Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 6

Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Bros á vör Það er í rauninni alveg stórfurðu- legt hversu þjóðin hjarir með allar þessar hörmungar inná stofu- gólfi hvert kvöld; logandi fólk, sundurtætt og -skotið, dagleg sjón á skerminum og stöðugar frásagnir í útvarpinu af náttúruhamförum og voðaverkum sálsjúkra ofbeldis- manna. Mikil mildi að ekki drýpur blóð af ljósvakanum því þá drukkn- aði þjóðin. En stöku sinnum heim- sækja ljósvakamiðlar jákvæða einstaklinga er bera með sér yl lífsins og þá þorna tárin í táradalnum og harmagrátur hljóðnar stundarkom. Hvern dag Ég gleðst hvem dag . . . nefndist mánudagsþáttur ríkissjónvarpsins, þar sem lýst var ævi og starfi Jóns E. Guðmundssonar myndlistarmanns, kennara og brautryðjanda í íslensku brúðuleikhúsi. Hinn góðkunni sjón- varpsmaður, Tage Ammendmp, stjómaði þættinum og fórst vel úr hendi þrátt fyrir að úrvinnslan hafi verið ósköp hefðbundin, rabb við sam- ferðarmenn Jóns rofíð af rabbi Jóns sjálfs og svo voru myndverk Jóns fílmuð í krók og kring. En Tage Ammendrup er býsna næmur kvik- myndagerðarmaður og fannst mér persónulega hann ná að lýsa inní hinn sólbjarta heim Jóns E. Guðmundsson- ar. Nú er tíska að hæla í bak og fyrir kvikmyndagerðarmönnum er kunna að skjóta frumlega með myndavél- inni, en þaulreyndir þáttastjórar ríkisfjölmiðlanna, er kunna lítt að auglýsa eigin ágæti, hverfa í skugg- ann. Samt eru þessir menn oft næmari á hin fíngerðari blæbrigði hins hversdagslega mannlífs en tæknimeistaramir. Þannig virðist líf Jóns E. Guðmundssonar býsna hvers- dagslegt við fyrstu sýn en Jón hefír lengst af fengist við bamakennslu og svo hefír hann sýnt bömum brúðu- leik og málað ljúfar myndir í svo hefðbundnum stíl að ég efast um að þær kæmust inní hin helgu vé gallerí- anna. Sn máski rata hinar sérstæðu tréskurðarmyndir gegnum nálaraug- að. Til hvers að fílma slíkan mann, sem nýtur ekki einu sinni heiðurs- launa listamanna? Svarið var að fínna I hinni nærfæmu myndræmu Tage Ammendrup, þar sem áhorfendur komust nálægt hinum ljúfa og bjart- sýna manni, Jóni E. Guðmundssyni, er smíðar brúður sem eru einstakar í henni veröld og miðlar bömum af lífsgleðinni í ómerktum bílskúr útá Granda, manni sem hefir ferðast tíu sumur um landið okkar, ekki í þeim tilgangi að græða á sveitamönnum, heldur til að gleðja bömin, ekki síður en hina fullorðnu, og svo hélt Jón smá brúðugerðamámskeið að sýningar- lokum. Slíkt afrek á að launa með heiðurslaunum listamanna því hér er gefíð af hjartans auði og einskis kraf- ist að launum nema ástar á brúðuleik. VirÖingarleysi Fá annars listamenn er skapa lista- verk handa blessuðum bömunum nokkumtíman æðstu viðurkenningu, eða hafa Astrid Lindgren eða Thor- bjöm Egner verið nefnd til Nóbels- verðlauna? Nei, það þykir víst ekki nógu fínt að skapa listaverk handa bömum, hvað þá að skapa listaverk með bömunum einsog Jón E. Guð- mundsson hefír gert, og samt kann sú sköpun að skipta sköpum í lífí bams. Hér koma í hugann ummæli Ingólfs Ingólfssonar smíðakennslu- stjóra Kennaraháskóla íslands er sagði mér nýverið frá því að Japanir hefðu aukið mjög verkmenntakennslu við japanska grunnskóla með þeim árangri að mjög hefði dregið úr sjálfs- morðsfaraldri japanskra grunnskóla- nema, og það sem meira er, að í kjölfar margefldrar handmennta- kennslu stórbatnaði námsárangur nemenda. Já, Japanir vita sko hvað þeir syngja, og því ættu menn að hafa vit á að efla hér og styrkja hvers- kyns handmenntakennslu, en á þessu sviði er Jón E. Guðmundsson einn af brautryðjendunum.^ Ólafur M. Jóhannesson Gamanmyndaflokkurinn Hver á að ráða er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Ríkissjónvarpið: Hver á að ráða? Níundi þáttur 1 Q30 bandaríska 1 gamanmynda- flokksins Hver á að ráða er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Fjallað er um ein- stæðan föður sem vinnur eldhússtörfín fyrir önnum kafna móður, og gengur á ýmsu á því heimili. Með aðalhlutverk fara Tony Danza, Judit Light og Kat- herine Helmond. Stöð 2: Allt í gamni ■^■H Allt í gamni OA20 er á dagskrá stöðvar 2 í kvöld. Þá munu þeir Laddi og Júlíus Brjánsson taka á móti gestum og spjalla við þá. Gestir þeirra að þessu sinni verða eftirhermumar Jörundur Guðmundsson og Jóhannes Kristjánsson. I þættinum munu þeir leika listir sínar og herma eftir góðkunnum íslendingum. Magnús Kjartansson mun sjá um tónlistina að venju. Allt í gamni, þáttur þeirra Júlíusar Brjánssonar og Ladda er á dagskrá stöðvar 2 í kvöld. UTVARP © MIÐVIKUDAGUR 20.maí 6.45 Veðuiiregnir. Bæn. 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin. Jón Bald- vin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 9.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Ottó nashyrningur" eftir Ole Lund Kirkegárd. Valdís Óskardóttir les þýð- ingu sina (3). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ. Step- hensen 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Ásgeir Blöndal Magnússon flytur. 11.20 Morguntónleikar. 12.10 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Börn og skóli Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 Miödegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (20). 14.30 Segðu mér að sunnan Ellý Vilhjálmsdóttir velur og kynnir lög af suörænum slóðum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þóröardóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpiö 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. 17.40 Torgið Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 í garöinum með Hafsteini Hafliðasyni. (Þátturinn verður endurtek- inn nk. laugardag kl. 9.15) Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar ' Fjölmiðlarabb Gunnar Karlsson flytur. 19.45 Tónlistarkvöld Rikisút- varpsins I. Hljóðritun frá tónleikum Kvartetts Síbelíusar-aka- demiunnar i Norræna húsinu 5. apríl sl.: Kynnir: Sigurður Einarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 20. maí 18.30 Úr myndabókinni — Endursýndur þáttur frá 17. maí. Umsjón: Agnes Jo- hansen. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Hver á að ráða? (Who’s the Boss?) — Níundi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur um einstæðan föður sem vinnur eldhússtörfin. fyrir önnum kafna móður. Aðalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Katherine Helmond. Þýöandi Vrr Bert- elsdóttir. 20.00 Fréttir óg veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Spurt úr spjörunum — Fimmtándi þáttur. Spyrlar: Ómar Ragnarsson/Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 21.10 Kane og Abel Fimmti þáttur. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í sjö þáttum geröur eftir skáld- sögu Jeffrey Archers. Aðalhlutverk. Peter Strauss og Sam Neill. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Sjötta skilningarvitið s/h. 3. Hugboð. Endursýndur þáttur frá árinu 1975. Rætt er við Jakob Jakobsson fiskifræöing, Stefán Stef- ánsson skipstjóra, Guðjón Ármann Eyjólfsson kenn- ara, Erlend Haraldsson sálfræðing og Sigurjón Björnsson prófessor. Um- sjónarmaður Jökull Jakobs- son. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 23.50 Fréttir í dagskrárlok (í !) STOÐ-2 MIÐVIKUDAGUR 20. maí i 17.00 3 konur (3 Women). Athyglisverð og frumleg, bandarísk mynd frá árinu 1977. Leikstjóri er Robert Altman og með aöalhlut- verkin fara Sissy Spacek, Shelley Duvall og Janice Rule. Sérkennileg, ung kona fær vinnu á heimili fyrir aldr- aða. Hún myndar fljótlega náið samband við sam- starfskonu sína sem lifir eftir forskriftum kvennablaða. Inn í myndina bætist dular- full listakona og mynda þessar þrjár konur óvenju- leg tengsl sín á milli. 19.05 Spæjarinn. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Viðskipti. (þessum viðskipta- og efna- hagsþætti er víða komið við í athafnalífi landsmanna. Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl. 20.20 Allt í ganni. Háalvarlegur rabbþáttur með laufléttu ívafi. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Júlíus Brjánsson taka á móti gest- um, sem leika við hvern sinn fingur svo og aðra líkams- hluta. 21.00 Matreiðsla. Ari Garðar Georgsson kennir áhorfend- um Stöðvar 2 matargerð. i 21.25 Listræningjarnir (Tre- asure Hunt). ítalskur spennumyndaflokk- ur í 6 þáttum. 4. þáttur. Listaverkum er stolið víðs vegar um Ítalíu. i 22.25 Lúxuslíf (Lifestyles of the Rich and Éamous). Ný bandarísk sjónvarps- þáttaröð. Eins og nafnið bendir til fjalla þættir þessir um ríkt og frægt fólk. í þátt- unum er að finna viðtöl og frásagnir af því fólki sem oft má lesa um á siöum slúöur- dálkanna. 5 23.20 Flækingurinn frá há- sléttunum (High Plains Drifter). Bandarísk kvikmynd frá 1973 með Clint Eastwood og Verna Bloom í aöalhlut- verkum. Leikstjóri er Clint Eastwood. Útlagar, sem eru nýsloppnir úr fangelsi, herja á smábæ og skelfa íbúana. Ókunnur og heldur undar- legur flækingur kemur ríðandi á hesti sinum inn i bæinn og ráða íbúarnir hann til að hafa hemil á hefndarþyrstum útlögum. 01.00 Dagskrárlok. 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni I umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 23.10 Djassþáttur Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. & MIÐVIKUDAGUR 20. maí 00.10 Næturútvarp. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 í bítið. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veöri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist I morgunsáriö. 9.05 Morgunþáttur I umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Meðal efnis: Plötupotturinn, gestaplötusnúður og mið- vikudagsgetraun. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson iþróttafrétta- menn taka á rás. 20.30 I gestastofu. Elín Þóra Friðfinnsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir taka á móti gestum. 22.05 Perlur. Jónatan Garð- arsson kynnir sígilda dægurtónlit. (Þátturinn verður endurtekinn nk. sunnudagsmorgun kl. 9.03). 23.00 Við rúmstokkinn. Guð- rún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Hjörtur Svavarsson stendur vaktina til morguns. 02.00 Nú er lag. Gunnar Sal- varsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Endurtekinn þáttur frá gærdegi.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni —FM 96,5 Fjallaö um sveitarstjornar- mál og önnur stjórnmál. Umsjón Erna Indriöadóttir. MIÐVIKUDAGUR 20. maí 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.00-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn. Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með þvi sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tón- list. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar siðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík siðdeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á miövikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni Dagskrá í umsjá Arnars Páls Haukssonar frétta manns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Þorsteinn Ás- geirsson. Tónlist og upplýs- ingar um veður og flugsamgöngur. Fréttir kl. 03.00. FM 102,9 MIÐVIKUDAGUR 20. maí 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.16 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.