Morgunblaðið - 28.05.1987, Síða 58

Morgunblaðið - 28.05.1987, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 58 Bréf frá Noregi: eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Hann Arvid í næsta húsi er kom- inn í gifs, alveg upp í klof. Nú verður hún Turid, konan hans, að aka honum í vinnuna. Ég sé það héma út um eldhúsgluggann að það gengur eitthvað illa hjá henni að koma honum inn í bílinn, meira að segja sjeffírhundurinn þeirra er far- inn að ókyrrast. Skrýtið, og ég sem var einmitt að lesa það utan á mjölkurfemunni meðan ég var að borða morgun- matinn minn, að Norðmenn væm brothættasta þjóð í heimi. Þeir eru víst heimsmethafar í beinbrotum. Bein þeirra eru svona stökk vegna kaisíumskorts. Já, þetta stendur nú utan á norskum mjólkurfemum, og svo eru þeir vinsamlegast beðnir um að drekka meiri mjólk. Alveg vissi ég þetta. Norskt mataræði er auðvitað fyrir neðan allar heliur, þetta bannsetta brauð- át allan sólarhringinn, engin furða þótt menn brjóti sig þversum og langsum. Þetta er alls ekki bara mjólkurleysinu að kenna, þeir þamba alveg jafnmikla mjólk og við. Við skulum bara aðeins kíkja á matseðilinn hans Arvids. A morgnana fær hann sér brauð, í hádeginu fær hann sér brauð, um fjögurleytið borðar hann miðdegis- verð sem er heit máltíð og á kvöldin, en þá er hann vitanlega orðinn glor- hungraður aftur, fær hann sér aftur brauð. Sem sagt flórar máltíðir á dag, þar af þijár eintómt brauð. Fyrir utan það nú að sleppa oftast tíukaffinu, síðdegiskaffinu og kvöldkaffínu, þá em þeir langt á eftir okkur íslendingum hvað snert- ir hugmyndaríki og ijölbreytni í matargerð. Helst vilja þeir kjöt- bollur með brúnni sósu í allan mat og fara í fýlu ef þeir fá ekki brún- ost ofan á brauðið, en það er svona geitaostur sem þeir framleiða í Guðbrandsdal. Svo borða þeir þorsk og makríl en líta ekki við ýsunni, gefa hana kettinum. Grænmetis- og pulsukássur af öllum gerðum eru afar vinsælar, en steikur borða þeir aðeins ef þeir fá þær á tilboðs- verði. Kjöt er nefnilega óheyrilega dýrt héma eins og flest annað. Kaffí og kökur eru sjaldan á boð- stólum, bara ef gesti ber að garði, og þá er það klukkan tóif. Og hver hefur lyst á tertum klukkan tólf á hádegi? Því auðvitað ruglast þetta allt saman úr því að þeir borða miðdegisverðinn á kaffitímanum. Ef þeir eru með smásamkvæmi á kvöldin þá er alltaf það sama, pizza eða rækjur sem maður þarf að plokka sjálfur. Það yrði nú aldeilis upplit á þeim ef þeir kæmust í allar kræsingamar sem við íslendingar emm með í saumaklúbbum og sam- kvæmum. Svo ég tali nú ekki um ef þeir lentu í matarboði hjá okkur og fengju þessa frumlegu fínu frönsku rétti sem við höfum lært að búa til uppúr íslenskum tímarit- um. Eftir því sem ég hef heyrt, þá hafa verslanir reynt að bæta vöm- úrvalið hjá sér síðustu árin, það var víst ekki svo beysið hér áður fyrr. En mér er bara spum, hefur það nokkra þýðingu þegar fólk kaupir alltaf það sama og étur það sama? En ef þið haldið að það sé fátæk- legt um að litast í ísskápnum hjá þeim eða í búrinu þá er það mis- skilningur. Þeir em nefnilega hamstrarar, kaupa einungis vörar þegar þær em á tilboðsverði og sanka þeim svo að sér. Ég fékk snert af heilahristingi þegar ég sá inn í búrið hjá henni Turid. Eins og í verslun, þess vegna hægt að fara í búðarleik. Aldrei í lífínu fær hún að sjá inn í mitt. Svo em það tilboðsverðin í búð- unum sem era að gera mann gráhærðan. Matvömr em dýrar og Norðmenn svo sparsamir að kaup- menn neyðast til að hafa alltaf einhveijar vömr á útsöluverði. Svo má maður þeysast á milli verslana svefnlaus og búinn á taugum, með sífelldar áhyggjur að hafa misst af einhveiju á tilboði. Einn daginn sá ég auglýst í blöðunum heilhveiti- brauð á 3,90 stykkið, kosta annars um 10 krónur, svo ég rauk af stað þótt ég væri tímabundin og keypti 12 stykki í frystikistuna. Á leiðinni að kassanum til að borga sá ég að flöldi fólks stóð við eitt kæliborðið. Þar var þá frómas á tilboði, kr. 10,90 pakkinn, var áður á 22.90. Ég sá að flestir keyptu um 15 pakka, svo ég þorði ekki annað en að kaupa það líka, enda þótt ég borði aldrei búðarfrómas. Það em ekki einungis matvörar á tilboði, ég hef líka komið heim með ljósa- perar, regnhlífar, skrúfur, stflabækur, málningapensla og blei- ur; þótt ég eigi engin ungabörn sjálf: en þannig versla Norðmenn; kaupa allt á tilboðsverði, velta hverri krónu fyrir sér og aka svo burt með vaminginn á nýjum Benz. Sparsamir og nýtnir, og hafa með sér nestispakka í vinnuna. Gildir þá einu hvort um er að ræða hörð- ustu gæjana í menntaskólanum, verkamenn eða lækna. Ég mundi ekki blikka augunum þótt ég sæi Gróu taka upp nestispakkann sinn á þingpöllunum. Norðmenn era án efa íhaldssam- asta þjóðin í allri Evrópu. Þeim er meinilla við allar breytingar, halda fast í gamlar hefðir og þeim þykir ekkert sérlega flott það sem út- lenskt er. Sjálfír segja þeir að beinbrotin séu vegna mikillar skíða- iðkunar, harðneita því að mataræð- ið eigi sökina. Hvað þá með þessa sem ég sá í gifsi á ströndinni í sum- ar? segir ég æst. Þá horfa þeir þessum rólyndisaugum á mig, tyggja kjötbolluna sína og segja að það geri ekki svo mikið til að brotna aðeins, það grói með tímanum. Þá veit ég það, þeir hafa sem sagt ekki í hyggju að breyta matar- æðinu sínu, ég fæ víst að éta brauð og brúnost áfram. Hvemig er það bara hægt að vera svona íhaldssamur? Ekki eram við Islendingar svona. Alltaf eram við reiðubúnir að hlusta á aðrar raddir og prófa eitthvað nýtt. Við eram nefnilega heimsmenn. Við eigum flotta veitingastaði og stærsta diskótekið í Evrópu. Við eigum tvær sjónvarpsstöðvar (Norðmenn eiga bara eina, ha, ha!), margar útvarpsstöðvar og heilan helling af tímaritum sem í er svo fínn og dýr pappír að maður tímir varla að fletta þeim. Svo eigum við mörg dagblöð og margar stjórn- málaflokka, suma splunkunýja, þannig að við getum alltaf verið að breyta til, þurfum ekki að hjakka í sama farinu eins og Norðmenn. En ég skil bara ekki út af hveiju Norðmenn hafa svona mikið láns- traust í alþjóðabönkum. Þeir era í 9. sæti hvað það snertir, meðan við íslendingar eram í 36. sæti? Þetta hlýtur að vera einhver misskilning- ur. Norðmenn era ágætir blessaðir, þótt þeir gætu að vísu reynt að I málning TBíPr.lMÚR °G STEINSTEYW ^ ^MTlNUPyNNANLEG AKRYlM^ Hvirr marmarahvíti ÆHJarn O.FL UTANHÚSS ^guaanoi ALKYÐWIAUSIIN0- krowgrænt AKt,vi £ Mun OG ST£»HtilfJPU UT». ^nPLASTMAlNING VATNSPVNNANLe* HVhfTAo«fM Gegn steypuskemmdum Meira en venjuleg málning. Dugar vel. Ótrúleg ending. n it il it rl ii il ti il il t i it f I í t í i i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.