Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 40
Tónleikar í
Borgarbíói
ÞAU Martin Berkofsky og Anna
Málfríður Sigurðardóttir halda
píanótónleika i Borgarbíói í dag,
laugardag, kl. 17.00.
Á efnisskránni verða verk eftir
Schubert, sem Anna Málfríður og
Martin leika fjórhent, en á síðari
hluta tónleikanna flytur Martin són-
ötu í f-moll eftir Johannes Brahms.
Öllum ágóða af tónleikunum verður
varið til að standa undir kostnaði
við píanónámskeið, sem haldið er
þessa dagana á vegum Tónlistar-
skólans á Akureyri og Martin
leiðbeinir á. Miðaverð á tónleikana
verður 400 krónur. Námskeiðinu
lýkur fostudaginn 5. júní með tón-
leikum þátttakenda í Tónlistarskól-
anum.
54 sjómenn sóttu slysavarnaskólann
Slysavarnaskóli sjómanna hefur verið með námskeið á Akureyri í vikunni fyrir
sjómenn hér norðanlands.
Námskeiðið sóttu 54 þátttakendur frá Akureyri og úr næstu bæjum og þorpum.
Kennsluskipið Sæbjörg hefur legið við bryggju á Akureyri síðan fyrir helgi, en þar fer
kennslan fram að stærstum hluta. Félagar úr Slökkviliði Akureyrar voru að leiðbeina
um notkun slökkviefna þegar blaðamann bar að garði. Ýmiss konar efni voru prófuð
og áhrif þeirra á eldinn svo sem froða, halon, kolsýra, vatn og duft.
Starfsfólk fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra:
Uppbyggingm haldi áfram
Passíukórinn verður með vortónleika á Akureyri 1. júní.
Vortónleikar Passíukórsins
Vortónleikar Passíukórsins á
Akureyri verða haldnir í Akur-
eyrarkirkju mánudagskvöldið 1.
júní og hefjast þeir kl. 20.30.
Á efnisskránni eru þijú verk sem
flutt verða með kór, einsöngvurum
og hljóðfæraleikurum. Þau eru
Messa í A-dúr eftir César Franck,
Kantata eftir G.P. Telemann og „Oh
sing unto the Lord" eftir G.F. Hand-
el. Verkin eru öli fyrir þríraddaðan
kór, sópran, alt og bariton. Hljóð-
færaleikarar koma bæði af Norður-
landi og úr Reykjavík. Meðal þeirra
eru Oliver Kentish á selló, Úlrik
GOLFKLÚBBUR Akureyrar vigði
í fyrrakvöld nýtt húsnæði sitt á
Jaðri, golfvelli þeirra Akur-
eyringa. Húsnæðið, sem er við-
bygging við eldri skála, hefur
verið stækkað um helming, en í
nýbyggingunni er fullkomin eld-
húsaðstaða, Iftil húsvarðaribúð,
golfverslun í norðurenda ásamt
verkstæði og salur hefur verið
stækkaður til muna.
GA hefur haft á sínum snærum
breskan atvinnugolfkennara í rúmt
ár og hefur nú verið gerður atvinnu-
samningur við hann til þriggja ára
til viðbótar. Auk kennslustarfanna
sér David Bamwell um golfverslun-
ina á Jaðri og gerir við golfvörur.
Ný stjóm, sem kosin var á aðal-
fundi GÁ sl. haust, ákvað að ráðist
skyldi í stækkun á skálanum. Bygg-
ingarframkvæmdir hófust þann 4.
apríl síðastliðinn með því að gamli
bærinn á Jaðri var rifinn. Síðan hef-
ur smíðalátunum ekki linnt svo færri
félagar hafa komist að en viljað hafa
og nú sjö vikum síðar er húsið full-
búið, að sögn Gunnars Sólnes,
formanns GA. Húsið er byggt úr
steyptum einingum frá Möl og Sandi
á Ákureyri, en að stórum hluta með
vinnu golfaranna sjálfra. Gunnar
sagði að kostnaður við bygginguna
Ólason á orgel og Monika Aben-
droth á hörpu, en hörpuleikur
heyrist ekki oft hér á Akureyri.
Einsöngvarar á tónleikunum
verða þau Margrét Bóasdóttir sópr-
an, Þuríður Baldursdóttir mezzo-
sópran, Michael J. Clarke tenór og
Halldór Vilhelmsson bassi. Þau
hafa öll sungið með Passíukómum
áður. Passíukórinn er nú á sínu
fimmtánda starfsári. Hann hefur
frá upphafí einbeitt sér að flutningi
stærri kórverka og hefur yfírleitt
haldið tvenna tónleika á ári hverju.
Roar Kvam hefur stjómað Passíu-
kórnum frá stofnun hans.
gæti hafa numið 8 til 10 milljónum
króna ef með er talin vinna sjálf-
boðaliðanna. GA hefði einnig fengið
styrk góðra manna auk þess sem
bæjaryfírvöld hefðu styrkt framtak-
ið.
í GA eru um 500 meðlimir, þar af
á annað hundrað konur og unglinga-
hreyfíng sem telur um 200 félaga.
Þeir njóta allir tilsagnar Barnwells
án endurgjalds. Þá starfa hátt í fjör-
utíu unglingar á vellinum í sumar
við snyrtingu og viðhald og er það
starf hluti af unglingavinnu Akur-
eyrarbæjar.
Golfvöllurinn á Jaðri er stærsti
golfvöllur landsins, alls um 70 hekt-
arar, og jafnframt nyrsti 18-holu
golfvöllurinn. Klúbburinn hefur feng-
ið loforð um allt að 20 hektara til
viðbótar, en ekki verður ráðist í þær
framkvæmdir á þessu ári, að sögn
Bjama Ásmundssonar, formanns
mótanefndar. „Jaðarvöllur hefur
aldrei verið í jafn góðu ásigkomulagi
og einmitt nú. Hann hefur oft verið
blautur á vorin, en nú er hann
skraufaþurr. Ýmislegt hefur verið
gert til að hafa völlinn í góðu ásig-
komulagi nú ekki síst vegna lands-
mótsins, sem haldið verður á
Akureyri dagana 26. júlí til 1. ágúst.
Búist er við allt að 250 þátttakendum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
starfsfólki fræðsluskrifstofu
Norðurlandsumdæmis eystra:
„Síðan menntamálaráðherra,
Sverrir Hermannsson, vék Sturlu
Kristjánssyni, þáverandi fræðslu-
stjóra, fyrirvaralaust úr starfi þann
13. janúar sl. hefur starfsfólk
fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra
(og fleiri aðilar) ítrekað lýst eftir gild-
um rökum fyrir þeirri ákvörðun. Slík
rök hefur ráðherra ekki tekist að
færa fyrir ákvörðun sinni, en þess í
stað haft í frammi dylgjur og per-
sónulegan óhróður í garð Sturlu
Kristjánssonar auk ýmissa ummæla
í garð starfsfólks skrifstofunnar og
vissra starfsstétta þar, sem telja má
atvinnuróg af versta tagi, þegar sjálf-
ur menntamálaráðherra landsins
opinberar hleypidóma sína og fáfræði
með þeim hætti, sem þjóðin sjálf
hefur orðið vitni að í fjölmiðlum und-
anfarna mánuði.
Starf Sturlu Kristjánssonar á
fræðsluskrifstofunni var ekki ein-
angiað og úr tengslum við störf
annarra þar. Því var hin gerræðislega
ákvörðun ráðherrans um brottvikn-
ingu Sturlu um leið áfellisdómur á
starfsemi skrifstofunnar yfirleitt.
á landsmótið."
Þá verður Arctic Open, alþjóðlegt
mót, haldið á Akureyri 25. og 26.
júní. Leikið verður á Jónsmessunótt,
frá kl. 21.00 um kvöldið þangað til
sólin kemur upp næsta morgun.
Meðal keppenda verður aðstoðarrit-
stjóri Golf World í Bretlandi og mun
hann skrifa greinar í blaðið um mó-
tið og um Island í leiðinni. Bjarni
sagði að haldin yrðu svokölluð stiga-
mót á hveiju fimmtudagskvöldi, alls
17 sinnum. Leiknar verða níu holur
með fullri forgjöf og sá sem flest
stigin hefur í lok sumars fær utan-
landsferð í verðlaun sem er golfferð
Ráðuneytið hefur síðan lýst því yfir
að sú hafí alls ekki verið ætlunin,
ráðuneytið hafí ekkert út á störf
starfsfólks að setja. Þar sem embætt-
isfærsla er meira en starf eins manns,
má síðan draga þá ályktun að eitt-
hvað annað hafi ráðið ferðinni þegar
ráðherra tók ákvörðun stna um að
víkja Sturlu frá.
Það var því full ástæða fyrir starfs-
fólk að íhuga hvort vinnandi væri
undir því ámæli, sem í ákvörðun ráð-
herrans fólst sem og seinni ummæl-
um hans. Starfsfólk skrifstofunnar
er ráðið af fræðsluráði umdæmisins
og fyrir tilmæli þess var ákveðið að
halda störfum áfram eftir því sem
skilyrði leyfðu.
I kjölfar brottvikningar Sturlu
Kristjánssonar upphófst mikil deila
milli menntamálaráðherra/mennta-
málaráðuneytis og fræðsluyfirvalda/
skólamanna á Norðurlandi eystra.
Sú deila er óleyst. Sem yfirmanni
menntamála í landinu ber ráðherra
að leggja sig fram um að leysa slíkar
deilur og ekki síst þegar þær valda
jafn alvarlegum trúnaðarbresti milli
tveggja afgerandi aðila í framkvæmd
skólahalds og hér um ræðir. í yfír-
standandi deilu hefur menntamála-
ráðherra algerlega brugðist þessari
til Skotlands næsta vor. Þá verður
Mitzubishi-mót haldið á Jaðri dagana
4. og 5. júlí þar sem fyrstu verðlaun
verða bifreið og er það mót öllum
opið.
Hermann Sigtryggsson, íþrótta-
fulltrúi Akureyrarbæjar, sagði
félagana hafa staðið sig frábærlega.
Fyrir þá hlyti þetta að vera stórt
átak, en fyrir bæinn yrði þetta mikil
prýði. Hermann sagði golfáhugann
mikinn á Akureyri enda dyldist það
engum sem séð hefði áhugamennsk-
una í verki við framkvæmdimar
síðustu tvo mánuðina.
skyldu sinni og þar með sýnt af sér
vítavert ábyrgðarleysi. Við fullyrðum
að engar tilraunir hafí verið gerðar
til að leysa þessa deilu og þaðan af
síður reyndar til þrautar. Með því að
setja sinn mann í fræðslustjórastarfið
nú, gegn yfirlýstum vilja heima-
manna og landssamtaka kennara og
skólastjóra virðist ráðherra hafa fyr-
irgert möguleikum sínum til að ná
fram friðsamlegri lausn þessarar
deilu.
Með setningu Ólafs Guðmundsson-
ar, skólastjóra á Egilsstöðum og
fréttaritara Morgunblaðsins þar
eystra, hefur menntamálaráðherra
enn á ný hundsað vilja heimamanna
og sniðgengið tvo aðra umsælqendur,
sem báðir hafa starfsreynslu og
menntun umfram Ólaf Guðmundsson
til fræðslustjórastarfsins. Við for-
dæmum þessi vinnubrögð ráðherrans.
Við skorum á Ólaf Guðmundsson að
taka ekki við setningu í fræðslu-
stjórastarfíð og gefa ráðherra þannig
tækifæri til að finna friðsamlega
lausn á yfírstandandi deilu.
Við aðstæður sem þessar hlýtur
starfsfólk fræðsluskrifstofunnar að
skoða sína stöðu, stöðu sem einkenn-
ist af því að markvisst virðist hafa
verið unnið gegn uppbyggingu þjón-
ustu við skóla umdæmisins af hálfu
miðstýrðs embættisvalds og ráðherra
menntamála að þess ráðum.
Fjölmiðlar og ráðherra hafa nánast
verið að ætlast til þess að starfsfólk
segði upp. Engar slíkar yfírlýsingar
hafa komið frá starfsfólki, en um
þetta rætt innanhúss.
Að íhuguðu máli höfum við ákveð-
ið að leggja ekki árar í bát. Ef til
vill mætti segja að við firrum ráð-
herra pólitískri ábyrgð á vítaverðri
embættisfærslu í þessu máli með því
að halda störfum okkar áfram, en
við erum starfsfólk fræðsluráðs, sem
hefur ráðið okkur til starfa. Sam-
kvæmt lögum um grunnskóla eru
fræðsluráð gerð ábyrg fyrir stofn-
setningu þjónustu við skóla umdæm-
is. Við þá ábyrgð hefur fræðsluráð
Norðurlands eystra alltaf staðið og í
samræmi við það hefur formaður
ráðsins ítrekað þau tilmæli til starfs-
fólks að það haldi störfum sínum
áfram á sömu braut og hingað til.
Fræðsluráð með Sturlu Kristjánsson
sem framkvæmdaaðila hefur háð
margra ára baráttu til að ná núver-
andi þjónustustigi við skólana. Það
væri ábyrgðarlaust af okkur að láta
þá baráttu verða að engu vegna ger-
ræðislegrar ákvörðunar eins ráðherra
sem senn er á förum úr embætti.
Við teljum okkur einnig sýna Sturlu
Kristjánssyni og starfi hans í þágu
skóla umdæmisins mesta samstöðu
með því að halda áfram á sömu braut
og láta ekki deigan síga.
Við hvetjum fræðsluráð til að nýta
þekkingu og reynslu Sturlu Kristjáns-
sonar í þágu áframhaldandi upp-
byggingar og þróunar skólastarfs í
umdæminu."
Golf klúbbur Akureyrar:
Byggði 240 fm húsnæði á Jaðri á sjö vikum
Golfskálinn að Jaðri Morgunblaðið/Jóhannalngvarsdóttir