Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.05.1987, Blaðsíða 66
T8CI 1AM .8S aUOAOUTMMTí .QIQAJðVíUOHOM 66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, GUÐRÚN ANDREA EINARSDÓTTIR, Bogahlíð 8, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 26. maí. Sólveig Clausen, Finnur Hermannsson, Kristján Hermannsson, Óskar Hermannsson, Sjöfn Kristjánsdóttir, Stella Raatz, Harold L. Raatz, Björgvin Hermannsson, Annetta Hermansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON, Laugarholti, Nautahreppi, andaðist 26. maí. Helga Jónsdóttir, börn, tengda- börn, barnabörn og barnabarna börn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐBERG GUÐMUNDSSON, Selvogsgötu 19, Hafnarfirði, lóst í Borgarspítalanum 22. maí sl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 29. maí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Hjartavernd. Sigurbjörg Gísladóttir, Margrét Friðbergsdóttir, Bergþór Halldórsson, Högni Bergþórsson, Sigurbjörg H. Bergþórsdóttir, Halldóra Bergþórsdóttir. t STEINUNN SIGURBJÖRNSDÓTTIR frá Grfmsey lézt í Landakotsspítala föstudaginn 22. maí 1987. Jarðsett verður frá Miðgarðakirkju í Grímsey föstudaginn 29. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sundlaugarsjóð Grímseyjar. Hafliði Guömundsson, Stefán Friðfinnsson. Vinkona mín, t MARÍA RIIS, sjúkraþjáifi, Skoweje 119, Charlottenlund, lést 25. maí. Soffía Steinbach. t Sonur minn og bróðir okkar, GEIR GUÐBRANDSSON frá Siglufirði, lóst í Borgarspítalanum 8. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Ásgerður ísaksdóttir og systkini. t Eiginmaður minn, BENEDIKT BENEDIKTSSON, lést aöfaranótt 27. maí. Anna Jónsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI Á. ÞÓRARINSSON, Miðvangi 41, Hafnarfiröi, verður jarðsunginn fró Garðakirkju laugardaginn 30. maí kl. 10.30. Ólöf Guðnadóttir, Benedikt Björnsson, Viðar Guðnason, Guðrfður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Foreldraminning: Stefanía Sigmjónsdóttir og Jóhann Jónsson, Fornahvammi Mig, Sigríði Jóhannsdóttur, lang- ar að minnast foreldra minna með nokkrum orðum. Móðir mín, Stef- anía Sigutjónsdóttir, var fædd á Fallandastöðum í Hrútafírði 15. maí 1898 og hefði því orðið 91 árs þann dag. Faðir minn, Jóhann Jóns- son, var fæddur á Valbjamarvöllum í Borgarhreppi í Borgarfirði 29. janúar 1887 og hefði því átt aldar- afmæli í vetur. En þar sem ég af óviðráðanlegum ástæðum gat ekki minnst hans á aldarafmælinu nota ég nú fæðingardag móður minnar til að punkta niður fáein þankabrot frá löngu liðnum tíma sem aldrei kemur til baka. Mörg ein skýrist mynd sem svaf í muna hulin skugga er strýk ég móðu áranna af eigin sálargiugga. Þau hófu búskap og veitinga- rekstur í Fomahvammi og stunduðu hvort tveggja í 25 ár samfleytt ofr þar emm við fædd systkinin. Auk þess að vera bóndi og veitingamað- ur stundaði faðir minn einnig póstferðir fyrir Jón í Galtarholti, frænda sinn, að vetrinum — bæði sem fullmektur og eins sem fylgdar- maður. Var hann lengi í Galtarholti hjá Jóni áður en að hann hóf eigin búskap. Faðir minn var annálaður dugnaðar- og þrekmaður enda eng- um aukvisa ætlandi ferðir að vetrarlagi með fjölda flutningshesta og oft á tíðum fólk, sem fékk að vera póstinum samferða því í þá daga vom flestar ár óbrúaðar og lélegur og enginn vegur utan troðn- ingar eftir fætur manna og dýra yfir Holtavörðuheiði. Stórhríðir og frosthörkur grönduðu þá mörgum mönnum og skepnum sem þama áttu leið um. En þátt úr sögu föður míns má finna í sögu landpóstanna í viðauka við þátt Jóns í Galtarholti. Að þessu máli athuguðu gefur augaleið hversu stór þáttur móður minnar var bæði í bú- og gistihús- rekstrinum, fáliðuð í bænum. Hvenær hún svaf og vakti veit ég ekki, en eitt er víst að engum var úthýst, móti öllum tekið jafnt bæði háum sem lágum og ekki spurt um greiðslugetu heldur Guð lofaður fyrir að fólkið skyldi hafa náð til byggða heilu og höldnu þegar ofsa- veður geisuðu. Sumir þessa ferða- langa vom gangandi því þá var venja að vermenn gengu suður þeg- ar þeir fóm á vertíð. Móðir mín hlynnti bæði að mönnum og skepn- um. Ef hross vom með sá hún um að þau fengju bæði hús og hey, af fólkinu dró hún vosklæði, veitti mat og rúm. En sjálf vakti hún við að kynda eldavélina til að þurrka föt og sokkaplögg gestanna svo þau yrðu þurr og hlý þegar þeir byggj- ust til ferðar á ný. Þá var ekkert rafmagn, aðeins kolavél og olíuljós. Já, blessuð mamma mín, sem Sonur og tengdadóttir boða til jaröarfarar ÞÓRÐAR STURLAUGSSONAR fyrrverandi stórkaupmanns föstudaginn 29. maí nk. frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Ólafur Sturla, Margrót Gísladóttir og börn. Móðirokkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTBJÖRG TORFADÓTTIR, Rauðarárstfg 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. maí kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hennar láti líknarfélög njóta þess. Baldur H. Aspar, Þóra Guðnadóttir, Jón E. Aspar, Margrót Oddsdóttir, Kristfn Aspar, Jón Magnússon, Anna Aspar, Bernódus Ólafsson, Guörún Aspar, Jóhann Kristlnsson, Auður Aspar, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. sér að mætti mest prýða borgina frá siðferðilegu sjónarmiði séð. Já, það er svo misjafnt sem mennimir hafast að, segir Tómas Guðmunds- son í kvæði sínu „Hótel jörð“. Nú er þessi bygging komin vel á veg. Margir hafa stutt félagið bæði með vinnu og fjárframlögum. Þar hefur verið vel haldið á íjármunum og félagsmenn hafa stutt félagið með ráðum og dáð. Nú vona ég að fé- lagsmenn standi fast saman að láta draum Svanlaugar rætast um Katt- holt sem fyrst. Það er verðug minning um starf þeirra hjóna. Já, hann Gunnar Pétursson. Guð styrki hann í þungri sorg efri ára. Blessuð veri minning Svanlaugar Löve. vann öll sín störf af fómfysi og kærleika en ekki af von um fé og frægð heldur af gnægtum síns göf- uga hjarta. Já, hún var hetja og margar aðrar bændakonur, sem gegndu svipuðum hlutverkum á þessum tíma án spurningar um endurgjald. Þetta tekst aðeins hetj- um og nú eru þær allar horfnar eins og gömlu bæimir sem þær bjuggu í. Nútímakonunni með tískueldhúsin og heimilistækin myndi ekki ganga vel að skilja af- reksverk þessara horfnu kynsystra sinna. Ég get ekki betur séð þegar ég lít til baka, en að hér sé æði stór afrekskvennahópur, sem gleymst hefur að geta á spjöldum sögunnar. Það er verið að skrifa ótal bækur um embættismenn og stórbændur, en kvenna þeirra þó sjaldnast getið, og kannski ekki nema gott um það að segja. En hitt fólkið gleymist, sem lagði oft mesta liðið til að halda lífinu í sam- ferðamönnunum með greiðasemi og fómarlund. Þegar ég lít nú yfir þessi löngu liðnu ár frá því að ég var barn í Fornahvammi, yfir líf og störf foreldra minna, bæði í þágu fjölskyldunnar og ekki síður ann- arra, get ég ekki annað en verið stolt af því að vera dóttir þeirra og þakklát forsjóninni fyrir að hafa gefið mér slíka foreldra. Minningin lifir björt og hlý þótt leiðir hafi skilið því nú eru þau bæði horfin yfir móðuna miklu og ég efast ekki um að þau hafi fengið þar laun verka sinna eins og okkur er kennt í helgri bók. Guð blessi minningu þeirra. F.h. Sigríðar Jóhannsdóttur, Sigurunn Konráðsdóttir. Kveðjuorð: Svanlaug Löve Hún Svanlaug Löve er látin. Hún lést þann 30. apríl. Hún stofnaði Kattavinafélag Islands og var for- maður þess til hinstu stundar. Stöðugur var starfsdagur hennar fyrir félagið. í mörg ár tók hún þessi dýr heim til sín fyrir borgar- búa sem af ýmsum ástæðum þurftu frá að hverfa um lengri eða skemmri tíma. Hún Svanlaug tók á þeim mjúku málum sem alltof margir vilja ekki sinna í dag. Fyrir félagsins atbeina er nú í byggingu kattarheimilið, svona hugsaði hún Sigríður Lárusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.