Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Horft yfir hluta Árbæjarsafns. Mbl./Emilla Skeggrætt við fagmenn um húsamálun. ÍÍ|||f| ÁRBÆJARSAFN VERÐISJÁLF- SAGÐUR ÁFANGASTAÐUR í ÚTI- VISTAR LÍFIFJÖLSKYLDUNNAR segir Ragnheiöur Þórarinsdóttir borgarminjavörður Árbæjarsafn, minjasafn Reykjavíkur, á 30 ára afmæli á þessu ári og því ef til vill sérstök ástæða til að vekja athygli á þeirri starfsemi sem þar fer fram. Það var stofnað sem útisafn til að gefa almenningi hugmynd um bygginga- list og lifnaðarhætti liðins tíma og síðar sameinað Minjasfni Reykjavíkur. Höfuðmarkmið Ár- bæjarsafns er að kanna og kynna íslenska menningarsögu, og þá einkum sögu Reykjavíkur. Safnið og safnsvæðið allt hefur þegar skipað sér fastan sess í vit- und borgarbúa og landsmanna enda fer gestum þar stöðugt fjölgandi, innlendum sem erlendum. Skóla- börn fjölmenna einnig í safnið í fylgd kennara sinna og er þannig veitt innsýn í menningararfleifð okkar. En eins og fram kemur í ársskýrslu Árbæjarsafns fyrir árið 1986 sem Ragnheiður Þórarins- dóttir, borgarminjavörður, lagði nýlega fram voru sumargestir á tímabilinu 1. júní til ágústloka og um helgar í september tæp 11 þús- und og er það rúmlega 17% aukning frá árinu áður. Eins og gefur að skilja setti 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar sinn svip á starfsemina á árinu 1986. Lögð var áhersla á að sýna almenn- ingi úrval safngripa sem eru í eigu safnsins en hafa ekki áður verið til sýnis. Sett var upp í því tilefni sýn- ing í Prófessorsbústaðnum og mun hún standa áfram þetta ár, en auk þess verður haldin sýning á líkönum af byggð í Reykjavík á ýmsum tíma og verður henni komið fyrir í sama húsi uppi á háa-loftinu. Um sumar- starfið að öðru leyti síðasta sumar má geta þess að í Eimreiðarskemm- unni var komið upp sýningu um hafnargerð í Reykjavík og sömu- leiðis gatnagerð. Auk hinna hefð- bundnu ferðamannahópa sem sækja safnið heim var töluvert um það á síðasta sumri að aðrir hópar gerðu sér þangað ferð. Má þar til nefna að hestamenn komu fjöl- mennir austan úr Rangárvallasýslu og þáðu kaffi og lummur að göml- um sið og stigu dans á pallinum fyrir framan Dillonshús fram á kvöld. Heyrnleysingjafélagið hélt grill-hátíð á svæðinu og þar var hldið þing norrænna þjóðfræðinga dagana 11.-16. ágúst svo nokkuð sé nefnt. Auk borgarminjavarðar, sem einnig er forstöðumaður safnsins, starfa í safninu tveir safnverðir, forvörður í hálfu starfi, skrifstofu- maður, ráðsmaður og þrír iðnaðar- menn. Á sumrin bætist við fleira fólk, sex leiðsögumenn og starfs- fólk í Dillonshús. Sérstakur starfs- maður vann við könnun gamalla húsa í Reykjavík eins og hafði einn- ig verið 1985. Þetta er afmarkað verkefni utan þess hefðbundna sem löngum hefur farið fram á vegum Árbæjarsafns á könnun eldri húsa í Reykjavík. Sömuleiðis fékkst §ár- veiting fyrir starfsmann í rúma 6 mánuði til að ljúka vinnu við útgáfu á svokölluðu „Byhistorisk Atlas" sem koma mun út á árinu. Þar er um að ræða samnorrænt verkefni sem lengi hefur verið í vinnslu. Þar er safnað saman frumheimildum Úr Árbæjarsafni: f.v.: Prófessorsbústaður, Efsti-bær, í baksýn sér á Suðurgötu 7, Laugaveg 62 og Garðastræti 9. Lengst til hægri er Líkn sem lengst af stóð við Kirkjustræti. Ragnheiður Þórarinsdóttir, borgarminjavörður. um sögu Reykjavíkur og þær settar þannig upp að vel sést hvemig bærinn hefur byggst upp á árunum frá 1870-1902. Þegar verkið er fullunnið verður þar um að ræða góða heimilda- og vinnubók. Á árinu var einnig lokið við frum- skráningu gamalla húsa í Skugga- hverfí og á Skúlagötusvæði og því verki flýtt vegna hins nýja deili- skipulags á svæðinu. Á árunum 1985 og 1986 var húsakönnun lok- ið á 11 staðgreinireitum innan Hringbrautar, en geysimikil vinna liggur að baki slíkrar könnunar. Þar kemur til saga húsanna, bygg- ingarsögulegt gildi, rekja þarf breytingar sem á húsunum hafa orðið, eigendaskipti og gera úttekt á ástandi þeirra nú. Einnig var lokið á árinu húsa- könnun í Kvosinni i samvinnu við Jorfusamtökin sem munu gefa út byggingarsögu Kvosarinnar á þessu ári. Þá má geta þess að geymsluhús- næði hefur verið stórbætt í Árbæj- arsafni í kjallara Prófessorsbústað- arins þar sem tekið er á móti munum til skráningar. Við innganginn að safnsvæðinu stendur húsið af Laugavegi 62 þar sem alla tíð var verslun á jarðhæð. Þar hefur nú verið lagfærð verslun- arinnrétting með gamla sniðinu í miðasölunni. Kirkjan í Árbæjarsafni var lagfærð og endurhlaðin og gert við fúa í bitum. Þá fóru einnig fram margskonar lagfæringar á öðrum húsum á svæðinu. Öryggisbúnaði hefur verið komið upp á velflestum húsunum, bruna- og þjófavamar- kerfí og loks voru ýmsar lagfæring- ar gerðar á efra hluta safnsvæðisins !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.