Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987
I ÞIIMGHLEI
Samstarf ríkis og sveitarfélaga:
Tillögur að kerfisuppstokkun
Tvær ráðherraskipaðar nefndir hafa
farið ofan í saumana á tekju- og verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga og sett
fram tillögur um nokkra kerfisupp-
stokkun. Lagt er til að ríkið taki yfir
ýmsar fjárhagslegar skuidbindingar
sem nú hvila á sveitarfélögunum. Á
sama hátt er lagt tíl að flytja verkefni
og kostnað frá ríki til sveitarfélaga.
Þá er lagt til að breyta úthlutunarregl-
um Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á
heildina litið er talið að tillögurnar leiði
til einföldunar, skýrari marka á milli
verkefna ríkis og sveitarfélaga - og að
sveitarfélögin komi kostnaðarlega séð
skár út úr dæminu eftir en áður, ef
tillögurnar ná fram að ganga.
Agallar núverandi verka-
skiptingar
Helztu ágallar núverandi verkaskipting-
ar ríkis og sveitarfélaga eru taldir þessin
* 1) Ríkið hefur nú með höndum verk-
efni sem betur væru komin í höndum
heimamanna, bæði hvað varðar kostnað
og gildi þjónustu. Röksemdin er þekking
heimamanna á staðbundnum aðstæðum,
sem og á óskum og þörfum þeirra, sem
verkefnin eiga að þjóna.
* 2) Verkaskipting ríkis og sveitarfélag
er óskýr og flókin og mikil vinna er lögð
í margs konar uppgjör á milli þessara aðila.
* 3) Ákvarðanir um framkvæmdir eru
oft teknar af aðilum sem ekki bera síðan
nægilega ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri
verkefnis.
* 4) Sveitarfélögin eru, of mörg, fjár-
hagslega ósjálfstæð og of háð ríkisvaldinu.
Markmið endurskoðunar og tillögugerð-
ar er að bæta úr framangreindum ágöllum
og nálgast það hagkvæmnismarkmið, að
saman fari frumkvæði, framkvæmd og
fjárhagsleg ábyrgð á stofnkostnaði og
rekstri í opinbera geiranum.
Efnisatriði breytingartil-
lagna
í tillögum verkaskiptanefndar eru m.a.
lagðar til eftirfarandi breytingar:
* Sveitarfélögin kosti byggingu og
rekstur grunnskóla að öðru leyti en því
að ríkið greiði áfram kennslulaun. Þau
hafí á sinni könnu öll opinber afskipti af
byggingu félagsheimila sem og stuðningi
við æskulýðsfélög. Sveitarfélög og byggð-
asamlög beri stofnkostnað og rekstur
byggðasafna. Sama máli gegnir um bygg-
ingu almennra dagvistarstofnana. Ríkið
hætti styrkveitingum við byggingar vatns-
veitna. Sveitarfélögin fari með forsjá
heilsugæzlu utan sjúkarhúsa og greiði
stofnkostnað og rekstur hennar að öðru
leyti en því sjúkratryggingakerfíð greiði
kostnað við vinnu lækna og lyfjaávísanir.
Þau hafí og forræði um byggingu og rekst-
ur opinberra dvalarheimla, hjúkrunar-
heimla og þjónustuíbúða fyrir aldraða, sem
og heimahjúkrun og heimilisþjónustu.
Loks hættir ríkið rekstri landshafna og
afhendir þær viðkomandi sveitarfélögum.
* Ríkið hafí allan kostnað af fræðslu-
skrifstofum og framhaldsskólum, þar með
núverandi hluta sveitarfélaga við fjöl-
brautarskóla, iðnskóla, öldungadeildir
o.sv.fv. Ríkið sjái alfarið um stofn- og
rekstrarkostnað opinberra sjúkrahúsa sem
og sjúkradeilda fýrir aldraða, meðferðar-
heimila, sérhæfðra heimila fyrir fatlaða.
Hér að framan er stiklað á stóru í tillög-
sagan.
Tillögnr fjármálanefndar
Fjármálanefnd hefur síðan lagt fram
tillögur um fjármálaleg samskipti ríkis og
sveitarfélaga í tengslum við breytingar á
verkaskiptingu. Nefndin kveðst hafa haft
að leiðarljósi að ríki og sveitarfélög séu
ekki að fást við sömu málaflokka. Dregið
verði mjög úr því að ríkissjóður veiti á
ijárlögum ijárveitingar til einstakra verk-
efna á vegum sveitarfélaga. í staðinn komi
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
flárstuðningurúr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga og auknar lánveitingar úr Lánasjóði
sveitarfélaga.
Meðal tillagna nefndarinnar má nefna:
* Ríkissjóður taki að sér verkefni
sjúkrasamlaga og kostnað af þeim að öðru
leyti en því að sveitarfélögin annist núvar-
andi útgjöld sjúkrasamlaga vegna heima-
þjónustu, kostnað við rannsóknir á
heilsugæzlustöðvum og samningsbundnar
fastagreiðslur til heimilislækna. Þessum
þáttum verði létt af sjúkratryggingum og
sveitarfélögin beri þennan kostnað.
* Sveitarfélögin hætti að greiða hluta
af tannlæknakostnaði og ríkið taki að sér
þessar skuldbindingar. Einnig er lagt til
að rfkið taki að sér skuldbindingar sveitar-
félaganna varðandi Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð.
Loks er lagt til að breyta úthlutunar-
relgun Jöfnunarsjóðs í þá átt að bæta
fámennari sveitarfélögum upp þann kostn-
að, sem leiðir af breyttri verkaskipan,
samkvæmt áðumefndum tillögum. Gert
er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður veiji meira
fé til að jafna útgjöld sveitarfélaga og
styrkja smærri sveitarfélög til að annast
lögbundin verkefni.
Lagt er til að framlög Jöfnunarsjóðs
verði þrenns konar: bundin framlög (17%
af ráðstöfunarfé sjóðsins) sérstök framlög
(28%) og almenn framlög (55%), sem jafn-
að yrði á sveitarfélögin eftir íbúatölu.
Sérstök framlög verði skilyrt, en þeim er
ætlað að standa undir kostnaðarsömum
stofnframkvæmdum hjá fámennum sveit-
arfélögum.
í fréttatilkynningu félags- og fjármála-
ráðuneyta um tillögur nefndanna segir:
„Niðurstöður athugnar á áhrifum til-
lagna nefndanna benda til að breytingam-
ar létti meira á rekstrarútgjöldum af
kaupstððum og kauptúnum en sem nemur
kostnaði af þeim viðbótarverkefnum sem
til þetta flyttust." Minni stijálbýlissveitar-
félög stæðu ver að vígi, ef ekki kæmu til
breyttar úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðs-
ins.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Að
beiðni verður endurflutt prédikun
frá í vetur um trúartáknin f Dóm-
kirkjunni. Organleikari leikur á
orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir
messuna. Sr.,ÞórirStephensen.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11
árdegis. Organleikari Jón Mýrdal.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Guðsþjónusta kl. 11 í Bústaða-
kirkju. Ath. breyttan messustaö.
Organisti Daníel Jónasson. Sr.
Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjón-
usta kl. 11. Ath. breyttan
messutíma. Organisti Daníel Jón-
asson. Sr. Gísli Jónasson
messar. Sóknarnefndin.
DIGRAN ESPREST AKALL:
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Árelfus
Níelsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Sóknarnefnd
Hólabrekkusóknar boðin velkom-
in til starfa. Meðlimir sóknar-
nefndanna í Fellasókn og
Hólabrekkusókn flytja ritningar-
lestur og bæn. Organisti Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Ragn-
heiður Sverrisdóttir djákni.
FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið
í myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn
boðin sérstaklega velkomin.
Framhaldssaga. Við píanóið Pa-
vel Smmid. Sr. Gunnar Björns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Safnaðarferð
í Borgarfjörð. Lagt af stað frá
Grensáskirkju kl. 09.30 árdegis.
Tekið þátt í messu í Reykholts-
kirkju kl. 14. Skoðunarferð um
héraðið meö leiðsögumönnum.
Komið til Reykjavíkur kl. 18. Allir
velkomnir með. Sóknarnefndin.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusspn.
Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organleikari Orthulf Prunner. Sr.
Arngrímur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur Sig. Haukur
Guðjónsson. Organisti Violetta
Smidova. Sóknarnefnd.
LAUGARNESKIRKJA: Engin
messa í sunnudag. Sóknarpest-
ur.
Guðspjall dagsins:
Jóh. 15.: Þegar huggarinn
kemur.
NESKIRKJA: Sameiginleg guðs-
þjónusta Nes- og Seltjarnarnes-
safnaða í Neskirkju kl. 11. Kór
Seltjarnarnessafnaðar syngur.
Organisti Sighvatur Jónasson.
Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Nk. miðvikudag
fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson.
SEUASÓKN: Guðsþjónusta f
Ölduselsskólanum kl. 11 árdegis.
Altarisganga. Aðalsafnaðarfund-
ur Seljarsóknar verður í Tindaseli
3, mánudaginn 1. júní kl. 20.30.
Sóknarprestur.
SELTJARNARN ESPRE-
STAKALL: Sameiginleg guðs-
þjónusta Nes- og Seltjarnarnes-
safnaðar í Neskirkju kl. 11. Ath.
breyttan messustað. Kór Selt-
jarnarn^ásafnaðar syngur.
Organísti Sighvatur Jónasson.
Preétur Solveig Lára Guðmunds-
dóttir.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
KIRKJA óháða safnaðarins:
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þór-
stelnn Ragnarsson.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
kl. 14. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema laugardaga
þá kl. 14.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa kl. 14 í Lágafellskirkju.
KAPELLA St. Jósefssystra f
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
KAPELLA St. Jósefsspítala: Há-
messa kl. 10. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
k. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkju-
dagurinn með guðsþjónustu kl.
14 og kaffisölu Kvenfélagsins
Fjólu í Glaðheimum að messu
lokinni. Sóknarnefnd.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Aðalsafnaðarfundur
í verkalýðsfélagshúsinu í Sand-
gerði kl. 21. Sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA f Vind-
áshlfð: Guðsþjónusta kl. 14.30.
Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Kaffisala verður aö
lokinni guðsþjónustu.
AKRANESKIRKJA: Messa k.
10.30. Organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Sr. Björn Jónsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Fermingar-
messa kl. 13.30. Sr. Tómas
Guðmundsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam-
koma ef veður leyfir á Lækjart-
orgi kl. 16. Hjálpræðissamkoma
kl. 20.30. Aæma Caspersen frá
Noregi talar. KFUM og KFUK.
Engin samkoma á Amtmannsstíg
2b annað kvöid, en guðsþjónusta
og kaffisala verður á morgun í
Vindáshlíð kl. 14.30.
H AFN ARFJ ARÐARKIRKJ A:
Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt-
an tíma. Guðný Árnadóttir
messósópran syngur. Organisti
Helgi Bragason. Gunnþór Inga-
son.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla-
delffa: Safnaðarguðsþjónusta kl.
14. Ræöumaður Guðmundur
Markússon. Almenn guösþjón-
usta kl. 20. Ljósbrot og kór
kirkjunnar syngja. Skírnarathöfn.
Fórn til kirkjunnar. Ræðumaður
Sam Daniel Glad. Þessari guðs-
þjónustu verður útvarpað á
annnan í hvítasunnu.
Anna Fugaro
í Menningar-
stofnun Banda-
ríkjanna
SÝNING Önnu Fugaro á „col-
lage“-verkum í Menningarstofn-
un Bandaríkjanna, Neshaga 16,
verður framlengd þannig að opið
verður um helgina 30. og 31. maí
frá kl. 14.00 til 22.00 báða dag-
ana.
Ferming
Ferming í Þorlákskirkju 31. maí
kl. 13.30.
Amar Freyr Ólafsson,
Eyjahrauni 1.
Helga Halldórsdóttir,
Reykjabraut 23.
Rannveig Jónsdóttir,
Oddabraut 19.
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
]