Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Mótmælir reglum um skráningu torfærutækja STJÓRN Landverndar hefur far- ið þess á leit við dómsmálaráðu- neytið að það taki reg-lur um skráningu torfærutækja til end- urskoðunar tafarlaust, þar sem þær séu meingallaðar og samrým- ist ekki lögum um náttúruvernd. { frétt frá Landvernd er bent á að í lögum um náttúruvemd og í reglu- gerð sem þeim fylgi sé Náttúru- vemdarráði skylt að banna allan óþarfa akstur utan vega og merktra slóða, þar sem náttúmspjöll geta af hlotist. Nauðsynlegum akstri á slíkum slóðum skuli jafnan haga svo, að engin óþörf spjöll eða lýti á landi hljótist af honum. Landvemd segir ljóst, að „fjórhjólin" svokölluðu séu nær eingöngu notuð sem leik- tæki og hljóti sem slík að falla undir ákvæði í náttúruvemdalögum um óþarfan akstur utan vega. Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að bréf frá Landvernd hefði borist ráðuneytinu fyrr í vikunni. „Notkun fjórhjólanna hefur verið áhyggjuefni ýmissa, sérstaklega vegna notkunar á svæðum þar sem hætta er á spjöllum á gróðri,“ sagði Ólafur Walter. „í gær var haldinn fundur með fulltrúum dómsmála- ráðuneytis, Náttúmverndarráðs, stéttarsambands bænda, Bifreiða- eftirlits ríkisins og fleimm. Þar var fjallað um þetta frá ýmsum sjónar- homum og nú verður unnið úr því sem þar kom fram. Hvenær niður- staða liggur fyrir veit ég ekki, en vonandi verður það bráðlega." Tónlistarsjóður Ármanns Reynissonar: Morgunblaðið/Börkur Stúlkurnar fjórar sem hlutu hæsta einkunn á stúdentsprófi Verzl- unarskólans, Halldóra Tómasdóttir, Áslaug Magnúsdóttir, Guðrún Margrét Hannesdóttir og Katrín Axelsdóttir. VERSLUNARSKÓLI íslands brautskráði í gær 136 nýstúd- enta, sem er nokkru færra en í fyrra. Árangur nemenda var hins vegar nokkuð betri. Verslunarskólanum var form- lega slitið í gær við hátíðlega athöfn. 136 nemendur vom að þessu sinni útskrifaðir frá skólan- um. Úr máladeild útskrifuðust 25 stúdentar, 73 úr hagfræðideild, 13 úr stærðfræðideild og 25 úr verslunarmenntadeild. Einn nem- andi útskrifaðist með ágætisein- kunn og var það Halldóra Tómasdóttir, sem fékk 9.28 í ein- kunn. 50 nemendur vom með I. einkunn; tveir þeirra vom „semi dúxar", með 8.96 í lokaeinkunn, þær Áslaug Magnúsdóttir og Guð- rún Margrét Hannesdóttir. Katrín Axelsdóttir fékk 8,93. í skýrslu skólanefndar skólans, sem skólameistari flutti kemur m. a. fram, að unnt reyndist að einsetja skólann í vetur, en ára- tugir em liðnir síðan skólinn var síðast einsetinn. Uppsteypu íþróttahúss skólans er nú lokið og þak að komast á. Leikfimi- kennsla mun hefjast í húsinu næsta haust. í skýrslu skóla- nefndar kemur einnig fram, að ákveðið hefur verið að stofna tölvuskóla, sem bjóði eins og hálfs vetrar nám í tölvufræðum á há- skólastigi. Málaleitan þessi er nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Að lokinni skýrslu skólanefndar flutti Þorvarður Elísson ræðu, þar sem hann óskaði stúdentum vel- famaðar í námi og starfi. „Lífíð er barátta, barátta, sem þið mu- nið vonandi oftast vinna sigur í, en vafalaust þess á milli bíða ósig- ur. En það er með þá ósigra eins og aðra. Þeir em einungis til að læra af með hvaða hætti eigi að vinna næstu orustu." Að lokinni ræðu sinni afhenti Þorvarður ný- stúdentum skírteini sín. Gunnar Hanson stjórnarmaður í Verslunarráði íslands tók því næst til máls og afhenti verðlaun ráðsins; Halldór Lámsson forseti N.F.V.Í. afhenti viðurkenningar fyrir störf í þágu félagslífs. Magn- ús E. Guðjónsson flutti ræðu fyrir hönd 40 ára stúdenta og Garðar Ingvarsson fyrir hönd 30 ára stúd- enta. Skólameistari sleit síðan skólanum formlega og var skóla- söngurinn sunginn í lokin. „Lögfræði eða hag- fræði“ „Annað hvort fer ég í lögfræði í H.I. eða hagfræði í Danmörku", sagði Halldóra Tómasdóttir dúx frá V.I. Halldóra hlaut einkunnina 9.28 og var eini stúdentinn með I. einkunn. „Mig langar meirar í hagfræðina í Danmörku og færi þá annað hvort í skóla í Kaup- mannahöfn eða Árósum, en það nám samsvarar B.A.-prófí frá við- skiptadeild H.í. Halldóra kvað Verslunarskól- ann vera góðan skóla, „kennslan er góð og andinn góður og er það ekki síst bekkjakerfinu að þakka.“ Halldóra vildi síðan koma á fram- færi þökkum til kennaranna og þá sérstaklega Alexíu Gunnars- dóttur íslenskukennara. Hagstæður vömskiptajöfnuður Betri árangrir en færri nýstúdentar Elín Ósk Óskarsdótt- ír sópransöngkona hlaut viðurkenningu ELÍN Ósk Óskarsdóttir, sópran- söngkona, hlaut viðurkenningu úr Tónlistarsjóði Ármanns Reynis- sonar fyrir þetta ár; að fjárhæð 175 þúsund krónur. Úthlutunin er veitt Elínu Ósk til frekari náms og undirbúnings hjá söngkennara í London næsta vetur, þar sem hún ætlar að undirbúa tónleika, sem haldnir verða í Reykjavík og á landsbyggðinni á næsta ári. Elín Osk sagði í samtali við Morg- unblaðið að styrkurinn gerði sér kleift komast í samband við góða kennara í London og undirbúa, undir þeirra handleiðslu, fyrirhugaðra tón- leika hér á landi. Þá gæfíst henni um leið tækifæri til að koma sér á framfæri erlendis og afla sér meiri þekkingar í sönglistinni. Úthlutun viðurkenningarinnar fór fram í gær, föstudag, og sagði Ár- mann Reynisson við það tækifæri að margar umsóknir og snjallar hug- myndir um listræna sköpun hefðu borist sjóðnum að þessu sinni. Með þessari viðurkenningu til Elínar vildi úthlutunarnefndin leggja áherslu á stuðning við unga og upprennandi listamenn og hina gróskumiklu söng- menningu okkar. Væri það ósk sjóðsstjórnar að úthlutun þessi verði Elínu Osk Óskarsdóttur hvatning til dáða í framtíðinni. í stjóm sjóðsins fyrir árið 1988 Morgunblaðið/Börkur Elín Ósk Óskarsdóttir sópran- söngkona tekur við viðurkenn- ingunni úr hendi Ármanns Reynissonar. eru Sigríður Pálmadóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Páll P. Pálsson, Runólf- ur Þórðarson og Ármann Reynisson. fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins var 20% meira en á sama tíma í fyrra. Inn- flutningur til álverksmiðjjunnar var 30% meiri en á sama tíma í fyrra, en hins vegar var olíuinnflutning- ur, sem kemur á skýrslur fyrstu fjóra mánuði ársins, mun minni en í fyrra. Innflutningur til stór- iðju og olíuinnflutningur ásamt innflutningi skipa og flugvéla er jafnan breytilegur frá einu tíma- bili til annars. Séu þessir liðir frátaldir reynist annar innflutn- ingur, 87% af heildinni, hafa orðið um 30% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Nýstúdentar frá Verzlunarskólanum setja upp hvítu kollana í gær. Verslunarskóli íslands: hagstæður um 2,2 milljarða, en var í ápríl í fyrra hagstæður um 1,4 á sama gengi. Fyrstu Qóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 15,5 milljarðar, en inn fyrir 14,6. Vöru- skiptajöfnuðurinn var á þessum tíma hagstæður um 0,9 milljarða, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 1,8 milljarða. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 11% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 77% alls útflutnings og voru 14% meiri að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 23% meiri, en útflutningur kísil- jáms var svipaður og á sama tím aí fyrra. Útflutningsverðmæti annarrar vöru var 11% minna SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hélt í gær í tónleikaferð um Aust- urland. Einleikarí með hljómsveit- inni er Erling Blöndal Bengtson knéfiðluleikari og hljómsveitar- stjórí er Páll P. Pálsson. Hljómsveitin hélt flugleiðis til Eg- ilsstaða í gær og voru fyrstu tónleik- amir þar í gærkvöldi. í dag, laugardag, leikur hljómsveitin á Vop- nafirði klukkan 17.00. Á morgun verða tónleikar á Neskaupsstað klukkan 15.30 og á Eskifírði klukkan 21.00. Á mánudag verða tónleikar á Seyðisfírði klukkan 21.00 og á þriðjudag á Fáskrúðsfirði klukkan 21.00. A miðvikudag verður flogið til Hafnar í Homafírði og lýkur ferð- inni með tónleikum þar klukkan 21.00. Þáttakendur í tónleikaferðinni eru tæplega 50 talsins. Auk þess söng Karlakórinn Jökull frá Höfn í Homa- fírði með hljómsveitinni á tónleikun- um á Egilsstöðum í gær og mun hann koma fram með hljómsveitinni á tónleikunum á Neskaupstað og á Höfn. gær. Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikahald á Austurlandi Morgunblaðið/KGA Sinfóníuhljómsveit íslands við brottförina á Reykjavíkurflugvelli í í APRÍLMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 5,8 milljarða króna, en inn fyrir 3,6. Vöru- skiptajöfnuðurinn í apríl var því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.