip en til dæmis Þórunn Sveins- dóttir, eða aðeins 67 tonna trébátur. XXX Víkveiji hefur eftir hádegi tvo undanfarna sunnudaga hlustað af athygli og með mikilli ánægju á þætti í útvarpi ríkisins um Hannes Hafstein ráðherra. Fyrri hluti ævi hans hefur til þessa verið rakinn þar í töluðu máii og tónum. Gils Guðmunds- son hefur tekið efnið saman og að miklu leyti byggt á riti eftir Kristján Albertsson. Vart er hægt að hugsa sér ólíkara efni en þættina um Hann- es Hafstein og spjall og spaug- þætti Hermanns Gunnarssonar, sem voru í útvarpi Bylgjunnar í vetur. Þættir Hermanns náðu miklum vinsældum samkvæmt hlustendakönnunum. Svipaður tími var settur undir báða þessa þætti og stæði Víkveiji frammi fyrir að velja á milli Hermanns og Hannesar yrði Víkveiji ekki í vandræðum - með fullri virð- ingu fyrir þeim ágæta Hermanni Gunnarssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.