Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 5
skömmu eftir 1334 varð það þó
Benediktínaklaustur. Var það vell-
auðugt og jafnframt menntasetur.
Með siðaskiptum var klaustrið lagt
af og kemur fram í konungsbréfí
að þaðan í frá átti Viðey að vera
konungsgóss og jafnframt aðsetur
fyrir höfuðsmenn konungs. Ekki
kom þó til þess og húsin dröbbuð-
ust niður og eyjan eyddist af
mannfólki, varð ekki annað en illa
hirt útibú frá Bessastöðum, þar til
Skúli Magnússon kom til sögunnar.
Skipaður landfógeti 1749 og sótti
þegar í stað um það til konungs
að byggður yrði embættisbústaður
handa honum í eynni. Fram að því
höfðu amtmenn og landfógetar báð-
ir búið á Bessastöðum, en ófagrar
sögur gengu um samkomulag Ping-
els amtmanns og Christians Drese,
forvera Skúla. Hefur hann ekki
langað til að verða nágranni amt-
manns.
í upphafí var ætlunin að byggja
í Viðey bindingsverkshús, en síðar
var ákveðið að stækka bygginguna
þannig að hún rúmaði bæði bústað
landfógeta og stiftamtmanns.
Skyldi húsið vera tveggja hæða og
rammbyggilegt steinhús. Skildu
þeir búa hvor á sinni hæðinni. En
skömmu seinna var hætt við það,
því Otto Rantzau þáverandi stift-
amtmaður var tregur til að flytjast
til landsins. Var þá með konungsúr-
skurði ákveðið að minnka húsið um
eina hæð. Segir vandlega frá Við-
eyjarstofu og byggingu hennar í
bók dönsku arkitektanna Helge
Finsen og Esbjöm Hiort, sem
Kristján Eldjám þýddi, „Steinhúsin
gömlu á íslandi", enda er Viðeyjar-
stofa elst þessara steinhúsa. Það
eitt að byggja húsið úr steini sætti
stórtíðindum.
Frægur arkitekt og
merkilegt hús
Var nú efni pantað til smíðinnar
og danskir múrarar fengnir til
verksins og komu þeir til landsins
1753. En þá hafði verið aflað grjóts
í húsið að talið er í eyjunni, en jarð-
fræðingar munu nú vera að skoða
það mál nánar. Þekktur arkitekt
þeirra tíma, Niels Eigtved hirð-
húsameistari, teiknaði Viðeyjar-
stofu, en verk hans em enn talin
meðal hárra tinda í danskri bygg-
ingarsögu. „ Teikning hans var
fullgerð í apríl 1752 og sýnir barok-
hús í góðum hlutföllum, tveggja
hæða og með nýtanlegri þakhæð
að auki. 3 kvistir á hvorri hlið og
tveir gluggar á göflum. (Seinna
urðu kvistimir fjórir, en nú er aftur
búið að breyta þeim í fyrra horf).
Húsaskipanin hrein og einföld, eins
og í öllum húsum Eigtveds . . .
Iburður í frágangi er látinn lönd
og leið, sömuleiðis öll skreyting,
húsagerðarleg tjáningarmeðul ein-
skorðuð við grundvallaratriði, ,
samleikinn milli lengdar, breiddar'
og hæðar, gerð þaksins og staðsetn-
ingu múropnanna: heildaráhrifín.
Með þessu hafa Eigthved og Thuran
(höfundur Hóladómkirkju) gefið
tóninn, hreinan og kláran, í þessum
fyrstu skrumlausu íslensku stein-
húsum." En nú var einni hæð
einfaldlega _ skellt ofan af húsi
Eigtveds. Á það sett timburþak,
með þeim afleiðingum að það varð
ekki vatnshelt, en talið að arkitekt-
inn hafi hugsað sér þaksteina.
Húsið verður ein hæð og ris, reist
fyrir Skúla einan og settist hann
þar að 1755. Húsið í Viðey var
stærsta íbúðarhús á íslandi þegar
það var byggt og enn er það elsta
húsið, sem hér hefur varðveist.
Er Skúli Magnússon lét af emb-
ætti 1793 fluttist Ólafur Stephen-
sen stiftamtmaður til Viðeyjar og
bjó hann í Viðeyjaretofu til dauða-
dags árið 1812. Árið 1816 seldi
konungur syni hans, Magnúsi
Stephensen konferensráði, jörðina
með húsum og var hún í eigu af-
komenda hans til 1903. Magnús
flutti m.a. með sér prentsmiðju til
eyjarinnar frá Leirárgörðum og var
hún rekin í Viðey til ársins 1844.
Árið 1938 komst eyjan í eigu Step-
hans Stephensens kaupmanns í
Reykjavík og afkomanda stiftamt-
manns og var í þeirra eigu þar til
ríkið keypti hana.
Brátt líður að því að Viðeyjar-
stofa verði aftur sú gersemi sem
hún var og endurbygging hennar
Reykjavík til sóma.
Morgunblaðið/E.Pá
Mjöii Snæsdóttlr fornleifa-
fræðingur (fremst á myndinni)
með-smu fólki við uppgröftinn
norðan við Viðeyjarstofu, þar
sem á að koma fyrir neðanjarð-
arhúsi. Þarhafa fundist
mannvistarleifar, líklega frá
dögum Skúla Magnússonar.
Tvö merkileg eldstœði eru í Viðeyjarstofu og verða bæði gerð
upp. Annað svo stórt að yfirþvígátu hangið þrír skrokkar til
reykingar. Hór er byggingarstjórinn, Magnús Sædal, viðannað
eldstæðið.
ig kom þar upp vaðsteinn, þ.e.
tilhöggin steinn, en þeir voru notað-
ir til að þyngja handfærin. Ekkert
hefur enn fundist sem bendir til
klaustursins, enda ekki komið
nægilega langt niður. Að minnsta
kosti hálfur metri niður á það, ef
svo ólíklega vildi til að það hefði
verið þama. En menn vita ekki
hvar klaustrið var í eynni. Hóllinn
þama norður af er allur í rústum,
en uppgröftur annars staðar en á
þessu aflanga mjóa svæði, þar sem
á að byggja, getur beðið betri tíma.
Sagt var að klausturhúsin hefðu
staðið á fyrri tíð þar sem útihús
stóðu í tíð Skúla, talsvert vestar í
túninu. Nú liggur á að ljúka þessu
verki. Sjálf kveðst Mjöll ekki verða
við þetta lengur en út júní. Hún
hættir þá störfum hjá Árbæjarsafni
og hafði ákveðið að halda í sumar
áfram uppgreftinum á Minni-Borg.
En þá halda aðrir áfram.
Um leið og viðgerðin fór fram á
þaki Viðeyjarstofu var sett nýtt þak
á kirkjuna. Hún stendur þarna nán-
ast ekkert breytt frá því hún var
byggð 1774, með sínu fallega
klukknaporti á þakinu, sem gert var
upp eins og það var upprunalega
og með gömlu klukkunum. Kirkjan
fylgdi með afmælisgjöfínni og verð-
ur væntanlega gengið í að gera við
kirkjuna strax á eftir Viðeyjarstofu.
í kirkjugarðinum má m.a. sjá leg-
stein Magnúsar Stephensens. Og
síðast var þar grafínn Gunnar
Gunnarsson skáld að eigin ósk og
síðar kona hans og sonur. Hafði
Grein: Elín Pálmadóttir
Danskur múrari, Hans Danry, er sórfræðingur ísvona
húsum. Hór er hann annar frá hægri, ásamt Magnúsi
Sædal og íslensku múrurunum, Kristjáni Ástráðssyni
og StefániArnasyni, við prófanir á efni.
þá ekki verið grafið þar í áratugi.
En garðurinn geymir eflaust fleiri
grafír en vitað er um. Fjöldi grafa
hlýtur að hafa verið í Viðey á dög-
um klaustursins, því fólk sóttist
eftir að fá þar próventu.
Klaustur og
höfðingjasetur
Saga Viðeyjar hefst með klaustrinu,
sem stofnað var 1225. Árið eftir
vígði Magnús biskup Gizurarson
það sem Ágústínusarklaustur, en
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987
m
B 5