Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 70
T86I‘uYlf' /)'■: ÍPJf)A'<3ÍÍA‘DU.A.J (Hí* jfíH"ÍHDI MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 \ \ 70 Sjöundi leikur Boston og Detroit ídag Frá Qunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum. Úrslitakeppni Boston og Detro- it f austurdeildinni hefur verið æsispennandi og eftir sex leiki er staðan 3:3, en Detroit sigraði 113:105 f sjöttu viðureigninni. Sfðasti leikurinn verður f dag og . þá fnst úr þvf skorið, hvort liðið ^leikur til úrslita við Los Angeles Lakers, sem sigraði með yfflr- burðum f vesturdeildinni. Sjötti leikurihn, sem fram fór í Detroit í fyrrakvöld, var hnífjafn lengst af og skemmtu 28.400 áhorfendur sór vel. Boston náði tíu stiga forystu í byrjun leiksins, en heimamenn náðu að jafna og voru yfir f hálfleik, 58:55. Robert Parrish var í leikbanni og hlaut auk þess 7.500 dollara sekt fyrir að berja leikmann Detro- it í fimmta leiknum, en engu að síður lék Boston mjög vel og að þriðja leiktímabilinu loknu var stað- an 84:83 fyrir Detroit. En heima- __. menn gerðu út um leikinn á næstu mínútum, skoruðu fyrstu 11 stigin í fjórðu lotu og unnu 113:105. Winnie Johnston, kallaður „ör- bylgjuofninn", var bestur og stigahæstur í annars jafngóðu liði Detroit með 24 stig, en Larry Bird skoraði 35 stig fyrir Boston. Leikurinn í dag fer fram í Bos- ton, en þar hefur Detroit átt erfitt uppdráttar, tapað 17 leikjum í röð síðan 1982. Charlton uppi CHARLTON sigraði Leeds 2:1 f gærkvöldi f aukaleik um sæti f 1. deild ensku knattspyrnunnar. Charlton leikur þvf áfram f 1. deild en Leeds f 2. deiid. Eftir venjulegan leiktfma var staðan 0:0 en f fyrri hálfieik framlenging- ar skoraði John Sheridan fyrir Leeds. Á þriggja mfn. kafla f síðari hálfleik framlengingarinnar skor- aði svo Peter Shirtliff tvfvegis fyrir Charlton og tryggði liði sfnu áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu. í gærkvöldi sigraði líka Swlndon Glllingham 2:0. Swindon leikur þvf f 2. delld næsta vetur en Gilllngham f 3. * ‘ir deild. Morgunblaöiö/KGA. Við stúkuna f gær, frá vinstri: Reynir Jónsson, formaður stúkunefndar knattspyrnu- deildar, Sveinn Jónsson, formaður KR, Guðmundur Pótursson, formaður hússtjórn- ar KR og formaður bygginganefndar stúkunnar, og Gunnar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Morgunblaöiö/KGA. • Tvær gamlar KR-kempur ræða málin f gær. Björg- vin Schram, fyrrum formaður KSÍ, til vinstri og fyrrum formaður KR, Einar Sæmundsson. KR-stúkan vígð í gær KR—INGAR vfgðu f gær við hátfð lega athöfn áhorfendastúkuna sem byggð hefur verið á svæði fálagsins við Frostaskjól. Fjöldi gesta var mættur f KR-heimilið f boði félagsins áður en leikur- inn við FH f 1. deildinni f knatt- spymu hófst, og þar afhenti Guðmundur Pótursson, form- aður bygginganefndar, Sveini Jónssyni, formanni KR, stúkuna formlega til afnota. Stúkan rúmar 1.700 manns í stæði, en mun taka 1.200 manns í sæti þegar þau verða komin. Framkvæmdir hófust við stúkuna í nóvember á síðastliðnu hausti og unnið hefur verið meira og minna í allan vetur. Undanfarna daga hefur svo gífurlegur fjöldi KR-inga unnið við að leggja • Páll Júlfusson, framkvæmdastjóri KSI, Reynir Karisson, fþrótta- fulltrúi rikisins, og eiginkona hans, Svanfrfður Guðjónsdóttir ræðast við. • pað var fjölmennt f nýju stúkunni f gærkvöldi. Morgunblaðið/Júlíus síðustu hönd á verkið. Sveinn Jónsson sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að félags- lega væri það mikill styrkur fyrir KR að hafa þessa aðstöðu. „Við urðum varir við þaö eftir að við fórum aö leika heimaleiki okkar hér að fleira fólk kom að horfa á heldur en þegar við lékum inni í Laugardal. Nú er mun meira um að öll fjölskyldan kemur á völlinn. Þetta er okkar heimavöllur, við erum í Vesturbænum og höfðum til Vesturbæinga; og allra ann- arra sem til okkar vilja koma auövitað," sagði Sveinn. Form- aðurinn var alsæll vegna þessa merka áfanga. Hann sagði: „KR bygaði fyrsta varanlega grasvöll á Islandi. KR byggði fyrsta fþróttahús á íslandi með lögleg- um handboltavelli, KR hefur sett upp lengstu stólalyftu á fslandi í Skálafelli, KR er fyrsta íþróttafé- lagið á íslandi sem byggir varanlegt félagsheimili og félag- smiöstöö og KR er fyrsta félagið sem byggir stúku á heimavelli sínurn." Sveinn tók fram að það væri 1. hluti stúkunnar sem tek- inn hefði veri í notkun í gær, en „hægt er að byggja við þennan hluta á alla kanta,“ eins og hann komst að orði. Þess má geta að í haust verð- ur reist þriðja íþróttahúsið á svæði KR; lyftingahús og heilsu- rækt fyrir almenning. „Það er von okkar að þá skapist aðstaða fyrir alla Vesturbæinga til að stunda heilsurækt, skokk og aðrar íþróttir á íþróttasvæði KR. Það er von okkar að þannig komum við til nóts við þarfir íbúanna í þessum bæjarhluta," sagöi Sveinn Jónsson. Morgunblaöió/Sverrir • Landsliðshópurinn ásamt Viggó Sigurðssyni, þjálfara, (t.v.) og Ingvari Viktorssyni og Agli Bjarnasyni, landsliðsnefndarmönnum (t.v.) fyrir utan íþróttahúsið í Hafnarfirði í gær. Leikið við Noreg LANDSLIÐIÐ f handbolta, skip- aö lelkmönnum 21 árs og yngri, mætir jafnöldrum sínum frá Noregi í íþróttahúsinu f Hafnar- firöi á morgun, sunnudag. Þetta er fyrri leikurinn af tveimur þar sem úr þvf fæst skorið hvort liðið kemst f úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer f Júgóslavfu f haust. Hópurinn sem mætir Norðmönn- um er skipaður eftirtöldum leikmönnum: markverðir eru Bergsveinn Bergsveinsson úr FH, Guðmundur A. Jónsson úr Fram og Hrafn Margeirsson úr (R. Aðrir eru: Bjarki Sigurðsson Víkingi, Árni Friðleifsson Víkingi, Héðinn Gilsson FH, Gunnar Bein- teinsson FH, Pétur Petersen FH, Hálfdán Þórðarson FH, Stefán Kristjánsson FH, Ólafur Gylfason ÍR, Sigurjón Sigurðsson Haukum, Konráð Olavsson KR, Skúli Gunnsteinsson Stjörnunni og Einar Einarsson Stjörnunni. Þjálf- ari er Viggó Sigurðsson og liðsstjórar eru landsliðsnefndar- mennirnir Ingvar Viktorsson og Egill Bjarnason. Dómarar leiksins verða dan- skir, Andersen og Jensen. Leikurinn hefst kl. 16.30 í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði á morgun. Morgunblaöiö/KGA 0 Bryndfs Valsdóttlr hefur hár betur f viðureign sinni við elna Stjörn- ustúlknanna f leiknum f gær. 1. deild kvenna: Valur sigraði 1. DEILD kvenna f knattspyrnu hófst f gærkvöldi með leik ís- landsmeistara Vals og nýliða Stjörnunnar á Valsvelli. Valur sigraði 3:0 eftir að staðan f hálf- leik var 1:0. Sigur Vals í leiknum var sann- gjarn þrátt fyrir góða baráttu Stjörnuleikmanna. Guðrún Sæ- mundsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk fyrir Val í þessum leik, bæði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar. Hún var jafn- framt besti leikmaður liðsins í þessum leik. Þriðja og síðasta mark Vals skoraði svo Bryndís Valsdóttir. Hún vippaði boltanum laglega yfir markvörð Stjörnunnar eftir að hafa komist ein inn fyrir vörnina. Margrét Sigurðardóttir átti besta markfæri Stjörnunnar er þrumuskot hennar beint úr aukaspyrnu lentí í mark- stöng Valsmanna. Best Stjörnustúlkna var Erla Rafnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.