Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 69 Símamynd/Reuter • í 27. skiptifi fagnaði Frakkinn Alain Prost sigri í Formula 1-keppni og jafnaði vinningsmet Jackie Stewart. Hann er orfiinn alvanur að þeyta kampavíninu í allar áttir. Til hliðar við hann standa Stefan Jo- hansson (t.h.) sem varð annar og Andrea de Cesaris, sem náði þriðja sæti eftir að hafa ýtt bfl sínum lokaspölinn. Frjálsar íþróttir: Heimsmet hjá Aouita SAID Aouita frá Marokkó setti nýtt heimsmet í tveggja mflna hlaupi á móti f Tórínó á Ítalíu í fyrrakvöld. Steve Ovett átti fyrra metið, sem hann setti í London í september 1978. Aouita hljóp á 8:13.45 mínútum, en met Ovetts var 8:13.51. Aouita keppti sem gestur í land- skeppni Ítalíu og Sovétríkjanna og var met hans hápunktur mótsins. Á sama tíma kepptu spretthörð- ustu menn heims í 100 m hlaupi í Sevilla á Spáni og sigraði Kanada- maðurinn Ben Johnson á besta tíma ársins, 10.06. Carl Lewis kom um leið í mark, en var dæmdur sjónarmun á eftir. Heimsmeistar- inn Calvin Smith hafnaði í fjórða sæti. McNeill til Celtic • Said Aouita. BILLY McNeil hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri skoska knatt- spyrnuliðsins Celtic í Glasgow á nýjan leik. David Hay, sem verið hefur stjóri liðsins síðan McNeill Maradona skoraði DIEGO Maradona skoraði sigur- mark Napoli f 1:0 sigri gegn Cagliari í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum itölsku bika- keppninnar í vikunni. í hinum undanúrslitaleiknum sigr- aði Atalanta lið Cremonese með tveimur mörkum gegn engu. yfirgaf féiagið árið 1983, var rek- inn í fyrradag og McNeill ráðinn á stundinni, en hann var einmitt fyrr í vetur rekinn frá Aston Villa í Englandil Billy McNeil var fyrirliði Celtic er liðið varð Evrópumeistari árið 1967 og síðar stjóri. Frá Englandi berast þau tíðindi að framkvæmdastjóri Birming- ham, John Bond, hafi verið rekinn frá félaginu. Forseti félagsins, Ken Wheldon, sagði að nýr fram- kvæmdastjóri yrði ráðinn í dag. Bond var framkvæmdastjóri hjá Norwich og Manchester City áður en hann tók við af Ron Saunders hjá Birmingham í janúar 1986. Þá var liðið í neösta sæti 1. deildar en leikur liðið nú í 3. deild. Eftir að tveir forystubílanna í belgíska kappakstrinum lentu í árekstri í fyrstu metrunum átti Frakkinn Alain Prost auðvelt með að sigra á McLaren sínum. Hann varð 24 sekúndum á undan félaga sínum hjá MacLaren, Svíanum Stefans Johansson. ítalinn Andrea de Cearis á Brabham náði þriðja sæti. Það var þó rimma mill Brasilíu- mannsins Áyrton Senna og Bret- ans Nigels Mansell, sem vakti mesta athygli í keppninni. Þeir lögðu fyrstir af stað í rásmarkinu og í einni af fyrstu beygjunum skullu bílar þeirra saman. Mansell var þá að reyna að komast fram úr Senna í utanveröri beygjunni, en afturhjólið á bíl Mansell skall í framhjól Lotus Senna. Að sögn FISA-manna, sem hafa yfirumsjón með keppninni var álitið að Senna hefði ekið fyrir Mansell, en ákveðn- ar reglur gilda um framúrakstur í kappakstri. Senna var þó ekki á sama máli. „Mansell reyndi að komast framúr að utanverðu sem er mjög erfitt, ég bjóst e.kki við því. Þegar ég sá hann svo skyndi- lega, þá færði ég mig til hliðar, en of seint og bílarnir skullu saman", sagði hann. Senna verð að hætta keppni vegna árekstursins, en Mansell komst átján hringi áður en bíll hans bilaði líka af völdum árekstursins. Tapaði hann þar með forystunni í heimsmeistarakeppni ökumanna. Mansell var heitt í hamsi vegna atviksins og viðgerð- armenn Senna forðuðu honum frá barsmíðum og hótunum Bret- ans . . . ÚRSLIT í Flugleiðamótinu sem haldið var á Hvaleyrarvellinum 23. mai. Leikinn var 18 holu högg- leikur m/án forgjafar. Án forgjafar: högg Tryggvi Traustason GK 71 Sveinn Sigurbergsson GK 72 Hallsteinn Traustason GK 72 högg MeA forgjöf: Hallsteinn Traustason GK 62 Hrafnhildur EysteinsdóttirGK 63 Magnús Hjörleifsson GK 64 högg Sigurvegararnir hlutu flugferð til Evrópu. Þátttakendur voru alls 97. Víkverji áf ram SÍÐUSTU þrír leikirnir í 1. umferð mjólkurbikarkeppni KSl' fóru fram á fimmtudaginn. Víkingur vann Hauka 2:0, IR sigraði IK 4:1 og Víkverji vann Ármann 3:1. Það urðu fleiri óhöpp. Tyrell- ökumennirnir Philip Streiff og Jonathan Palmer skemmdu báðir bíla sína. Streiff keyrði á grindverk og bíll hans tættist í sundur og hlutar hans lentu á bíl Palmer. Var keppnin stöðvuð og brautin hreinsuð. Komst Streiff þar með af stað að nýju í varabíl sínum, en Palmer sat eftir með sárt ennið, því hann hafði ekki varabíl. Flestir toppbílarnir féllu einnig úr leik, m.a. Ferrari-bílar Michele Alboreto og Gerhard Berger, Benetton-bílar Teo Fabi og Thierry Boutsen. Will- iams Nelson Piquet bilaði fljótlega, en hann var óhræddur undir stýri eftir slæmt óhapp í kappakstrinum í San Marino. Með sigrinum jafnaði Prost met Jackie Stewart, sem 27 sinnum hafði unnið Formula 1-keppni. „Þetta léttir dálítið pressunni af manni, að hafa náð þessu tak- marki," sagði Prost. „Það þýðir þó ekki að ég slái af í næstu keppn- um. Bfllinn er frábær núna, eina vandamálið var að tölvan um borð bilaði og ég vissi ekki um bens- íneyðsluna eða annað ástand bílsins. Keyrði bara á fullu.“ Til að tryggja þriðja sætið ýtti Andrea de Ceasris sínum bíl lokaspölinn yfir marklínuna, en bensínleysi stöðvaði hann. Ef hann hefði ekki ýtt bílnum hefði hann lent í sjötta sæti. Japaninn Satouru Nakajima náði enn á ný í stig til heimsmeist- ara með því að ná fimmta sæti, í sinni þriðju keppni. Hann hefur sannað getu sína, en fyrir tímabilið var hann litinn hornauga af mörg- um öðrum ökumönnum í Formula MK-keppnin Sl. fimmtudag fór fram MK- keppnin, en hún er árviss við- burður hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Bakhjarl að þessu móti er Múla- kaffi, sem gefur öll verðlaun til mótsins. Þátttakendur voru 81, og úrslit urðu sem hér segir: 1. Jónas Hjartarson 66 2. Hjalti Atlason 66 3. Haraldur Reynisson 67 Besta skor: Hannes Eyvindsson 78. Unglingamót21 árs Sl. laugardag fór fram unglinga- mót 21 árs og yngri í Grafarholti. Leikin var punktakeppni. Úrslit urðu þessi: 1. Ragnar GuAjónsson punktar 44 2. Jónas H. GuAmundsson 40 3. Ingvi Már Pálsson 37 SlgurAur SigurAarson 37 Eiríkur GuAmundsson 37 Gunnlaugur Reynisson 37 Úrslitin f belgfska kappakstrinum Alain Prost, Frakkl., McLaren 1.27,3 klst Stefan Johansson, Sviþ., McLaren 1.27,28 Andrea de Cesaris, lt., Brabham hring á eftir Eddie Cheever, USA, Arrows hring á eftir Satouru Nakajima, Japan, Lotus hring á eftir Rene Arnoux, Frakkl., Ligier 2áeftir Seglbretti: Fyrsta mótið Seglbrettasamband íslands^- ~ stendur fyrir sínu fyrsta segl- brettamóti á morgun, sunnudag og er það jafnframt fyrsta segl- brettamót sumarsins. Keppt verður á Fossvogi og skulu kepp- endur mæta klukkan 10 við sigl- ingaklúbbinn Ými í Kópavogi. Þátttökugjald er 300 krónur á mann og verða veitt verðlaun fyr- ir þrjú fyrstu sætin. Keila: Sumarmót Sigga frænda SUMARMÓT Sigga frænda hefst á þriðjudagskvöldið klukkan 20, en einnig verður keppt á laugar- dögum í sumar. Mótið er öllum opið, en þeir sem ætla að keppa til verðlauna verða að Ijúka 30 ieikjum. Keppt verður í karla- og kvenna- flokki, en annan hvern laugardag verða sex leikja monradmót, sem teljast með i sumarmótinu. Þeir tveir leikmenn, sem spila flesta leiki, fá sérstaka viðurkenningu og komast sjálfkrafa í útsláttakeppn- ina, sem verður í lok ágúst, en 32 keppendur komast áfram. Fyrir tvö efstu sætin verða veitt peningaverðlaun og er upphæðin háð þátttöku, en verð fyrir þrjá leiki er 350 krónur. Sumarmótið í fyrra var mjög vinsælt og var það næst fjölmennasta keilumótið á siðasta keppnistímabili. Aðalfundur AÐALFUNDUR Keilufólags Reykjavíkur verður haldinn mið-t * * vikudaginn 10. júní í Risinu að Laugavegi 105. Dagskrá sam- kvæmt félagslögum. íslandsmót í lyftingum íslandsmótið í Ólympfskum lyft- ingum fer fram í Armannsheimil- inu við Sigtún á sunnudaginn. Keppni hefst kl. 12.00. Keppend- ur verða 25. Hvítasunnu-r bikar hjá GR í DAG, laugardag, fer fram undir- búningskeppni um hvítasunnubik- arinn. Leiknar verða 18 holur með fullri forgjöf og 16 keppendur kom- ast síðan áfram í holukeppni. Þetta golfmót er elsta golfmótið hérlend- is, en fyrst var keppt um hvíta- sunnubikarinn árið 1937. Keppnin hefst kl. 9.00. Öldungamót Á morgun, sunnudag, þ. 31. maí, fer fram öldungamót hjá GR. Keppt verður í tveimur flokkum, karla- og kvennaflokki. Leikin verð- ur 18 holu punktakeppni með fullri forgjöf og ræst út frá kl. 13.00. Guðlaugur golfmeistari Kiwanismanna GUÐLAUGUR Kristjánsson (Set- berg) hlaut nafnbótina Golf- meistari Kiwanismanna 1987 nú fjórða árið f röð og heldur þvf Kiwanisklúbburinn Setberg, Garðabæ hinum veglega far- andbikar, sem keppt er um, f eitt ár til viðbótar. Laugardaginn 23. maí fór fram 5. Golfmót Kiwanismanna á Leiru við Keflavík. Mjög góð þátttaka var í þessu árlega golfmóti Kiw- anishreyfingarinnar. Öll verðlaun voru gefin af Sparisjóðnum í Keflavík, nema farandbikar sá sem keppt er um, en hann gaf Tryggingamiðstöðin hf. Mjög jöfn og spennandi keppni var án forgjafar en úrslit þar réðust ekki fyrr en á allra síðustu brautum. Úrslit urðu ann- ars: 1. GuAlaugur Kristjánsson (Setberg) 40+40=80 • Guðlaugur Kristjánsson 2. Ólafur Ág. Þorstelnsson (Vffill) 41+44=85 3. Hafsteinn Sigurvinsson (Hof) 40+46=86 í keppni með forgjöf var einnig hart barist en tveir efnilegir golf- spilarar urðu jafnir í 2.-3. sæti og var forgjöf þeirra látin ráða um röð. 1. Reynir GuAmundsson (Gullfoss) 54+45= 99-36=63 2. Jón (pfpari) GuAm. (BoAi) 50+51=101-32=69 3. Jóhann Stefánsson (Geysir) 43+48= 91-22=69 Sparisjóðurinn í Keflavík gaf nokkur aukaverðlaun. Þessi verð- laun hlutu þeir: Ted Osborn (Brú) fyrir að vera næstur holu á 16. braut, aðeins 35 sm vantaði upp á að hann færi holu í höggi. Guðlaugur Kristjánsson (Set- berg) fyrir lengsta teighögg á 18. braut en það var um 280 metra sem kúlan flaug hjá Guðlaugi. Björgvin Kjartansson (Set- berg) hlaut viðurkenningu fyrir bestu framfarirfrá fyrstu 9 holum yfir að næstu 9. Kjartan Steinólfsson (Setberg) hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á nýtingu vallar. Tveir þekktir golfleikarar háðu harða baráttu um verðlaun þau sem í boði voru fyrir furðulegasta högg dagsins en það voru þeir Finnbogi Kristjánsson (Vífli) og Hallbjörn Sævarsson (Keili). Ekki treysti dómnefnd sér til að dæma þetta afrek, þannig að pútt- keppni þurfti til að fá úrslit. Hallbjörn Sævarsson sigraði í henni og hlaut hann því þessi verðlaun. ALP-bikarinn (mætingarbikar- inn) glæsilegi fór til Kiwanis- klúbbsins Setbergs, Garðabæ, en þeir mættu með fjölmennasta hópinn. Tryggvi sigraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.