Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 16

Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Það er ár og dagur síðan ég efndi síðast til vísnaleiks hér í Morgunblaðinu. Auðvitað liggur beinasf við að hafa þau formálsorð fyrir því, að ég tek nú þráð- inn upp að nýju, að ýmsir hafí komið að máli við mig og sagt þeir sakni vísna- leiks. Málið er þó ekki þannig vaxið. Enginn hefur orðað neitt í þá veru. Á hinn bóginn langaði mig sjálfan til þess að fást við vísur og vísnagerð og rifja upp gamlan kunningsskap við Móra. Móri hefur verið óútreiknanlegur í sinni vísnagerð og sjálfum hefur mér oftast þótt hann góður. Kannski svolítið pöróttur á köflum, en ekki til skaða samt. Hann hefur gaman af vísnagátum og hefur m.a. gert þessa: Líffæri sem lítið er, líka sjálft sig nemur. Andstæðu sína í sér ber eða hálfu skemur. Það væri auðvitað skemmtilegt ef les- endur sendu vísnaleik gátur og gætu um höfund og ráðninguna vitaskuld. Ég var að blaða í Blöndu á dögunum og rakst þar á tóbaksvísu síra Einars Guðmundssonar, sem prestur var á Stað á Reykjanesi 1619 til 1636 og lifði iengi eftir það. Vísunni fylgir sú athugasemd, að hún „kenni manni það, að kvenfólkið reykti þá tóbak hér á landi ekki síður en karlmennimir": Sé ég þann leik í landi hér, sem lýða veikir skilnings ker, tóbaksreykjar svælu sér af sagnar ijúka skemmu; pella eik og geira grér því gerir að feykja um vitin á sér, óttast smeykir kverka kver með krátans stækri remmu. Neðanmáls segir um vísu þessa, að í handriti sé næstneðsta vísuorðið þannig: „óttast veikir kverka ker“, en þvf er hafnað þar sem orðin „veikir" og „ker“ hafí áður komið fyrir. „Kver“ merkir hér „hver“ en er þannig ritað til að tryggja réttan framburð og „krátans" þýðir „skrattans". Það er jafnan vafasamt að leiðrétta vísur eins og hér er gert, en hitt er ýmist, hvemig „hv“ er borið fram til þess að vísa sé rétt kveðin. Stundum henda iíka skáldin gaman að skrýtnum framburði, staðbundnum. ísleifur Gísla- son hefur að yfírskrift: „Framburður sumra Fljótamanna": Gengid skídum eg hef á alla leid úr Fljótum. Nordanhrídin grimm og grá graudadi vída um mig þá. Limran Mér sýndist ég sjá þetta á 'enni að svæfi þar piltungi hjá ’enni svartur á hár. Og svo leið hálft ár en síðan kom annar eins frá ’enni. í síðustu þingveislu flutti forseti Al- þingis, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, ræðu að venju og kom þar máli sínu, að hann kvað mikið gjálffí hafa verið á Þingvölum við Öxará til foma, og þess vegna gjáiífí. Það varð tilefni þessarar vísu: Gjálífí við Öxará einkum þó á kveldin þegar sól á heiði há í hjörtunum kveikti eldinn olli því að þellu hjá Þorgeir skreið undir feldinn. Um svipað leyti hafði það gerst, að Ólafur Ragnar Grímsson hafði farið vftt um veröldina, m.a. til Sovétríkjanna, til þess að láta friðarmál til sín taka og auðvitað gaf Steingrímur Hermannsson því homauga, nýbúinn að flytja sig að vestan í framboð á Reylganesi, þar sem hann þóttist vera nær alheimstraffíkinni: Ólafur Ragnar til Rússía reisu gjörði hann slíka. Það stenst á endum og stóð ekki á að Steingrímur fer þangað líka. Steingrímur kannar heimsins hom, hér uppi naumast sést ’ann. Upp úr því hleypir Ólafur Þom einhesta fyrir vestan. Að venju fylgir limra vísnaleik og eins og áður með mynd eftir Valtý Pétursson listmálara. Mér væri þökk í því, ef menn sendu mér vísu til birtingar, — og ekki sakaði þótt tilefni fylgdi. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal Reiðhöllin í Víðidal vígð 10. júlí: Fuglabjarg, loðdýra- bú og fjós á Bú ’87 Morgunblaðið/Börkur Magnús Sigsteinsson framkvæmdastjóri Bú '87 til hægri og Agnar Guðnason ritari sýningarstjórnar i Reiðhöllinni i Víðidal, þar sem landbúnaðarsýningin verður haldin í ágúst. Ráðsfundur málfreyja BYGGINGU Reiðhallarinnar í Víðidal í Reykjavík miðar vel áfram og verður húsið vigt þann 10. júli. Dagana 14.—23. ágúst verður þar haldin landbúnaðar- sýningin Bú ’87 og er nú unnið að undirbúningi hennar á mörg- um vígstöðvum. Á sýningunni verður sett upp fuglabjarg, loð- dýrabú og fullkomið fjós og margt fleira óvenjulegt mun bera þar fyrir augu. Byggjngarframkvæmdir við Reiðhöllina hófust í september 1986. Húsið er byggt úr límtré, 3.000 fermetrar að grunnflatar- máli, og var það fullreist í mars síðastliðnum. Þessa dagana er unn- ið að klæðningu þaks þess og frágangi útisvæðis. Landgræðsla ríkisins tók að sér sem sýningar- verkefni að græða upp barma gamla gijótnámsins, sem Reiðhöllin er staðsett í. Verður gerð grein fyrir árangrinum á landbúnaðar- sýningunni. I höllinni verður sérs- takt flekagólf, keypt frá Þýska- landi. Gólfíð má setja í höllina þegar þar verða sýningar eða aðrar skemmtanir, en verður fjarlægt þegar hestamennska er stunduð í húsinu. Unnið er að undirbúningi land- búnaðarsýningarinnar á mörgum vístöðvum, að sögn Magnúsar Sig- steinssonar framkvæmdastjóra sýningarinnar og Agnars Guðna- sonar ritara sýningarstjómar. Þeir sýndu blaðmanni sýningarsvæðið. Það nær yfir mest allt athafna- svæði hestamanna í Víðidal. Aðal sýningarsvæðið er í Reiðhöllinni sjálfri. Þegar gestir koma inn í anddyri hennar mæta þeir gamla tímanum, með gömlum sýningar- gripum, fara í gegn um sögu landbúnaðarins og enda í framtíð- inni í tölvudeild. í anddyrinu verður einnig hlunnindadeild, „frá §öru til íjalls", þar sem meðal annars verð- ur sett upp fuglabjarg. í aðaisýn- ingarsalnum verður fjöldi sýningarbása. Stærstu deildimar em frá afurðasölufyrirtækjum bænda í mjölkuriðnaði og kjötiðn- aði. Á hveijum degi verða skemmti- atriði. Fyrir utan Reiðhöllina verður fískeldissýning, með seiðum og eld- islaxi í kemm. Búfjársýning verður í hesthúsum og einnig verða skepn- umar sýndar utan dyra. Lögð er áhersla á Qölbreytni. Sett verður upp §ós í einu hesthúsanna og sýndar mjaltir með fullkomnu rör- mjaltakerfí. Sérstök áhersla verður lögð á loðdýr og er m.a. unnið að því að byggja loðdýraskála á svæð- inu. Bú ’87 er haldin í tilefni af 150 ára afmæli búnaðarsamtaka í landinu. Afmælisins verður minnst á ýmsan hátt á árinu, meðal annars í tengslum við sýninguna. Sérstakur hátíðarfundur búnaðarþings verður haldinn á öðmm degi sýningarinn- ar, efnt er til hugmyndasamkeppni um nýjar atvinnugreinar í sveitum og fleira verður gert til hátíðar- brigða. RÁÐSFUNDUR annars ráðs mál- freyja verður haldinn í Hlégarði, Mosfellssveit, í dag, laugardag- inn 30. maí. Skráning fer fram frá kl. 12.00, en fundurinn verður settur kl. 13.00. Á fundinum flytur Ingveldur Ingólfsdóttir, forseti landssamtak- anna, fræðslu um dagskrárgerð, einnig verður embættismannaþjálf- un. Fundarhlé verður gert um kl. 17.00. Kvöldverður verður fram borinn kl. 19.00 og innsetning nýrr- ar stjómar fer fram þá. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.