Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 ASÍ, VSÍ og VMS: Fundur um endurskoðun samninga FORSVARSMENN Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna funduðu á þríðjudag um endur- skoðun kjarasamninganna frá því í desember, í ljósi þeirra launa- þróunnar, sem átt hefur sér stað síðan þá. Annar fundur er ákveð- inn í næstu viku. Fulltrúar Alþýðusambands fs- lands fór fram á endurskoðun samninga eftir að ljóst var að samn- ingar við opinbera starfsmenn fólu í sér meiri launabreytingar, en samd- ist um í desembersamningunum. Telja þeir að afleiðingar samninga opinberra starfsmanna verði launa- skrið á almennum markaði, sem verði til þess að lægst launuðu hóp- amir verði skildir eftir. Vilja þeir því að samningamir frá því í desem- ber verði endurskoðaðir. Nýjar reglur um burðarþolsútreikninga: Höfundamir hækkajarð- skjálftastaðalinn um 50% _ __ __ _ nnfímn Tillorvon nímní/v wóA - segir Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur „ÉG lít svo á að borgarráð hafi tekið afstöðu til hvernig á að fara mun hafa mikil áhrif á bygginga- með burðarþolsútreikning mannvirkja i framtíðinni,“ sagði Þórður markaðinn og ljóst að menn verða Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur, en borgarráð hefur sam- þykkt nýjar reglur um burðarþolsútreikninga í borginni. Reglurnar eru settar eftir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var að tilhlutan félagsmálaráðherra, sýndi að burðarþol tíu húsa í Reykjavík er ábóta- vant. að ætla sér mun lengri bygging- inni artíma. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að viðkomandi hönnuður beri ábyrgð á kostnaðinum sem hlýst af þessu eftirliti, gagnvart borg- sagði Þórður. Sovétmenn eiga sprengi- efniá Rjúpnahæð UM 10 tonn af sprengiefni, í eigu Sovétmanna, eru geymd á Rjúpnahæð fyrir ofan Reykjavík. Efnið á að nota vegna leiðangra sovéskra vísindamanna, sem fást við jarðsveiflumælingar hér á landi. Hluti efnisins er geymdur f gámum á hæðinni. Á Rjúpnahæð eru geymslur fyrir sprengiefni og eiga nokkuð margir aðilar efni þar, t.d. Orkustofnun, bæjarfélög, Vegagerð ríkisins, virkj- anir og ýmsir verktakar, sem á slíkum efnum þurfa að halda. Lög- reglan í Reykjavík hefur eftirlit með að tryggilega sé frá sprengiefnunum gengið og að þau verði ekki of göm- ul til notkunar. Sprengiefnið, sem Sovétmenn eiga, er í vörslu Orkustofnunar. Stef- án Sigurmundsson, fulltrúi hjá Orkustofnun, sagði að undanfarin sex ár hefðu Sovétmenn notað um 10-15 tonn af sprengiefni á ári við rannsóknir sínar. „Orkustofnun ber alfarið ábyrgð á þessu, því stofnunin hefur yfirumsjón með rannsóknum erlendra rannsóknarhópa hér,“ sagði Stefán. „Þessir hópar taka gjaman með sér sprengiefni hingað og það er geymt þar til á því þarf að halda. Orkustofnun hefur geymt slík efni fyrir fleiri hópa en Sovétmenn, til dæmis Þjóðveija. Geymslur Orku- stofnunar em fullar nú svo hluti efnisins er geymdur í gámum fyrir utan, en það er mjög tryggilega frá þeim gengið og þeir eru njörvaðir niður." «Ég er nokkuð ánægður með þessa niðurstöðu. Reglumar byggja á samsuðu úr tillögum meiri- og minnihluta sem fram komu á síðasta borgarstjómarfundi," sagði Þórður. „Ég hef ekki hugsað mér að gefa upp hvaða hús er um að ræða eða hveijir hönnuðu þau. Ég tel mig bundinn trúnaðarleynd gagnvart félagsmálaráðherra. Ef menn era á þeim buxunum að fella þunga áfellisdóma, þá vil ég benda á að sá staðall fyrir jarðskjálftaálag á byggingar skiptir landinu í þijú jarðskjálftasvæði og álagsmismun- ur milli svæða er töluverður. Samkvæmt staðlinum era Reykjavík og Kópavogur norðan Kópavogslækjar á áhættusvæði tvö. Það sem skýrsluhöfundar gera er að búa til milliflokk fyrir Reykjavík og hækka þannig reikningslega jarðskjálftaáraun um 50% frá því sem staðallinn gefur til kynna að hún eigi að vera. Það er hins vegar ekki hægt að áfellast menn fyrir að nota þann staðal sem þeir era með í höndunum. Þetta er atriði sem ég vil meðal annars fá álit Verk- fræðistofnunar Háskólans á.“ Þórður sagði að verkfræðistofn- unin væri að vinna úr niðurstöðum mælinga eftir jarðskjálftana sem urðu nýlega. Á Hellu á Rangárvöll- um þar sem þyngdarhröðun mældist hvað mest var hún um 6%, en á mælum í Reykjavík mældist engin hröðun í þessu tilviki. „Þáttur starfsmanna bygginga- fulltrúa í hönnun þessara húsa er auðvitað mjög slæmur, en við meg- um ekki gleyma því að þeir era ekki einu hönnuðumir sem hlut eiga að máli. Starfsmenn byggingarfull- trúa hafa leyfí til að taka að sér hönnun, en í þessum tilvikum þá hefur ekkert leyfí verið veitt," sagði Þórður. Hann benti á að tillögur borgar- ráðs fælu í sér róttækar breytingar, en samkvæmt þeim verða hönnuðir að skila inn útreikningum á burðar- þoli húsa með teikningum, sem óháður aðili fer yfír. „Þetta inngrip Röng túlkun á niður- stöðum skýrslunnar - segir Gunnar Sigurðsson byggingafulltrúi „ÉG var að mlnnsta kosti ekki rekinn,“ sagði Gunnar Sigurðsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, þegar hann var spurður álits á gagnrýni borgarráðs á starfsháttum embættisins. Borgarráð sam- þykkti á þriðjudag nýjar reglur um eftirlit með húsbyggingum eftir að birt var niðurstaða skýrslu um burðarþol tíu húsa í Reylgavík. „Ég tel gæta nokkurrar rang- túlkunar á niðurstöðum skýrslunnar sem félagsmálaráðuneytið lét gera og hef ákveðna fyrirvara þar á,“ sagði Gunnar. „Eg vil gagnrýna þær reikningsforsendur sem lagðar era til grandvallar og að þama er einungis um niðurstöður að ræða og ekki hægt að sannreyna þær. Fyrst og fremst gagnrýni ég 50% hækkun á reikningsstuðli fyrir jarð- skjálftaþol húsa, en Reykjavík hefur hingað til flokkast sem miðsvæði hvað jarðskjálftahættu varðar." Gunnar sagði að embætti bygginga- fulltrúa hefði bent á að styrkja þyrfti Foldaskóla og að það verk hafí verið unnið í samvinnu við Verkfræðistofnun Háskóla íslands. „Það er of mikið sagt að starfs- menn embættisins hafí verið í vinnu hjá byggingarmeisturam í bænum. Eins og fram hefur komið hjá borg- arverkfræðingi þá er það hans álit að byggingartæknifræðingar og verkfræðingar eigi að fá að taka að sér slík verkefni og því er ég sammála,“ sagði Gunnar. „Það er opinbert leyndarmál að launin eru lág en við þurfum að fá nokkuð góða menn í eftirlitið. Það fæst enginn maður til að vinna þessa vinnu nema með aukavinnu. Hins vegar verður að vera hóf á öllu þegar leyfí er gefíð, en slík leyfí voru ekki fyrir hendi í þessum tilvik- um. Ég vil engu spá um hvort tekið verði fyrir aukavinnuna en ég kvíði því að erfítt verði að fá menn til starfa ef það verður gert. Það verð- ur höfuðverkur eftirmanns míns.“ Herdís Þorvaldsdóttir formaður Lífs og lands afhendir Davíð Á. Gunnarssyni 200 tijáplöntur. Dalbraut 12: Ný unglinga- geðdefld opnuð OPNUÐ var í gær formlega ný unglingageðdeild Landsspítal- ans við Dalbraut 12. Fjöldi gesta var við opnunina og þeirra á meðal forseti íslands, frú Vigdls Finnbogadóttir ásamt fjölda gesta. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna bauð gesti vel- komna og lýsti byggingunni og byggingarsögu. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra flutti því næst ávarp og opnaði unglingadeildina formlega. Amór Pálsson umdæmisstjóri Kiwanis- hreyfingarinnar afhenti heilbrigð- isráðherra síðan framlag hreyfíngarinnar til byggingarinn- ar, 5,5 milljónir, sem fór í innrétt- ingar og búnað. Tómas Helgason prófessor rakti stuttlega sögu geðlækninga á íslandi og sleit Davíð Á. Gunnarsson því næst athöfninni. Herdís Þorvaldsdóttir afhenti fyrir hönd samtakanna Líf og land 200 tijáplöntur, sem plantað hafði verið fyrir utan geð- deildina. Það var fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári að borgarstjórinn í Reykjavík og heilbrigðisráðherra náðu samkomulagi um eiganda- skipti á jörðinni Ulfarsá, sem var í eigu ríkisins og húsnæðinu í Dalbraut, sem var í eigu Reykjavíkurborgar. í húsnæðinu er fyrir bamageðdeild, en báðar era þær hluti geðdeildar Lands- spítalans. Að sögn Davíðs Á. Gunnarsson- ar, er hér um 600 fermetra hús að ræða og pláss fyrir um 6 til 8 unglinga. Starfsmenn deildarinn- ar verða 17; læknar, hjúkruna- rfræðingar og annað starfsfólk. 15. júní mun fyrsti sjúklingurinn leggjast inn og um svipað leyti verður opnuð göngudeild. Sjúkra- þjálfunar- og iðjuþjálfunardeild verður opnuð síðar. „Það er ljóst að þörfín á þessari deild er mikil, enda er henni ekki síst ætlað að þjóna unglingum með eiturlyfja- vandamál," sagði Davíð Á. Gunnarsson. Morgunblaðið/Sverrir Mikið fjölmenni var viðstatt opnun unglingageðdeildarinnar. Fremst á myndinni eru (talið frá vinstrí)Tómas Helgason prófess- or, Ragnhildur Helgadóttir heilbrígðisráðherra, Fríðrik Sophus- son formaður stjómar Ríkisspítalanna, Vigdís Finnbogadóttir Forseti íslands, Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Rikisspítalanna og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Amór Pálsson afhendir Ragnhildi Helgadóttur heilbrígðisráð- herra framlag Kiwanishreyfingarínnar. Húsnæði hinnar nýju unglingadeildar að Dalbraut 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.