Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nú er tekið til, þar sem frá var horfjð, að greina frá mál- stefnu ríkisútvarpsins, sjá síðasta þátt: „6) Ríkisútvarpinu ber stöð- ugt að gefa starfsmönnum sínum kost á að auðga íslensku- kunnáttu sína og bæta málfar sitt og framsögn, bæði á nám- skeiðum og með einstaklings- fræðslu. Starfsmönnum er skylt að nýta sér fræðslu ef málfars- ráðunautur telur það nauðsyn- legt. Málfarsráðunautur hefur umsjá með þessari starfsemi stofunarinnar. 7) Málfarsráðunautur eða annar sétfróður maður á að vera starfsmönnum á fréttastofum, auglýsingastofum og öðrum slíkum vinnustöðum Ríkisút- varpsins til halds og trausts, meðal annars með því að lesa yfir handrit fýrir útsendingu eft- ir því sem unnt er. 8) Forðast skal útlent mál í efni sem samið er til flutnings í Ríkisútvarpinu, en þegar ekki verður hjá því komist, svo sem í fréttum, viðtölum við útlend- inga og svo framvegis, ber jafnan að flytja eða sýna íslenska þýðingu samtímis nema bein ástæða sé til annars. 9) Sjónvarpsefni sem ætlað er bömum og unglingum sér- staklega, skal flutt á íslensku eftir því sem kostur er. 10) Sémöfn úr erlendum mál- um ber að fara með í samræmi við góða íslenska málhefð. Ríki, lönd, borgir, hémð, höf, fljót, fjöll, og annað slíkt ber að nefna hefðbundnum íslenskum heitum, ef þau eru til, svo sem Hjaltland (ekki Shetland), Kaupmanna- höfn eða Höfn (ekki Köbenhavn eða Köben), Björgvin (ekki Bergen), Saxelfur (ekki Elbe eða Elba). Sé þess ekki kostur, ber að nota eftir því sem unnt er þau heiti sem íbúar viðkomandi land tíðka sjálfir, svo sem Nuuk (ekki Godtháb), Múnchen (ekki Munich), Nice (ekki Nissa), Westfalen (ekki Westphalia). 11) Heiti á útlendum mönnum skal fara með að hætti viðkom- andi þjóðar eftir því sem unnt er, nema íslensk hefð sé fyrir öðm, eins og er um mörg heiti erlendra þjóðhöfðingja sem erfa ríki, og heiti páfa. Heiti stofn- ana, hljómsveita, listaverka og þess háttar er rétt að íslenska þegar fært þykir, og gæta þá samræmis eftir því sem unnt er. 12) Skammstafanir sem eng- um breytingum taka, fara illa í mæltu máli í stað nafna á sam- tökum, fyrirtækjum og stofnun- um. Þær skal forðast. Rétt er að nota óstytt heiti í upphafi frásagnar en síðan stytt heiti sem lýtur lögmálum tungunnar fremur en skammstöfun, svo sem Sambandið fyrir SÍS, Al- þýðusambandið fyrir ASI og Bandalagið fyrir BSRB og svo framvegis. 13) Utvarpsráð vekur athygli á einhliða áhrifum enskrar tungu á íslenskt mál um þessar mundir og telur að bregðast verði við með markvissum hætti, meðal annars með starfsemi Ríkisútvarpsins. 14) í Ríkisútvarpinu skulu að staðaldri vera fræðsluþættir um íslenskt mál og notkun þess.“ ★ Umsjónarmanni þykir rétt að lesendur geti borið þessa stefnu saman við framkvæmdina. Hon- um þykir stefnan góð, en mun eftir sem áður gagnrýna það sem honum þykir miður fara í framkvæmdinni. Hann er sam- mála íslenskri málnefnd, þar sem samþykkt útvarpsráðs er fagnað, og hann er einnig sam- mála nefndinni, þegar hún vekur athygli á því „að erlendum tungumálum hefur .. .verið gert of hátt undir höfði í auglýs- ingum, fréttum og íþróttaþátt- um sjónvarps". (Málfregnir 1,1, bls. 11.) Sérstaklega vill umsjón- armaður enn kvarta undan sumum auglýsingum, ekki síst þegar talað er til bama. Má ég enn minna á auglýsinguna um „Meistara alheimsins" (Masters of the Universe). Þar hefur mönnum haldist uppi að ganga 389. þáttur þvert á yfirlýsta stefnu útvarps- ráðs. Ekki er nóg, til dæmis, að heiti eins og Heman sé ekki þýtt, heldur er þetta lesið rangt (ekki heman, heldur hímen upp á ensku). Vandalítið er að láta veru þessa heita Karlmann eða Karlmenni. Þarna er ráðist á garðinn, þar sem hann er lægst- ur, bömin eru næmust fyrir málspillingunni, og enn skal minnst á spakmæli Stephans G. Stephanssonar: Ið greiðasta skeið tii að skrílmenna þjóð er skemmdir á tungvnni að vinna. Þetta er úr kvæðabálkinum Kolbeinslagi, og þessum ljóðlín- um fylgja eftirfarandi línur í bók Sigurðar Nordals um Stephan (bls. 61): „Þetta er uppistaðan í Kol- beinslagi. Af því að djöfullinn lítur á alþýðuskáldin sem varð- menn íslenzkunnar, þykist hann hafa sál þjóðarinnar í hendi sér, ef hann geti ráðið niðurlögum Kolbeins." Ekki er það sjaldgæft í skól- um, að nemendur séu hvattir til að vera stuttorðir og gagnorðir í úrlausnum, svona í stíl Ara fróða. Það bar til ekki fyrir löngu í skóla, að nemendur fengu að velja um hvorki meira né minna en 6 ritgerðarefni: 1. Homstein- ar samfélagsins. 2. Verkfalls- rétturinn og meðferð hans. 3. I fjarlægð. 4. Koma syndir feðr- anna niður á bömunum? 5. Hamingjan. 6. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Skömmu síðar komst á gang þessi ritsmíð: „Þegar tveir deila í fjarlægð, verður að fara svo með verkfallsréttinn, að ham- ingjan verið einn af homsteinum samfélagsins, en syndir feðr- anna komi ekki niður á bömun- um.“ Og svo er það heilsíðufyrir- sögnin fræga: LÁTNIR ÞVO STRÆTISVAGNA Á NÓTT- UNNI. Fallega spíraðar útsæðiskartöflur Á kartöflutíð Það er allra þjóðlegasti siður/ þetta að pota kartöflunum niður/ úti í garði undir morgunsól . .. Þetta hafa Lúdó og Stefán láti klingja í eyrum okkar um langt árabil, hressir í bragði og hafa mik- ið til síns máls. En þó er það nú svo að þegar kartaflan er sprottin, upp hún skal og beint ofan í pott- inn, þá hefur reynslan orðið sú að það sem ofan í pottinn fer er æði misjafnt að vöxtum og stundum sorglega smátt eftir allt puðið. Hún Margrét, sem hringdi á skrifstofu GÍ á dögunum og leitaði ráða gegn ví að fá einlægt „mannhæðarhá grös og undir þeim aragrúa af kart- öflum sem væru litlu stærri en krækiber" er áreiðanlega ekki ein um svipaða reynslu. Af þessu tilefni báðum við Einar Inga Siggeirsson, de. rer. hort., margfróðan um hvað- eina sem lýtur að kartöflurækt, að skrifa eftirfarandi pistil: Áður en kartöflumar eru settar niður þarf að undirbúa jarðveginn vel, m.a. að huga að sýrustigi hans, en fyrir kartöflur er ákjósanlegasta sýrustig pH 5—6 (ath. sýrustigs- mælar hafa oft verið fáanlegir hjá Sölufélagi garðyrkumanna og e.t.v. í fleiri verslunum). Kartöflur þurfa djúpan sandblandinn moldaijarðveg eða vel fúinn mýraijarðveg. Áburð- arþörf í heimilisgarða er 12—15 kg af alhliða tilbúnum garðáburði á 100 fermetra, eða þá 5—6 kg af brennisteinssúru kalí. Hafi fólk tök á að ná í mykju er áburðarþörfin 800—1000 kg á 100 fermetra, en í flestum tilfellum er þá rétt að dreifa líka 1—2 kg af kalksaltpétri milli kartöflugrasanna þegar þau NIPPARTS Pað er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM A LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA FREMSTIR í VARAHLUTUM AMERISKAN BIL. BíLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 eru komin vel upp. Oft kemur fyrir að kartöflugrös verða mjog há, e.t.v. meira en metri á hæð. Stönglarnir þá grannir og blöðin fremur lítil. Þegar líður á sumarið vilja þessi háu grös leggj- ast niður, einkum í roki og rigningu og rétta sig þá ekki við aftur. Mynd- ast þá mikil grasaflækja, raki er mikill í stönglum og blöðum sem getur leitt til þess að kartöflumygla geri vart við sig, sérstaklega ef loft- hitinn er hár. Undir háum grösum er yfirleitt mikið smælki og í sumum tilfellum fáar kartöflur en smáar. Þessi óeðlilegri vöxtur stafar yfir- leitt af því að í jarðveginum er of mikið af köfnunarefni (saltpétri), sem eykur blaðvöxt. Þeir garðrækt- endur sem hafa slíkan garð ættu aðeins að nota þrífosfat eða súper- fosfat og brennisteinssúrt kalí í garðinn, en sleppa köfnunarefnis- áburði alveg í 2—3 ár og einnig búfjáráburði. Hæfilegur skammtur af þrífosfati er 2—4 kg og 6—9 kg af brennisteinssúru kalí á 100 fer- metra. Ef um litia heimilisgarða er að ræða er ráðlegast að hætta al- veg kartöflurækt í 2—3 ár og rækta þá í staðinn blaðgrænmeti sem þarf mikinn köfununarefnisáburð. Má þar til nefna blaðsalat, spínat, grænkál, strandblöðku (silfur- blöðku eða spínatblöðku) og stein- selju. Framangreindar tegundir draga til sín köfnunarefnið úr jarð- veginum á 2—3 árum og eftir þann tíma ætti köfnunarefnisjafnvægið að vera komið f lag svo hægt verði að rækta þar kartöflur aftur með góðum árangri. Munið garðyrkjuþáttinn í sjón- varpinu í kvöld, 30. maí, kl. 18. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.