Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 10
10 * MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 Um lágmarkslaun eftirBjörn Björnsson og Vilhjálm Egilsson í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista um stjórnarmyndun var meðal ann- ars rætt um lágmarkslaun og hvemig unnt væri að tryggja hækkun þeirra. Meðal þeirra gagna, sem stuðst var við í við- ræðunum, var álitsgerð um lágmarkslaun frá Birai Björns- syni, hagfræðingi Alþýðusam- bands Islands, og Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Verslunarráðs íslands og fyrrum hagfræðingi Vinnuveitendasam- bands íslands. í bréfi til Þor- steins Pálssonar, sem fylgdi ritsmíðinni, tóku höfundar fram, að hér væri um að ræða vanga- veltur, sem bæru þess vafalaust merki, að þær hefðu verið teknar saman á skömmum tíma. Þá létu þeir þess og getið, að pistillinn væri á ábyrgð höfunda og honum væri ekki ætlað að túlka sjónar- mið þeirra samtaka, sem höfund- arnir starfa eða hafa starfað fyrir. 1. Inngangur Setning laga um lágmarkslaun hefur af og til komið til umræðu meðal stjómmálamanna hér á landi. í þessu sambandi hefur m.a. verið vísað til þess, að lög um lágmarks- laun eru allvíða til í löndum hins vestræna heims, t.d. í Bandaríkjun- um og Frakklandi. I kjarasamningum er hækkun lægstu launa stöðugt viðfangsefni, þótt jafnan hafi mönnum þótt of lítið miða. Nokkrar tilraunir hafa þó verið gerðar til sérstakrar hækk- unar þeirra tekjulægstu. Má þar t.d. nefna samningana 1981, en þá var samið um lágmarkstekjur fyrir dagvinnu. Þessi tilraun sætti vem- legri gagnrýni frá upphafi og þau ákvæði sem giltu í þessu efni vom látin deyja í áföngum með samning- unum í nóvember 1984. Síðustu kjarasamningar eiga að vera mönn- um í fersku minni, en hér á eftir verður þó mjög vikið að því sem þá var gert. í umræðu um þessi mái vill oft gleymast, að við búum við löggjöf sem að ýmsu leyti er einstök. Hér er átt við lög um starfskjör launa- fólks, sem kveða á um að „Laun OKKUR VANTAR EOTISTABFSFOLK í GUESILEGA VERSUIN í ágúst nk. opnum við nýjar verslanir í Kringlunni. Okkur vantar því konur og karla til að vinna með okkur í þessum glæsilegu verslunum. Um er að ræöa þæði hluta- og heilsdagsstörf í matvöruverslun, sérverslun og á lager. Þú þarft að vera eldri en 18 ára og hafa einhverja starfsreynslu. Þú þarft helst að geta byrjað á tímabilinu 15. júlí til 1. ágúst. Við bjóðum þér mjög góða vinnuaðstöðu og góða starfsmannaaðstöðu. Komdu á skrifstofu Hagkaups í Skeifunni 15 n.k. laugardag frá kl. 13-16 og ræddu við einhvern eftirtalinna: Kristján Sturluson starfsmannastjóra, Karl West og Valdimar Hermannsson verslunarstjóra. Athugaðu, að upplýsingar eru ekki veittar í síma. HAGKAUP og önnur starfskjör, sem aðildar- samtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfs- gjein á svæði því, er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjara- samningar ákveða skulu ógildir". Þetta lagaákvæði, ásamt með fleiri ákvæðum og almennri aðild að verkalýðsfélögum, markar mikla sérstöðu m.t.t. lágmarkslauna. Flest bendir til þess, að þar sem slík lög hafa verið sett hafí mark- mið lagasetningarinnar verið að koma í veg fyrir áníðslu gagnvart ófélagsbundnu fólki, sem hefur tak- markaða möguleika til þess að veijast, einkum ef atvinnuástand er bágt. Slíkar aðstæður eru engar hér á landi. 2. Hvaða tekjur á að miða við? Fyrsta spumingin sem hlýtur að vakna varðandi hugsanlega setn- ingu laga um lágmarkslaun e_r hvaða tekjur eigi að tryggja. A lagasetningin að fela í sér ákvæði um lágmarkslaun fyrir dagvinnu eða lágmark fyrir heildartekjur? ,Eða á að lágmarka dagvinnu að viðbættum bónusgreiðslum? Hvern- ig á að fara með yfirvinnu, vakta- álag, ferða-, flutnings-, fæðis-, vaktaskipta- og pokagjald, svo örfá dæmi séu nefnd? Hvað með hrein akkorð, uppmælingu og pKemíu- kerfí? Reynslan af ákvæðunum um lág- markstekjur frá 1981 er í stuttu máli sú, að réttlætið í þessum efnum er ákaflega afstætt. Þá var farin sú leið, að yfirvinna og bónusar reiknuðust á lægri grunn en sem nam lágmarkstekjunum. Þetta var kallað „tvöfalt kerfí“ og þýddi í raun, að lægst launaða fólkið hafði lægri álagsprósentu fyrir yfírvinnu en aðrir. I kjarasamningunum í febrúar 1984 voru lágmarkstekjur hækkaðar nokkuð umfram önnur laun. En „tvöfalda kerfið" reyndist síðan aðal gagnrýnisatriðið í samn- ingaviðræðunum haustið 1984 og var afnumið, sem þýddi að kaup- máttur lægstu launa fór lækkandi í kjölfarið. Einu gildir hvaða viðmið- un er notuð, hún verður óvinsæl w Björa Björnsson „ Að óbreyttu verður það eitt helsta viðfangs- efni aðila vinnumark- aðarins á næstu mánuðum að verja ný- afstaðna breytingri á launahlutf öllum hinum lægst launuðu í hag. Inngrip löggjafans í það starf gæti beinlínis stefnt í hættu því sem áunnist hefur.“ og almennur þrýstingur verður frá fyrsta degi að breyta henni. Nýlegri dæmi af sama toga má rekja frá samningunum í febrúar 1986, þegar deilt var um það hverj- ir ættu að njóta sérstakra launabóta sem þá var samið um. Þá var reynt að hækka laun hinna lægst launuðu umfram aðra með tveimur greiðsl- um, að hámarki 3.000 kr. í hvort skipti. Þegar á reyndi voru gerðar kröfur um að þessar greiðslur færu upp allan launastigann. Tæknileg vandamál við lagasetn- ingu af þessu tagi eru mýmörg, enn kannski skipta hin sálrænu meira máli. Það er ekki bara fyrir klaufa- skap að ýmsar tilraunir af þessum toga hafa runnið út í sandinn. S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL SIMAR 21150-21370 Til sýnis og sölu m.a. eigna: Úrvals eign í Háaleitishverfi Parhús 212,4 fm nettó, með 6 svefnherb., húsbóndaherb. m. w.c., sólríkum stofum og skála. Bflskúr 23,9 fm nettó. Húsið er á einum vinsælasta staö borgarinnar. Allar nánari uppl. aðeins á skrifst. Glæsileg raðhús m.a. við: Hvassaleiti með innb. bílskúr, 184,6 fm nettó, með 6 herb. íb. á tveim hæðum. Nýtt eldhús. og fl. 40 fm nýr sólskáli. Skrúögarður. Neðstaleiti meö innb. bílsk. 234,3 fm nettó, meö 7 herb. íb. á tveim hæðum. Ný úrvals eign. Frábært útsýni. Hulduland. 177 fm nettó, meö stórglæsil. 6 herb. ib. á tveim hæðum. Bílskúr í sambyggingu. Funafold. Úrvals eign í smiðum með tvöf. bílsk. Allur frág. fylgir utan- húss. Útsýnisstaöur. Eitt hús óselt. Skammt frá Landspítalanum 4ra herb. endurnýjuö efri hæö í þrib. 93,3 fm nettó. Innrétting, tæki og gler allt nýtt. Sólsvalir. Sanngjarnt verö. Laus strax. Með frábærum greiðslukjörum 3ja og 4ra herb. úrvals fbúðlr í smíöum viö Jöklafold. Byggjandi Húni sf. Mánaöargreiösiur eftlr vali í allt aö tvö ár fyrir þá sem kaupa í fyrsta sinn. Fullnaöar frág. á allri sameign. Húsnæöismálalán tekin uppí kaupverö án affalla. Vinsaml. leitiö nánari uppl. Húsnæði um 1000 fm Sem má vera: tvö samb. hús eöa tvö hús sitt á hvorri saml. lóö eöa eitt rúmg. hús óskast til kaups fyrir fjársterk og skilvis félagasamt. Nánari uppl. trúnaöarmál. Fjöldi fjársterkra kaupenda Höfum á skrá óvenju marga fjársterka kaupendur. Margir bjóöa út- borgun fyrir rétta eign. Opið í dag laugardag frákl. 11.00 tilkl. 16.00. Njótið ráðgjafar og traustra viðskipta. ALMENNA FASTEIGNASAL AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Vilhjálmur Egilsson 3. Hvernig bregst vinnu- markaðurinn við? Öllum má ljóst vera, að lög um lágmarkslaun geta haft víðtækar afleiðingar á allan launastigann. Auðvitað velta þessi áhrif á ýmsu, almennu ástandi á vinnumarkaði og því hversu mikla hækkun um væri að ræða. Ekki fer á milli mála, að nú ríkir mikil og almenn þensla á flestum sviðum og að vinnumark- aðurinn ber ýmis merki uppboðs- markaðar, sem lítt stjórnast af öðru en lögmálum framboðs og eftir- spurnar. Afmarkaðar greinar og landsvæði fara á undan með launa- skriði, sem fyrr en síðar segir til sín í öðrum greinum. Við þessar kring- umstæður leikur enginn vafí á, að áhrif verulegrar hækkunar lág- markslauna hefði á tiltölulega skömmum tíma áhrif á launastigið yfir höfuð að tala. Spumingin er þá sú hvort einhver væri bættari á eftir. Af þessu leiðir líka, að allt mat á því hvað hækkun Iágmarkslauna í tiltekið mark kosti þjóðfélagið í launaútgjöldum er nánast út í hött. Kostnaðaraukinn myndi á nokkrum tíma, mánuðum eða misserum, stefna í að vera í réttu hlutfalli við hækkun lágmarksteknanna. Þetta verður auðvitað ekki sannað, nema menn séu tilbúnir til þess að gera tilraunina, en þá verður ekki aftur snúið. Þetta er vafalaust mörgum erfiður biti að kyngja, en mikilvægt er, að menn geri sér ljósar þær ástæður sem þessu ráða. Þær eru ekki illmennska eða viljaskortur, heldur viðurkenning á því að vinnu- markaðurinn lýtur almennum lögmálum markaðskerfisins. Hækkun lægstu launa umfram önnur laun var höfuðviðfangsefni desembersamninganna í fyrra. Lægstu launin höfðu í raun setið mjög eftir meðan launaskrið mæld- ist verulegt í greiddu kaupi. Því var ljóst að hækkun lægstu launa væri að miklu leyti leiðrétting á undan- gengnu misgengi. Vikum saman var leitað leiða til þess að koma í veg fyrir að hækkun lægstu laun- anna flæddi yfír línuna og að lokum var tekin sú áhætta að rústa gjör- samlega allt almenna taxtakerfið með starfsaldurshækkunum og flokkaskipan og byija alveg upp á nýtt. Því var samið um lágmarkslaun sem drekktu að langmestu leyti fyrri starfsaldurshækkunum og flokkum, en ákveðið að gera þess í stað fastlaunasamninga á af- mörkuðum sviðum vinnumarkaðar- ins þar sem unnt væri að taka tillit til aðstæðna á hveiju sviði, umfram það sem mögulegt var í gamla taxtakerfinu. Enginn ágreiningur var í samn- ingaviðræðunum um að hækkun á töxtum um eina tiltekna prósentu myndi aðeins gera viðleitnina til þess að ná til lægst launaða fólks- ins að engu. Það yrði að byija frá grunni. Á almennum vinnumarkaði hefur á síðustu vikum verið unnið að gerð fastlaunasamninga. Allur þrýsting- ur í þessari samningsgerð hefur verið á að byggt yrði á nýjan leik upp kerfí aldurshækkana í stað þess kerfís sem var við lýði fyrir desembersamningana. Innan verka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.