Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 5
Kaupmannahöf n
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
5
Sveinn Björnsson, verðandi
sendiherra.
Mynda-
textar
víxluðust
Málverk ísleuskra
listamanna boðin upp
t Kaupmannahöfn, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur
Á uppboði hjá Bruun Rasmussen
á þriðjudag voru málverk eftir
fimm íslenska listamenn meðal
uppboðsmunanna, sem skiptu
hundruðum. íslensku listamenn-
irnir voru Gunnlaugur Blöndal,
Erró, Kjarval, Júliana Sveins-
dóttir og Ólafur Túbals, raðað i
stafrófsröð eftir föðumafni.
Hið þekkta málverk Gunnlaugs
Blöndal, „Konan með lúfu“ var
metið á 8.000 danskar krónur, (ísl.
kr. 45.800) í sýningaskrá en var
slegið eftir mörg boð á 26.000 krón-
ur danskar (ísl.kr. 149.000). Næst
fór 100x80 cm mynd eftir Erró,
„Composition" með Hitler og Aden-
auer á 7.700 krónur danskar (ísl.kr.
44.000), en matsverð hennar var 8
- 10.000 þúsund danskar krónur
(ísl.kr. 46 - 57.000).
Þá kom röðin að Kjarvalsmynd
frá árinu 1946, merkta meistaran-
um á Þingvöllum í júní það ár.
Ófullgerð vatnslitamynd, geysistór
og metin á aðeins 2.500 danskar
krónur (ísl.kr. 14.000) en slegin á
7.500 danskar krónur (ísl.kr.
43.000). Málverk Júlíönnu Sveins-
dóttur var hið eina íslenska sem
litmynd var af í sýningarskránni
að þessu sinni. Falleg mynd, líklega
innarlega úr Fljótshlíð með jökla í
baksýn. Málverkið var slegið á
28.000 danskar krónur (ísl.kr.
160.000), á íslenskar hendur þær
sömu og Gunnlaugur Blöndal og
síðan Túbals, en matsverð myndar-
innar var 20.000 þúsund danskar
krónur (ísl.kr. 115.000). Málverk
eftir Ólaf Túbals eru æ oftar á
uppboði hér. Mörg hver auðvitað
úr Fljótshlíðinni eins og þetta í
gær. Var það metið nokkru hærra
en á síðustu uppboðum eða á 5.000
danskar krónur (ísl.kr. 28.000) en
það fór á 3.000 danskar krónur (ísl.
kr. 17.000).
Mynd JúlSönu Sveinsdóttur var slegin íslendingi á uppboðinu.
uRiui i
sem
veit hvað það vili
ESCORT CL
Verð frá kr.
398.000.-
ÞAU mistök urðu við vinnslu
blaðsins í gær að myndatextar
vixluðust með frétt um skipan
Sveins Björnsson í stöðu sendi-
herra. Nafn Sveins Björnsson var
undir mynd af föður hans Hend-
rik Sv. Björnsson og öfugt. Eru
hlutaðeigendur beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Lést eftir
umferð-
arslys
STÚLKAN, sem lést eftir um-
ferðarslys á Sogavegi í
Reykjavik i siðustu viku, hét
Dagný Lára Jónasdóttir.
Dagný Lára var 12 ára gömul.
Hún var búsett á Stykkishólmi, að
Sundabakka 11 þar í bæ.
Höföar til
-fólksíöllum
starfsgreinum!
ORION CL
Verð frá kr.
498.000.-
Munið Ford skiptikjörín
ESCORT — FORD ORION
Fnmidrifnir þýskir gæðábúar y
i) SVEINN EGILSSON HF. °* $
Skeifunni 17. Sími 685100. ’
fi ití »*%V | RHg 'k. '^Sij