Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 19

Morgunblaðið - 30.05.1987, Side 19
5a*i«- V80T ÍAM .08 HUOACI5IAOUAJ .CIIOLA.taMUOHOM ' 81 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987 19 Tölvur í skólum eftir Örnólf Thorlacius Herra ritstjóri! í forystugrein í blaði yðar mið- vikudaginn 27. maí er fjallað um „skólana og tölvubyltinguna". Má af greininni ráða að ríkisskólamir hafi látið þessa byltingu fara hjá garði: „Skólar ríkisins starfa nán- ast eins og tölvur hafi ekki verið fundnar upp. Þetta sýnir okkur brotalömina í öllum ríkisrekstri; þar eiga nýjungar erfítt uppdrátt- ar.“ Þessi ályktun — og aðrar svip- aðar — er dregin af grein eftir Ellert Ólafsson, sem birtist degi fyrr í Morgunblaðinu. Raunar sýn- ist mér að gagnrýni greinarhöf- undar beinist einkum að grunnskólum landsins, en leiðara- höfundur yfirfærir þessa gagnrýni á ríkisskóla almennt, og raunar á allan ríkisrekstur. Ég læt fulltrúum grunnskólans „Margl má eflaust finna að opinberum framhaldsskólum á Is- landi en tómlæti um tölvumál verður vart með sanngirni borið á skipuleggj endur þeirra.“ eftir að svara þeirri gagnsýni sem að þeim er beint. Margt má eflaust fínna að opinberum framhalds- skólum á íslandi en tómlæti um tölvumál verður vart með sann- girni borið á skipuleggjendur þeirra. Þegar upp var tekið áfanga- kerfi í Menntaskólanum við Hamrahlíð haustið 1972 voru í boði tveir valáfangar í stærðfræði um tölvunotkun og forritun. Þar sem þessir áfangar kröfðust nok- kurrar undirbúningsþjálfunar í stærðfræði hygg ég ekki að þeir hafi verið kenndir fyrr en 1974, en allt frá þeim tíma hefur tölvu- fræði verið á stundaskrá skólans. Fyrstu árin urðum við að leita út fyrir skólann til að komast í tölv- ur, en fljótlega eignaðist skólinn tölvu og síðan fleiri. Árið 1983 voru keyptar að skólanum BBC- tölvur í eina kennslustofu (18 tölvur) og síðan hefur tölvufræði verið skyldunámsgrein á öllum námsbrautum skólans. Nú höfum við bætt við okkur 15 PC-tölvum til kennslu og getum því á næstu önn verulega aukið umsvifin í tölvufræðslunni. Við höfum um allmörg ár notað tölvutækni við stundatöflugerð og í nemendabók- haldi og tölvur eru notaðar í vaxandi mæli á öðrum sviðum á skrifstofu skólans. Svipað má segja um aðra fram- haldsskóla. í Menntaskólanum í Reykjavík hefur tölvufræði verið í boði sem valgrein í mörg ár og nú eru þar 25 tölvur til kennslu Örnólfur Thorlacius og tölvufræði skyldunámsgrein fyrir alla nemendur. í Menntaskól- anum við Sund eru 24 kennslut- ölvur og tölvufræði hefur verið skyldunámsgrein í ein þijú ár, auk þess sem frekari þjálfun er í vali. I Kvennaskólanum eru 12 kennsl- utölvur og öllum nemendum er gert að læra á tölvu frá upphafí nýliðins skólaárs, en tölvufræðsla hefur verið þar í vali í fimm ár. í fjölbrautaskólum borgarinnar, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Ármúlaskóla, er tölvufræði nú skyldunámsgrein á öllum lengri námsbrautum og hefur verið kennd sem valgrein og skyldunám á ákveðnum brautum í nokkur ár. í FB eru 46 tölvur til kennslu, þar af 12 einungis til ritvinnslu,- og í Armúla eru 16 tölvur ætlaðar nemendum. Ég hef ekki leitað upplýsinga í skólum utan Reykjavíkur en þar er staða víða svipuð og hér hefur verið rakin. Að lokum skal þess getið að í námsskrá handa fram- haldsskólum, sem menntamála- ráðuneytið hefur gefið út og taka mun gildi næsta haust, er tölvu- fræði skyldunámsgrein á öllum fjögurra ára námsbrautum, og raunar einnig á mörgum styttri brautum. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Flauelsblóm i Pott' qq . 35% atsláttur -T5Ör 3 5 -Takmarkaðar birgðir Allt í gBVÖirvi á eínuni staö Sumarblómin eru komin og garðplöntusalan i fullum gangi. Komið í Blómaval, veljið fallegar garðplöntur við nýjar og betri aðstæður. Mikið úrval af sumarblomum, aarðrósum, fjölærum plöntum, trjám og runnum. Blómum JSSLnt iðaveroW .. --, , verkíæri. Eigum öii verw*. ■ IS5ÖKES&.*—- „ Mikið ún/at al allskona. útipottum-ur P*®5*1’telr 0-fl' FaglegÞekking.-fagleSÞi0™5^ 3^:31^36770-686340

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.