Morgunblaðið - 14.05.1987, Qupperneq 64
VZterkurog
O hagkvæmur
auglýsmgamiðill!
1*-
STERKTKORT
FIMMTUDAGUR 14. MAI 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Fer vísitalan 4%
yfir rauða strikið?
ÚTLIT er fyrir að þann 1. sept-
ember næstkomandi geti fram-
færsluvísitalan farið um 4% fram
yfir „rauða strikið“ svokallaða i
samningum ASÍ og VSÍ, að sögn
Vilhjálms Ólafssonar á Hagstof-
unni.
Framfærsluvísitalan er núna
195,56 stig og á hún aðeins eftir
að hækka um lh% til að komast í
viðmiðunarmörkin 1. september,
sem eru 196,50 stig. Þegar eru
ákveðnar hækkanir sem munu
valda hækkun vísitölunnar töluvert
umfram „rauða strikið" í septem-
ber. Hækkanir á áfengi og tóbaki
og afnotagjöldum útvarps og sjón-
varps valda til dæmis nálega 1%
hækkun vísitölunnar við næsta út-
reikning hennar og í júlí. Síðan er
eftir að reikna vísitöluna út í júní,
júlí, ágúst og september og má
búast við að einhveijar verðlags-
hækkanir komi fram á þeim tíma.
Útgerðarmenn skrifa Hafrannsóknastofnmi:
Leita aðstoðar
vegna aukins
smáfiskadráps
LANDSAMBAND íslenzkra útvegsmanna hefur nú ritað stjórnendum
Hafrannsóknastofnunar bréf, þar sem skorað er á stofnunina að hún
leggi til við sjávarútvegsráðuneytið, að stærri svæðum verði lokað
til lengri tíma, þar sem þorskurinn elst upp. Ennfremur að friðuð
hrygningarsvæði þorsksins verði stækkuð. Þorskafli togara hefur
að undanförnu byggzt á smáfiski, innan við 2 kíló að þyngd, og
vertíð á hinum hefðbundnu svæðum hefur misfarizt. Stjórn LÍU
lýsir miklum áhyggjum af þessari þróun um leið og áskorun þessi
er send. Jakob Jakobsson, forstjórí Hafrannsóknastofnunar, segir
að stofnunin muni leggja fram gögn um stöðu mála og hugsanlega
legga til einhveijar leiðir til úrbóta.
Stjóm LÍÚ kom saman til fundar
síðastliðinn mánudag og samþykkti
þá eftirfarandi tillögu með öllum
greiddum atkvæðum: „Stjóm LÍÚ
lýsir áhyggjum yfir þeirri þróun sem
átt hefur sér stað með aukinni veiði
á smáfiski. Stjómin telur brýna
nauðsyn bera til að bæta nýtingu
þorskstofnsins með því að leyfa
stærri hluta hans að vaxa til kyn-
broskaaldurs. Stjóm LÍÚ skorar því
^ Hafrannsóknastofnunina að
leggja til við sjávarútvegsráðuneyt-
ið, að stærri svæðum verði lokað
til lengri tíma, þar sem þorskurinn
elst upp. Ennfremur að stækka frið-
uð svæði, þar sem þorskurinn
hrygnir, til að auðvelda hrygningu
þorsksins og hindra of mikla sókn
í þann hluta stofnsins."
Jakob Jakobsson sagði í samtali
við Morgunblaðið, að sér kæmi þessi
áskorun stjómar LÍÚ ekki á óvart.
LÍÚ hefði ætíð verið mjög ábyrgt
í afstöðu sinni til ákvörðunar heild-
arafla. Hann sagði, að stofnunin
myndi athuga aflasamsetningu og
stærðarskiptingu þórskaflans á
fiiðunum umhverfis landið og
draga sínar ályktanir af þeim niður-
stöðum. Hins vegar væru lokanir
til vemdar smáfiski erfiðar, þar sem
þorskurinn hefði sundfæri sem
hann notaði í talsverðum mæli til
að koma sér úr stað. Hann væri
því mikið á ferðinni og til að lokan-
ir kæmu að gagni yrðu þær að ná
yfir mjög stór svæði.
„Við leggjum fram einhver gögn
til þess að auðvelda stjómvöldum
ákvörðun, væntanlega í samráði við
hagsmunaaðila. Hugsanlega bend-
um við á einhveijar leiðir, en þessi
áskomn var rétt að berast okkur,
svo enn get ég lítið sagt um mál-
ið,“ sagði Jakob Jakobsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Yngsta kynslóðin í Grafarvogi undi glöð við sitt
meðan mælingamenn frá Reykjvaíkurborg boruðu
fyrir mælipunkti í nýja hverfinu í Grafarvogi. Fyrstu
lóðunum í hverfinu verður úthlutað þar í sumar.
8 lóðir eftir I Grafarvogi
Búið að úthluta 58 einbýlishúsalóðum umfram áætlun
ÁTTA einbýlishúsalóðir eru
eftir til úthlutunar í Grafarvogi
og er þá búið að úthluta yfir
1.100 íbúðum í hverfinu þegar
fjölbýlishús eru talin með. Að
sögn Hjörleifs Kvaran skrif-
stofustjóra borgarverkfræð-
ings var í síðustu fjárhagsáætl-
un gert ráð fyrir 65 lóðum
undir einbýlishús til úthlutunar
á árínu en þegar er búið að
úthluta 123 ióðum. Hafinn er
undirbúningur að gatnagerð í
næsta áfanga í Grafarvogi og
verður fyrstu lóðunum úthlutað
í sumar en þær verða ekki
byggingarhæfar fyrr en næsta
Ekki var reiknað með að gatna-
gerð og annar undirbúningur
hæfíst í næsta íbúðarhverfí í Graf-
arvogi fýrr en að ári en ásókn í
einbýlishúsalóðir kemur væntan-
lega til með að raska þeirri
áætlun. Að sögn Hjörleifs er gert
ráð fyrir að úthlutun hefjist þar
í sumar til að mæta eftirspum
þó ekki verði hægt að hefja fram-
kvæmdir á lóðunum fyrr en næsta
vor.
Gatnagerðargjöld fyrir einbýl-
ishúsalóð fylgja byggingavísitölu
og ef miðað er við 650 rúmmetra
hús þá eru þau 750 þúsund krón-
ur á hveija lóð.
Steingrímur skilaði umboðinu í gær
Þorsteinn gengnr
á ný á fund forseta
STEINGRÍMUR Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
gekk á fund Vigdísar Finnboga-
dóttur, forseta Islands, í gær og
skilaði af sér umboði til stjórnar-
myndunar. Forsetinn kvaddi í
gær á sinn fund þá Þorstein
Pálsson, Jón Baldvin Hannibals-
son og Svavar Gestsson og átti
við þá viðræður í bústað forseta-
embættisins við Laufásveg.
Forsetinn mun á nýjan leik ræða
við Þorstein Pálsson árdegis í
dag.
A fundi með fréttamönnum í gær
greindi Steingrímur Hermannsson
frá því að hann teidi það liggja ljóst
fyrir að honum tækist ekki að
mynda ríkisstjóm í þessari umferð.
Hann sagði að einungis einn mögu-
leiki hefði verið eftir á þriggja
flokka stjóm í fyrradag, þegar hann
hefði lokið viðræðum við forystu-
menn allra flokka, og það hefði
Afbrotaslóð eftír þrjú ungmenni
LOGREGLAN leitaði í gær
tveggja pilta og einnar stúlku
á brúnni bifreið af Lancer-
gerð, en fólkið er grunað um
að hafa stolið bensini, brotist
inn í Hrútafirði og á bæjum í
Borgarfirði.
Fólkið hefur ferðast víða um
land síðustu daga. Þremenning-
anna var leitað eftir að þeir sviku
út bifreiðina, sem hefur númerið
G-2037, á höfuðborgarsvæðinu.
Fólkið hélt til Vestfjarða, en þar
fer engum sögum af ferðum þess,
utan hvað lögreglunni var gert
viðvart að þar væri bifreiðina að
finna, en ekki tókst að stöðva
ferðina þar. í fyrradag, þriðjudag,
varð fólksins svo vart að Þambár-
völlum í Bitrufirði. Þangað kom
það um kl. 17 og óskaði eftir að
fá keypt bensín. Þegar tuttugu
lítrum af bensíni hafði verið dælt
í tank bifreiðarinnar óku þre-
menningarnir á brott án þess að
greiða fyrir og var lögreglunni
gert aðvart.
í gærmorgun kom í ljós að brot-
ist hafði verið inn í Kaupfélag
Borðeyrar við Hrútafjörð og hefur
það verið á tímabilinu frá kl. 19
á þriðjudeginum til kl. 9 í gær-
morgun. Þaðan var stolið
greiðslukorti, bankakorti og pen-
ingum, ásamt nokkru magni af
tóbaki. Að sögn Ríkharðs Másson-
ar, sýslumanns í Strandasýslu,
virðist sem þremenningamir hafi
komið yfir SteingrímsQarðarheiði
á Strandir og ekið þaðan til Borg-
arfjarðar.
Brotist var inn í þijá bæi í
Norðurárdal í Borgarfírði aðfara-
nótt miðvikudagsins og gmnar
menn sterklega að þar hafí sama
fólk verið að verki. Innbrotin áttu
sér stað á meðan heimafólk á
bæjunum var sofandi. Brotist var
inn á Hreimsstöðum, Hvassafelli
og á Glitstöðum, en litlu mun
hafa verið stolið.
Allar líkur eru taldar á að fólk-
ið sé nú komið aftur til höfuð-
borgarinnar. Karlmennimir hafa
báðir komið allnokkuð við sögu
lögreglu þrátt fyrir ungan aldur.
verið ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks,
Kvennalista og Framsóknarflokks.
Þegar hann hefði fengið þau svör
frá Þorsteini Pálssyni síðdegis á
þriðjudag, að Sjálfstæðisflokkurinn
væri ekki reiðubúinn á þessu stigi
að heija þríhliða stjómarmyndunar-
viðræður við Framsóknarflokk og
Kvennalista, hefði hann komist að
þeirri niðurstöðu að rétt væri að
skila af sér stjómarmyndunarum-
boðinu.
Um hádegisbilið í gær kvaddi
forsetinn Þorstein Pálsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund.
Því næst ræddi forsetinn við Jón
Baldvin Hannibalsson, formann Al-
þýðuflokksins, og loks við Svavar
Gestsson, formann Alþýðubanda-
lagsins.
Forsetinn hefur kvatt Þorstein á
sinn fund á nýjan leik árdegis í
dag, til þess að ráðgast frekar við
hann, áður en hún tekur ákvörðun
um það hveijum hún felur næst
stjómarmyndunammboðið. Ekki er
vitað hvenær það verður, en allt
eins er búist við að það verði síðdeg-
is í dag eða kvöld.
Sjá nánar frásögn af blaða-
mannafundi Steingríms
Hermannssonar á bls. 26.