Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 80

Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 80
STERKTKORT tfgtiiiMftfrUÞ Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 VERÐ f LAUSASÖLU 50 KR. Islenzku- prófin ekki endurmetin STARFSMENN menntamála- f-^áðuneytis hafa undirbúið nei- kvætt svar menntamálaráðherra við erindi hóps fslenskukennara varðandi það að úrlausnir á sam- ræmda prófinu í íslensku í vor verði endurmetnar. Kennaramir gengn á fund Sverris Hermannssonar, menntamálaráð- herra, á þriðjudag. Hrólfur Kjartans- son í menntamálaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að neitun ráðherra byggðist m.a. á því, að ekki sé full ástæða til þess að endurmeta prófin og svo er búið að slíta mörgum skólum. Sjá viðtöl við kennara á bls. 40-42. Aðalfundur SÍF: Verðjöfnun- arsjóður ver$i lagður niður AÐALFUNDUR SÍF, sem hald- inn var í gær, samþykkti meðal annars að beina því til næstu ríkissfjórnar, að Verðjöfnunar- sjóður fiskiðnaðarins verði Iagður niður. Ennfremur var því beint til stjórnar SÍF, að leitað verði samstöðu meðal hagsmuna- aðila í sjávarútvegi um mótun fiskveiðistefnu eftir að núver- andi lög falla úr gildi. Einnig var samþykkt að vísa því til stjómar, að hún kannaði áhuga meðal annarra hagsmunasamtaka innan sjávarútvegsins á stofnun samtaka atvinnurekenda í sjávarút- vegi. Sú hugmynd kom meðal annars fram hjá Friðrik Pálssyni, forstjóra SH, á aðalfundi SH í síðustu viku. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, varaði í ræðu sinni við auknum útflutningi á ferskum fiski, sem hann sagði stuðla að bættri stöðu keppinauta okkar um markaði fyrir unninn fisk. Hann sagði ennfremur að þessi út- flutningur væri farin að skerða atvinnu í ýmsum sjávarplássum. Siá nánari frásagnir af fundi SIF á bls. 77 Morgunblaðið/Júlíus Laust fyrir hálfellefu í gærkveldi, þegar formlegum stjórnarmyndunarviðræðum hafði verið slitið. Frá vinstri: Kristín Halldórsdóttir, þing- maður Kvennalista, Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks, Kjartan Jóhannsson, þingmaður alþýðuflokks, Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokks, Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalista og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks. Þorsteinn Pálsson sleit formlegum viðræðum í gærkveldi: Ágreiningnr um lög- bindingu lægstu launa Ákvörðun um framhaldið tekin á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks í dag UPP úr formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista slitnaði laust eftir kl. 22 i gærkveldi. Mat Sjálfstæðisflokks og Kvennalista á ástæðum þess að upp úr slitn- aði er það að ekki hafi náðst samkomulag um lögbindingu launa, en Alþýðuflokkur telur að ástæðurnar séu víðtækari, þ.e. að ekki hafi náðst samkomulag um fyrstu aðgerðir. Þingflokkur SjáJfstæðis- flokksins kemur saman til fundar síðdegis í dag og þar verður ákvörðun tekin um framhaldið. Viðræður aðila hófust á nýjan leik kl. 14 í gær, en áður hafði Þorsteinn Pálsson gengið á fund frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, og greint henni frá gangi viðræðnanna. Fundir stóðu svo með hléum í gær, þar sem fulltrúar hvers flokks um sig fóru afsíðis og ræddu málin. Það var svo um miðjan dag í gær sem fulltrúar Alþýðuflokks lögðu fram tillögur um fyrstu aðgerðir og leiddu þær til þess að vart varð bjartsýni meðal fulltrúa undir kvöld í gær. Þorsteinn Pálsson bað þá fulltrúa Kvennalista að gera upp hug sinn til ákveðinna atriða, eink- um og sér í lagi til þess hvort þær væru reiðubúnar að falla frá kröf- unni um tafarlausa lögbindingu lágmarkslauna og gerði hlé á fundi til kl. 21. Kvennalistakonur komu síðan tii fundar í gærkveldi með óbrejrtta afstöðu og er það varð ljóst, tók Þorsteinn þá ákvörðun að slíta viðræðunum. Sjá viðtöl við þau Þorstein Pálsson, Jón Baldvin Hanni- balsson og Kristínu Halldórs- dóttur á bls. 76. Stykkíshólmur: Mönnum bjargað frá köfnun í vélarrúmi Borgadómur: Barní dæmdar 5,7 mílljóna kr. bætur SEX ára gömlu bami voru í Borgardómi á þriðjudag dæmdar 5,7 milljónir f örorku- og miskabætur úr hendi ríkissjóðs, vegna tjóns sem það beið í fæðingu. Barnið er 100% öryrki og hefur vitsmunaþroska 2 -4 mánaða gamals barns. Foreldrum barnsins voru dæmdar samtals 1,5 milljón í bætur vegna miska og fyrir umonnun. Forsaga þessa máls er sú, að kona kom á fæðingardeildina til fæðingar og var bamið í þver- stöðu. Vakthafandi læknir framkvæmdi svokallaða ytri vend- ingu og var konan klukkustund síðar tengd sírita, sem skráir hjartslátt bams og legsamdrætti. Strimill úr þessum sírita hefur T hins vegar týnst og ekki fundist, þ.a. lítil gögn eru til um hjartsiátt fósturs. Síðan geristþað, að nafla- strengur fellur fram og óljóst hvað gerist fram að keisaraskurði 28 mín. síðar. Tveir læknar á fæðing- ardeildinni héldu því fram, að hugleiðingar hafí verið um að ná baminu út með sogklukku, en sjálfur neitar læknirinn að hafa reynt slíkt. í niðurstöðu dómsins segir að ósannað sé, að allt hafí verið gert, sem í valdi viðkomandi læknis stóð til að ná baminu út á sem skemmstum tíma eftir að nafla- strengurinn féll fram og óupplýst sé hvers vegna svo langur tími leið frá slysinu, þar til konan var svæfð fýrir keisaraskurð. „Það verður að ætla að þessi tími kunni að hafa skipt sköpum um ástand bamsins og líkur þess til að kom- ast óskaddað úr fæðingunni. Eins og málsatvikum er háttað, þykir sönnunarbyrðin um þessi atriði hvfla á stefndu." TVEIMUR rafvirkjum í Stykkis- hólmi var bjargað úr vélarrúmi mótorbáts í vikunni. Mennimir unnu við að hreinsa rafal og úðuðu leysiefni á spólur og lok rafalsins. Blásari í vélarhúsinu var óvirkur og mettaðist loftið fljótt. Þegar komið var að mönn- unum var annar þeirra meðvit- undarlaus, en hinn með lftilli meðvitund. Þeir vom fluttir á sjúkrahús en fengu að fara heim eftir sólarhringsdvöl. Karl Matthías Helgason rafvirlqa- nemi var sá sem missti meðvitund niðri í vélarrúminu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hafi farið niður í bátinn um klukkan fimm á mánudaginn ásamt félaga sínum og bytjuðu þeir á því að úða efninu á spólur og lok rafalsins. Eftir stutta stund fóru þeir upp til að jafna sig vegna þess að loftið niðri í vélarrúminu var orðið mjög mettað. Aður höfðum þeir athugað hvort ekki væri hægt að setja vélar- hússblásarann í gang, en svo var ekki. „Við fórum svo aftur niður og byijuðum að hreinsa" sagði Karl. „Úðarinn var í gangi og smám sam- an leið ég út af og vissi ekkert af mér. Ég man ekkert fyrr en ég var kominn upp á dekk og fólk var að stumra yfir mér“. Að sögn Sveins Inga Lýðssonar lögregluvarðstjóra í Stykkishólmi voru mennimir mjög hætt komnir. Hann sagði að það væri bæði tilvilj- un og snarræði að þakka að þeim varð bjargað. Rafvirkjamir höfðu hitt mann sem sendist fyrir verslun á staðnum og beðið hann að versla fyrir þá og koma því til þeirra í bátinn. Hann kom um einum og hálfum tíma fyrr en hann hafði gert ráð fyrir og rétti þeim vaming- inn niður um opið á vélarrúminu. Annar mannanna tók við því, en þegar maðurinn hafði yfirgefið bát- inn áttaði hann sig á því að ekki var allt með felldu. Hann hitti menn úr áhöfn Hrímnis frá Stykkishóimi á bryggjunni og fór að ræða um þetta við þá. Þeir brugðust snarlega við og fór einn maður niður í vélar- rúm bátsins. Þá var annar rafvirkj- anna orðinn meðvitundarlaus og hinn rænulítill. Þurfti að sælq'a annan þeirra langt inn í vélarrúmið og sagði Sveinn Ingi að björgunar- maðurinn hefði lagt sig í mikla hættu við að ná manninum upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.