Morgunblaðið - 14.05.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. MAI 1987
63
Körfubolti:
Pálmar
þjálfar
Hauka
Lárus keyptur
fyrir 13 milljónir
„ÉG er mjög ánægður með að
þetta skuli vera um garð gengið,u
sagði Lárus Guðmundsson eftir
að Bayer Uerdingen hafði gengið
frá sölu hans til Kaierslautern í
gærkvöldi. Hann var keyptur á
600 þúsund mörk eða um 13 millj-
ónir íslenskar krónur.
Samningurinn var gerður til
tveggja ára. Lárus hefur verið hjá
Bayer Uerdingen í 3 ár og unnið
meðal annar með liðinu vestur-
þýska bikarinn. Hann er 25 ára og
á því nokkur ár eftir í knattspyrn-
unni.
„Það er kraftaverk að ná þess-
um samningi miðað við að hafa
verið meiddur í 11 mánuði. Kais-
• Lárus fer til Kaiserslautern.
erslautern er eitt besta liðið í
Bundesligunni um þessar mundir
og er í þriðja sæti deildarinnar og
það má mikið breytast ef liðið á
ekki að komast í Evrópukeppnina
á næsta ár. Það veröur spennandi
að reyna sig hjá nýju félagi".
„Það var kominn leiði í mann-
skapinn hjá Uerdingen' og gott að
breyta til. Við höfum verið mikið
saman og gjörþekkjum hver ann-
an. Það að Feldkamp skuli hætta
með liðið næsta keppnistímabil
hefur einnig sett rót á mannskap-
inn," sagði Lárus.
Hann sagðist verða út tímabilið
hjá Uerdingen en síðan færi hann
að hugsa sér til hreyfings og finna
sér íbúð í Kaiserslautern.
Evrópukeppni bikarhafa íknattspyrnu:
Ajax fyrst hollenskra
liða til að vinna bikarinn
• Van Basten fagnar marki sínu í gær. Símamynd/Reuter
PÁLMAR Sigurðsson hefur
verið ráðinn þjálfari körfu-
knattleiksliðs Hauka fyrir
næsta keppnistímabil. Gengið
var frá samningum um helg-
ina.
Pálmar þarf ekki að kynna
fyrir körfuknattleikáhugafólki.
Hann var stigahæstur í deild-
inni í vetur, skoraði flestar
þriggja stiga körfur, var með
bestu vítanýtinguna og var kjör-
inn besti maður mótsins.
Hálfdán Markússon mun
verða Pálmari til aðstoðar í
leikjum og stjórna liðinu af
bekknum. Þær fréttir eru aðrar
helstar af Haukum að ákveðið
er að ívar Webster leikur með
þeim á næsta ári.
Júgóslavíumótið:
Sömu
mótherjar
og í Seoul
ÍSLEIMSKA landsliðið í hand-
knattleik leikur i a-riðli á
Júgóslavíumótinu í lok júní
ásamt Sovétríkjunum, Júgó-
slavíu og Noregi, en Austur-
Evrópuþjóðirnar eru einmitt í
okkar riðli á ÓL í Seoul á
næsta ári.
Júgóslavíumótið er mjög
sterkt, en í b-riðli leika Austur-
Þýskaland, Ungverjaland,
Spánn og b-lið Júgóslavíu.
Fyrsti leikur íslands verður
gegn Sovétríkjunum 27. júní,
daginn eftir verður leikið gegn
Noregi og 29. júní gegn Júgó-
slavíu. Keppt veröur um öll
sæti á mótinu og fara úrslita-
leikirnir fram 1. júlí.
Mikill áhugi er á þessu móti
í Júgóslavíu og verður öllum
leikjum a-liðs heimamanna
sjónvarpað beint þar í landi.
AJAX frá Hollandi tryggði sér í
gærkvöldi sigur í Evrópukeppni
bikarhafa f knattspyrnu fyrst hol-
lenskra liða með þvi að vinna
Lokomoti v frá Austur-Þýskalandi,
1:0, f Aþenu. Fyrirliði Ajax, Marco
van Basten, skoraði eina mark
leiksins á 21. mfnútu með skalla.
Sigurmark van Basten var sér-
lega glæsilegt. Hann fékk send-
ingu fyrir markið frá Sonny Silooy
og skallaði knöttinn af miklu afli f
netið óverjandi fyrir austur-þýska
landsliðsmarkvörðinn, Rene Mull-
er. Hollensku leikmennirnir réðu
lögum og lofum á vellinum í fyrri
hálfeik. Voru mun ákveðnari og
léku oft mjög skemmtilega knatt-
spyrnu.
I síðari hálfleik komu austur-
þjóðverjar ákveðnir til leiks. Þeir
komust meira inn í leikinn en leik-
menn Ajax voru sterkir fyrir og
gáfu þeim lítið eftir. Sókn Lokomo-
tiv þyngdist er líða tók á leikinn
enda bökkuðu leikmenn Ajax og
gáfu þeim eftir miðjuna. Markvörð-
ur Ajax, Stanley Menzo, greip
einnig vel inní leikinn.
Sigur Ajax var sanngjarn. Þeir
hafa á að skipa mjög léttleikandi
og skemmtilegu liði. Fyrrum knatt-
spyrnuhetja Hollands, Johan
Cruyff, er nú framkvæmdastjóri
FYRSTU leikirnir í Bæjarkeppn-
inni í handbolta voru ekki til að
liðsins og er hann að gera liðið að
stórveldi í knattspyrnunni eftir
frekar slaka frammistöðu á und-
anförnum árum.
Arnold Muren náði þeim ein-
staka áfanga að vera í sigurliði í
öllum þremur keppnunum. Hann
hrópa húrra fyrir. Greinilegt að
menn einbeita sér ekki á fullu f
þessum leikjum. Ekkert var um
óvænt úrslit.
Garðbæingar unnu Seltirninga
40:35 í lélegum leik þar sem leikið
var af kappi en ekki forsjá. Staðan
í leikhléi var 21:17. Markahæstir
hjá Seltirningum voru Halldór Ing-
ólfsson með 10 mörk og Davíð
Gíslason með 9. Sigurjón Guð-
mundsson, Skúli Gunnsteinsson
og Hannes Leifsson skoruðu allir
9 mörk fyrir Garðbæinga.
Akureyringar höfðu mikla yfir-
burði yfir ungu liði Selfyssinga.
Þeir sigruðu með 41 marki gegn
26, staðan í hálfleik var 21:9.
Akureyringarnir voru mun sterk-
ari og nutu styrkleikans. Selfyss-
ingarnir gerðu þau mistök að
skjóta of fljótt og höfðu ekki burði
til að taka á móti í vörninni svo
dygði. Leikurinn fór harðnandi eft-
varð Evrópumeistari meistaraliða
með Ajax 1972, Evrópumeistari
félagsliða með Ipswich 1973 og
nú Evrópumeistari bikarhafa með
Ajax.
Áhorfendur á Olympíuleikvang-
inum voru aðeins 35 þúsund.
ir því sem á leið og var 3 mönnum
úr hvoru liði vísað útaf.
Markahœstir Akureyringa: Pétur
Bjamason 10, Eggert Tryggvason 6 og
Sigurpáll Aöalsteinsson 5.
Makrahœstir Selfyssinga: Sigurjón
Bjarnason 8, Einar Gislason 7.
Hafnfirðingar átti ekki í erfiðleik-
um með Keflvíkinga og unnu 42:26
(20:12). Héðinn Gilsson var marka-
hæstur í Hafnarfjarðarliðinu með
7 mörk. Arinbjörn Þórhalsson var
markahæstur hjá Keflavík með 6
mörk.
Reykjavík vann Njarðvik, 34:16,
eftir að staðan í hálfleik hafði verið
15:5. Júlíus Jonasson var marka-
hæstur Reykvíkinga með 7 mörk.
Pétur Árnason gerði 5 mörk fyrir
Njarðvík.
Á morgun leika í undanúrslitum
Reykjavík og Hafnarfjörður annars
vegar og Akureyri og Garðabær
hins vegar.
• Skúli Gunnsteinsson var drjúgur í gær. Morgunbiaöiö/Bjarni
Bæjarkeppni HSÍ og RUV:
Enginn óvænt úrslit
Klapparstíg 40.
Á HORNIKIAPPARSTIGS
0G mmSGÖTU
S.117S3
pninr
íþrótta-
vörur
Speeder
Bláir nælonskór, léttir og
þægilegir. Stærðir frá
34-6V2. Verðkr.1188.-
Udo Lattek
Gervigrasskórá götuna.
Með sterkari skóm sem
hægt er að fá. Stærðir frá
41/2-1OV2. Verð kr. 3086.-
Fótboltar
Margargerðir.
Verðfrá 1094.-
íþróttafélög athugið
afsláttinn.
Legghlífar
Margargerðir.
Verð frá kr. 764.-
IWIikasa
körfuboltar
Verðfrákr. 1252.-
Póstsendum.
smmwvíRsm
JNGOLFS
ÓSKARSSONAR