Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.05.1987, Blaðsíða 19
5a*i«- V80T ÍAM .08 HUOACI5IAOUAJ .CIIOLA.taMUOHOM ' 81 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 19 Tölvur í skólum eftir Örnólf Thorlacius Herra ritstjóri! í forystugrein í blaði yðar mið- vikudaginn 27. maí er fjallað um „skólana og tölvubyltinguna". Má af greininni ráða að ríkisskólamir hafi látið þessa byltingu fara hjá garði: „Skólar ríkisins starfa nán- ast eins og tölvur hafi ekki verið fundnar upp. Þetta sýnir okkur brotalömina í öllum ríkisrekstri; þar eiga nýjungar erfítt uppdrátt- ar.“ Þessi ályktun — og aðrar svip- aðar — er dregin af grein eftir Ellert Ólafsson, sem birtist degi fyrr í Morgunblaðinu. Raunar sýn- ist mér að gagnrýni greinarhöf- undar beinist einkum að grunnskólum landsins, en leiðara- höfundur yfirfærir þessa gagnrýni á ríkisskóla almennt, og raunar á allan ríkisrekstur. Ég læt fulltrúum grunnskólans „Margl má eflaust finna að opinberum framhaldsskólum á Is- landi en tómlæti um tölvumál verður vart með sanngirni borið á skipuleggj endur þeirra.“ eftir að svara þeirri gagnsýni sem að þeim er beint. Margt má eflaust fínna að opinberum framhalds- skólum á íslandi en tómlæti um tölvumál verður vart með sann- girni borið á skipuleggjendur þeirra. Þegar upp var tekið áfanga- kerfi í Menntaskólanum við Hamrahlíð haustið 1972 voru í boði tveir valáfangar í stærðfræði um tölvunotkun og forritun. Þar sem þessir áfangar kröfðust nok- kurrar undirbúningsþjálfunar í stærðfræði hygg ég ekki að þeir hafi verið kenndir fyrr en 1974, en allt frá þeim tíma hefur tölvu- fræði verið á stundaskrá skólans. Fyrstu árin urðum við að leita út fyrir skólann til að komast í tölv- ur, en fljótlega eignaðist skólinn tölvu og síðan fleiri. Árið 1983 voru keyptar að skólanum BBC- tölvur í eina kennslustofu (18 tölvur) og síðan hefur tölvufræði verið skyldunámsgrein á öllum námsbrautum skólans. Nú höfum við bætt við okkur 15 PC-tölvum til kennslu og getum því á næstu önn verulega aukið umsvifin í tölvufræðslunni. Við höfum um allmörg ár notað tölvutækni við stundatöflugerð og í nemendabók- haldi og tölvur eru notaðar í vaxandi mæli á öðrum sviðum á skrifstofu skólans. Svipað má segja um aðra fram- haldsskóla. í Menntaskólanum í Reykjavík hefur tölvufræði verið í boði sem valgrein í mörg ár og nú eru þar 25 tölvur til kennslu Örnólfur Thorlacius og tölvufræði skyldunámsgrein fyrir alla nemendur. í Menntaskól- anum við Sund eru 24 kennslut- ölvur og tölvufræði hefur verið skyldunámsgrein í ein þijú ár, auk þess sem frekari þjálfun er í vali. I Kvennaskólanum eru 12 kennsl- utölvur og öllum nemendum er gert að læra á tölvu frá upphafí nýliðins skólaárs, en tölvufræðsla hefur verið þar í vali í fimm ár. í fjölbrautaskólum borgarinnar, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Ármúlaskóla, er tölvufræði nú skyldunámsgrein á öllum lengri námsbrautum og hefur verið kennd sem valgrein og skyldunám á ákveðnum brautum í nokkur ár. í FB eru 46 tölvur til kennslu, þar af 12 einungis til ritvinnslu,- og í Armúla eru 16 tölvur ætlaðar nemendum. Ég hef ekki leitað upplýsinga í skólum utan Reykjavíkur en þar er staða víða svipuð og hér hefur verið rakin. Að lokum skal þess getið að í námsskrá handa fram- haldsskólum, sem menntamála- ráðuneytið hefur gefið út og taka mun gildi næsta haust, er tölvu- fræði skyldunámsgrein á öllum fjögurra ára námsbrautum, og raunar einnig á mörgum styttri brautum. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Flauelsblóm i Pott' qq . 35% atsláttur -T5Ör 3 5 -Takmarkaðar birgðir Allt í gBVÖirvi á eínuni staö Sumarblómin eru komin og garðplöntusalan i fullum gangi. Komið í Blómaval, veljið fallegar garðplöntur við nýjar og betri aðstæður. Mikið úrval af sumarblomum, aarðrósum, fjölærum plöntum, trjám og runnum. Blómum JSSLnt iðaveroW .. --, , verkíæri. Eigum öii verw*. ■ IS5ÖKES&.*—- „ Mikið ún/at al allskona. útipottum-ur P*®5*1’telr 0-fl' FaglegÞekking.-fagleSÞi0™5^ 3^:31^36770-686340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.