Morgunblaðið - 07.06.1987, Side 6

Morgunblaðið - 07.06.1987, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Landamæraverðir Sviss og Vest- ur-Þýskalands heilsa Jóni Laxdal, íslenska listamanninum, eins og þjóðhöfðingja þegar hann fer á milii landanna. Að minnsta kosti þeir sem standa vörð við brúna yfir Rin í svissneska smá- bænum Kaiserstuhl. Jón hefur búið þar í ein 14 ár og er vel kynntur á svæðinu beggja vegna fljótsins. Hann hefur rekið sum- arleikhús í hallargarði í þýska bænum Tiengen síðan 1982 og í fyrra opnaði hann eigið leikhús í kjallara veglegs húss sem hýsti sýsluskrifstofur Kaiserstuhl um árabil. í vor áskotnaðist honum svo stór og mikill lykill að æva- gamalli borgarhlöðu i bænum Waldshut. „Waldshut og Tiengen var skellt saman i einn hrepp fyrir nokkru, en enginn virðist vera neitt sérlega ánægður með það,“ sagði Jón á leið að skoða hlöðuna fyrr í vor. „Þess vegna er ég núna kominn með þriðja leikhúsið. Fólkið í Waldshut sagði við mig: „ Við komum ekki á leiksýningarnar yðar, Jón Lax- dal, fyrr en þér komið til okkar. Við erum líka með góða að- stöðu.““ ðstaðan er nokkuð óvenju- leg, en Jón er vanur slíku. Heljarmikil pressa, sem var notuð við fram- leiðslu jurtaolíu í gamla daga, tekur upp þó nokkuð pláss. „Ég get notað hana sem hluta af leikmyndinni í Náchtliches GesprSch, eftir Dúrrenmatt, sem ég ætla að byrja á að sýna hér,“ sagði Jón. Fyrir aftan hlöðuna er lítill garður sem hann ætlar einnig að nota. „Hér er tilvalið að sýna smástykki eftir Herbert Rosendor- fer sem ég set á svið um miðjan júní. — Ég hlakka afskaplega mikið til starfsins hér,“ sagði hann og óbifandi bjartsýnin skein af honum. „Það er lítið um að vera í leiklist- arlífi bæjarins, helst pantaðir leik- flokkar í nokkra daga eftir pöntunarlista. En nú fær hann sitt eigið leikhús sem íbúamir taka sjálfir þátt í. Einn aðalleikarinn hjá mér, Axel Neumann, er héðan úr héraðinu og aðrir áhugamenn búa hér.“ Við litum inn í kúnstuga fom- munaverslun og heilsuðum upp á einn af leikurum Jóns og hittum annan, sem vildi ólmur vera með í Rosendorfer-stykkjunum, á fömum vegi. Jón hefur unnið mikið brautryðj- andastarf á svæðinu „hans“ við Rínarfljótið. Sýningamar, sem hann stjómar sjálfur og Ieikur stór hlut- verk í, em vel sóttar. Axel Neumann er ungur piltur um tvítugt sem þjáist af sjaldgæfum beina- sjúkdómi og er aðeins málhaltur. Hann gekk í áhugamannahóp Jóns fyrir fjórum árum og sýndi strax að hann hafði vemlega leikhæfi- leika. „Hann myndi aldrei komast í gegnum leiklistarskóla, hann hef- ur ekki líkamlegt þrek til þess,“ og konungsson. Þjóðvetjamir vom hreyknir af að hafa fengið leikara frá gömlu sögueyjunni fríviljugan til starfa. Ráðning mín vakti at- hygli og það var mikið skrifað um mig í blöð og sagt frá mér í út- varpi og sjónvarpi. Leikhúsið var eins og vin í eyði- mörkinni. Leikhússtjórinn hélt flokksskröttunum fyrir utan það og setti upp verk eftir vestræna höf- unda. Heimskuleg áróðursstykki þekktust varla í leikhúsinu. Leik- hússtjórinn var andfasisti og hafði sterka stöðu innan flokksins. Þetta var 1961, 6 ámm áður en Dubcek komst til valda í Tékkóslóvakíu og 26 ámm á undan Gorbachev. En ég fór að lokum frá Austur- Þýskalandi í fússi og gaf skít í „systemið," sagði Jón og það þyng- dist á honum brúnin. „Vaslav, hinn tékkneski vinur minn, var ballett- dansari í Rostock og ég kynntist honum þar. Við höfðum þekkst í fjóra mánuði þegar hann var allt í einu handtekinn að nóttu til og fluttur í lokuðum bíl til Prag. Hann var í fangelsi í marga mánuði og yfírheyrður pro forma. Ein ásökun- in var að hann þekkti mig, mann úr Natólandi! Hann var ekki nema 19 ára þegar þetta var og viður- kenndi að lokum, svo að hann fengi frið, að hann hefði haft „flótta- þanka“. Hann fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir það fyrir- brigði. Annað eins þekkist ekki nema I versta einræði. Móðir hans vissi lengi vel ekki hvað hafði orðið af honum og ég komst ekki í sam- band við hann fyrr en hálfu ári eftir að hann var handtekinn. Aðrir Tékkar í bænum vom handteknir um leið og hann. Þetta var skömmu áður en Berlínarmúrinn, sem er ekki ýkja merkilegt byggingarlista- verk, var reistur. Við gátum okkur þess til eftir á að tékknesk yfírvöld hefðu vitað að það stóð til að byggja múrinn og þau hefðu viljað tryggja að landar þeirra flýðu ekki vestur yfír ef þeir fréttu af því og þess vegna handtekið þá. Mér tókst að koma Vaslav löglega til Hannover, þar sem ég starfaði þá, fjómm ámm eftir að hann var handtekinn. Hann var ráðinn sem aðaldansari við óperuna. Þegar Rússamir réðust inn í Prag 1968 sótti hann um póli- tískt leyfí hér í Sviss og fékk það.“ íslenski uppruninn sagði til sín og Jón missti trúna á útópíur „Réttur einstaklingsins hefur alltaf verið sterkur í mér og ég missti trúna á ríkissósíalisma og útópíur við þessa lífsreynslu. Ég er fæddur í einu elsta lýðveldi heims og þoli ekki ofríki hins opinbera. Minn gamli uppmni sagði þama til sín. Hér í Sviss rakst ég svo á ein- staklingshyggju sem minnir mig á íslensku sérviskuna," sagði Jón og kímdi. „Þetta er gömul bændaþjóð sem er oðin forrík og sterk. Hér þurfa yfírvöld sífellt að vera að spyija þjóðina leyfís og það þykir Jón við ritstörf á heimili sínu í Kaiserstuhl. sagði Jón. „En hann er í læri hjá mér og ég nota hann í uppfærslun- um mínum." Neumann stóð sig svo vel í Náchtliches Gesprách og Abendstunde im SpStherbst, sem Jón setti upp í Kaiserstuhl í vor, að bæklun hans gleymdist og leik- hússtjórinn hvarf í skuggann af lærlingnum. Bleikt segnlbands- tæki flýtti fyrir þýskunáminu En Jón starfar ekki eingöngu í eigin leikhúsum. Hann ferðast þó nokkuð og kemur fram í leikhúsum hins vestræna þýskumælandi heims. Hann starfar aðallega með litlum leikhúsum og segist ekki hafa „neinn áhuga á heljarstórum geimum". Hann hefur leikið í sjón- varpskvikmyndum og gerir mikið af því að lesa þýskan texta inn á erlendar kvikmyndir og þætti. Hann kemur oft fram í útvarpi og hefur sjálfur skrifað og útsett útvarps- leikrit. Heimssöngvarínn, sem er eftir hann og hann lék eitt sinn í Þjóðleikhúsinu, hefur til dæmis ver- ið fluttur í sitthvorri útsetningunni f Vestur-Þýskalandi, Austurríki og Sviss. „Ég hef gaman af að leika í útvarp. Það er oft leitað til mín þegar það vantar einhvern sem getur leikið með hreim," sagði Jón og brá einum rússneskum fyrir sig. „Utvarpsleikrit eru geysilega vin- sæl hér. Tugir þúsunda aldraðra, sjúkra og blindra hlusta á þau reglulega. Verðlaun blindra fyrir útvarpsleikrit þykja til dæmis ein þau fínustu sem hægt er að fá.“ Jón talar að sjálfsögðu lýtalausa þýsku, en hann var mállaus á tung- una þegar hann fór utan til náms árið 1956. „Ég kunni aðeins nokkr- ar setningar úr „Maríu Stúart" og „Kaupmanninum í Feneyjum" á þýsku þegar ég fór út. Þýsk vin- kona mín, sem hafði búið á íslandi í fímmtíu ár, kenndi mér þær. Ég fór með þessar línur hárri raustu og með miklu handapati, eins og hún hafði sagt mér að gera, á inn- tökuprófínu í Max Reinhardt Seminar í Vínarborg. Prófdómar- amir skellihlógu að mér. Þeir héldu að ég væri að gera svona gott grín að þýskri klassík og tóku mig inn í skólann. Það komst ekki upp um kunnáttuleysi mitt fyrr en skömmu fyrir skólasetninguna. Skólastjór- inn bað mig þá að segja nokkur orð við athöfnina vegna þess að ég var fyrsti íslenski nemandinn við stofn- unina. Ég varð að viðurkenna á ensku að ég gæti það ekki af því að ég kynni ekki þýsku. Það var orðið of seint að neita mér um inn- göngu en skólastjórinn bað mig að leggja mig allan fram við þýsku- námið. Ég gerði það og fékk þriðju verðlaun fyrir framburð í lok fyrsta árs. Þýska átti alltaf vel við mig. Móðir mín sagði mér að ég hefði iðulega tekið lök úr rúminu mínu heima á ísafírði þegar ég var sex eða sjö ára og lagt þau á herðar mér og hermt eftir þýskum ljóða- söng sem var mikið leikinn í Ríkisútvarpið á þessum árum. — Ég gleypti þýskuna í mig í Vínar- borg. Eg keypti mér lítið, furðulegt, bleikt plastsegulbandstæki frá It- alíu — en þau voru mjög óalgeng í þá daga — og las þýsk sígild verk inn á það. Ég bað vini mína að hlusta á mig og benda mér á gall- ana. Þeir rifu upplesturinn í sig og gagnrýndu mig harðlega. Þeir lögðu sig fram um að kenna mér svo að þeir gætu skilið mig,“ sagði Jón og hló sínum djúpa hlátri. „Þeir reyndust mér mjög vel og ég á þeim margt að þakka." Skrautfugl í gullbúri Jón hlaut ríkisverðlaun Aust- urríkis fyrir leiklist þegar hann útskrifaðist frá Max Reinhardt Seminar árið 1959. „Það hafði aldr- ei fyrr komið fyrir í sögu skólans að nemandi sem var ekki fæddur og uppalinn í hinum þýskumælandi heimi hlyti verðlaunin. Ég átti erf- itt með að trúa þessu. Þegar nafnið mitt var lesið upp við skólaslitin fór ég að skæla og hljóp fram á gang. Kennarinn minn elti mig og sagði mér að þetta væri ekkert grín.“ Hann tók tilboði frá Alþýðuleik- húsinu í Rostock í Austur-Þýska- landi eftir að hann lauk námi og lifði þar góðu lífí í tvö ár. „Ég var svo rauður þegar ég fór til Vínar- borgar að föður mfnum, sem var alþýðuflokksmaður, þótti nóg um. Ég var einfaldur á þessum árum og varð himinlifandi þegar mér var boðin staða í Rostock. Eg fékk stór- kostlegan samning, loforð um hlutverk í sígildum bókmenntum og helmingi hærri laun en mér buð- ust annars staðar. Þriðjungur þeirra var greiddur í enskum pundum og færður yfír til íslenska ræðismanns- ins í Hamborg. Ég fékk stóra íbúð og lifði eins og skrautfugl í gull- búri. Það var farið með mig eins JÓN LAXDAL: OFT LANGT A MHLI HEIMBOÐANNA Sögueyjan á sterk ítök í leikaranum, rithöfundinum, þýðandanum og málaranum sem settist að í Sviss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.