Morgunblaðið - 30.05.1987, Page 30

Morgunblaðið - 30.05.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Mótmælir reglum um skráningu torfærutækja STJÓRN Landverndar hefur far- ið þess á leit við dómsmálaráðu- neytið að það taki reg-lur um skráningu torfærutækja til end- urskoðunar tafarlaust, þar sem þær séu meingallaðar og samrým- ist ekki lögum um náttúruvernd. { frétt frá Landvernd er bent á að í lögum um náttúruvemd og í reglu- gerð sem þeim fylgi sé Náttúru- vemdarráði skylt að banna allan óþarfa akstur utan vega og merktra slóða, þar sem náttúmspjöll geta af hlotist. Nauðsynlegum akstri á slíkum slóðum skuli jafnan haga svo, að engin óþörf spjöll eða lýti á landi hljótist af honum. Landvemd segir ljóst, að „fjórhjólin" svokölluðu séu nær eingöngu notuð sem leik- tæki og hljóti sem slík að falla undir ákvæði í náttúruvemdalögum um óþarfan akstur utan vega. Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að bréf frá Landvernd hefði borist ráðuneytinu fyrr í vikunni. „Notkun fjórhjólanna hefur verið áhyggjuefni ýmissa, sérstaklega vegna notkunar á svæðum þar sem hætta er á spjöllum á gróðri,“ sagði Ólafur Walter. „í gær var haldinn fundur með fulltrúum dómsmála- ráðuneytis, Náttúmverndarráðs, stéttarsambands bænda, Bifreiða- eftirlits ríkisins og fleimm. Þar var fjallað um þetta frá ýmsum sjónar- homum og nú verður unnið úr því sem þar kom fram. Hvenær niður- staða liggur fyrir veit ég ekki, en vonandi verður það bráðlega." Tónlistarsjóður Ármanns Reynissonar: Morgunblaðið/Börkur Stúlkurnar fjórar sem hlutu hæsta einkunn á stúdentsprófi Verzl- unarskólans, Halldóra Tómasdóttir, Áslaug Magnúsdóttir, Guðrún Margrét Hannesdóttir og Katrín Axelsdóttir. VERSLUNARSKÓLI íslands brautskráði í gær 136 nýstúd- enta, sem er nokkru færra en í fyrra. Árangur nemenda var hins vegar nokkuð betri. Verslunarskólanum var form- lega slitið í gær við hátíðlega athöfn. 136 nemendur vom að þessu sinni útskrifaðir frá skólan- um. Úr máladeild útskrifuðust 25 stúdentar, 73 úr hagfræðideild, 13 úr stærðfræðideild og 25 úr verslunarmenntadeild. Einn nem- andi útskrifaðist með ágætisein- kunn og var það Halldóra Tómasdóttir, sem fékk 9.28 í ein- kunn. 50 nemendur vom með I. einkunn; tveir þeirra vom „semi dúxar", með 8.96 í lokaeinkunn, þær Áslaug Magnúsdóttir og Guð- rún Margrét Hannesdóttir. Katrín Axelsdóttir fékk 8,93. í skýrslu skólanefndar skólans, sem skólameistari flutti kemur m. a. fram, að unnt reyndist að einsetja skólann í vetur, en ára- tugir em liðnir síðan skólinn var síðast einsetinn. Uppsteypu íþróttahúss skólans er nú lokið og þak að komast á. Leikfimi- kennsla mun hefjast í húsinu næsta haust. í skýrslu skóla- nefndar kemur einnig fram, að ákveðið hefur verið að stofna tölvuskóla, sem bjóði eins og hálfs vetrar nám í tölvufræðum á há- skólastigi. Málaleitan þessi er nú til meðferðar hjá ráðuneytinu. Að lokinni skýrslu skólanefndar flutti Þorvarður Elísson ræðu, þar sem hann óskaði stúdentum vel- famaðar í námi og starfi. „Lífíð er barátta, barátta, sem þið mu- nið vonandi oftast vinna sigur í, en vafalaust þess á milli bíða ósig- ur. En það er með þá ósigra eins og aðra. Þeir em einungis til að læra af með hvaða hætti eigi að vinna næstu orustu." Að lokinni ræðu sinni afhenti Þorvarður ný- stúdentum skírteini sín. Gunnar Hanson stjórnarmaður í Verslunarráði íslands tók því næst til máls og afhenti verðlaun ráðsins; Halldór Lámsson forseti N.F.V.Í. afhenti viðurkenningar fyrir störf í þágu félagslífs. Magn- ús E. Guðjónsson flutti ræðu fyrir hönd 40 ára stúdenta og Garðar Ingvarsson fyrir hönd 30 ára stúd- enta. Skólameistari sleit síðan skólanum formlega og var skóla- söngurinn sunginn í lokin. „Lögfræði eða hag- fræði“ „Annað hvort fer ég í lögfræði í H.I. eða hagfræði í Danmörku", sagði Halldóra Tómasdóttir dúx frá V.I. Halldóra hlaut einkunnina 9.28 og var eini stúdentinn með I. einkunn. „Mig langar meirar í hagfræðina í Danmörku og færi þá annað hvort í skóla í Kaup- mannahöfn eða Árósum, en það nám samsvarar B.A.-prófí frá við- skiptadeild H.í. Halldóra kvað Verslunarskól- ann vera góðan skóla, „kennslan er góð og andinn góður og er það ekki síst bekkjakerfinu að þakka.“ Halldóra vildi síðan koma á fram- færi þökkum til kennaranna og þá sérstaklega Alexíu Gunnars- dóttur íslenskukennara. Hagstæður vömskiptajöfnuður Betri árangrir en færri nýstúdentar Elín Ósk Óskarsdótt- ír sópransöngkona hlaut viðurkenningu ELÍN Ósk Óskarsdóttir, sópran- söngkona, hlaut viðurkenningu úr Tónlistarsjóði Ármanns Reynis- sonar fyrir þetta ár; að fjárhæð 175 þúsund krónur. Úthlutunin er veitt Elínu Ósk til frekari náms og undirbúnings hjá söngkennara í London næsta vetur, þar sem hún ætlar að undirbúa tónleika, sem haldnir verða í Reykjavík og á landsbyggðinni á næsta ári. Elín Osk sagði í samtali við Morg- unblaðið að styrkurinn gerði sér kleift komast í samband við góða kennara í London og undirbúa, undir þeirra handleiðslu, fyrirhugaðra tón- leika hér á landi. Þá gæfíst henni um leið tækifæri til að koma sér á framfæri erlendis og afla sér meiri þekkingar í sönglistinni. Úthlutun viðurkenningarinnar fór fram í gær, föstudag, og sagði Ár- mann Reynisson við það tækifæri að margar umsóknir og snjallar hug- myndir um listræna sköpun hefðu borist sjóðnum að þessu sinni. Með þessari viðurkenningu til Elínar vildi úthlutunarnefndin leggja áherslu á stuðning við unga og upprennandi listamenn og hina gróskumiklu söng- menningu okkar. Væri það ósk sjóðsstjórnar að úthlutun þessi verði Elínu Osk Óskarsdóttur hvatning til dáða í framtíðinni. í stjóm sjóðsins fyrir árið 1988 Morgunblaðið/Börkur Elín Ósk Óskarsdóttir sópran- söngkona tekur við viðurkenn- ingunni úr hendi Ármanns Reynissonar. eru Sigríður Pálmadóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Páll P. Pálsson, Runólf- ur Þórðarson og Ármann Reynisson. fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fjóra mánuði ársins var 20% meira en á sama tíma í fyrra. Inn- flutningur til álverksmiðjjunnar var 30% meiri en á sama tíma í fyrra, en hins vegar var olíuinnflutning- ur, sem kemur á skýrslur fyrstu fjóra mánuði ársins, mun minni en í fyrra. Innflutningur til stór- iðju og olíuinnflutningur ásamt innflutningi skipa og flugvéla er jafnan breytilegur frá einu tíma- bili til annars. Séu þessir liðir frátaldir reynist annar innflutn- ingur, 87% af heildinni, hafa orðið um 30% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi. Nýstúdentar frá Verzlunarskólanum setja upp hvítu kollana í gær. Verslunarskóli íslands: hagstæður um 2,2 milljarða, en var í ápríl í fyrra hagstæður um 1,4 á sama gengi. Fyrstu Qóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 15,5 milljarðar, en inn fyrir 14,6. Vöru- skiptajöfnuðurinn var á þessum tíma hagstæður um 0,9 milljarða, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 1,8 milljarða. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 11% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 77% alls útflutnings og voru 14% meiri að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 23% meiri, en útflutningur kísil- jáms var svipaður og á sama tím aí fyrra. Útflutningsverðmæti annarrar vöru var 11% minna SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hélt í gær í tónleikaferð um Aust- urland. Einleikarí með hljómsveit- inni er Erling Blöndal Bengtson knéfiðluleikari og hljómsveitar- stjórí er Páll P. Pálsson. Hljómsveitin hélt flugleiðis til Eg- ilsstaða í gær og voru fyrstu tónleik- amir þar í gærkvöldi. í dag, laugardag, leikur hljómsveitin á Vop- nafirði klukkan 17.00. Á morgun verða tónleikar á Neskaupsstað klukkan 15.30 og á Eskifírði klukkan 21.00. Á mánudag verða tónleikar á Seyðisfírði klukkan 21.00 og á þriðjudag á Fáskrúðsfirði klukkan 21.00. A miðvikudag verður flogið til Hafnar í Homafírði og lýkur ferð- inni með tónleikum þar klukkan 21.00. Þáttakendur í tónleikaferðinni eru tæplega 50 talsins. Auk þess söng Karlakórinn Jökull frá Höfn í Homa- fírði með hljómsveitinni á tónleikun- um á Egilsstöðum í gær og mun hann koma fram með hljómsveitinni á tónleikunum á Neskaupstað og á Höfn. gær. Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikahald á Austurlandi Morgunblaðið/KGA Sinfóníuhljómsveit íslands við brottförina á Reykjavíkurflugvelli í í APRÍLMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 5,8 milljarða króna, en inn fyrir 3,6. Vöru- skiptajöfnuðurinn í apríl var því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.