Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 Urtakan á Víðivöllum: Staðan óljós eft- ir fyrri umferð ÞEGAR fyrri umferð úrtöku fyrri heimsmeistarakeppninn- ar i hestaíþróttinni lauk í gærkvöldi voru tveir möguleik- ar á liðsskipan þar sem Sigur- björn Bárðarson var með tvo hesta inni í sveitinni. Aður en Slasast á fæti í Skildi SI MAÐUR meiddist á fæti er hann lenti undir skutrennuloka um borð í Skildi SI frá Siglufirði. Óhappið varð um kl. 7.00 í gær- morgun þegar skipið var á rækjuveiðum skammt norðan við Grímsey. Skipið hélt strax til Grímseyjar og var flogið með manninn þaðan á Pjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Skjöldur SI hafði verið þijá daga á veiðum er óhappið varð, og eftir að sjúklingnum hafði verið komið á sjúkrahús, hélt skipið til heimahafn- ar þar sem aflanum var Iandað. Hassolíumálið: Tveim Mend- ingum sleppt íslendingunum tveimur, sem handteknir voru i Reykjavík vegna smygls á hassolíu, var sleppt úr haldi i gær. Rannsókn málsins er lokið og það hefur verið sent ríkissaksóknara. Mennimir vora handteknir á hvítasunnudag ásamt einum Englendingi og fundust í fóram þeirra 750 grömm af hassolíu, sem. Englendingurinn hafði smyglað til landsins í veijum innvortis. Þremenningamir vora allir úrskurðaðir í 30 daga gæsluvarðhald, en sá tími renn- ur út á þriðjudag. í gær var íslendingunum þó sleppt úr haldi, en Englendingurinn er enn í vörslu lögreglu. Auk mannanna þriggja hefur einn íslendingur verið í haldi lögregl- unnar í Manchester. Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur nú lokið rannsókn málsins og sent það til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um fram- hald þess. keppnin hefst í fyrramálið verður hann að gera upp við sig hvorn hestinn hann heldur áfram með í seinni umferðinni, þar sem hveijum keppanda er heimilt að vera með tvo hesta seinni daginn. Sigurbjöm var með þá Kalsa frá Laugarvatni og Biján frá Hólum í keppninni í dag og ef á að stilla upp liði eftir fyrri daginn verður að setja fram tvo möguleika. Ef Sigurbjöm væri með Kalsa einan kæmi hann fyrstur inn en aðrir era þá Hafliði Halldórsson og ísak, Sig- urður Sæmundsson og Kolbeinn, Sævar Haraldsson og Háfur, Reyn- ir Aðalsteinsson og Spói, Eiríkur Guðmundsson og Leistur og Þórður Þorgeirsson og Sómi. Ef Sigurbjöm hinsvegar væri með Brján þýddi það að Þórður félli út og inn kæmi Sig- valdi Ægisson á Tinna. Rétt er að geta þess að úrtakan er aðeins hálfnuð og má búast við mikilli taugaspennu á morgun en keppnin hefst um klukkan tíu. Ekki er hægt að fullyrða að nokk- ur þessara sem hér era nefndir séu alveg öraggir með sæti, því ekki má neitt út af bera svo staðan breytist ekki og aðrir komist inn í keppninni á morgun. Þó vora menn almennt sammála um að staða Eiríks Guðmundssonar og Leists væri nokkuð öragg en hann skeið- aði 250 metrana á 22,4 sek. og er talið frekar ólíklegt að aðrir hestar nái betri tíma. Þijú kynbótahross, Djákni frá Hvolsvelli, Blika frá Kirkjubæ og Valdís frá Vallanesi náðu lágmarkseinkunnum til þátt- töku í kynbótasýningu á heims- meistaramótinu. "r—»r" Morgunblaðið/Kr.Ben. Frá slysstaðnum á Svartsengi. Verið er að stumra yfir starfsmanninum áður en hann var borinn inn í sjúkrabifreiðina. Yfir gnæfir turninn þar sem slysið varð efst uppi. Maðurinn komst niður úr turnin- um illa brenndur með aðstoð félaga síns. Hitaveita Suðurnesja: Staifsmaður brenndist illa Forðaði unglingspilti frá bruna Grindavík STARFSMAÐUR Hitaveitu Suð- urnesja brenndist illa á baki, höndum og fótum er gusa af sjóð- heitum jarðsjó helltist yfir hann inni í afloftunartumi sem verið var að hreinsa. Unglingspiltur sem var að vinna með honum slapp hinsvegar er hinn náði að skýla honum frá sjóðheitum sjón- um. Að sögn Geirs Þórólfssonar stöðvarstjóra í Svartsengi átti slysið sér stað efst í einum af þremur tumum stöðvarinnar, þegar starfs- mennimir tveir hófu hreinsunar- störf. „Slökkt var á tuminum sl. mánudag þar sem til stóð hreinsun á útfellingu og viðhald. Þessi aðferð hefur verið notuð sl. sex ár og allt- af nægt til að tuminn og jarðsjórinn í honum nái að kólna áður en hreins- un hefst" sagði Geir. „í orkuverinu era tveir lokar sem við höfum álitið hingað til nægilega vandaða en nú virðist að þeir hafi ekki lokast nægi- lega vel. Starfsmaðurinn sem brenndist varð var við leka úr inn- tæki ofarlega í tuminum og var að kanna það mál þegar gusa af sjóð- heitum jarðsjó helltist yfir hann. Hann var samt mjög fljótur að átta sig því honum tókst að vemda ungl- ingspilt sem var að vinna með honum með því að skýla honum," sagði Geir. Maðurinn var lagður á gjörgæsludeild Landspítalans illa brenndur á baki, höndum og fótum en andlitið slapp. Honum líður þokkalega eftir atvikum. - Kr.Ben. Hafrannsóknarstofnun: Þorskaflinn verði ekki meiri en 300.000 tonn Annar hvor fiskur sem veiðist á þessu ári verður tveggja til þriggja ára SKÝRSLA Hafrannsóknar- stofnunar um ástand stofna nytjafiska var lögð fram í gær. Ástand þorskstofnsins er sam- kvæmt skýrslunni svipað og í síðustu skýrslu, sem kom í sept- ember. Hafrannsóknarstofnun leggur, eins og undanfarin tvö ár, til að þorskveiði verði ekki meiri en 300.000 tonn ef stefna eigi að þvi að stofnin stækki. Þorskafli á þessu ári er áætlað- Danska stúlkan ófundin LÖGREGLAN í Reylgavík leitar nú fimmtán ára danskrar stúlku, Piu Jespersen, sem ekkert hefur til spurst síðan kl. 16.00 á mið- vikudag. Grunur leikur á að hún hafi komist um borð í flugvél til Noregs. Pia er 165 cm á hæð með ljóst, stutt hár og og þéttvaxin. Þegar hún hvarf var hún klædd í strig- askó, bláar gallabuxur og bláan gallajakka með hvítu loðfóðri og loðkraga. Hún var með svarta hand- tösku og notar ýmist gleraugu eða linsur. Pia dvaldist á Upptökuheimilinu í Kópavogi og skilaði sér ekki þang- að eftir bæjarferð á miðvikudag. Þá var þegar farið að svipast urn eftir henni, en lögreglan telur ekki ólíklegt að hún hafi komist um borð í flugvél til Noregs. Vitað er að hún Pia Jespersen. vildi gjarnan komast frá íslandi. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um ferðir Piu eftir kl. 16.00 á mið- vikudag era beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Nokkur misskilningur kom upp varðandi hvarf stúlkunnar þegar tilkynnt var að laumufarþegi gæti verið um borð í þýska skipinu Jamme Wehr, sem fór héðan á mið- vikudag. Að sögn Jónasar Hallsson- ar varðstjóra er það venjan þegar fólk hverfur, að kanna hvort það sé ef til vill um borð í skipum eða flugvélum sem farið hafa frá ís- landi. Starfsmenn strandstöðva í Skotlandi ragluðust eitthvað í ríminu og töldu að laumufarþeginn væri drengur sem hefði lokast inni í kæliklefa, en að sögn Jónasar er nú ljóst að enginn hafði tekið sér far með Jamme Wehr óboðinn. ur 360.000 tonn og er gert ráð fyrir því að annar hver fiskur sem veiðist verði annað hvort tveggja til þriggja ára og að það hlutfall muni aukast ef afli fari fram úr þeirri tölu. Hafrannsóknarstofnun telur árgangana 1983 og 1984 vera allsterka, árganginn 1985 í meðal- Iagi, en árganginn 1986 hins vegar mjög lítinn. Framreikningar á stærð ýsu- stofnsins sýna að hann muni vaxa mjög ört á næstu áram, sérstak- lega eftir 1988. Hafrannsóknar- stofnun leggur því til að aflahámark árið 1988 verði 60.000 tonn og 70.000 tonn árið 1989. Afli árið 1990 gæti síðan hugsanlega orðið enn meiri. Ýsu- afli á þessu ári er áætlaður um 50.000 tonn, en það er svipað og á síðasta ári. Hafrannsóknarstofnun leggur til að sókn í ufsastofninn, sem virðist fara vaxandi, verði ekki frekar aukin og að aflahámark árið 1988 verði 75.000 tonn og 80.000 tonn árið 1989. Ufsaafli er áætlaður 70.000 tonn á þessu ári. Karfaafli, er lagt til að verði minnkaður úr 85.000 tonnum í 60.000 tonn en þá munu veiði- og hrygningarstofnar minnka lítil- lega. Sjá ágrip af skýrslunni á bls. 32. Bráðabírgðasamniiigar náðust á Raufarhöfn Raufarhöfn. Bráðabirgðasamningar náðust í deilu Jökuls hf. og áhafnarinnar á Rauðanúpi ÞH 160 frá Raufar- höfn i gær og hélt togarinn til veiða í gærkvöldi. Samkomulag náðist um fiskverð fyrir næstu tvær veiðiferðir. Viðmið- un var höfð á fiskverði sem greitt er á Húsavlk og víðar. Að sögn Hólm- steins Björnssonar, framkvæmda- stjóra Jökuls hf. sem gerir togarann út, er vegin hækkun 6 til 8% frá því fískverði sem fyrirtækið bauð eftir að fiskverð var gefið fijálst. En sé miðað við verð fyrir 15. júní nemur hækkunin 16-18%. Aðspurður sagði Hólmsteinn að það væri dómur flestra ef ekki allra flskkaupenda að þetta verð væri of hátt. Tíminn sem í hönd fer, það er að segja á meðan Rauðinúpur er í næstu tveimur veiðiferðum, verður notaður til upplýsingasöfnunar, að sögn Hólmsteins. - Helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.