Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Gaidsláttuvélin safia aa.a.'í ðw Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærö betur með A láL/k k .ijmuf ik i aAia iv' Vopnin kvödd Bókmenntir Erlendur Jónsson Ernest Hemingway: VOPNIN KVÖDD. 3. útg. 325 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1987. Árið 1941 komu Vopnin kvödd fyrst út á íslensku. Þá var flest umdeilt sem frá Halldóri Laxness kom, þar með talin þýðing hans á þessari bók. Kennarar gerðu sér til dundurs að telja »villumar«. Þarna var lifandi komið hið dæmigerða íslenska þras: Menn þrættu um alla skapaða hluti nema allra helst ágreiningsefnið sjálft sem í þessu dæminu var auðvitað pólitíkin. Allt um það voru ár þessi hagstæð bæði rithöfundum og útgefendum. Nógir peningar. En sárafátt til að kaupa nema — bækur! Úrvalsþýð- ingar komu því margar fram á sjónarsviðið; hlutfallslega fleiri en nú, hygg ég. Hver sá, sem fýlgjast vildi með, náði sér umsvifalaust í Vopnin kvödd. Nafn þýðandans taldist trygging fyrir því að þarna væri stórverk á ferð. Færri komu til með myndbönd IMÝ MYNDBÖND Þessar frábæru myndir koma út á morg- un, föstudaginn 29. maíf og verða fáanleg- ar á myndbandaleigum um land allt. myndbönd ■ TARGET Aöalhhítverk- G»ne Hackman og SírÁrthurPenn. ms hvarfsins. hasarmyndrneö ún/als ■ leikurum. áBSBí fortress AðaWutverteRache u\(ard (Pyrndugiarnir, AgainstAUOdds). Fiórir grímuktæddi b^ófarryðja^nm lítinn sveitaskola i Out hack i Ástratíu og ræna hinnibráðfalleguSaly (Rachel'NarÆásannt nemendum hennar. BóTamirlokaSatlyog Íl£Í SðartsÞegarglsla-nir tcynaaðfinnaserund- w ankomuteið. Mjög spennanai ogvelgerömynd. ,"ríí»£*“set“ H\nn CiSem m Söasí Athugid: Þessar myndir eru ekki væntanlegar í sjónvarpi ftoioor hf myndbönd itttinOf Hf myndbönd stoinorhf myndbönd Ernest Hemingway að lesa bók þessa sér til dægrastytt- ingar. Hemingway náði ekki til lesenda með svipuðum hætti og til að mynda Steinbeck sem mikið var þýddur og lesinn af háum og lágum. Hinn harðsoðni stíll, endalausar lýs- ingar á hversdagslegu bjástri, samtöl um allt og ekkert þar sem inngangsorðum var sleppt svo les- andinn varð helst að telja á fingrum sér til að fylgjast með hver sagði hvað — þetta var skáldskapur fyrir einhvers konar æðri smekk, en hreint ekki fyrir erfíðisfólk (eins og íslendingar voru þá flestir) sem las sér til hvíldar að dagsverki loknu. Fáir hafa gert sér þetta ljósar en þýðandinn. Hann sagði þá meðal annars í eftirmála: »Það er betra að geta þess fyrirfram, að lítið tjóar að fletta upp í Hemingway til að leita spakmæla eða „gullkorna". Maður verður, eins og við lestur íslendingasagna, að kunna að dæma um anda höfundarins af reisn hans allri eins og hún birtist í verkinu í heild.« En hver var þá þessi reisn? Síðar í sama eftirmála segir Laxness: »Töfrar Hemingways verða yfirleitt ekki fluttir af öðrum manni á ólíka tungu heldur felast þeir í anda þeim og orðalagi, sem höfundinum hefur tekist að gæða móðurmál sitt.« Þetta held ég að sérhver, sem tekur sér í hönd bók eftir Heming- way, verði að hafa í huga. Með persónu sinni, háttalagi og stíl höfð- aði Hemingway beint til landa sinna. Þegar bókin kom fyrst út, 1929, voru aðeins liðin ellefu ár frá lokum heimsstyijaldarinnar fyrri. Stríðið var því enn í fersku minni, en samt komið í nógu mikia fjarlægð til að unnt væri að skoða það í ljósi endur- minningar og endurmats. Og Hemingway var enginn skrifborðs- höfundur að dikta og fabúlera um hluti sem hann hefði hvorki heyrt né séð. Hann hafði lifað þetta sjálf- ur, verið hermaður í stríðinu, gengist í gegnum lífshættu þá sem því fylgdi að berjast á vígvelli; og síðan upplifað tómleika þann og vonbrigði sem striðslokin höfðu í för með sér. Að saka höfund um tilfinn- ingaleysi sem slíkt hafði reynt var víst ekki við hæfi, enda þótt hann sparaði sér að vinna upp úr þessu einhvers konar tárapressu. Það gildir um Hemingway eins og svo margan annan höfund sem haft hefur áhrif að maður verður að skyggnast að baki honum / tímanum til að átta sig á hvers vegna hann vakti svo mikla athygli sem raun bar vitni. Þótt okkur þyki stíll Hemingways ekki ýkja frumleg- ur nú gegndi öiðru máli fyrir sextíu árum. Ekkert þvílíkt hafði áður ver- ið fært í letur. Þetta var eitthvað alveg nýtt. Menn sáu brátt að Hem- ingway hafði blásið endumýjuðum lífsanda í skáldsöguna, gert hana að annars konar tjáningarformi en hún áður var. Hemingway var öðruvísi en hinir. Sú staðreynd þyk- ir alltaf markverð út af fyrir sig. En hversu lengi endist það skáld- verkum hans til brautargengis? Það er svo annað mál. »Heimsfræg bók, ef til vill dálítið fram yfir það, sem hún á skilið,« sagði Magnús Ásgeirsson í umsögn í tímaritinu Helgafelli 1942. Ætli ég geti ekki tekið undir það nú, fjör- utíu og fimm árum síðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.