Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 11 lýðshreyfmgarinnar er afnám aldurshækkana það sem harðast hefur verið gagnrýnt af efnisatrið- um síðustu samninga. í þeim fastalaunasamningum sem þegar hafa verið gerðir fara hæstu laun í 36 þúsund krónur m.v. maí. Nýtt lágmark myndi að engu gera launa- liði þessara samninga og þá yrði auðvitað að byrja upp á nýtt. Þegar litið er til baka er ljóst að mörg dæmi má finna um fólk sem hefur hækkað frá 21 til 24 þúsund króna mánaðarlaunum í fyrrahaust upp í 32 til 36 þúsund krónur nú. Þetta eru í mörgum tilfellum allt að 50% hækkun á launum á stuttum tíma meðan verðlagshækkunin hef- ur verið innan við 10%. Aldrei fyrr hafa lægstu laun hækkað svo mikið umfram önnur laun. í þessu efni hefur mikill árangur náðst eins og fram kemur í hjálögðu yfírliti sem sótt er í greinargerð launanefndar ASÍ/VSÍ nú í maí. Hins vegar er líka ljóst, að allmikill þrýstingur er á að bijóta niður þessa breytingu á launahlutföllum og endurvekja þau eldri. Að óbreyttu verður það eitt helsta viðfangsefni aðila vinnu- markaðarins á næstu mánuðum að veija nýafstaðna breytingu á launa- hlutföllum hinum lægst launuðu í hag. Inngrip löggjafans í það starf gæti beinlínis stefnt í hættu því sem áunnist hefur. Enn má nefna, að lágmarkslaun sem nálguðust 35—40 þúsund myndu skara laun ófaglærðra og faglærðra annars vegar og laun skammmskólagenginna og lang- skólagenginna hins vegar. Ekki þarf að velta lengi vöngum yfir því hvort vinnumarkaðurinn myndi þola slíka stökkbreytingu ofan á það sem gert var í desember. 4. Lágmarkslaun og verðtrygging í verðbólguþjóðfélagi hefði litla þýðingu að setja lög um. lágmarks- laun án þess að einhver viðmiðun fylgdi um hvemig lágmarkið ætti að breytast. Eiga lágmarkslaun að fylgja almennri þróun greiddra launa? Eiga þau að fylgja kauptöxt- um? Það myndi þýða, að Iaunaskrið gerði viðmiðun laganna úrelta á til- tölulega skömmum tíma. Eða á lágmarkið að fylgja vísitölu fram- færslukostnaðar? Slíkt jafngilti í reynd ákvörðun um almenna verð- tryggingu launa. 5. Lágmarkslaun og aðrar viðmiðanir Samkvæmt gildandi lögum og reglum hreyfast ýmsar greiðslur í samræmi við lága viðmiðunartaxta. Hér má nefna elli- og örorkulífeyri, atvinnuleysisbætur o.fl. Ljóst er að slíkar bætur hlytu að hækka sam- hliða, en eðlilegt, að kveða á um slíkt sérstaklega ef til lagasetningar kemur. 6. Ólík launakerfi Hið opinbera, ríkið, er stærsti atvinnurekandinn í landinu. í krafti þessarar stöðu getur ríkið haft veruleg áhrif á stefnumörkun í launamálum á hvetjum tíma. Að því er að hyggja í þessu sambandi, að þar sem launakerfi hins opinbera og launakerfi á almennum vinnu- markaði eru um flest ólík er mjög vandasamt að yfirfæra með beinum hætti róttækar breytingar á öðru sviðinu yfir á hitt. Þetta sannaðist m.a. í kjölfar jólaföstusamning- anna. A sama hátt gæti yfirfærsla lágmarkslauna, sem um væri samið í opinbera geiranum, að vera æði torveld — eða með öðrum hætti en til væri ætlast. Bónus- og kaup- aukagreiðslur af margvíslegu tagi eru mjög ríkjandi á almennum markaði, en ekki til í launakerfi ríkisins. Þessir og aðrir launaaukar reiknast gjaman ofan á lágan grunn. Ljóst er að almenni markað- urinn hefði mjög sterka tilhneigingu til þess að halda slíkum auka- greiðslum til streitu þannig að þær reiknuðust áfram og í sama hlut- falli, ofan á þann nýja grunn sem fælist í lágmarkslaununum. Á þessu vandamáli er ekki unnt að taka nema með almennri uppstokkun hliðarkerfanna og þetta var einmitt ástæða þess, að bónus- og akkorðs- kerfin voru endurskoðuð í desember samhliða mikilli hækkun lægstu launa. 7. Frjáls samningsréttur Breytingar á launahlutföllum hinum lægst launuðu í hag kalla ekki aðeins á vel heppnaða tækni- lega útfærslu, heldur ekki síður á almenna samstöðu verkalýðshreyf- ingar og vinnuveitenda bæði í kjarasamningum og í ákvörðun um raunverulega greidd laun. Reynslan kennir, að ekki þurfa margir hópar með sterka samningsstöðu að sker- ast úr leik til þess að allt sé unnið fyrir gíg. Fijáls samningsréttur er einn af homsteinum vestrænna lýðræðis- þjóðfélaga. Nái löggjafmn ekki samstöðu með þeim sem fara með samningsrétt um breytingar á launahlutföllum er auðvitað hugs- anlegt að hann beiti til þess því valdi sem hann hefur, þótt slíkt kynni að skoðast sem íhlutun í grundvallarrétt. Ákaflega erfitt er að sjá fyrir um hvar slík lögbinding gæti endað og nánast útilokað að sjá um að slíkum lögum yrði fylgt eftir. Nokkur dæmi má taka í þessu sambandi. Hvað ef faglærðir sætta sig ekki við launahlutföll milli sín og ófaglærðra? Hvað ef skólageng- ið fólk vill fá „viðeigandi" umbun fyrir sína skólagöngu. Hvað ef mis- munandi starfshópar telja að störf með mismunandi ábyrgð eigi ekki að vera borguð jafnt? Hvað ef ein- hver hópur vill semja um bónus, premíu eða afkastahvetjandi launa- kerfi, þrátt fyrir að slíkt væri bannað með lögum? Fram hjá þessu er engan veginn einfalt að komast. Lögbinding lágmarkslauna getur kallað á víðtæka takmörkun á samningsrétti ef hún er ekki niður- staða af samningum, en útilokað verður að telja að slík takmörkun geti í raun og veru verið á dagskrá. 8. Niðurstöður Hér að framan hefur verið velt upp ýmsum spumingum varðandi hugsanlega setningu laga um lág- markslaun. Fyrsta spumingin hefði kannski átt að vera sú hvenær íhlut- un löggjafans í beinar laukaákvarð- anir á almennum vinnumarkaði hafi orðið til góðs? Kannski getur einhver bent á slíkt tilvik, en á móti má vafalaust telja önnur, sem jafnvel hafa markað pólitískt skapa- dægur og verið undirrót upplausnar á vinnumarkaði. Hvað sem því líður er ljóst, að aðstæður em aðrar hér á landi en í ýmsum þeim löndum þar sem lög um lágmarkslaun hafa verið sett. I öðru lagi em tæknilegir annmarkar ákaflega miklir. í þriðja lagi er meira en líklegt, að slík lög væm í reynd ávísun á almenna kauplags- veltu með tilheyrandi verðlags- sveiflu. En hvað er þá til ráða? Þeir sem vel em lesnir í sögu kunna að greina frá því, að mann- fræðingar hafi komist að raun um, að þúsund ámm fyrir Krists burð hafi launahlutföll í Mesópótamíu verið svipuð og á íslandi nútímans. Sögunni fylgir líka, að bónuskerfí hafi í þessu foma menningarsam- félagi verið svipuð þeim í Súðavík og á Suðureyri og annars staðar þar sem fiskvinnsla er stunduð hér- lendis þijú þúsund ámm síðar. Af þessu má auðvitað draga mis- munandi ályktanir. Ekki fer á milli mála, að breytingar á launastigum og launakerfum lúta ákveðnum tregðulögmálum. Hraði breytinga verður ekki ákveðinn með tilskipun- um að ofan, þær verða að gerast með víðtæku samkomulagi, ekki aðeins í samningum milli atvinnu- rekenda og launafólks, heldur líka og ekki síður í innbyrðis sátt meðal þessara hópa. Á þetta var látið reyna í síðustu samningum og með betri árangri en nokkm sinni fyrr. Þetta er mikilvægt að menn hafi í huga þegar gagnrýnt er, stundum frekar af tilfínningu en þekkingu, hversu lítið hafi áunnist. Kaupmáttur lægstu daglauna og tímakaups með bónus 1986-1987 F-vísit. L.gstu dagvl. kr. Hreint timak. m/bónus érsfj. kr. KAUPMÁTTUR 1986:100 Lagstu Hr. tlmak. daglaun m/bónus 1986 JAN 166.02 16930 93.5 FEB 167.76 17021 174.78 93.6 92.1 HAR 165.19 17776 98.3 APR 166.20 17776 97.1 HAÍ 169.06 17776 191.86 96.0 99.2 jOn 170.16 18320 98.4 JÚL 170.89 18320 97.6 - Acú 172.82 18320 196.52 96.5 99.0 SEP 174.87 18942 99.0 0KT 175.62 18942 97.8 NÓV 179.22 18942 223.82 96.4 109.0 DES 180.85 26500 133.5 31/12 182.88 1986 HEÐALTAL 172.17 18797 196.75 100.0 100.0 1987 JAN 185.05 26500 131.2 FEB 187.77 26500 237.00 129.3 109.6 HAR 190.55 27000 129.8 APR 193.20 27000 128.0 HAÍ 195.56 27000 245.00 126.5 108.9 JÚN * 198 27866 128.9 JÚL * 201 27866 127.2 ÁGÚ • 203 27866 250.00 126.0 107.6 SEP « 204 27866 125.0 0KT * 206 29104 129.5 NÓV • 208 29104 260.00 128.3 109.3 DES • 209 29104 127.4 31/12 * 210 1987 HEOALTAL 199.4 27731 248.00 127.4 108.8 * Spá Hreint tfmakaup meft bónus = meftaltal allra samkvœmt úrtaki Kjararannsóknar- nefndar 8 th co Metsölubiad á hvetjum degi! "SRT4^ G verðurí veitingahúsinu NORÐURUÓSIN (4.hæðíÞórscafé) sunnudagskvöld 31. maí kl. 19.00-23.30 \ Guilino BEIJINGa xian°^ X? ■ \ \S \ Shanghai Gómsætir kínverskir réttir á aðeins kr. 985,- \0Guang/hou 'o'*' i/ kong Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Utsýnar, sýnir kvikmynd sem hann tók í nýlegri ferð sinni til Kína, þar sem hann vann við að undirbúa ferðina að venju. Borðapantanir í síma 29099 í dag frá kl. 14-20 og sunnudag f rá kl. 14.00 HEIMSREISUKLÚBBURINN ÚTSÝN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.