Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Bros á vör Það er í rauninni alveg stórfurðu- legt hversu þjóðin hjarir með allar þessar hörmungar inná stofu- gólfi hvert kvöld; logandi fólk, sundurtætt og -skotið, dagleg sjón á skerminum og stöðugar frásagnir í útvarpinu af náttúruhamförum og voðaverkum sálsjúkra ofbeldis- manna. Mikil mildi að ekki drýpur blóð af ljósvakanum því þá drukkn- aði þjóðin. En stöku sinnum heim- sækja ljósvakamiðlar jákvæða einstaklinga er bera með sér yl lífsins og þá þorna tárin í táradalnum og harmagrátur hljóðnar stundarkom. Hvern dag Ég gleðst hvem dag . . . nefndist mánudagsþáttur ríkissjónvarpsins, þar sem lýst var ævi og starfi Jóns E. Guðmundssonar myndlistarmanns, kennara og brautryðjanda í íslensku brúðuleikhúsi. Hinn góðkunni sjón- varpsmaður, Tage Ammendmp, stjómaði þættinum og fórst vel úr hendi þrátt fyrir að úrvinnslan hafi verið ósköp hefðbundin, rabb við sam- ferðarmenn Jóns rofíð af rabbi Jóns sjálfs og svo voru myndverk Jóns fílmuð í krók og kring. En Tage Ammendrup er býsna næmur kvik- myndagerðarmaður og fannst mér persónulega hann ná að lýsa inní hinn sólbjarta heim Jóns E. Guðmundsson- ar. Nú er tíska að hæla í bak og fyrir kvikmyndagerðarmönnum er kunna að skjóta frumlega með myndavél- inni, en þaulreyndir þáttastjórar ríkisfjölmiðlanna, er kunna lítt að auglýsa eigin ágæti, hverfa í skugg- ann. Samt eru þessir menn oft næmari á hin fíngerðari blæbrigði hins hversdagslega mannlífs en tæknimeistaramir. Þannig virðist líf Jóns E. Guðmundssonar býsna hvers- dagslegt við fyrstu sýn en Jón hefír lengst af fengist við bamakennslu og svo hefír hann sýnt bömum brúðu- leik og málað ljúfar myndir í svo hefðbundnum stíl að ég efast um að þær kæmust inní hin helgu vé gallerí- anna. Sn máski rata hinar sérstæðu tréskurðarmyndir gegnum nálaraug- að. Til hvers að fílma slíkan mann, sem nýtur ekki einu sinni heiðurs- launa listamanna? Svarið var að fínna I hinni nærfæmu myndræmu Tage Ammendrup, þar sem áhorfendur komust nálægt hinum ljúfa og bjart- sýna manni, Jóni E. Guðmundssyni, er smíðar brúður sem eru einstakar í henni veröld og miðlar bömum af lífsgleðinni í ómerktum bílskúr útá Granda, manni sem hefir ferðast tíu sumur um landið okkar, ekki í þeim tilgangi að græða á sveitamönnum, heldur til að gleðja bömin, ekki síður en hina fullorðnu, og svo hélt Jón smá brúðugerðamámskeið að sýningar- lokum. Slíkt afrek á að launa með heiðurslaunum listamanna því hér er gefíð af hjartans auði og einskis kraf- ist að launum nema ástar á brúðuleik. VirÖingarleysi Fá annars listamenn er skapa lista- verk handa blessuðum bömunum nokkumtíman æðstu viðurkenningu, eða hafa Astrid Lindgren eða Thor- bjöm Egner verið nefnd til Nóbels- verðlauna? Nei, það þykir víst ekki nógu fínt að skapa listaverk handa bömum, hvað þá að skapa listaverk með bömunum einsog Jón E. Guð- mundsson hefír gert, og samt kann sú sköpun að skipta sköpum í lífí bams. Hér koma í hugann ummæli Ingólfs Ingólfssonar smíðakennslu- stjóra Kennaraháskóla íslands er sagði mér nýverið frá því að Japanir hefðu aukið mjög verkmenntakennslu við japanska grunnskóla með þeim árangri að mjög hefði dregið úr sjálfs- morðsfaraldri japanskra grunnskóla- nema, og það sem meira er, að í kjölfar margefldrar handmennta- kennslu stórbatnaði námsárangur nemenda. Já, Japanir vita sko hvað þeir syngja, og því ættu menn að hafa vit á að efla hér og styrkja hvers- kyns handmenntakennslu, en á þessu sviði er Jón E. Guðmundsson einn af brautryðjendunum.^ Ólafur M. Jóhannesson Gamanmyndaflokkurinn Hver á að ráða er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Ríkissjónvarpið: Hver á að ráða? Níundi þáttur 1 Q30 bandaríska 1 gamanmynda- flokksins Hver á að ráða er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Fjallað er um ein- stæðan föður sem vinnur eldhússtörfín fyrir önnum kafna móður, og gengur á ýmsu á því heimili. Með aðalhlutverk fara Tony Danza, Judit Light og Kat- herine Helmond. Stöð 2: Allt í gamni ■^■H Allt í gamni OA20 er á dagskrá stöðvar 2 í kvöld. Þá munu þeir Laddi og Júlíus Brjánsson taka á móti gestum og spjalla við þá. Gestir þeirra að þessu sinni verða eftirhermumar Jörundur Guðmundsson og Jóhannes Kristjánsson. I þættinum munu þeir leika listir sínar og herma eftir góðkunnum íslendingum. Magnús Kjartansson mun sjá um tónlistina að venju. Allt í gamni, þáttur þeirra Júlíusar Brjánssonar og Ladda er á dagskrá stöðvar 2 í kvöld. UTVARP © MIÐVIKUDAGUR 20.maí 6.45 Veðuiiregnir. Bæn. 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin. Jón Bald- vin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 9.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Ottó nashyrningur" eftir Ole Lund Kirkegárd. Valdís Óskardóttir les þýð- ingu sina (3). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ. Step- hensen 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Ásgeir Blöndal Magnússon flytur. 11.20 Morguntónleikar. 12.10 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Börn og skóli Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 Miödegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (20). 14.30 Segðu mér að sunnan Ellý Vilhjálmsdóttir velur og kynnir lög af suörænum slóðum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þóröardóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. 17.40 Torgið Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 í garöinum með Hafsteini Hafliðasyni. (Þátturinn verður endurtek- inn nk. laugardag kl. 9.15) Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar ' Fjölmiðlarabb Gunnar Karlsson flytur. 19.45 Tónlistarkvöld Rikisút- varpsins I. Hljóðritun frá tónleikum Kvartetts Síbelíusar-aka- demiunnar i Norræna húsinu 5. apríl sl.: Kynnir: Sigurður Einarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 20. maí 18.30 Úr myndabókinni — Endursýndur þáttur frá 17. maí. Umsjón: Agnes Jo- hansen. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?) — Níundi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur um einstæðan föður sem vinnur eldhússtörfin. fyrir önnum kafna móður. Aðalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Katherine Helmond. Þýöandi Vrr Bert- elsdóttir. 20.00 Fréttir óg veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Spurt úr spjörunum — Fimmtándi þáttur. Spyrlar: Ómar Ragnarsson/Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 21.10 Kane og Abel Fimmti þáttur. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í sjö þáttum geröur eftir skáld- sögu Jeffrey Archers. Aðalhlutverk. Peter Strauss og Sam Neill. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Sjötta skilningarvitið s/h. 3. Hugboð. Endursýndur þáttur frá árinu 1975. Rætt er við Jakob Jakobsson fiskifræöing, Stefán Stef- ánsson skipstjóra, Guðjón Ármann Eyjólfsson kenn- ara, Erlend Haraldsson sálfræðing og Sigurjón Björnsson prófessor. Um- sjónarmaður Jökull Jakobs- son. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 23.50 Fréttir í dagskrárlok (í !) STOÐ-2 MIÐVIKUDAGUR 20. maí i 17.00 3 konur (3 Women). Athyglisverð og frumleg, bandarísk mynd frá árinu 1977. Leikstjóri er Robert Altman og með aöalhlut- verkin fara Sissy Spacek, Shelley Duvall og Janice Rule. Sérkennileg, ung kona fær vinnu á heimili fyrir aldr- aða. Hún myndar fljótlega náið samband við sam- starfskonu sína sem lifir eftir forskriftum kvennablaða. Inn í myndina bætist dular- full listakona og mynda þessar þrjár konur óvenju- leg tengsl sín á milli. 19.05 Spæjarinn. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Viðskipti. (þessum viðskipta- og efna- hagsþætti er víða komið við í athafnalífi landsmanna. Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl. 20.20 Allt í ganni. Háalvarlegur rabbþáttur með laufléttu ívafi. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Júlíus Brjánsson taka á móti gest- um, sem leika við hvern sinn fingur svo og aðra líkams- hluta. 21.00 Matreiðsla. Ari Garðar Georgsson kennir áhorfend- um Stöðvar 2 matargerð. i 21.25 Listræningjarnir (Tre- asure Hunt). ítalskur spennumyndaflokk- ur í 6 þáttum. 4. þáttur. Listaverkum er stolið víðs vegar um Ítalíu. i 22.25 Lúxuslíf (Lifestyles of the Rich and Éamous). Ný bandarísk sjónvarps- þáttaröð. Eins og nafnið bendir til fjalla þættir þessir um ríkt og frægt fólk. í þátt- unum er að finna viðtöl og frásagnir af því fólki sem oft má lesa um á siöum slúöur- dálkanna. 5 23.20 Flækingurinn frá há- sléttunum (High Plains Drifter). Bandarísk kvikmynd frá 1973 með Clint Eastwood og Verna Bloom í aöalhlut- verkum. Leikstjóri er Clint Eastwood. Útlagar, sem eru nýsloppnir úr fangelsi, herja á smábæ og skelfa íbúana. Ókunnur og heldur undar- legur flækingur kemur ríðandi á hesti sinum inn i bæinn og ráða íbúarnir hann til að hafa hemil á hefndarþyrstum útlögum. 01.00 Dagskrárlok. 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni I umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 23.10 Djassþáttur Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. & MIÐVIKUDAGUR 20. maí 00.10 Næturútvarp. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 í bítið. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veöri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist I morgunsáriö. 9.05 Morgunþáttur I umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Meðal efnis: Plötupotturinn, gestaplötusnúður og mið- vikudagsgetraun. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson iþróttafrétta- menn taka á rás. 20.30 I gestastofu. Elín Þóra Friðfinnsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir taka á móti gestum. 22.05 Perlur. Jónatan Garð- arsson kynnir sígilda dægurtónlit. (Þátturinn verður endurtekinn nk. sunnudagsmorgun kl. 9.03). 23.00 Við rúmstokkinn. Guð- rún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Hjörtur Svavarsson stendur vaktina til morguns. 02.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Endurtekinn þáttur frá gærdegi.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Fjallaö um sveitarstjornar- mál og önnur stjórnmál. Umsjón Erna Indriöadóttir. MIÐVIKUDAGUR 20. maí 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.00-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn. Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með þvi sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tón- list. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar siðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík siðdeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á miövikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni Dagskrá í umsjá Arnars Páls Haukssonar frétta manns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Þorsteinn Ás- geirsson. Tónlist og upplýs- ingar um veður og flugsamgöngur. Fréttir kl. 03.00. FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 20. maí 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.