Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1987 37 í aprílmánuði fór George Shultz til Sovétrikjanna og átti viðræður við ráðamenn þar m.a. um stöðu afvopnunarmála og hugsanlegan leiðtogafund síðar á þessu ári. Á myndinni spjallar Shultz (til vinstri) við þá Mikhail Gorbachev og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna. ni ígers Málamiðlun á Reykja- víkurf undinum Á fundinum í Reykjavík kvaðst Mikhail Gorbachev, aðalritari sov- éska kommúnistaflokksins, vera reiðubúinn til málamiðlunar. Hann lagði til að stórveldin mættu halda 100 kjarnaoddum hvert utan Evr- ópu. Þessi tillaga var í sainræmi við tillögu forsetans þótt ágreining- ur væri enn um ýmiss lykilatriði. Þannig kann ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins að hafa varðað leiðina í átt til árangurs. Samkvæmt þessum samkomu- lagsdrögum myndu Sovétmenn Ijarlægja rúmlega 1.300 kjarna- odda í Evrópu og við um 200. í fyrsta skipti frá því á sjötta ára- tugnum yrðu engar sovéskar meðaldrægar flaugar í Evrópu. Kjarnorkuherafli Sovétríkjanna í Asíu yrði skorinn niður um rúmlega 80 prósent. Richard Nixon, fyrrum forseti, og Henry Kissinger, fyrrum ut- anríkisráðherra, hafa af því áhyggjur að samkomulag sem þetta myndi skerða fælingarmátt vopna okkar. Aðrir hafa fullyrt að það myndi hafa í för með sér uppræt- ingu allra kjarnorkuvopna í Evrópu og á endanum leiða til þess að Bandaríkjastjóm léti öiyggishags- muni Vestur-Evrópuríkjanna lönd og leið. Vissulega eru þetta mark- mið Sovétstjórnarinnar. Við höfum ekki í hyggju að gefa Sovétmönnum tækifæri til að ná þeim. En það er ekki nauðsynlegt að vísa á bug hugmyndum um afvopnun til koma í veg fyrir það. Varnarstefna NATO Varnarstefna Atlantshafsbanda- lagsins hefur um 20 ára skeið hvílt á hugmyndinni um sveigjanleg við- brögð á átakatímum. Grundvallar- þættir þessarar stefnu eru þrír; öflugur hefðbundinn herafli í Evr- ópu, jafnvægi á sviði kjarnorku- vopna til stuðnings herafla Atlantshafsbandalagsins í álfunni og langdrægar kjarnorkuflaugar Bandaríkjamanna, sem eru síðasti liður fælingarstefnunnar. Banda- menn okkar í Evrópu styðja stefnu þessa og við emm ákveðnir að víkja ekki frá henni. Þrátt fyrir að samið yrði um upprætingu meðaldrægra flauga myndi fælingarstefna Atlantshafs- bandalagsins enn hvíla á traustum gmnni. Bandaríkjastjóm myndi enn ráða yfir rúmlega 4.000 kjarnorku- vopnum í Evrópu. Þau yrðu um borð í flugvélum sem gætu gert gagnárásir á Sovétríkin og í þeim eldflaugum sem eftir yrðu auk þess sem áfram yrði unnt að koma fyrir kjarnorkuhleðslum í vígvallarvopn- um. Atlantshafsbandalagið hefur í hyggju að endurnýja hluta þessara vopnakerfa. Að auki myndi yfir- maður herafla Atlantshafsbanda- lagsins í Evrópu áfram ráða yfir nokkur hundmð kjarnaoddum í langdrægum eldflaugum sem em um borð í kafbátum. Þannig gætum við áfram fælt Sovétmenn frá árás án þess að treysta einvörðungu á langdrægar kjarnorkuflaugar. Þá vegur samvinna okkar í 40 ár á sviði öryggis- og stjórnmála þungt sem og skipulag varna okkar, tækniþekking og viðbúnaður herja okkar. Þau atriði sem ég hef nefnt að viðbættum þeim 300.000 banda- rísku hermönnum sem áfram verða í Evrópu tengja Bandaríkin og ríki Vestur-Evrópu ótjúfanlegum bönd- um. Á þennan hátt er áfram unnt að fýrirbyggja útþenslustefnu Sov- étríkjanna gagnvart Evrópu. Varhugaverð krafa Við og bandamenn okkar leitum nú lausna á því hvemig mæta skuli ógnvænlegum yfirburðum Sov- étríkjanna hvað varðar hefðbundinn herafla. Við munum treysta varnir okkar og freista þess að fá Sovét- menn til viðræðna um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu allri. En ef krafa um niðurskurð í þessum herafla verður tengd samningum um fækkun meðaldrægra flauga verður í raun vikið frá þeim rök- semdum sem lágu til grundvallar ákvörðun Atlantshafsbandalagsins um að koma kjarnorkuflaugunum fyrir í Evrópu. Markmiðið var að styrkja varnir okkar til mótvægis við SS-20 flaugar Sovétmanna eða fá stjórnvöld eystra til að fallast á upprætingu þeirra. Hugmyndin var ekki sú að bæta upp yfirburði Sov- étríkjanna á sviði hefðbundins herafla með þessum hætti. Með þessu yrði viðleitni samningamanna okkar til að fá Sovétmenn að falla frá þeirri kröfu að samið verði sam- hliða um fækkun kjarnorkuflauga og geimvamaráætlunina að engu gerð. Þessi afstaða Sovétstjómar- innar kom f veg fyrir að árangur næðist er Ieiðtogarnir komu saman til funda í Genf og Reykjavík. Ef krafan um niðurskurð kjamorku- flauga samhliða fækkun í hinum hefðbundna herafla verður sett á oddinn munu vafalaust líða mörg ár þar til samningaviðræður skila árangri. Þessi viðbót myndi því þjóna þeim tilgangi einum að spilla fyrir frekari árangri. Sögnlegxir ávinningur Sú spurning hlýtur því að vakna hvort við emm reiðubúnir til að varpa fyrir róða þeim árangri sem náðst hefur og skilja við Vestur- Evrópu í skugga sovésku SS-20 flauganna. Að auki myndu vinir okkar í Asíu áfram standa frammi fyrir fjölda sovéskra kjarnorku- flauga. I samvinnu við bandamenn okkar í Vestur-Evrópu höfum við leitað leiða til að tryggja að samkomulag um upprætingu meðaldrægra kjarnorkuflauga fái staðist eitt og sér. Við höfum krafist þess að slíkt samkomulag kveði á um jafna og gagnkvæma fækkun kjarnorku- vopna og að það taki til heims- byggðarinnar allrar en verði ekki til þess að vígbúnaðarkapphlaupið færist einfaldlega frá Evrópu til Asíu. Loks höfum við sett fram afdráttarlausa kröfu um eftirlit með því að ákvæði samningsins verði virt. Ef Sovétstjórnin er reiðubúin til að ganga að kröfum okkar eigum við ekki að láta tækifærið ganga úr greipum okkar. Jafnframt verður að vinna að fækkun langdrægra kjarnorkuvopna, sem er helsta markmið okkar, og koma á jafn- vægi í hinum hefðbundna herafla. Þannig höfum við þokast í átt til þeirra markmiða sem Atlants- hafsbandalagið setti sér. Við megum ekki láta deigan síga heldur safna saman því sem áunnist hef- ur. Við getum verið stoltir af þeim árangri sem náðst hefur fyrir stað- festu Atlantshafsbandalagsins jafnframt þvi' sem við vínnum að því að efla styrk og samstöðu aðild- arríkja þess. innar í vígbúnaðarmálum. Þeir eru því sammála því mati Evrópuríkj- anna að uppræting meðaldrægra og skammdrægra flauga myndi tryggja Sovétmönnum yfirburði á sviði hefðbundins vopnabúnaðar. Þeir telja að án kjarnorkuvopna yrðu hersveitir Bandaríkjamanna í Evrópu í raun varnarlausar gagn- vart árás herafla Sovétmanna og ríki Vestur-Evrópu ofurseld þrýst- ingi að austan. þeir telja ennfremur að Gorbachev Sovétleiðtogi sjái sér hag í því að bjóða upprætingu þeirra 1300 kjarnaodda sem komið hefur verið fyrir í eldflaugum af gerðinni SS-22 og útrýmingu skammdrægra flauga. Hann telji að þá verði hon- um fært að færa sig upp á skaftið gagnvart Evrópuríkjunum og að á endanum kunni svo að fara að Bandaríkjastjóm kalli heim her- sveitir sínar frá Vestur-Evrópu. Þetta kynni síðan að leiða til friðar- samninga Evrópuríkjanna og Sovétríkjanna. Að mati þeirra Kiss- ingers og Scowcrofts yrðu þetta afleiðingar þess ef grundvellinum yrði svipt undan fælingarmætti kjamorkuvopnanna sem hefur tryggt friðinn undanfarin 40 ár. Umbætur og afvopnun Nokkrir bandarískir sérfræðing- ar í málefnum Sovétríkjanna telja að með afvopnunartillögum sínum stefni Gorbachev að því að tryggja yfirráð Sovétmanna yfir Vestur- Evrópu. Aðrir telja að fyrir honum vaki að endurreisa efnahagslíf Sov- étríkjanna og því verði hann að tryggja friðsamleg samskipti við Bandaríkin. Arthur Hartman, fyrr- um sendiherra Bandaríkjastjórnar í Sovétríkjunum, er þessarar skoðun- ar. Hins vegar telur Hartman að Gorbachev muni tæpast takast að hrinda umbótum sínum í fram- kvæmd á næstu þremur til fjórum árum þó svo að honum kunni að takast að treysta stöðu sína sem leiðtogi stórveldis með því að koma til fundar við Reagan forseta í Washington. Hartman telur einnig að það muni engu breyta fyrir Gorbachev þótt honum takist að þvinga Víetnama til að kalla heim innrásarsveitir sínar frá Kambódíu eða kalli heim eigin innrásarlið frá Afganistan, sem Hartman telur óliklegt að hann geri því þar með hefði hann kveðið upp dauðadóm yfir leppstjórninni í Kabúl. Gorbac- hev hefur sagt að mikil andstaða sé við umbótaáætlun hans innan sovéska kommúnistaflokksins. Menn sem gegna lykilembættum innan flokksins óttast að þeim verði vikið úr starfi. Því telja margir Sovétsérfræðingar að Gorbachev verði bolað frá völdum eftir þijú til fjögur ár ef honum tekst ekki að sýna fram á að umbótaáætlunin hafí skilað tilætluðum árangri. Hartman er til að mynda sannfærð- ur um að eftirmaður Gorbachevs muni ekki koma úr röðum umbóta- sinna heldur veljist til starfsins Stalínisti af Gamla skólanum sem beiti sér fyrir auknum aga og hert- um reglum og varpi fyrir róða umbótum og fijálslyndi. Hartman telur ekki að gripið verði til harð- stjórnar og grimmdarverka sem einkenndi valdaskeið Stalíns. Líklega verði teknar upp hertar refsingar við agabrotum og þeir sem bijoti gegn jrfirlýstum vilja flokksins verði látnir gjalda fyrir það með tekna- eða atvinnumissi. Sovéskir menntamenn, sem margir hveijir hafa verið hikandi við að færa sér í nyt fijálslyndisstefnu Gorbachevs, virðast vera sömu skoðunar. Hinir hugrökku í röðum þeirra kvarta yflr því að stefnan sé óljós og ekki liggi fyrir hversu langt menn geti hætt sér. Margir þeirra segja að svo virðist sem Gorbachev viti ekki fyllilega sjálfur hversu langt hann getur gengið í fijálslyndisátt án þess að ganga fram af harðlínumönnum innan flokksins. Flestir þeirra sem ráð- andi eru á sviði menningarmála hafa fagnað fijálslyndisstefnu leið- togans. En flokksfélagar og alþýða manna óttast að þetta muni leiða til upplausnar þess þjóðfélagskerfis sem menn hafa vanist. Völd Gorbachevs Sérfræðingar eru almennt sam- mála um að Gorbachev sé ekki allsráðandi innan stjórnmálanefnd- ar sovéska kommúnistaflokksins (Politburo) þó svo að meirihluti þeirra manna sem þar sitja styðji grundvallaratriðin í stefnu leið- togans. Hins vegar kann honum að reynast erfitt að afla fylgis við ein- stök mál. Hann þarf því að sýna aðgát ef hann ætlar sér að tryggja þann stuðning sem hann nýtur þessa dagana. í raun þýðir þetta að Gorbachev er ef til vill ekki jafn öruggur og hann sýnist vera. í Moskvuborg ganga kjaftasögur um leiðtogann fjöllum hærra og Sovét- borgarar gera sér ljóst að staða hans er ekki örugg og hann þarf að sýna fram á að stefna hans gangi upp. Það er einnig fullsannað að stefna hans í málefnum andófs- manna og gyðinga hefur farið mjög fyrir bijóstið á ráðamönnum innan öryggislögreglunnar (KGB). Arthur Hartman sagði mér að hann teldi tilgang þessarar stefnubreytingar fyrst og fremst vera þann að tryggja vinsamlegra viðmót al- mennings í Bandaríkjunum gagn- vart Sovétríkjunum. Hann kvaðst einnig telja líklegt að íjölda andófs- manna og gyðinga yrði leyft að flytjast frá Sovétríkjunum þegar samkomulag hefði náðst um nýjan leiðtogafund. Þannig hygðist Gorbachev skapa vinsamlegt and- rúmsleft fyrir fundinn í Banda- unum. Washington beinist athygli manna nú aftur að vopnasölu Bandaríkjastjórnar til íran. Yfir- heyrslur beggja deilda Bandaríkja- þings eru hafnar. Tilgangurinn er m.a. sá að kanna hvort Reagan forseta var kunnugt um að hluti ágóðans af vopnasölunni rann til Kontra-skæruliða í Nicaragua. Ljóst er að forsetinn hefur beðið mikinn álitshnekki og líkast til get- ur ekkert styrkt stöðu hans á ný sem velheppnaður leiðtogafundur. Þetta þýðir ekki að Reagan muni reynast reiðubúinn til að samþykkja verulegar tilslakanir í því skyni að treysta eigin stöðu og stöðu Sovét- leiðtogans. En vegna vopnasölu- málsins mun Reagan gera hvað hann getur til að fá Gorbachev til viðræðna í Bandaríkjunum og vinna þannig mikinn persónulegan sigur. Ef stórveldin komast að samkomu- lagi um upprætingu Evrópuflaug- anna verður það vissulega sögulegur viðburður því Sovétmenn hafa aldrei gengið að samkomulagi sem felur í sér upprætingu á kjam- orkuvígbúnaði þeirra. Hins vegar er ógerlegt að segja til um hvaða afleiðingar slíkt samkomulag myndi hafa í för með sér. En reynslan sýnir að Gorbachev hefur tekist að afla sjónarmiðum sínum fylgis í Evrópu og Bandaríkjunum og gildir það bæði um stefnu hans í innanrík- ismálum Sovétríkjanna og í alþjóða- málum. Ef honum tekst að halda sínu striki gæti hann breytt við- horfi almennings bæði í Sovétríkj- unum og Bandaríkjunum. Risaveldin munu vafalaust halda áfram að keppa um áhrif og ítök. En ef óttinn og tortryggnin í garð Sovétríkjanna, sem ehfur í senn verið homsteinn utanríkisstefnu Bandaríkjamanna og eitt helsta sameiningarafl þjóðarinnar, víkur kann það að hafa víðtækar afleið- ingar. Höfundur var fréttaritari breska blaðsins Sunday Times um 20 ára skeið. Hann ritarnú dálka um bandarísk stjórnmál og er einnig þekkturfyrir viðtölsin við Ronaid Reagan Bandaríkjaforseta og aðra háttsetta embættismenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.