Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.07.1987, Blaðsíða 50
T80I troi J. íroOAOíTAOTJA.J aTOAJHMTJOJIOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987 mmmn ást er... .. . að faðma hana fallega. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserveo ©1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffinu POLLVJX 'U''*22 Þá eru peningaáhyggjur okkar úr sögunni. Ég seldi sál mína ... HÖGNI HREKKVlSI Bréfritari er ekki ánægður með það að þurfa að horfa á eftir kindakjöti á haugana. Morgunbiaðið/Þorkeii Hugvekja um haugalamb Spakur skrifar: Ég get ekki lengur orða bund- ist. Síðastliðinn fimmtudag var frétt í Morgunblaðinu næstum búin að verða mér að aldurtila. Svo er mál með vexti að ég sat eins og gengur og gerist árla morg- uns við eldhúsborðið og innbyrti morgunmatinn, kaffi og kleinur, og las blaðið á meðan. Yfirleitt er þetta fremur hættulaust athæfi en svo var ekki í þetta sinn. Án nok- kurrar viðvörunar blöstu við mér myndir af stóreflis jarðýtu að urða sauðfé í stórum stíl og við hliðina á stóð stórum stöfum: „177 tonn af kindakjöti á haugana". Það lá við að ég missti kaffiboll- ann niður á mig en það sem verra var, ein kleinan fór svo öfugt ofan í mig að mér lá við köfnun. Með herkjum tókst mér þó að hósta kleinubitanum upp úr mér, allur orðinn þrútinn í framan af loftleysi. 177 tonn eru ekkert smáræði af keti,_ ríflega eitt aukakíló á sér- hvern íslending sem kominn er af fermingaraldri. Það má því með sanni segja að við íslendingar séum minni menn en ella fyrir vikið. Að minnsta kosti léttari. Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu svívirðilega athæfí? Varla eru það okkar harðduglegu bænd- ur. Það getur varla veitt þeim mikla ánægju að stjana við skepn- urnar allt árið, hlaupa jafnvel á eftir þeim upp um fjöll og fimindi til þess eins að sjá þær enda á öskuhaugunum innan um slitna hjólbarða og tómar niðursuðudósir. Það hlýtur að vera ákaflega niður- brjótandi að sjá árangurinn af starfi sínu aldrei komast lengra en þetta. Yfirstjórn landbúnaðarmála hér á landi er greinilega í molum fýrst að svona nokkuð þarf að koma fýrir. Samt skilst mér að næsti landbúnaðarráðherra íslendinga eigi að vera sá sami og síðustu fjögur árin. Jón er að vísu hinn mætasti maður að því er mér er sagt þótt ekki hafí hann þá hæfí- leika til að bera sem prýða þurfa góðan landbúnaðarráðherra. Það er reyndar ekkert til að skammast sín fyrir. Ég þekki fjölda fólks sem myndu ekki verða góðir landbún- aðarráðherrar. Svo segja menn að sérhver þjóð fái þá stjóm sem hún á skilið. Mér er spum, hvað höfum við gert af okkur? Víkverji skrifar Ríkissjónvarpið hefur tekið sig til og skorið upp herör gegn vondri umgengni og óþrifum á lóð- um fyrirtækja og í íbúðarhúsahverf- um í nágrannabæjarfélögum Reykjavíkur. Það hefur komið á daginn að þetta er hið þarfasta mál og ekki hefur skort viðbrögð bæði af hálfu bæjaryfirvalda og fyrir- tækjanna, sem mörg hver hafa tekið myndarlega við sér og látið fjar- lægja bílhræ og annað msl af lóðum sínum. Hins vegar hefur það farið eilítið í taugamar á Víkvetja hvemig sjón- varpið stóð upphaflega að því að vekja máls á þessu þarfa málefni. Fréttamaðurinn tók sér stöðu á ein- um fegursta útsýnisstað Kópavogs og flutti þar mikla ádrepu um vonda umgengni í miðjum fréttatímanum. Eins og Helgi setti fram pistil sinn átti hann lítið sameiginlegt með öðmm fréttum dagsins heldur sór sig meira í ætt forystugreinaskrifa dagblaða eða umvöndunardálka prentmiðlanna. Hvergi var auð- kennt í þessu innslagi að þama væri á ferð dálítið hliðarspor frá hefðbundnum fréttaflutningi. í Morgunblaðinu hefur áður verið fundið að því að talsvert áberandi sé orðið hjá íslensku ljósvakamiðl- unum að mörkin milli hreinna frétta annars vegar og fréttaskýringa og vangaveltna hins vegar séu oft á tíðum harla óljós. Hið sama má segja um lóðahreinsunarpistilinn sem nefndur var hér á undan. í sjálfu sér er ekkert við það að at- huga að ljósvakamiðlamir taki á þörfum málum með þessum hætti en það hlýtur að verða að gera þá kröfu að slík innslög í fréttatímum séu afmörkuð eða auðkennd til að áhorfandanum sé ljóst frá byijun að í umijölluninni sé beitt allt ann- arri aðferðarfræði en gerist og gengur í hefðbundnum fréttaflutn- ingi. XXX Enn njótum við hyili veðurguð- ana, þótt fáeinir regndropar hafí fallið af himni undir lok vikunn- ar. Veðurfarið er þvj að verða helsta umræðuefnið manna á milli, þótt með öfugum formerkjum sé miðað við það sem við höfum átt að venj- ast. Það er meira að segja haft eftir starfsmönnum nýju flugstöðvarinn- ar að nú sé mikill munur á far- þegunum sem fara um stöðina frá því sem var í hinni gömlu. Nú er það nefnilega sólbrúna fólkið sem fer úr landi en það föla sem kemur inn í landið. XXX * Islenskur handknattleikur hættir ekki að koma á óvart. Stórgóð frammistaða íslenska handknattleikslandsliðsins í Júgó- slavíu sýnir svo ekki verður um villst að íslenska landsliðið hefur skipað sér á bekk með sterkustu handknattleiksþjóðum heims og það leggur meira að segja sjálfa heims- meistarana að velli á heimavelli þeirra. Það er afrek sem allur hand- knattleiksheimurinn tekur eftir. Styrkleiki íslensks handknatt- leiks verður hins vegar ekki til úr engu. Hann sýnir ótvírætt að bak- landið er traust — að í íslenskum handknattleik eigum við sveit for- ystumanna sem hafa búið til þann jarðveg sem þessi árangur er sprott- inn úr og hefur skapað frábærum landsliðsþjálfara aðstöðu til að vinna úr þeim efnivið sem greinilega er fyrir hendi meðal íslenskra hand- knattleiksmanna. Takmarkið nú er að ná langt á olympíuleikunum í Seúl í S-Kóreu á næsta ári. Frammistaða hand- knattleikskappa okkar undanfarið hefur haft það í för með sér að búast má því að miklar væntingar séu meðal þjóðarinnar um góðan árangur handknattleikslandsliðsins á því móti. Reynslan á hins vegar að hafa kennt okkur að þegar þess- ar væntingar eru hvað mestar, reynist landsliðinu oft erfítt að rísa undir þeim kröfum sem það fær í fararnesti á stórmót erlendis. Hóf- leg bjartsýni um árangur í Seúl er því vafalaust happadrýgst bæði fyr- ir handknattleiksunnendur hér heima og landsliðið sjálft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.