Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1987 51 í skemmtilegustu smáatriðum hús- hald og fjölskyldustemmningu §órða áratugarins þegar, a.m.k. í minningum Simon, faðirðirinn var kóngur í ríki sínu, konumar sýsluðu heimavið á daginn og stóðu í mat- seldinni, fjölskyldan safnaðist öll saman við kvöldmatarborðið, pabb- inn hlustaði á útvarpið á kvöldin og Eugenear heimsins hlustuðu gapandi af undrun á stóra bróður segja frá hinu. Simon getur verið fyndinn í sam- tölum og þenkingum persónanna án þess að drepa neinn úr hlátri, en hann getur líka verið væmnin uppmáluð og er það í þessari mynd. Það er líka spuming hvort hún eigi ekki meira erindi sem sjónvarpsleik- rit en hundrað prósent bíómynd. Hún er stykki sem hægt væri að hafa gaman af á mánudagskvöldum John Silverman í hlutverki Eugene við tómstundaiðju sína í mynd- fyrir háttinn. inni Æskuþrautir. HVERT SEM ÞU FERÐ - VIÐ HÖFUM GJALDEYRINN Einkenni gjaldeyrisdeilda okkar er hröð afgreiðsla á öllum helstu gjaldmiðlum heims. Visa, ferðatékkar, almennirtékkar, reiðufé. Komdu við hjá okkur. -nútim fanti íslensk og bandarísk kennaraskipti íraungreinum Fulbright-stofnunin býður upp á stuðning við kennaraskipti milli íslensks og bandarísks raun- greinakennara á framhalds- skólastigi skólaárið 1988—''89. Kennaramir þiggja laun hver frá sínum skóla, en íslenski kennarinn mun fá viðbótargreiðslu svo laun hans samsvari launum bandarískra kennara. Fulbrightstofnunin greiðir einnig ferðakostnað kennaranna. Algengt er að kennaramir hafí einnig skipti á húsnæði. Mennta- málaráðuneytið og Bandaríkja- stjóm styður þessi kennaraskipti og er nú verið að auglýsa eftir kenn- urum í Bandaríkjunum. Kennarar sem áhuga hafa, verða að hafa stuðning skólastjóra. Öllum skóla- stjórum í íslenskum framhaldsskól- um hefúr verið send umsóknargögn. Umsóknir verða að berast Ful- bright-stofnuninni fyrir 21. sept. 1987. Minningar Neils Simon Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Æskuþrautir (Brighton Beach Memoirs). Sýnd í Laugarásbíói. StjSrnugjöf ☆ ☆. Bandarísk. Leikstjóri: Gene Saks. Handrit: Neil Simon. Fram- leiðandi: Ray Stark. Kvimynda- taka: John Baiiey. Tóniist: Michael Small. Aðalhluverk: Jon- athan Silverman, Bob Dishy, Blythe Danner, Brian Drillinger og Judith Ivey. Eugene (Jonathan Silverman), sögumaðurinn í gamanmynd Neils Simon, Æskuþrautir (Brighton Beach Memoirs), sem sýnd er i Laugarásbíói, er svolítið eins og Daddi, hin unga söguhetja breska rithöfundarins Sue Townsend (Dag- bókin hans Dadda). Þeir halda svipaðar dagbækur nema að Eug- ene lifír og hrærist í gyðingafjöl- skyldu í Brooklyn í New York um 1937 á meðan Daddi er í Bretlandi nútímans. Þeir eiga það sameigin- legt þó að vera mest uppteknir af sjálfum sér og kvenfólki. Þeirra er hvolpavitið. Hugleiðingar Eugene um (kyn)- lífið og tilveruna í Æskuþrautum eru skondnar þegar best lætur og strákslegar í meira lagi. Hann er piltur sem auðvelt er að hrífast af (hvaða krakki hefur ekki rejmt að fela óæti eins og lifur undir kart- öflumúsinni og þykjast vera búinn með hana). Hann er líka eini kómíski hlutinn af stigvaxandi væminni mynd um fátæku gyðingafjölskylduna seint á §órða áratugnum. Eugene verður vitni að og leiðir okkur inní, með því að taia beint í myndavélina (mikið notað bragð orðið), margs- konar átök innan fjölskyldu sinnar en þau eru nokkuð einhæf því flest þeirra virðast sprottin af metingi á milli eldri og yngri systkina. Þannig er eldri bróðir Eugene í vinnu til að afla til heimilisins á meðan Eug- ene er í skóla; Nóru frænku þeirra, sem býr á heimilinu með mömmu sinni og litlu systur, finnst hún vera útundan af því litla systir er hjart- veik og fær alla athygli alltaf; mamma Eugene varð á sama hátt útundan af því systir hennar (mamma Nóru) þurfti að hafa það svo fínt en sá eini sem er systkina- laus er pabbinn. Hann hefur áhyggjur af uppgangi nasista í Evrópu og skyldfólki sínu í Póllandi. En átökin á milli íjölskyldumeð- limanna eru ekki langvarandi og rista ekki djúpt. Það má enginn skuggi falla á ímynd hinnar dýrð- legu íjölskyldu sem eftir stendur í leikslok, sameinuð við litla eldhús- borðið sitt, nýbúin að fá fréttir um að skyldmenni þeirra í Póllandi hafi sloppið úr landi og stefni til þeirra. > Það, sem fleytir myndinni tals- vert áfram auk gamanseminnar í Eugene, er natni Neils Simon og leikstjórans, Gene Saks (The Odd Couple), við að færa okkur aftur í tímann um hálfa öld og endurskapa V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsmgamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.