Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Viljirðu eitthvað
vandlegafest
vertu á fösiu med
Thorsmans þan-múrboltinn:
Festing fyrir þunga hluti í
steypu. örugg festing.
Thorsmans naglatappinn: Plast-
tappi meö skrúfunagla. (Þaö
nýjasta í dag...) Örugg festing
í vikurplötur og steinsteypu.
Thorsmans sjökrækjan. Upp-
hengja fyrir lampa, rör o.fl. f
stein og plötur. Þægilegt —
hentugt.
Thorsmans múrtappinn meö
þanvængjum. Betra toggildi. Til
festingar fyrir þunga hluti.
Örugg festing.
Thorsmans-monomax: Festing
fyrir plötur 3-26 mm. Ath. aðrar
gerðir fyrir þykkri plötur.
Jtf RÖNNING
SUNDABORG 15/104 REYKJAVÍK/
SÍMI (91)84000
Á morgun
Blik
Eiðistorgi
Ragnheiður O. Björns-
son — Minningarorð
Fædd 25. desember 1896
Dáin21.maí 1987
Með Ragnheiði 0. Bjömsson er
gengin væn og merk kona. Ég get
ekki látið hjá lfða að minnast þess-
arar föðursystur minnar sem ég
dvaldist langtímum hjá í æsku og
naut svo mikils ástríkis hjá.
Ragnheiður var eina dóttirin af
fjórum bömum Odds Bjömssonar,
prentmeistara á Akureyri, og konu
hans, Ingibjargar Benjamínsdóttur
Bjömsson, og það sem síðast kveð-
ur.
Böm þeirra vom: Bjöm prestur,
elstur þeirra systkina; þá Ragn-
heiður; þar næst Sigurður prent-
smiðjustjóri hjá Prentverki Odds
Bjömssonar og yngstur var Þór,
sem lengi var deildarstjóri hjá KEA.
Ragnheiður O. Bjömsson var
fædd í Kaupmannahöfn 25. desem-
ber 1896 og varð því 90 ára sl.
jóladag. Hún rak Hannyrðaverslun
Ragnheiðar O. Bjömsson á Akur-
eyri um 30 ára bil af mikilli
smekkvísi og dugnaði, enda ákaf-
lega listræn í eðli sínu. Ekki má
gleyma músíkhæfileikum hennar,
því hún var mikill píanisti og náði
ótrúlega mikilli tækni á því sviði.
Hún spilaði gömlu meistarana Beet-
hoven, Mozart og Bach af öryggi
og leikni. Maður fylltist aðdáun og
virðingu fyrir þessarí konu við að
hlusta á hana spila þessi sígildu
verk. Það vom ógleymanlegar
stundir.
Ragnheiður giftist ekki og átti
engin böm en þessi ástríka kona
breiddi sig yfír bræðrabömin og
þeirra böm. Ræktarsemi hennar í
garð samferðamanna hennar var
fágæt, enda sámaði henni ef hún
varð vör við ræktarleysi annarra.
Hún var mjög félagslynd og vildi
alls staðar verða til góðs. Hún var
fyrsti formaður Zontaklúbbs Akur-
eyrar og ein af stofnendum hans
og starfaði í þeim félagsskap meðan
heilsa og kraftar entust, af miklum
áhuga. Einnig var hún félagi í kven-
félaginu „Framtíðinni" um langt
skeið. En hennar aðalbaráttumál
var að beijast fyrir bættri heilsu
manna og aðhylltist hún af heilum
hug náttúmlækningastefnuna og
barðist fyrir þeim málum af lifandi
áhuga og var mjög fylgin sér eins
og allir vita sem þekktu hana. Hún
hafði unun af dansi, lærði hann og
kenndi víkivaka og stjómaði víki-
vakaflokki á Alþingishátíðinni á
Þingvöllum árið 1930, ásamt Ást-
hildi Kolbeins og Þorbjörgu Guð-
jónsdóttur. Hún var víðföml kona,
ferðaðist víða erlendis og eignaðist
trygga vini, enda sjálf traust og
vinföst. Hún hafði mikinn áhuga á
andlegum málum, var í Guðspekifé-
lagi Akureyrar og las mikið um
trúarleg efni. Hún var kona trúar
og bænar.
Ég vil að lokum þakka Öddu
frænku (eins og við frændsystkinin
köiluðum hana) liðnar samvem-
stundir sem ég naut sem bam og
unglingur á heimili hennar og
ömmu minnar, Ingibjargar. Ég ber
nafti þeirra beggja og dvaldi lang-
dvölum hjá þeim. Það var mér
dýrmætur skóli fyrir allt lífíð.
Amma var sterkur og fágætur per-
sónuleiki sem ekki er hægt að
gleyma. Af henni lærði ég mikið.
Ég bið Guð að blessa þær báðar.
Eftir að ég giftist og eignaðist mína
Þórður Sturlaugs-
son stórkaupmaður
Fæddur 26. október 1932
Dáinn 22. maí 1987
Þórður Sturlaugsson, stórkaup-
maður, er fallinn frá í blóma lífsins
54 ára að aldri. Útför hans fer fram
frá Dómkirkjunni á morgun, föstu-
daginn 29. maí kl. 13.30.
Þórður var sonur Guðborgar
Þórðardóttur frá Laugabóli við Djúp
og Sturlaugs Jónssonar, stórkaup-
manns, frá Skipum, Stokkseyri.
Hann var af Bergsætt.
Það var á vordögum 1947 að ég
kynntist Þórði fyrst á heimili for-
eldra hans á Vesturgötu 20. Á þeim
tíma var ég með Jóni bróður hans
í Verzlunarskólanum að lesa undir
vorprófín. Þá var Þórður í. Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga, í gamla
Stýrimannaskólahúsinu við Öldu-
götu.
Námsbraut Þórðar lá síðan í
Menntaskólann í Reykjavík. Braut-
skráður stúdent 1953, og að
stúdentsprófi loknu í viðskiptadeild
Háskóla íslands. Lauk Þórður
kandidatsprófí í viðskiptafræði vor-
ið 1957.
Á sumrum skólaáranna, stundaði
Þórður togarasjómennsku, m.a. á
b/v Röðli hjá aflaklónni Vilhjálmi
Ámasyni og hvalveiðar hjá Hval hf.
Þórður var með hærri mönnum,
vel limaður og rammur af afli. Þeg-
ar skólagöngu Þórðar lauk, vann
hann við fírmað Sturlaugur Jóns-
son, og Co, sem er umboðs- og
innflutningsverzlun, ásamt Jóni
bróður sínum sem var 2 árum eldri.
Eftir fráfall Sturlaugs, föður
þeirra, ráku þeir Jón og Þórður
fyrirtækið tveir, þar til Jón féll frá,
fyrir fáum árum, en Þórður síðan
einn. Allir nutu þeir feðgar frábærs
starfsfólks,, sem þeir mátu að verð-
leikum.
Við Þórður höfum hitzt næstum
daglega sl. 16 ár. Það var fróðlegt
að ræða við hann um ýmis dægur-
mál. Mat hans á mönnum og
málefnum var glöggt og framsetn-
ingin umbúðarlaus. Hafsjór var
hann af fróðleik um gamla menn-
ingu og sögu þjóðanna fyrir botni
Miðjarðarhafs, bæði ísraels og lönd
Islams. Áður en allt varð vitlaust í
Líbanon, var Þórður búinn að ferð-
ast þangað oft, oftast um jól og
áramót. Þórður var göngugarpur.
Ferðaðist mikið með Ferðafélagi
íslands og Útivist. Fór flestar helg-
ar með þeim félögum á árum áður.
Einnig mikið í flallabíl sem hann
eignaðist. Sá tindur er varla til hér
í nágrenni Reykjavíkur sem hann
hafði ekki klifíð. Gönguferð upp á
Esju var árviss atburður. Öðru
hvoru renndi Þórður fyrir lax og
siglung.
Þórður Sturlaugsson, var mikill
drengskaparmaður, vinfastur og
sómi sinnar stéttar. Félagsmála-
vafstur allskonar lét hann eiga sig,
en tók alvarlega aðild sína að
Frímúrarareglunni, og hefur mér
verið sagt að störf sín þar hafí
hann rækt vel. Borðfélagamir, sem
hittu Þórð á Hótel Borg, nokkuð
regluiega, margir daglega, undan-
fama áratugi, sakna vinar í stað.
Þórður var mikill nákvæmnismað-
ur, skipulagður í einkalífí og starfí.
Það var e.t.v. engin tilviljun að
þegar fráfall Þórðar bar að, kom í
Ijós að hann hafði í tæka tíð, gert
ráðstafanir um bókstaflega alla
hluti sem hann vörðuðu.
Þessum fáu línum um vin minn
Þórð Sturlaugsson vil ég ljúka með
eigin ijölskyldu hefur heimili Öddu
frænku verið okkar heimili þegar
við höfum dvalið á Akureyri. Þar
hefur gestrisni og ástúð umvafíð
okkur á hennar fallega og menning-
arlega heimili sem var svo persónu-
legt og einkennandi fyrir hana.
Þessar stundir eru okkur öllum
ógleymanlegar.
Við kveðjum hana með hjartans
þökk, Bjami, Hanna Gurra, Ragn-
heiður og ég. Við biðjum henni
guðs blessunar í nýjum heimkynn-
um.
Ingibjörg Ragnheiður
Björnsdóttir
Það var á fímmtudagsmorguninn
21. maí sl. að ég frétti að Adda
frænka hefði dáið þá um nóttina.
Hún er þá búin að fá hvíldina,
kannski var hún búin að bíða lengi,
orðin níræð og heilsutæp. Við sem
fengum að njóta samveru hennar
söknum hennar sárt. Hún var mik-
ill og góður vinur, sérstaklega okkar
bamanna. Alltaf var hún tilbúin að
leiðbeina litlum vini með hlýju og
einbeitni. Hvað það var gott að
koma til hennar hvort sem það var
á jóladag, sem líka var afmælis-
dagur hennar, eða í sumarkaffí,
alltaf var jafnvel tekið á móti okkur
og alltaf vorum við jafnmikilvægir
gestir. Við systkinin sem komum
oft til hennar vorum stolt af frænku
okkar. Mér fannst enginn eiga
svona fína og góða frænku eins og
við. Núna þegar hún er farin til
foreldra sinna og bræðra og ég rifja
upp liðnar stundir þá fínn ég sem
betur fer hvað bamið er enn sterkt
í mér og þær tilfinningar sakna
Öddu frænku hvað mest og þekktu
hana best. Ég þakka Öddu frænku
allt sem hún hefur gert fyrir mig
og mína.
I.R.V.
Aðfaranótt 21. maí lést hér í bæ
frk. Ragnheiður O. Bjömsson frv.
kaupmaður. Hún fæddist á jóladag
árið 1896 og var því nýlega orðin
níræð. Ragnheiður var dóttir hins
mikla athafnamanns Odds Bjöms-
sonar prentsmiðjueiganda og konu
hans, Ingibjargar Benjamínsdóttur.
Mig brestur kunnugleika til að rekja
ævi og störf Ragnheiðar, sem sann-
arlega voru bæði mikil og margvís-
leg, en langar þó til að minnast
hennar með nokkrum línum.
Fyrstu minningar mínar um
Ragnheiði em frá löngu liðnum
árum. Þegar ég var bam, kom ég
oft á tíðum með_ móður minni í
Hannyrðaverslun Ágústu Svendsen
í Reykjavík, en verslunina áttu þá
dætur Ágústu, þær Sigríðm' og
Amdís Bjömsdætur. Í versluninni
vann þá Ragnheiður O. Bjömsson.
Sigríður og móðir mín vom miklar
vinkonur og þurftu margt og lengi
að tala saman og sátu þá inni í
samúðarkveðjum til einkasonarins
Ólafs Sturlu, tengdadótturinnar
Margrétar og afadætranna Hmnd-
ar og Höllu.
Guð blessi minningu Þórðar Stur-
laugssonar.
Þorkell Valdimarsson
Mig langar að minnast með
nokkmm orðum frænda míns Þórð-
ar Sturlaugssonar. Það lærist seint
að skilja hvað sérhver stund í sam-
skiptum fólks er mikilvæg og hefur
mikla þýðingu oft á tíðum. Fyrst
þegar möguleikinn til að endumýja
gleði gærdagsins er ekki lengur
fyrir hendi verður manni svo átak-
anlega ljóst hvað stundin var stutt,
margt ósagt, margt ógert.
Þórður var sonur hjónanna Guð-
borgar Þórðardóttur frá Laugabóli
d. 1967 og Sturlaugs Jónssonar
stórkaupmanns frá Stokkseyri d.
1968. Hann var yngri sonur þeirra
hjóna, en Jón lést 1982. Nú em
Laugabólssystkinin 14 öll farin yfír
móðuna miklu og þijú af tíu bama-
bömum. Við Þórður vomm systra-
böm. Mér fannst hann alltaf vera
meira en frændi minn. Hann er
heimagangur heima í Tjamargöt-
unni, en Þór bróðir minn, sem lést
18. maí 1970, var jafngamall hon-
um. Þeir gengu í sama bamaskóla,
gagnfræðaskóla, menntaskóla og
luku kandidatsprófi í viðskiptafræð-
um árið 1957. Þórður starfaði síðan
við fyrirtæki föður síns „Sturlaugur
Jónsson & Co“. Hann helgaði fyrir-
tækinu alla sína starfskrafta enda
dafnaði það vel í höndum hans.
Þórður var mikill náttúmunn-
andi. Hann eyddi flestum frístund-
um sínum til útiveru og ferðaðist
mikið um landið bæði byggðir þess
og óbyggðir. Mörgum fannst Þórð-
ur oft vera kaldhæðinn og hijúfur
á yfírborðinu, en hann var mjög
drenglyndur og traustur frændi.
Hann þurfti að reyna ýmislegt í
sínu lífí, en hann lét tilfínningar
sínar aldrei koma í ljós.
Þórður kvæntist ekki en eignað-
ist einn son, Ólaf Sturlu f. 23. júlí
1955, og kennir hann við Garð-
yrkjuskóla ríkisins. Það var mikill
styrkur fyrir Þórð í veikindum
sínum að hafa Ólaf og fjölskyldu
hans. Hann var mjög stoltur af
þeim og þótti gott að heimsækja
þau í Hveragerði.
Þórður bar sterkar taugar til átt-
haga sinna og uppruna. Þannig tók
hann myndarlegan þátt í endurreisn
Nauteyrarkirkju í tilefni hundrað
ára afmælis hennar, sem langafí
okkar Jón Halldórsson bóndi á
Laugabóli byggði. Enda bar Þórður
mikla virðingu fyrir því fólki, sem
enn .háir sína lífsbaráttu við innan-
vert ísafjarðardjúp.
í vor barst mér og fleiri ættingj-
um Þórðar bókasending frá honum.
Var hann þar að senda okkur nokk-
ur eintök af ljóðabókum Höllu
Eyjólfsdóttur ömmu okkar. Þó að
við vissum ekki að hveiju stefndi
hjá honum hefur hann vitað það
sjálfur og því viljað koma þessum
perlum ættarinnar, sem hann hafði
eignast, í hendur ættingja sinna.
Svo brátt bar andlát hans að, að
mér mér tókst ekki að þakka honum
fyrir þessa sendingu, sem ég met
mikils.
Að skilnaði þakka ég Þórði
frænda fyrir tryggð fyrr og síðar
og sendi syni hans Ólafi Sturlu og
fjölskyldu bestu samúðarkveðjur.
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir