Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.05.1987, Qupperneq 38
mi IAM .08 flUOAaaAOUAJ .fflGAJaMUOHOM MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Leikfélag Reykjavíkur: Síðustu sýningar leikársins SENN líður að lokum leikárs Leikfélags Reykjavíkur. Aðeins ein sýning er eftir á „Óánægju- kórnum," gamanleik eftir breska leikskáldið Alan Ayckbourn og verður sú sýning föstudaginn 5. júní næstkomandi klukkan 20.30. Sem kunnugt er segir verkið frá því er áhugaleikhópur æfír Betl- araóperuna eftir John Gay og frumsýnir eftir mjög stormasamt æfíngatímabil. Á „Degi vonar“ eftir Birgi Sig- urðsson eru aðeins þtjár sýningar eftir á þessu leikári, en hugsanlega verður verkið þó tekið til sýninga að nýju í haust. „Dagur vonar“ fjall- ar um reykvíska fjölskyldu á jsötta áratugi þessarar aldar, ekkjuna Láru og böm hennar þrjú uppkom- in, sambýlismann og grannkonu. Næsta sýning á „Degi vonar“ er sunnudaginn 31. maí klukkan 20.Ou í Iðnó. Morgunblaðið/KGA Heimilisfólk í Seljahlíð gengnr frá munum sem verða á sýning- unni. Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Lágheiðin opnuð Siglufirði. ^ ■*- VEGAGERÐIN hefur lokið við að ryðja Lágheiðina og var hún opnuð umferð siðastliðinn laugardag. Vegurinn er þurr og góð- ur og hefur líklega aldrei verið betri. Matthías Framtíð Skreiðar- samlagsins er óviss Hugmynd um sölusamtök skreiðarframleiðenda hafnað VIÐ eigum um 320 milljónir króna útistandandi i Nígeríu og þar af eru að minnsta kosti 20 milljónir tapaðar. Við eigum svo í málaferlum vegna hluta ann- arra krafna. Vegna útlitsins á Nígeríumarkaðnum og gangi mála að undanförnu, þar sem sundrung skreiðarframleiðenda hefur kostað þá stór fé, teljum við heppilegast framleiðendur komi sér saman um ein sölusam- tök. Því hefur þegar verið hafnað og við höfum leitað til SÍF með yfirtöku á hluta við- skipta okkar. Hvort það verður eða ekki er óljóst og sömuleiðis er framtíð Skreiðarsamlagsins," sagði Ólafur Björnsson í samtali við Morgunblaðið. Aðalfundur Skreiðarsamlagsiuns var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Stjóm Samlagsins var endurkjörin óbreytt, en framtíðin mikið rædd í ljósi þróunar mála síðustu misseri. „Þar sem fyrirsjáanlegt er að fram- leiðsla á skreið verður ekki mikil í nánustu framtíð, er ekki grundvöll- ur til að reka Skreiðarsamlagið á sama hátt og verið hefur, sem sér- staka söluskrifstofu," sagði Ólafur Bjömsson, formaður stjórnar Sam- lagsins. „Því var samþykkt að leita eftir samstarfí allra eða sem flestra framleiðenda um sölu skreiðar. Brygðist það, eins og menn áttu von á og raunin varð, skyldi leitað samstarfs við SÍF, þess efnis að þeir tækju að sér ýmis sölusambönd okkar. Þar má til dæmis nefna við- skiptin við Ítalíu, því þar eru í mörgun tilfellum sömu aðilarnir, sem kaupa saltfísk og skreið. Með því töldum við að nægilegt ætti að vera að Skreiðarsamlagið hefði á sínum snæmm einn mann til að sinna fjármálum og öðmm málum, sem taka töluverðan tíma, en verð- ur ekki komið yfir á aðra. Fram- haldsviðskipti við Nígeríu yrðu svo að ráðast, en þau yrði tæplega meira en sala á hertum hausum. Miðað við það, að allir, sem eiga telex geta boðið hausana til sölu í Nígeríu, er ekki áhugavert að taka þátt í þeim leik. Á fundinum var einnig gerð grein fyrir hverri einustu útistandandi fjárkröfu okkar. Þær nema nú rúm- um 8 milljónum dollara, 320 millj- ónum króna. Þar em um 160 milljónir í naímm, sem kaupendur greiddu strax á sínum tíma, en hafa ekki fengizt yfírfærðar, þrátt fyrir margvíslegar tilraunir okkar og íslenzkra bankamanna. Hluti af þessum kröfum stendur nú í mála- ferlum og ljóst er talið að minnsta kosti um 20 milljónir af því em tapaðar," sagði Ólafur. Ólafur sagði, að gangur sölumála á síðasta ári hefði verið svo, að þeir, sem lengst hefðu gengið í undirboðum, hefðu náð þeim ábyrgðum, sem gamlir og grónir skreiðarkaupendur og viðskiptavin- ir íslendinga, hefðu getað opnað. Flestir þeirra hefðu átt viðskipti við íslendinga í mörg ár og þekktu því vel til hér og nýttu sér sundmngu okkar til hins ítrasta. Þetta væri því allt með versta móti, en ljós í myrkrinu væri þó, að greiðslur væm farnar að berast til landsins vegna sölu á 32.000 pökkun, sem fóm utan með Hvalvíkinni fyrir nokkm. Seljahlíð: Hljómsveitin Mánar verður með tónleika í Inghóli í kvöld. Vegna forfalla eru enn nokkrir miðar lausir. Lokatónleikar Mána HLJOMSVEITIN Mánar frá Sel- fossi hefur undanfarna tvo mánuði verið að rifja upp tónlist frá árunum 1965-75 í veitinga- húsinu Inghóli á Selfossi. k' Nú er komið að lokatónleikum hljómsveitarinnar og er allra síðasta Mánakvöldið í Inghóli í kvöld, 30. maí. Vegna forfalla em til lausir miðar á þetta kvöld. Tónleikamir em fyrir matargesti, en á eftir er húsið opnað almenningi. Sýning á handavinnu aldraðra SYNING verður á handavinnu aldraðra í Seljahlíð við Hjallasel í dag, 30. maí, og á morg- un, 31. maí. Sýningin stendur frá kl. 13.30 til kl. 17.00 báða dagana. Á sýningunni verða þó nokkuð af mununum til sölu. Seljahlíð hefur verið starfrækt í tæpt ár og verður eins árs nú l.júní. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ ÚTSALA að fá sér skáp fyrir gott verð. / SELKO SKÁPAR Við seljum takmarkað magn skápa á stórlækkuðu verði. Allt að 40% afsláttur á sumum gerðum. SELKO SIGURÐUR ELÍASSON HE Auöbrekku 1-3 Kópavogi, s: 41380
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.