Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987
B 7
Jón setti tvo einþáttunga DUrren-
matts á svið beggja vegna
Rínarfljóts i vor.
hafa neitt vit á slíkri hreppapólitík
og er hreykinn af að hafa verið
fyrsti leikarinn til að leika í báðum
leikhúsunum sama leikárið."
Rafhlöðurnar hlaðast
við að fara heim
Vestur-þýsk sjónvarpsstöð gerði
myndina um Brekkukotsannál og
nokkrum árum síðar kom Jón aftur
heim með Þjóðverjana til að taka
Paradísarheimt. Honum var þá neit-
að um leyfi úr Schauspielhaus svo
hann sagði upp störfum þar. „Sam-
bandið við Schauspielhaus rofnaði
út af þessari þegnskylduvinnu,"
sagði Jón, — hann notar gjaman
það orð um störf sín í þágu íslenskr-
ar menningar erlendis. „En ég var
ekki í nokkrum vafa um að ég hefði
tekið rétta ákvörðun þegar Vigdís
Finnbogadóttir forseti kom út til
Hamborgar og var viðstödd fjöl-
miðlasýninguna á Paradísarheimt.
Hún var með yndislegt nesti fyrir
Rolf Hedrich leikstjóra og mig í
pokahominu. Hún sæmdi okkur
riddarakrossi íslensku fálkaorðunn-
ar og þá var ég fullviss um að ég
hefði gert rétt.“
Jón hefur síðan verið í lausa-
mennsku og notar tímann vel. Hann
fæst við ritstörf meðfram leiklist-
inni og þýðir meðal annars íslensk
verk „ofan í skúffuna" sína. Þýðing-
ar hans á verkum eftir Halldór
Laxness, sem hann kallar leiðar-
stjörnu lífs síns, Sigurð A. Magnús-
son og á ljóðum eftir Matthías
Johannessen hafa verið gefnar út.
í borgarhlöðu Waldshut, þar sem Jón rekur leikhús.
mér ágætt. Ég lendi oft í rimmu
við góða svissneska vini mína sem
eru vinstrimenn. Þeir eru margir
af ríkum heimilum og voðalega
óhamingjusamir með landið sitt,
kerfið og ég veit ekki hvað. En sá
lokar augunum fyrir staðreyndum
sem fullyrðir að hér ríki einveldi.
Auðvitað ræður peningavaldið
miklu, en það er ekki hægt að neita
því að hér rkir lýðræði."
Sautján árum eftir að Jón fór
úr Þjóðleikhússkólanum utan til
náms bauðst honum loks hlutverk
heima á íslandi. Hann var þá fast-
ráðinn við Schauspielhaus (1968-
1978) í Zurich en var að undirbúa
gerð kvikmyndarinnar Brekkukots-
annáls. Hann tók sér launalaust frí
og Guðlaugur Rósinkranz, þv. þjóð-
leikhússtjóri, bauð honum aðalhlut-
verkið í Óthelló og kennarahlut-
verkið í Sjálfstæðu fólki. „Ég var
fyrst hræddur um að íslenskan mín
væri ekki lengur nógu góð og hik-
aði en Guðlaugur minnti mig á að
Óthelló var gestkomandi í Fen-
eyjum svo að það gerði lítið til þótt
vottaði fyrir hreimi. Ég tók boðinu
og fékk svo upphringingu frá Sveini
Einarssyni, sem þá var leikhússtjóri
í Iðnó, og hann bauð mér hlutverk
Gests f Dómínó eftir Jökul. Hann
var stórkostlegur rithöfundur. Það
var mikil spenna milli leikhúsanna
á þessum tíma, en ég sagðist ekki
Atríði úr Educating Rita, sem Jón setti á svið í kjallaraleikhúsinu i
Kaiserstuhl í fyrra.
„Ég hefði þýtt miklu meira ef það
væri ekki svo erfítt að koma íslensk-
um höfundum á framfæri," sagði
hann. „Það er hægt að selja íslensk
hross hingað og koma fólki upp í
áætlunarbfla og selja þeim íslands-
ferðir — fossana og Geysi, eins og
Einar Benediktsson gerði — en það
er feikilega erfítt að koma út
íslenskri bók. Ég hef alltaf verið í
sjöunda himni þegar það hefur'tek-
ist.“
Þýðing Jóns á Skáldatíma fékk
frábæra dóma í hinu virta blaði
Neue Ziircher Zeitung og hann
hlaut bókmenntaverðlaun Zurich-
kantónunnar meðal annars fyrir
þýðingar sínar á nóbelsskáldinu.
„Ég reyni að þýða verk Halldórs
eins og ég held að hann hefði skrif-
að þau á þýsku ef hann hefði gefíð
sér tíma til þess. Mér þótti mjög
vænt um dóminn í Neue Zurcher
Zeitung, lærði hann meira að segja
utan að,“ og hann fór með lof bók-
menntagagnrýnandans. „Þessi
dómur og riddarakrossinn eru með
fegurstu sigrum sem ég hef unnið
á lífsleiðinni."
Þjóðleikhúsið hefur sýnt tvö leik-
rit, Heimssöngvarann og Návígi,
eftir Jón. Hann lék heimssöngvar-
ann sjálfur á þýsku á hátíðarsýn-
ingu. „Starfsmenn leikhússins
breyttu sviðinu í musteri þjóðarinn-
ar í ruslahaug fyrir mig,“ sagði Jón
og hló hátt. „Þetta var þögull leikur
í einar fímmtán mínútur en það var
eins og ísklaki bráðnaði innan í mér
eftir að ég sagði nokkrar setning-
amar og heyrði fyrsta hláturinn.
Móttökumar vom stórkostlegar og
ég var grobbinn af löndum mínum
sem skildu þessa framandi tungu.“
Návígi fékk verri viðtökur.
Nokkrir gagmýnendur hökkuðu
stykkið í sig. Ólafur Jónsson ráð-
lagði Jóni til dæmis að sleppa því
að skrifa og benti honum á að koma
bara heim sem leikari. „Aðrir gagn-
rýnendur, sem ég tók meira mark
á, skildu hvert ég var að fara og
hældu leikritinu og uppsetningu
Brynju Benediktsdóttur. Én ég var
skelfingu lostinn þegar dómamir
komu út,“ sagði Jón. Hann hefur
ekki verið heima síðan. „Mig er
farið að langa afskaplega mikið
heim. Það hefur hlaðið rafgeymana
að skreppa þangað, jafnvel þótt það
sé súr dropi, vermúth-dropi, í þessu
út af móttökum tveggja eða þriggja
leikdómara. Gísli Alfreðsson hefur
minnst á það við mig að koma heim,
en ég veit ekki hvenær af því verð-
ur. Við höfum rætt ýmsar hug-
myndir en höfum ekki ákveðið neitt
enn.
Ég hefði átt að taka meiri þátt
í íslensku leikhúslífí en ég hef gert.
En ég vil ekki taka neina sök á
sjálfan mig í því sambandi þótt það
væri sjálfsagður hlutur ef ég vissi
slíka sök upp á mig. Ég er ansi oft
búinn að skrifa heim og minna á
mig og segja að það væri nú gaman
að koma heim. Én það var oft fjári
langt á milli heimboðanna, loks
bauð ég mér sjálfur þegar ég ákvað
að vinna þar að gerð Brekkukots-
annáls."
Jón segist stundum fá dálitla
heimþrá þótt hann hafi búið erlend-
is í öll þessi ár og sé sestur þar að.
Islendingurinn er sterkur í honum.
Það hefur aldrei hvarflað að honum
í alvöru að taka svissneskan ríkis-
borgararétt. „Ég hefði getað orðið
svissneskur ríkisborgari um svipað
leyti og Vigdís forseti kom með hið
góða veganesti til Hamborgar. En
það hefði verið óskaplega aumingja-
legt að sækjast eftir nýjum ríkis-
borgararétti eftir að fá slíkan heiður
frá sinni eigin þjóð. Þessi litli,
íslenski, blái passi opnar mér allar
dyr. Það er bara á landamærum
þar sem ég hef aldrei komið áður
að það er stundum töf. Þá eru verð-
imir að hrópa upp yfír sig af undrun
yfír að rekast á þetta dýr frá norð-
urhveli jarðar. Eg mæti hlýju alls
staðar sem Islendingur og nýt þess
að vera frá þessari litlu söguþjóð."
Texti og myndir:
ANNA BJARNADÓTTIR
Fegurðar-
drottning
Islands
Fegnrðar-
drottning
Reykjavíkur
Bergrós Anna Margrét
Kjartansdóttlr Jónsdóttir
Fjóla
Grótaradóttlr
Brynhlldur
Gunnarsdóttlr
frls Hildur
Guðmundsdóttir Guðmundsdóttir
Magnea Krlatfn Jóna
Magnúsdóttir Hilmarsdóttlr
Þóra
Birglsdóttir
Sigrfður
Guðlaugsdóttir
Krýningar-
kvöld á
BROADWAY
2. í hvítasunnu
kl. 20:00
OÆSHEOASIA
HÁTÍB ÁSSINS