Morgunblaðið - 07.06.1987, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987
Kisulúrur
Hér kemur einn handavinnu-
poki í viðbót, en svo held ég
að við hvílum okkur á föndri
svona yfir sumarið. Flestir
verja þá meiri tima til að vera
úti við, sérstaklega ef veðrið
verður jafn gott og við vonum,
en svo tökum við upp handa-
vinnupokann þegar líða tekur
á haustið.
Þessar litlu leikfangakisur eru
afar fljótlega saumaðar, og í þær
má nota hvers kyns efnisbúta. í
þessa, sem myndin er af, notaði
ég afganga af gallaefni, velúrefni
og rósóttu lérefti. Semsagt allt
er nothæft.
Augun og nefíð eru klippt út
úr fílti eða einlitu efni. En ef þið
viljið hafa meira við má kaupa
plastaugu og -nef. Mikið úrval er
af hvoru tveggju í versluninni
Saumasporinu í Kópavogi, eða í
Litum og föndri við Skólavörðu-
stíg.
Veiðihárin má sauma í, annað
hvort í vél, eða í höndunum með
kontórsting. Eyru og „tær“ eru
höfð í öðrum lit.
Sníðið búkinn, 2 stk., saumið í
andlitið, eða kaupið tilbúin augu
og nef. Saumið eyrun og tæmar
á í vél með fínu sig-sag spori.
Saumið búkinn saman og fyllið
með tróði (púðafyllingarefni), en
hafíð op að neðan. Gangið frá
opinu í höndunum og látið slaufu
um hálsinn.
Þetta er bara eitt snið, en þið
getið auðveldlega stækkað það
’eða minnkað um 1-2 sm til eða
frá.
Þær sem hafa áhuga á að fá
snið sent í pósti geta skrifað eftir
því. Utanáskriftin er:
Dyngjan,
Morgunblaðið,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavik.
Með kveðju,
Jórunn.
JÓRUNN KARLSDÓTTIR
HANDAVINNUPOKINN
VILT ÞÚ NÁ LANGT??
Radíóamatörar ná daglega um allan heim....
20 tíma kvöldnámskeið i morsi og radíótækni til nýliða-
prófs radíóamatöra verður haldið 15.-30. júní nk. Nú
geta allir lært mors, ný cg skemmtileg aðferð notuð.
Skráning í síma 31850 næstu daga kl.17-19.
AS E A Cylinda
þvottavélar*sænskar og sérstakar
Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun,
vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis-
gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki
betri vélar!
3áytgi> iFÚniX
HATUNI 6A SlMI 191 i?44:
Notfærðu þér sumarfargjöld
SAS innan Norðurlandanna.
Þau eru 75°/. ódýrari en
venjuleg fargjöld.
r
I sumar býður SAS mjög hagstætt verð á flugferðum
milli Norðurlandanna og einnig innanlands í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð. Miðinn gildir í einn mánuð
og eina skilyrðið er að viðdvölin sé a.m.k. tvær
nætur. Hér eru nokkur dæmi um ódýru SAS sumar-
fargjöldin:
MILLI LANDA:_______________________________
Kaupmannahöfn — Stokkhólmur .... kr. 3.480,-
Kaupmannahöfn — Osló ............kr. 3.480,-
Kaupmannahöfn - Bergen ..........kr. 4.060,-
Osló - Stokkhólmur ..............kr. 3.510,-
INNANLANDS:________________________________
Stokkhólmur - Gautaborg .........kr. 3.110,-
Osló - Stavanger ................kr. 2.925,-
Kaupmannahöfn — Árósar ..........kr. 2.470,-
Þar sem sætafjöldi er takmarkaður er best að bóka
strax. Nánari upplýsingar færðu á öllum ferðaskrif-
stofum, hjá Flugleiðum og skrifstofu SAS,Laugavegi
3. (Sumarfargjöldin verða í gildi frá 1. júlí til 15.
ágúst nema innanlands í Danmörku þar sem þau gilda
frá 16. júní til 1. ágúst).
* Verð báðar leiðir, miðað við gengi 10. maí 1987.
S4S